Auðkenni smalaði sér í yfirburðarstöðu með hjálp ríkisins, rukkar nú hærra verð en aðrir

Olafur-Stephensen-7136.jpg
Auglýsing

Skulda­leið­rétt­ingin var notuð til að smala neyt­endum í við­skipti við einka­fyr­ir­tækið Auð­kenni sem hefur ein­ok­un­ar­stöðu í útgáfu raf­rænna skil­ríkja. Auk þess var fyr­ir­tækjum þröngvað í við­skipti við fyr­ir­tæk­ið, inn­leið­ing­ar­ferli raf­rænna skil­ríkja illa und­ir­búið og það hafði nei­kvæð áhrif á frjálsa sam­keppni. Í ljósi þeirrar yfir­burð­ar­stöðu sem hin öfl­uga smölun við­skipta­vina, með dyggri aðstoð rík­is­valds­ins, hefur skilað Auð­kenni getur fyr­ir­tækið rukkað mun hærra verð fyrir þjón­ustu sína en aðrir sem bjóða upp á raf­ræn skil­ríki. Þetta segir Ólafur Steph­en­sen, fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda, í grein í Morg­un­blað­inu í dag.

Neyt­endur munu á end­anum borga



Auð­kenni er fyr­ir­tæki sem er í eigu Sím­ans, Ter­is, Arion banka, Íslands­banka og Lands­banka. Þeir neyt­endur sem nýttu sér skulda­leið­rétt­ingu rík­is­stjórn­ar­innar þurftu að verða sér úti um raf­ræn skil­ríki til að geta sam­þykkt hana. Til að byrja með voru skil­rík­in, sem fólk getur notað í far­símum sín­um, ókeypis en Auð­kenni hefur síðan gefið út að fyr­ir­tækið ætli að rukka fyrir þau. Neyt­endur verða ekki rukk­að­ir  beint heldur verður lagt gjald á þau fyr­ir­tæki sem þurfa að bjóða við­skipta­vinum sín­um, meðal ann­ars fjar­skipta­fyr­ir­tæki sem eru í sam­keppni við einn eig­anda Auð­kennis, Sím­ann.

Ólafur segir í grein sinni að það blasi því við að neyt­endur muni bera sjálfir kostn­að­inn af útgáfu og notkun skil­ríkj­anna. „At­hyglin hefur einkum beinzt að því að neyt­endum hafi, í krafti lof­orðs um skulda­leið­rétt­ingu, verið smalað í við­skipti við einka­fyr­ir­tæki sem í raun hefur ein­ok­un­ar­stöðu í útgáfu raf­rænna skil­ríkja. Ferlið er þó ekki síður gagn­rýni vert vegna þess hvernig fyr­ir­tækjum var þröngvað í við­skipti við Auð­kenni, hversu illa ferlið var und­ir­búið og hversu nei­kvæð áhrif það hefur á frjálsa sam­keppn­i.“

Gengið til samn­inga án útboðs



Auð­kenni hefur ekki einka­rétt á útgáfu raf­rænna skil­ríkja en önnur fyr­ir­tæki sem átt hafa slíkar lausnir til­búnar fengu ekki að bjóða í upp­settn­ingu þeirra í tengslum við skulda­leið­rétt­ing­una, en í gegnum hana hefur orðið lang mest aukn­ing not­enda raf­rænna skil­ríkja. Þess í stað var gengið til samn­inga við Auð­kenni og Advania um þá fram­kvæmd án útboðs.

Af hálfu Auð­kennis hafa bæði verið í boði raf­ræn skil­ríki í snjall­síma og á plast­kort­um. Ólafur rifjar upp að við fram­kvæmd skulda­leið­rétt­ing­ar­innar hafi komið í ljós að plast­kortin virk­uðu ekki sem skyldi hjá þeim tugum þús­unda net­not­enda sem nota net­vafra frá App­le; ekki var hægt að nota þau til að sam­þykkja skulda­leið­rétt­ing­una af því að raf­ræna und­ir­skriftin virkar ekki. „Þetta stað­festu tækni­menn rík­is­skatt­stjóra. Auð­kenni bauð jafn­framt upp á sjálfs­af­greiðslu fyrir skil­ríki á síma á vefn­um. Sú þjón­usta virkar ekki hjá þeim sem nota stýri­kerfi frá Apple. Fyrir utan þau óþæg­indi sem þetta olli neyt­endum er það að sjálf­sögðu sam­keppn­is­hindrun gagn­vart sölu­að­ilum App­le-vara þegar tor­veld­ara er fyrir not­endur þeirra að nálg­ast opin­bera þjón­ustu raf­rænt en not­endur tækja keppi­naut­anna.

Auglýsing

Síma­fyr­ir­tækj­unum var af hálfu rík­is­skatt­stjóra og fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins gert að búa kerfi sín undir inn­leið­ingu raf­rænu skil­ríkj­anna með afar skömmum fyr­ir­vara. Höfum í huga að í þeim hópi voru keppi­nautar Sím­ans, eins af eig­endum Auð­kennis, sem hafði haft nægan tíma til að prófa tækni­lausn­ina í sam­starfi við fyr­ir­tæk­ið. Fjar­skipta­fyr­ir­tækin þurftu að leggja í gríð­ar­legan kostnað við að skipta út SIM-kortum við­skipta­vin­anna til þess að þeir gætu nýtt sér skulda­leið­rétt­ing­una. Nova ehf. þurfti að skipta um fram­leið­anda SIM-korta með ærinni fyr­ir­höfn og skömmum fyr­ir­vara.

Að minnsta kosti af tveimur ástæðum er þetta sam­keppn­is­hindr­un. Ann­ars vegar er síma­fyr­ir­tæki í raun stillt upp við vegg og því sýnt fram á að það eigi á hættu að missa við­skipta­vin­ina annað ef það býður ekki »rík­is­lausn­ina« á raf­rænni auð­kenn­ingu og und­ir­skrift. Um leið er við­skipta­vinum far­síma­fyr­ir­tækja tor­veldað að skipta um síma­fyr­ir­tæki. Til þessa hefur verið lagt upp úr því að núm­er­a­flutn­ingur sé ein­faldur og geti átt sér stað á nokkrum mín­út­um. Við­skipta­vin­ur, sem hefur fengið raf­ræn skil­ríki og vill skipta um síma­fé­lag, þarf hins vegar að gera sér ferð í bank­ann og láta end­ur­virkja raf­rænu skil­ríkin á sím­anum sín­um. Þetta hindrar sam­keppni á far­síma­mark­að­i.“

Erfitt að senda reikn­inga til þeirra sem eru með frelsiskort



Auð­kenni gaf nýverið út gjald­skrá þar sem boðað er að fjar­skipta­fyr­ir­tæki verði rukkuð um 136 krónur á mán­uði fyrir hvern við­skipta­vin sem er með raf­ræn skil­ríki.

Ólafir segir að í ákaf­anum við að safna við­skipta­vinum undir leið­rétt­ing­ar­press­unni virð­ist Auð­kenni hafa látið það sér í léttu rúmi liggja þótt til dæmis Nova hafi ekki treyst sér til dæmis ekki til að und­ir­gang­ast samn­ings­skil­mála um gjald­töku af félag­inu og þar með eftir atvikum af við­skipta­vinum þess. „Nova benti á að stór hluti við­skipta­vina síma­fé­lags­ins væri með svokölluð frelsiskort og fengi enga reikn­inga. Hvernig á síma­fé­lag að rukka slíka við­skipta­vini fyrir raf­ræn skil­ríki? Er hægt að ætl­ast til að það beri kostn­að­inn af þeim sjálft?

Það virð­ist að flestu leyti eðli­legra að við­skipta­sam­bandið sé á milli áskrif­anda raf­rænu skil­ríkj­anna og Auð­kennis sjálfs. Við­skipta­vin­ur­inn fengi þá reikn­ing frá Auð­kenni og fyr­ir­tækið leigði pláss á SIM-kortum fjar­skipta­fyr­ir­tækj­anna. Við­skipta­vin­ur­inn er vafa­laust reiðu­bú­inn að greiða fyrir þessa þjón­ustu ef hann sér hag­ræði og þæg­indi í henni. Það er að minnsta kosti frá­leitt að bank­arn­ir, sem með raf­rænum skil­ríkjum hafa sparað sér kostnað vegna auð­kennis­lykla handa við­skipta­vinum sín­um, velti honum beina leið yfir á fjar­skipta­fyr­ir­tæk­in.

Í gjald­skrá Auð­kennis er sömu­leiðis boðað að þjón­ustu­veit­end­ur, þ.e. fyr­ir­tæki og stofn­anir sem nýta lausn fyr­ir­tæk­is­ins til að láta við­skipta­vini sína auð­kenna sig, verði rukk­aðir um 500.000 krónur á mán­uði fyrir þjón­ust­una. Það er miklu hærri upp­hæð en keppi­nautar Auð­kennis bjóða sumir hverjir fyrir svip­aða þjón­ustu, en gjald­skráin er hugs­an­lega sett fram í trausti þess að fyr­ir­tækið hafi þegar náð yfir­burða­stöðu í krafti hinnar öfl­ugu smöl­unar við­skipta­vina til þess með dyggri aðstoð rík­is­valds­ins.“

Ólafur beinir að lokum fjórum spurn­ingum til Auð­kennis og eig­enda þess:



  1. Hvað mun kosta fyr­ir­tæki og stofn­anir að nýta sér mögu­leika á auð­kenn­ingu við­skipta­vina? Eru sex millj­ónir á ári hið raun­veru­lega verð?






  1. Hvernig hyggst Auð­kenni semja við fjar­skipta­fyr­ir­tæki vegna áskrif­enda í fyr­ir­fram­greiddri þjón­ustu?






  1. Stendur til að áskrif­and­inn eigi skil­ríkin og geti haft þau með sér á milli síma­fyr­ir­tækja með ein­faldri til­kynn­ingu, t.d. á vef Auð­kennis?






  1. Munu bank­arnir opna fyrir fleiri auð­kenn­is­lausnir en frá sínu fyr­ir­tæki í heima­bönkum sín­um?


Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None