Atvikið í Svíþjóð var umfjöllun á Fox News

Hryðjuverkin í Svíþjóð sem Donald Trump minntist á í nýlegri ræðu áttu sér aldrei stað. Nú segir Trump að hann hafi verið að vísa í sjónvarpsumfjöllun um glæpaaukningu vegna fjölgunar innflytjenda. Glæpatíðni hefur haldist nær óbreytt í Svíþjóð í áratug.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Auglýsing

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, segir að yfir­lýs­ing hans um það sem hefði gerst í Sví­þjóð fyrir helgi hafi verið vísun í umfjöllun sem hafði verið sýnd á sjón­varps­stöð­inni Fox News og fjall­aði um inn­flytj­endur og Sví­þjóð. Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á Twitter sem for­set­inn setti inn í gær­kvöldi.

Í ræðu sem Trump hélt á fundi með stuðn­ings­mönnum sínum í Flór­ída nefndi hann Sví­þjóð, Þýska­land, Par­ís, Nice og Brus­sel sem dæmi um staði sem Banda­ríkja­menn ættu að horfa á til að átta sig á hvers konar ástand væri í heim­in­um. Á öllum þessum stöð­um, að Sví­þjóð und­an­skildu, hafa verið framin hryðju­verk á und­an­förnum árum.

Auglýsing


Svíar stóðu hins vegar eftir á gati og málið vakti mikla athygli á sam­fé­lags­miðl­um. Þar var gert stólpa­grín að yfir­lýs­ingu Trump, enda engin hryðju­verk framin í Sví­þjóð á föstu­dag. Carl Bildt, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, spurði á Twitter hvað Trump hefði eig­in­lega verið að reykja.

Sænskum stjórn­völdum var ekki jafn skemmt og kröfð­ust svara. Margot Wall­ström, utan­rík­is­ráð­herra Sví­þjóð­ar, brást m.a. við með því að krækja inn á færslu um að „post truth“ hefur verið valið orð árs­ins af Oxford orða­bók­inni árið 2016. Hún setti einnig inn færslu á Twitter þar sem hún krækti inn í ræðu sem hún flutti í sænska þing­inu í síð­ustu viku. Í ræð­unni sagði Wall­ström að ríki þurfi að ræða við hvort ann­að, ekki bara um hvort ann­að, til að virða skuld­bind­ingar og leyfa hug­myndum að keppa við hvora aðra. Virkt lýð­ræði og upp­byggi­leg sam­vinna milli ríkja feli einnig í sér að vís­indi, stað­reyndir og fjöl­miðlar séu virt. Sömu­leiðis að viska hvors ríkis fyrir sig sé við­ur­kennd.



Í til­kynn­ingu sem Hvíta húsið sendi frá sér á vef sínum í gær­kvöldi sagði að Trump hefði ekki verið að tala um sér­stakt atvik í Sví­þjóð heldur fjölgun afbrota og ýmissa atvika.

Nú er komið í ljós að Trump var að vísa til umfjöll­unar sem hann sá á sjón­varps­stöð­inni Fox News á föstu­dag.



Þá var sýnd umfjöllun sem inni­hélt m.a. við­tal við kvik­mynda­gerð­ar­mann­inn Ami Horowitz, sem heldur því fram að hluti inn­flytj­enda sem Sví­þjóð hafi tekið við hafi rík tengsl við glæp­a­starf­semi. Í umfjöll­un­inni sagði Horowitz m.a. að Sví­þjóð hafi orðið fyrir fyrstu hryðju­verka­árásinni af hendi múslímsk hryðju­verka­manns fyrir skemmstu og að landið sé að fá að finna fyrir því sem sé að eiga sér stað víða um Evr­ópu nú þeg­ar. Horowitz sagði einnig að Svíar reyndu oft að fela til­vist þess­ara glæpa.

The Guar­dian telur að Horowitz hljóti að vera að vísa í sjálfs­morðsárás sem sænskur rík­is­borg­ari, fæddur í Írak, framdi í Stokk­hólmi árið 2010, ári áður en borg­ara­styrj­öld brast á í Sýr­landi og Líbýu sem gerði það að verkum að gríð­ar­legu fjöldi fólks flúði mið­aust­ur­lönd í leit að öryggi og betra lífi í Evr­ópu og víð­ar.

Ekki sýn­i­­leg glæpa­alda með auknum flótta­­manna­­straumi

Sví­­þjóð tók við 163 þús­und flótta­­mönnum árið 2015, sem var met­fjöldi. Því hefur einnig verið haldið fram að glæpum í Sví­­þjóð hafi fjölgað mikið sam­hliða auknum flótta­­manna­­straumi inn í land­ið. Í tölum sem sænsk stofnun sem ein­beitir sér að glæpafor­vörnum (e. The Swed­ish National Council for Crime Prevention) birti í jan­úar 2016 kom hins vegar fram að til­­kynntum nauð­g­unum hefði fækkað um tólf pró­­sent á milli áranna 2014 og 2015 og smá­­þjófn­uðum um tvö pró­­sent.

Í annarri úttekt stofn­un­­ar­innar sést að hót­­an­ir, áreitni, lík­­ams­árásir og rán voru hlut­­falls­­lega færri í Sví­­þjóð árið 2014 en þau voru árið 2005. Kyn­­ferð­is­­legar árásir og til­­kynnt svik voru hlut­­falls­­lega eilítið fleiri. Heilt yfir hefur tíðni glæpa sem framdir eru í Sví­­þjóð lækkað frá árinu 2005.

Í umfjöllun vef­mið­ils­ins thelocal.se frá því í febr­­úar 2016 sagði blaða­­full­­trúi sænsku lög­­regl­unn­­ar, Lars Byström, að hvorki ferða­­menn né íbúar Stokk­hólms ættu að finn­­ast þeir vera í nokk­­urri hættu í borg­inni. Að hans mati væri borgin nokkuð örugg. Í nið­­ur­­stöðum nýrrar rann­­sókn­­ar, sem birtar voru í hinu virta fræð­i­­riti Lancet, kom fram að Sví­­þjóð er í þriðja sæti í heim­inum þegar kemur að því að upp­­­fylla þau heilsu­m­­ark­mið sem Sam­ein­uðu þjóð­­irnar setja aðild­­ar­­ríkjum sín­­um. Þau snú­­ast meðal ann­­ars um ofbeldi og félags­­­leg jafn­­ræði.

Kjarn­inn birti Stað­reynda­vakt um yfir­lýs­ingar um aukið ofbeldi í Sví­þjóð vegna fjölg­unar flótta­manna í aðdrag­anda síð­ustu þing­kosn­inga hér­lend­is. Nið­ur­staða hennar var að yfir­lýs­ingar þess efnis væru fleip­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None