Íslendingar lifa lengur og betur en áður

Ungbarnadauði er hvergi lægri í Evrópu en á Íslandi og íslenskir karlar verða evrópskra karla elstir. Framfarir læknavísinda og bætt heilsumeðvitund hafa þar mikið að segja.

Meðalævi Íslendinga aldrei verið hærri.
Meðalævi Íslendinga aldrei verið hærri.
Auglýsing

Með­al­ævi­lengd íslenskra kvenna hefur auk­ist um rúm fjögur ár síðan 1986 og geta þær vænst þess að lifa í rúm 83 ár. Þetta kemur fram á vef Hag­stof­unn­ar. Með­al­ævi­lengd íslenskra karla hefur auk­ist meira á sama tíma eða um rúm sex ár. Þótt að með­al­ævi­lengd karla hafi lengst lifa þeir þó að með­al­tali styttra en kon­urnar en geta þó átt vona á því að verða rúm­lega 80 ára.

Sam­kvæmt með­al­tali síð­ustu tíu ára var með­al­ævi­lengd íslenskra karl­manna 80,4 sem er hæsti meðal aldur þess tíma í Evr­ópu. Næst á eftir eru sviss­neskir karl­menn sem lifa að með­al­tali í 80,2 ár. Þeir lifa þó ekki eins lengi og kon­urnar en spænskar og franskar konur verða kvenna elstar 85,3 ára.

Dóra Guð­rún Guð­munds­dóttir svið­stjóri yfir áhrifa­þáttum heil­brigðis hjá Emb­ætti land­læknis segir að þessa þróun megi meðal annar rekja til fram­fara lækna­vís­ind­anna. „Við höfum náð góðum tökum á þeim smit­sjúk­dómum sem að fyrri kyn­slóðir dóu úr. Við deyjum því frekar úr ósmit­bærum sjúk­dómum  sem að herja á okkur seinna á ævinni. Samt erum við líka að ná betri tökum á þeim þannig að, hver kyn­slóð lifir lengur en sú sem kom á und­an­.“ 

Auglýsing

Í þessu sam­hengi má benda á að árið 1846 lét­ust 3.293 ein­stak­lingar á Íslandi. Það ár geis­aði misl­inga­far­aldur á Íslandi og fækk­aði þeim um 370 á milli ára og voru 57.718 ári seinna. Flest dauðs­föll það árið voru í júní en þá lét­ust 741 ein­stak­lingur sem var fjór­falt fleiri dauðs­föll en búast hefði mátt við. 

Dauðs­föll árið 2016 voru færri í heild­ina en árið 1846 þrátt fyrir að Íslend­ingar væru árið 2016, sam­kvæmt tölum hag­stof­unn­ar, 335.439 tals­ins. Helsta dán­ar­or­sök það árið voru sjúk­dómar tengdir blóð­rás­ar­kerfi og hjarta svo sem kransæða­stífl­ur, hjarta­á­föll eða æða­þreng­ing­ar. 

Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar var fjöldi þeirra sem lét­ust yfir 90 ára á Íslandi í fyrra 473 tals­ins og 20 pró­sent þeirra sem lét­ust það ár. Hund­rað árum áður 1916 var hlut­fall þeirra sem lét­ust yfir 90 ára 1,28 pró­sent þeirra sem lét­ust eða 17 sam­tals. 

Heilsu­vit­und hjálpar mikið til

Dóra segir það ekki aðeins lækna­vís­ind­unum að þakka að við lifum leng­ur. „Ef við myndum bara bíða eftir því að lækna­vís­indin lækni sjúk­dómana þá væri það ekki nóg.“ Hún segir að ekki dugi að ein­stak­lingar leiti sér bara lækn­is­að­stoðar þegar þeim er farið að líða illa, það sé ekki síður mik­il­vægt að gera það sem hægt er til að efla heils­una og fyr­ir­byggja vanda­mál­in. „Ef við ætlum að ná enn betri árangri þá þarf að huga að þáttum eins og hreyf­ingu, nær­ingu, áfengi, tóbaki og streit­u“.

Dóra segir að heilsu­vit­und Íslend­inga hafi batnað á und­an­förnum árum. „Við erum orðin með­vit­aðri og gerum kröfur t.d. með mat í skól­um, við viljum að hann sé hollur og setjum kröfur um það. Við vitum að við þurfum að hreyfa okkur og við gerum meira af því.“ Hún bendir á að það hafi orðið aukn­ing í þátt­töku í átökum á borð við Hjólað í vinn­una og að Íslend­ingar gangi eða hjóli meira til og frá vinnu en áður. 

„Á milli 2007 og 2012 var tvö­földun á því sem við köllum virkan ferða­máta að hjóla eða ganga í vinn­una á Höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Sam­kvæmt rann­sóknum þá lifa þeir lengur sem hreyfa sig dag­lega eins og t.d. að hjóla eða ganga í vinn­una og ekki bara að þeir lifi lengur heldur við betri lífs­gæði. Við viljum nefni­lega ekki bara bæta árum við lífið heldur einnig lífi við árin, Ekki bara tóra heldur búa við lífs­gæði meðan við lif­um.“ Segir Dóra

Ekki bara á ábyrgð ein­stak­linga

Dóra leggur áherslu á að það sé mik­il­vægt að stjórn­völd leggi ekki bara ábyrgð á heilsu í hendur ein­stak­linga heldur að þau taki virkan þátt í að skapa umhverfi sem hvetji ein­stak­linga til heilsu­sam­legra líf­ern­is. „Við [hjá emb­ætti land­lækn­is] leggjum áherslu á að stjórn­völd sýni ábyrgð og geri holla valið auð­velt og geri þannig öllum kleift að bæta heilsu sína og hlúa að henni. Að það sé ekki bara fyrir ein­hverja for­rétt­inda­hópa að lifa heilsu­sam­legu lífi. Við erum að vinna að þessu með sveit­ar­fé­lögum í land­inu undir yfir­skrift­inni Heilsu­efl­andi sam­fé­lag- vellíðan fyrir alla“. 

Það sem stjórn­völd geta gert er til dæmis að tryggja aðgengi að þeim þáttum sem hafa áhrif á heilsu. „Það er ekki nóg að maður viti hvaða matur er hollur heldur þarf að vera gott aðgengi að hon­um, hann þarf að vera á við­ráð­an­legu verði og í boði í skólum og vinnu­stöð­um. Svo þurfa að vera til göngu- og hjóla­stígar svo við getum hjólað og gengið í öruggu umhverfi. Það er því mik­il­vægt að huga að þeim þáttum  í sam­fé­lag­inu sem styðja við holla valið og heil­brigðar lífs­venj­ur.

Emb­ætti land­læknis hefur þróað og komið á lagg­irnar vefnum heilsu­hegd­un.­is.. „Við viljum vinna með heilsu­gæsl­unni að því að hjálpa fólki að gera líf sitt heilsu­sam­legra og bæta heilsu­hegðun sína og myndum gjarnan vilja sjá heilsu­efl­andi mót­tökur um allt land. Við byrj­uðum á þessu með vefnum reyk­laus.is sem var vefur til að hjálpa fólki að hætta að reykja en við erum búin að útvíkka þetta fyrir fleiri þætti sem hafa áhrif á heilsu ekki bara tóbak­ið. Það hefur náðst góður árangur í að draga úr reyk­ingum og við viljum nýta þessa reynslu og fara sömu leiðir varð­andi aðra áhrifa­þætti til að bæta líf fólks.“

Lægsti ung­barna­dauði í Evr­ópu

Ung­barna­dauði er hvergi lægri í Evr­ópu en á Íslandi eða 0,7 af hverju eitt þús­und lif­andi fæddra barna. Dóra segir eina aðal­á­stæð­una fyrir lágri tíðni ung­barna­dauða vera gæði mæðra- og ung­barna­verndar á Íslandi og að hún standi öllum til boða óháð efna­hag. 

„Við erum með mjög góða þjón­ustu fyrir verð­andi mæður og mjög góða ung­barna­vernd, við fylgj­umst mjög vel með fyrir fæð­ingu og eftir fæð­ingu það er alveg til fyr­ir­myndar hér á íslandi og við mættum gjarnan nota þá nálgun í heilsu­vernd út lífið með heilsu efl­andi mót­tökum þá myndum við ná enn betri árangri“

Ung­barna­dauði er tíð­astur í Tyrk­landi þar sem hann er 13,8 af hverju eitt þús­und lif­andi fæddra. Árið 2016 var hlut­fall þeirra sem lét­ust á íslandi undir 4 ára aldri 0,3 pró­sent. Hund­rað árum áður var hlut­fallið hins vegar 22 pró­sent. 





Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent