Stoltenberg: „Verðum að búast við að þetta standi yfir í langan tíma“

15929632192-955bf500e7-z.jpg
Auglýsing

Jens Stol­ten­berg, fram­kvæmda­stjóri NATO, segir að NATO leit­ist ekki eftir því að lenda í árekstrum við Rúss­land og að banda­lagið vilji alls ekki nýtt kalt stríð. Það geti hins vegar ekki horft aðgerð­ar­laust á þegar friði í Evr­ópu sé ógnað með aðgerðum Rússa. Þetta kom fram á fundi Stol­ten­bergs með frétta­mönnum síð­degis í dag.

Aðspurður hvað NATO myndi gera ef ekki væri búið að leysa úr ástand­inu í Úkra­ínu, þar sem Rúss­land hefur inn­limað Krím­skagan og er talið styðja við aðskiln­að­ar­sinna í aust­ur­hluta lands­ins með vopnum og vist­um, eftir þrjú ár sagði Stol­ten­berg: „Við verðum að búast við að þetta muni standa yfir í langan tíma.“

Tvær ákvarð­anir teknar til að styðja við fram­tíð­ina



Fundur utan­rík­is­ráð­herra NATO-­ríkj­anna 28 stendur yfir í dag og á morgun í höf­uð­stöðvum banda­lags­ins í Brus­sel. Um klukkan hálf fjögur síð­degis hófst annar frétta­manna­fundur Stol­ten­bergs í dag þar sem hann upp­lýsti um nið­ur­stöðu þeirra við­ræðna sem átta hafa sér stað eftir hádeg­ið. Kjarn­inn greindi frá efni fyrri fund­ar­ins fyrr í dag.

Tvær ákvarð­anir voru teknar í þess­ari lotu. Í fyrsta lagi mun verða mynd­aður tíma­bund­inn við­bragðs­her­afli (e. interim spe­ar­head force) sem mun geta brugð­ist við ef á þarf að halda innan örfárra daga eftir að þjón­ustu hans verður ósk­að. Þessi her­afli, sem verður undir merkjum NATO, mun aðal­lega verða sam­an­settur af her­mönnum frá Þýska­landi, Hollandi og Nor­egi.

Auglýsing

Í öðru lagi var ákveðið að við­halda við­veru banda­lags­ins við aust­ur-landa­mæri þess. Ástæða þessa er sú ógn sem stafar af til­burðum Rússa í Úkra­ínu og víðar á áhrifa­svæði rík­is­ins gagn­vart þeim NATO-að­ild­ar­ríkjum sem eiga landa­mæri að óróa­svæð­um.

Öll 28 ríki NATO munu taka þátt í þessum aðgerð­um, að sögn Stol­ten­berg. Á fund­inum fyrr í dag sagði hann: „28 fyrir 28 árið 2015.“ Það þýðir að Ísland mun einnig leggja eitt­hvað að mörkum til þeirra, þrátt fyrir að landið sé her­laust.

Á fundinum fyrr í dag sagði Jens Stoltenberg: „28 fyrir 28 árið 2015.“ Það þýðir að Ísland mun einnig leggja eitthvað að mörkum til þeirra, þrátt fyrir að landið sé herlaust. Á fund­inum fyrr í dag sagði Jens Stol­ten­berg: „28 fyrir 28 árið 2015.“ Það þýðir að Ísland mun einnig leggja eitt­hvað að mörkum til þeirra, þrátt fyrir að landið sé her­laust. Á mynd­inni sjást allir utan­rík­is­ráð­herrar NATO-­ríkj­anna ásamt Stol­ten­berg.

Umfangs­mesta áætlun NATO frá lokum kalda stríðs­ins



Báðar ákvarð­an­irnar eru til þess fallnar að styðja við aðgerð­ar­á­ætl­un­ina Rea­di­ness Act­ion Plan (RAP) sem sam­þykkt var að ráð­ast í á síð­asta leið­toga­fundi NATO-­ríkj­anna sem hald­inn var í Wales í byrjun sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Um er að ræða umfangs­mestu aðgerð­ar­á­ætlun sem NATO hefur ráð­ist í að hrinda í fram­kvæmd frá lokum kalda stríðs­ins.Hún felur meðal ann­ars í sér að um fjögur þús­und manna við­bragðs­her­lið verði myndað undir hatti NATO sem á að geta brugð­ist við innan tveggja sól­ar­hringa ef Rússar ógna ein­hverju þeirra 28 landa sem eru aðilar að banda­lag­inu í dag. Úkra­ína er ekki aðili, þótt ríkið sé í nánu sam­starfi við NATO. Það eru hins vegar Eystra­salts­ríkin og Pól­land og þar ótt­ast ráða­menn, kannski eðli­lega í ljósi sög­unn­ar, að Rússar gætu fram­lengt áhrifa­krumlu sína í átt að þeirra landa­mærum í náinni fram­tíð.

15742976330_63993f7b5a_z John Kerry, utan­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna, og sendi­nefnd hans áttu fund með Stol­ten­berg fyrr í dag

Á leið­toga­fund­unum í Wales var einnig ákveðið að auka fjár­út­lát í varn­ar­mál á meðal aðild­ar­ríkja, reyndar með þeim fyr­ir­vara að þau þyrftu að hald­ast í hendur við aukna þjóð­ar­fram­leiðslu. Þ.e. ef þjóð­ar­fram­leiðsla eykst þá skuld­bundu þau ríki sem halda úti her sig til að auka fram­lög til varn­ar­mála. Það er orðið ansi langt síðan að slíkt var gert, enda nán­ast for­dæma­lausir frið­ar­tímar staðið yfir í Evr­ópu und­an­farin ald­ar­fjórð­ung eftir lok kalda stríðs­ins. Utan átak­anna á Balkans­skaga á tíunda ára­tugnum hefur ríkt friður í álf­unni. Þar til núna.

Er nýtt kalt stríð að hefjast?



Margir blaða- og frétta­menn sem eru staddir hér í höf­uð­stöðvum NATO vegna fundar utan­rík­is­ráð­herr­anna telja að nýtt kalt stríð sé í upp­sigl­ingu. Þeir eru reyndar lang­flestir frá mið- og austur Evr­ópu­ríkjum sem eru sögu­lega brennd af valda­brölti Rússa og búast, kannski eði­lega, við hinu versta. Fjöl­miðla­fólkið finnur stað­fest­ingu fyrir þennan ótta sinn í þeim þunga sem fylgir harð­orðum yfir­lýs­ingum stjórn­enda NATO og utan­rík­is­ráð­herra aðild­ar­ríkj­anna um aðgerðir Rússa.

­Fjöl­miðla­fólkið finnur stað­fest­ingu fyrir þennan ótta sinn í þeim þunga sem fylgir harð­orðum yfir­lýs­ingum stjórn­enda NATO og utan­rík­is­ráð­herra aðild­ar­ríkj­anna um aðgerðir Rússa.

Vest­rænu blaða­menn­irnir virð­ast sumir telja að NATO-báknið sé að hoppa á tæki­færið til að gera sig gild­andi á ný og blási því út kass­ann, eftir að hafa verið nokk­urs konar bast­arður án raun­veru­legs varn­ar­hlut­verks í álf­unni sem það fyrst og síð­ast að verja und­an­farna ára­tugi. Stærstu verk­efni NATO í dag eru hern­að­ar­að­gerðir í Afganistan (lýkur um næstu ára­mót), við­vera og stuðn­ingur í Kosovo, eft­ir­lit í Mið­jarð­ar­haf­inu og sjó­ræn­ingja­veiðar við strendur Afr­íku. Nýtt kalt stríð myndi auka mik­il­vægi banda­lags­ins til muna og auð­veld­ara yrði að sann­færa þá sem borga fyrir til­vist þess, skatt­greið­endur í Evr­ópu og Norð­ur­-Am­er­íku, um það mik­il­vægi ef ógnin er við dyrakarm­inn hjá þeim.

Þórður Snær Júl­í­us­son skrifar frá höf­uð­stöðvum NATO í Brus­sel.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None