Ólafur Ólafsson: Hvorki ríkissjóður né almenningur verr settir

ÓIafur Ólafsson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu rannsóknarnefndar um blekkingar við kaup á Búnaðarbankanum. Hann hafnar því að hagnaður hans hafi verið vegna blekkinga.

Auglýsing
Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson.

Ólafur Ólafs­son segir að hvorki ríkið né almenn­ingur hafi verið verr sett vegna bak­samn­inga sem hann og aðrir gerðu í tengslum við kaup Hauck & Auf­häuser  á 45,8 pró­senta hlut í Bún­að­ar­banka Íslands í árs­byrjun 2003. Hann segir að til að koma í veg fyrir ágrein­ing „um eigna­sölu rík­is­ins í 15 ár eins og í þessu til­felli skulu stjórn­völd standa þannig að mál­um, bæði gagn­vart kaup­endum og almenn­ingi, að leik­reglur séu fyrir fram ákveðnar og atriði, sem ekki skipta máli, verði ekki gerð að aðal­at­riðum máls síð­ar.“  Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá Ólafi. 

Þar segir Ólafur enn frem­ur: „Það sem á fundi rann­sókn­ar­nefndar voru nefndir bak­samn­ingar voru samn­ingar milli einka­að­ila og höfðu engin áhrif á nið­ur­stöðu í sölu rík­is­ins á hlut sínum í Bún­að­ar­bank­an­um. Hvorki rík­is­sjóður né almenn­ingur voru verr settir vegna þess­ara samn­inga, sem rann­sókn­ar­nefndin kýs að kalla blekk­ingu. Samn­ing­arn­ir, eins og þeim er lýst í skýrsl­unni, snúa að fjár­mögnun á hlut Hauck & Auf­häuser í þessum við­skipt­um, áhættu og hvernig hagn­aði, ef af yrði en ekk­ert lá fyrir um, væri skipt. Hagn­að­ur­inn kom til vegna hækk­unar á hluta­bréfa­verði á tveggja ára tíma­bili en ekki vegna meintra blekk­inga.“

Í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar kom fram að ítar­­leg skrif­­leg gögn sýna með óyggj­andi hætti að þýski bank­inn Hauck & Auf­häuser, Kaup­­þing hf. á Íslandi, Kaupt­hing Bank Lux­em­­bo­­urg og hópur manna sem vann fyrir og í þágu Ólafs Ólafs­­sonar fjár­­­festis not­uðu leyn­i­­lega samn­inga til að fela raun­veru­­legt eign­­ar­hald þess hlutar sem Hauck & Auf­häuser átti í Bún­­að­­ar­­bank­­anum í orði kveðnu. „Í raun var eig­andi hlut­­ar­ins aflands­­fé­lagið Well­ing & Partners, skráð á Tortóla á Bresku Jóm­frú­a­eyj­­um. Með fjölda leyn­i­­legra samn­inga og milli­­­færslum á fjár­­mun­um, m.a. frá Kaup­­þingi hf. inn á banka­­reikn­ing Well­ing & Partners hjá Hauck & Auf­häuser var þýska bank­­anum tryggt skað­­leysi af við­­skipt­unum með hluti í Bún­­að­­ar­­bank­an­­um.“ 

Auglýsing

Í skýrsl­unni segir enn frem­­ur: „Síð­­­ari við­­skipti á grund­velli ofan­­greindra leyn­i­­samn­inga gerðu það að verk­um, að Well­ing & Partners fékk í sinn hlut rúm­­lega 100 millj­­ónir Banda­­ríkja­dala sem voru lagðar inn á reikn­ing félags­­ins hjá Hauck & Auf­häuser. Snemma árs 2006, eða um þremur árum eftir við­­skiptin með eign­­ar­hlut rík­­is­ins í Bún­­að­­ar­­bank­an­um, voru 57,5 millj­­ónir Banda­­ríkja­dala greiddar af banka­­reikn­ingi Well­ing & Partners til aflands­­fé­lags­ins Mar­ine Choice Limited sem stofnað var af lög­­fræð­i­­stof­unni Mossack Fon­­seca í Panama en skráð á Tortóla. Raun­veru­­legur eig­andi Mar­ine Choice Limited var Ólafur Ólafs­­son. Um svipað leyti voru 46,5 millj­­ónir Banda­­ríkja­dala greiddar af banka­­reikn­ingi Well­ing & Partners til aflands­­fé­lags­ins Dek­hill Advis­ors Limited sem einnig var skráð á Tortóla. Ekki liggja fyrir óyggj­andi upp­­lýs­ingar um raun­veru­­lega eig­endur Dek­hill eða hverjir nutu hags­­bóta af þeim fjár­­munum sem greiddir voru til félags­­ins.“

Yfirlýsing Ólafs í heild

„Í ljósi þess að Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis hefur birt skýrslu um þátt­töku þýska bank­ans Hauck & Auf­häuser í kaupum á 45,8% hlut í Bún­að­ar­banka Íslands í árs­byrjun 2003 tel ég mik­il­vægt að fram komi eft­ir­far­andi:

S-hóp­ur­inn með hæsta boðið

S-hóp­ur­inn var með hæsta boð í 45,8% hlut í Bún­að­ar­bank­anum í árs­byrjun 2003. Bjóð­endur voru metnir af HSBC[1] ­bank­an­um, sem var rík­inu til ráð­gjaf­ar, og kom S-hóp­ur­inn best út úr því mati. Hann fékk flest stig og tekið var fram að það væri óháð hugs­an­legri erlendri þátt­töku í kaup­un­um. Það er í sam­ræmi við bókuð ummæli Ólafs Dav­íðs­son­ar, for­manns einka­væð­ing­ar­nefndar á fundi nefnd­ar­innar 28. ágúst 2002, að ekki væri áskilið að erlendir aðilar kæmu að við­skipt­un­um. Það er óábyrgt af Kjart­ani Bjarna Björg­vins­syni, stjórn­anda rann­sókn­ar­inn­ar, að segja að erlend aðkoma hafi verið grund­vall­ar­for­senda þegar það liggur alveg ljóst fyrir að hún var ekki skil­yrði. 

Í fram­haldi var gerður kaup­samn­ingur eins og komið hefur fram. Kaup­verð sam­kvæmt kaup­samn­ingnum var að fullu greitt til íslenska rík­is­ins og staðið við öll þau skil­yrði, sem sett voru í samn­ingn­um. Ríkið bar ekki skertan hlut frá borði, eins og ein­hver kynni að álykta af umræðu um skýrsl­una fyrr í dag.     

Ríkið fékk allt sitt greitt

Óum­deilt er að ríkið gekk til samn­inga við hæst­bjóð­end­ur, fékk kaup­verð að fullu greitt, sem á end­anum var hærra en upp­haf­legt kauptil­boð hljóð­aði upp á. Kjartan Bjarni Björg­vins­son stað­festi aðspurður á blaða­manna­fundi í Iðnó að nefndin ályktaði ekki sem svo að ríkið hefði skað­ast í við­skipt­un­um.

Í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar er lýst aðkomu þýska bank­ans að kaupum á 16,28% hlut í Bún­að­ar­bank­anum í gegnum Eglu hf. Sam­kvæmt lögum var þýski bank­inn lög­mætur hlut­hafi í Eglu hf., hann innti af hendi hluta­fjár­fram­lag sitt eins og áskilið var og bar skyldur sam­kvæmt gerðum samn­ing­um.

Það sem á fundi rann­sókn­ar­nefndar voru nefndir bak­samn­ingar voru samn­ingar milli einka­að­ila og höfðu engin áhrif á nið­ur­stöðu í sölu rík­is­ins á hlut sínum í Bún­að­ar­bank­an­um. Hvorki rík­is­sjóður né almenn­ingur voru verr settir vegna þess­ara samn­inga, sem rann­sókn­ar­nefndin kýs að kalla blekk­ingu. Samn­ing­arn­ir, eins og þeim er lýst í skýrsl­unni, snúa að fjár­mögnun á hlut Hauck & Auf­häuser í þessum við­skipt­um, áhættu og hvernig hagn­aði, ef af yrði en ekk­ert lá fyrir um, væri skipt. Hagn­að­ur­inn kom til vegna hækk­unar á hluta­bréfa­verði á tveggja ára tíma­bili en ekki vegna meintra blekk­inga.

Til að koma í veg fyrir ágrein­ing um eigna­sölu rík­is­ins í 15 ár eins og í þessu til­felli skulu stjórn­völd standa þannig að mál­um, bæði gagn­vart kaup­endum og almenn­ingi, að leik­reglur séu fyrir fram ákveðnar og atriði, sem ekki skipta máli, verði ekki gerð að aðal­at­riðum máls síð­ar. 

Að svo stöddu mun ég ekki tjá mig nánar um efni skýrsl­unnar fyrr en ég hef haft tæki­færi til að kynna mér efni hennar og for­sendur bet­ur.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None