Ólík ummæli ráðherra rýri trúverðugleika Íslands

Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu fjármálaráðherra fyrir orð hans í viðtali við Financial Times. Ráðherrann segist hafa verið að lýsa þeim möguleikum sem nýskipuð peningastefnunefnd myndi skoða.

Katrín Jakobsdóttir og Benedikt Jóhannesson.
Katrín Jakobsdóttir og Benedikt Jóhannesson.
Auglýsing

Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar spurðu Bene­dikt Jóhann­es­son fjár­mála­ráð­herraum við­tal sem hann fór í hjá Fin­ancial Times á dög­unum í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag. Í við­tal­inu var haft eftir honum að núver­andi ástand í pen­inga­mála­stefnu Íslands væri óverj­andi og til skoð­unar væri að tengja krón­una við annan gjald­mið­il. 

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður VG, sagði að í kjöl­farið hafi Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra hlaupið upp til handa og fóta til að bera til baka orð Bene­dikts. „Telur hæst­virtur fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra að krytur hans og hæstv. for­sæt­is­ráð­herra í alþjóð­legum miðlum auki trú­verð­ug­leika íslensks efna­hags­lífs?“ spurði Katrín Jak­obs­dóttir hann. „Telur hann slíkar yfir­lýs­ingar sam­ræm­ast stöðu sinni sem ráð­herra fjár­mála og efna­hags­mála?“ 

Bene­dikt sagði að hann hefði verið spurður að því hvert verk­efni nýskip­aðrar pen­inga­stefnu­nefndar yrði. „Ég skýrði það að verk­efni nefnd­ar­innar væri í sam­ræmi við stjórn­ar­sátt­mála að finna pen­inga­stefnu sem myndi leiða til stöðugra gengis á íslensku krón­unni og hvaða leiðir væri hægt að fara að því marki. Þá nefndi ég m.a. að Við­reisn hefði bent á mynt­ráð í bar­átt­unni fyrir kosn­ing­arn­ar. Að hægt væri að tengja íslensku krón­una ýmsum stórum gjald­miðl­um. Þeir sem kæmu þá til greina væru Banda­ríkja­dal­ur, breska pundið eða evran og ég teldi að evran væri þar lang­væn­leg­asti kost­ur­inn.“ 

Auglýsing

Hann sagði þetta eitt af því sem yrði vænt­an­lega skoðað í nefnd­inni, og að hann gerði engar athuga­semdir við það að for­sæt­is­ráð­herra segði þetta ekki yfir­vof­andi. „Nefndin er ekki búin að skila nið­ur­stöðu. Þegar hún skilar nið­ur­stöðu munum við vinna úr þeim.“ 

Katrín ítrek­aði þá spurn­ingu sína um hvort þessi skoð­ana­á­grein­ingur jyki trú­verð­ug­leika íslensks efna­hags­lífs. Bene­dikt sagð­ist hafa skýrt það hvernig málið hafi komið til og hann gæti ekki borið ábyrgð á því hvernig það væri túlk­að. „Það er hins vegar vitað að ekki eru allir sam­mála um þessa pen­inga­stefnu. Ég veit að hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra hefur ekki nákvæm­lega sömu áherslur og ég. En það sannar í raun og veru bara það að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er ekki útibú frá Við­reisn eins og sumir virð­ast halda.“ 

Lilja: Við­talið furðu­legt

Lilja Alfreðs­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði að fjár­mála­ráð­herra þætti gaman að ræða við erlenda fjöl­miðla, en „okkur hin­um“ þætti það ekk­ert sér­lega skemmti­legt því orð hans rýrðu trú­verð­ug­leika Íslands út á við. „Eins og staðan er í dag er hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra að bjóða upp á algjöra óvissu­ferð er varðar pen­inga­stefn­una og svo virð­ist hæst­virtur ráð­herra ætla sér að tala gjald­mið­il­inn niður á alþjóða­vísu. Við­talið við FT er svo furðu­legt að mér datt í hug hvort það gæti hugs­an­lega verið ein­hver meiri dýpt í þessu, hvort hæstv. fjár­mála­ráð­herra væri sjálfur að gera sig að ein­hvers konar þjóð­hags­var­úð­ar­tæki sem virkar þannig að þegar krónan er sterk ætlar hann bara að mæta sjálfur og tala hana niður og svo þegar hún er veik ætlar hann að mæta sjálfur og tala hana upp,“ sagði Lilja. 

Hún spurði hvort ekki væri fag­legri nálgun að bíða eftir nið­ur­stöðum verk­efn­is­stjórn­ar­inn­ar, hvort Bene­dikt þætti heið­ar­legt gagn­vart þjóð­inni að sitja í rík­is­stjórn þar sem svona mik­ill skoð­ana­munur væri um eitt helsta hags­muna­mál þjóð­ar­inn­ar, og hvort hann þyrfti ekki að leið­rétta þennan mis­skiln­ing ef orð hans hafi verið tekin úr sam­heng­i. 

„Það er ein­kenni­legt að heyra hátt­virtan þing­mann gera því skóna að menn eigi að hætta að hafa skoð­anir um leið og þeir eru komnir í rík­is­stjórn. Auð­vitað hef ég áfram mínar skoð­an­ir. Ég hef sömu skoðun núna eins og ég hafði fyrir kosn­ing­ar. Ég hef ekki dregið neina dul á það. Ég hef talið að það væri far­sælla fyrir Ísland að hafa aðra pen­inga­stefnu, hafa stefnu þar sem væri meira jafn­vægi. Ég hef talið að það væri ekki far­sælt fyrir útflutn­ings­grein­arnar að vera með gjald­miðil þar sem evran er á 160 kr. einn dag­inn, 140 kr. þann næsta og svo komin niður í 112 kr., fer svo upp í 124 kr. og sveifl­ast fram og til baka, þannig að þeir sem eiga við­skipti í þess­ari mynt vita aldrei dag­inn eftir hve mikið þeir fá fyrir sinn snúð. Ég geri enga athuga­semd við það að aðrir kunni að hafa aðrar skoð­anir á því. Þannig er lýð­ræð­ið. Þannig verða skoð­ana­skipt­i,“ sagði Bene­dikt. 

Hann sagði einnig að það væri „sann­ar­lega heið­ar­legt og gott“ að vera í rík­is­stjórn og berj­ast fyrir mark­miðum sín­um. Það ættu stjórn­mála­menn að gera, hvort sem er í stjórn eða stjórn­ar­and­stöðu. „Mér finnst það mjög eðli­legt að við ræðum það hvernig á pen­inga­stefnan að vera. Það er margt annað sem við ætlum að breyta. Ef það væri búið að breyta öllu sem mér fynd­ist að þyrfti að breyta þá þyrfti ég ekki að vera í póli­tík leng­ur, þá væri mínu hlut­verki lok­ið. Það er ekki þannig. Þess vegna er það heið­ar­leg­asta starf sem ég get tekið að mér núna að vera í póli­tík og berj­ast fyrir minni stefn­u.“ 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None