Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Ættir þú að vera á sveppum?

A.almynd.jpg
Auglýsing

Margar sveppa­teg­undir hafa alla tíð verið not­aðar til mat­ar, en ekki vita allir að sumir sveppir hafa líka verið not­aðir til lækn­inga öldum sam­an. Mikil hefð er fyrir notkun sveppa til lækn­inga í Asíu en und­an­farna ára­tugi hafa þeir einnig náð vin­sældum á Vest­ur­löndum og eru núna vin­sælt rann­sókn­ar­efni vís­inda­manna. Áður fyrr voru sveppir ein­göngu tíndir villtir og voru sumir þeirra sjald­gæfir og ákaf­lega verð­mæt­ir. Í dag eru sveppir hins vegar rækt­aðir í tug­þús­unda tonna tali ár hvert bæði til mann­eldis og í fæðu­bót­ar­efni. Í þess­ari grein verður fjallað um þrjár teg­undir sveppa sem hafa verið hvað vin­sælastar und­an­farin ár: reis­hi, shiitake og maita­ke. Allir eiga þeir það sam­eig­in­legt að þykja styrkja ónæm­is­kerfið og hafa verið tölu­vert rann­sak­aðir í tengslum við krabba­meins­með­ferð­ir.

almennt_05_06_2014

Reishi (Gan­oderma luci­d­um)

Í Kína á öldum áður þótti reis­hi-­svepp­ur­inn auka lang­lífi, en hann var sjald­gæfur og því fengu ein­göngu keis­ar­inn og hirð hans að njóta hans. Í Japan er notkun reishi sam­hliða annarri krabba­meins­með­ferð við­ur­kennd af jap­anska heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu, en reis­hi-­svepp­ur­inn er tal­inn auka áhrif hefð­bund­innar lyfja­með­ferðar við krabba­meini og draga úr auka­verk­unum henn­ar. Reishi er einnig tal­inn hafa jafn­væg­is­still­andi áhrif á ónæm­is­kerfið og hefur verið not­aður gegn sjálfsof­næm­is­sjúk­dómum eins og liða­gigt, MS og lúpus og einnig lifr­ar­bólgu B og C, vefja­gigt, HIV/AIDS og herpes vír­us.

Auglýsing
  • styrkir og kemur jafn­vægi á ónæm­is­kerfið
  • langvar­andi bronkít­is, astmi og hósti
  • styrkir hjarta- og æða­kerfi
  • hár blóð­þrýst­ing­ur, hátt kól­esteról
  • styrkir og verndar lifur
  • svefn­leysi, stress, kvíði
  • bakt­er­íu-, sveppa- og vír­us­drep­andi
  • hár blóð­sykur
  • krabba­mein

Shiitake (Lent­inula edodes)

Shiita­ke-­sveppir fást bæði ferskir og þurrk­aðir í mat­vöru­­búðum hér­lend­is. Extrakt kall­aður Len­antin sem unnið er úr shiita­ke-­sveppum og gefið er í sprautu­formi er við­ur­kennt lyf í Japan og er notað við krabba­meini, HIV og lifr­ar­bólgu B og C. Extrakt kallað LEM er hins vegar algengt í töflu­formi í Asíu og Banda­ríkj­um.

  • hátt kól­esteról
  • styrkir og verndar lifur
  • styrkir ónæm­is­kerfið
  • kvef og bronktítis
  • krabba­mein

Maitake (Grifola frondosa)

Maita­ke-­svepp­ur­inn hefur þó nokkuð verið rann­sak­aður við krabba­meini en aðal­lega þó í til­raunaglösum eða á dýr­um. Í flestum til­fellum er verið að rann­saka ein­angrað efni í sveppnum sem kall­ast maita­ke-D-fract­ion.

  • Styrkir og kemur jafn­vægi á ónæm­is­kerfið
  • Bakt­er­íu-, sveppa- og vír­us­drep­andi
  • Hátt kól­esteról
  • Hár blóð­sykur
  • krabba­mein

Skammtar

Ýmsar teg­undir af hylkjum og dufti unnu úr ofan­greindum sveppum fást í heilsu­búðum hér­lend­is. Reis­hi: 3-12 g af dufti á dag. 3x300 mg hylki (1:5) þrisvar á dag. Shiita­ke: 6-16 g af dufti á dag. 300 mg hylki þrisvar á dag. Maita­ke: 5-10 g af dufti á dag. 2x500 mg hylki tvisvar til þrisvar á dag.

Varúð

Þeir sem eru með ofnæmi gegn sveppum mega ekki taka ofan­greinda sveppi. Í stórum skömmtum geta þessir sveppir valdið melt­ing­ar­trufl­unum og nið­ur­gangi. Hætta skal notkun reishi a.m.k. einni viku fyrir skurð­að­gerð. Konum með miklar tíða­blæð­ingar er ekki ráð­lagt að taka stóra skammta af reis­hi.

Heim­ildir

Bot­an­ical Safety Hand­book. 2013. AHPA (Amer­ican Her­bal Prod­ucts Associ­ation). 2. útg. CRC Press, Flori­da, USA.

Hobbs Christoph­er. 1995. Med­icinal Mus­hrooms. Bot­an­ica Press, Tenn­essee, USA.

Rogers Robert. 2011. The Fungal Pharmacy. North Atl­antic Books, Cali­fornia, USA.

Til­lots­son Alan Keith. 2001. The One Earth Her­bal Source­­book. Kens­ington Books, New York, USA.

Win­ston David og Kuhn.M. 2008. Her­bal Ther­apy and Supplem­ents. Lipp­incott Willi­ams and Wilk­ins, PA, USA.

Greinin birt­ist fyrst í nýjasta Kjarn­an­um. Lestu hann í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarnafæði
None