Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

QuizUp er leikur frekar en samfélagsmiðill: Nýjar tekjuleiðir með breytingum

--orsteinn-Baldur-Fri--riksson-2.jpg
Auglýsing

Það hafa ekki allir not­endur QuizUp spurn­inga­leiks­ins verið ánægðir með þær veiga­miklu breyt­ingar sem nýlega voru gerðar á leiknum og hafa sumir þeirra skrifað harða gagn­rýni um breyt­ing­arnar í App verslun App­le, þaðan sem leik­ur­inn er sótt­ur. Þor­steinn Frið­riks­son, stofn­andi og for­stjóri Plain Vanilla, útgef­anda leiks­ins, segir fyrstu dag­ana eftir útgáf­una hafa verið nokkuð erf­iða en þó skemmti­lega. Við­brögðin sýni hversu ástríðu­fullir margir not­endur leiks­ins eru, en um 35 millj­ónir manna hafa sótt leik­inn frá því hann kom út í nóv­em­ber 2013.

Aðeins eru um tvær vikur síðan miklar breyt­ingar voru gerðar á QuizUp. Leik­ur­inn er nú einnig sam­fé­lags­mið­ill og minnir við­mótið að mörgu leyti á Face­book, þar sem not­endur geta deilt statu­s-­upp­færsl­um, myndum og spjallað sín á milli. Erlendir fjöl­miðlar hafa fjallað nokkuð um breyt­ing­arn­ar, meðal ann­ars The Verge, Business Insider og TechChrunch.com.

Auglýsing


„Það var hávær minni­hluti not­enda, vanir not­end­ur, sem voru óánægðir með þessar breyt­ingar á leikn­um. Breyt­ingar eru oft erf­iðar fyrir vana­fasta not­end­ur. Það er eitt­hvað sem Face­book þekkir til dæmis mjög vel, það heyr­ast alltaf óánægju­raddir þegar þar eru gerðar breyt­ing­ar.Við höfum fengið að kynn­ast því,“ segir Þor­steinn.

Viðbrögð notenda QuizUp í App Store. Við­brögð not­enda QuizUp í App Store voru mis­jöfn eftir upp­færslu leiks­ins og ­mörg hver mjög nei­kvæð. 

QuizUp brást við og svar­aði að nokkru óánægju­rödd­um. „En það sem gerð­ist var það að not­endur sjálfir fóru að ríf­ast sín á milli og verja breyt­ing­arn­ar,“ segir Þor­steinn. „En það sem við gerðum núna var að í stað þess að breyta leiknum smám saman þá hentum við í mjög stóra breyt­ingu á einni nóttu. Sumir urðu reiðir en öðrum fannst þetta bara geggj­að. Þetta eru fáir not­endur sem eru brjál­að­ir, af millj­ónum sem spila leik­inn.“

Fólk hætti í QuizUp – Notk­unin eykst á ný



Vin­sældir QuizUp juk­ust hratt eftir útgáfu leiks­ins í nóv­em­ber 2013. Leik­ur­inn sat í efstu sætum vin­sæld­ar­lista App Store, mikið var fjallað um hann í erlendum fjöl­miðlum og fjár­fest­inga­sjóðir vildu ólmir koma að borð­inu. Fyrir og í kringum útgáfu leiks­ins safn­aði Plain Vanilla yfir 27 millj­ónum doll­ara, jafn­virði um 3,5 millj­arða króna á gengi dags­ins í dag. Fjár­festar eru meðal ann­ars sjóður í eigu Tencent, kín­versks tæknirisa sem er eitt stærsta fyr­ir­tæki íheims, og Sequoia, virtur fjár­fest­inga­sjóður úr Kís­íl­dal.



Vin­sæld­irnar dvín­uðu nokkrum mán­uðum eftir útgáfu leiks­ins en sam­tals hafa um 35 millj­ónir manns sótt leik­inn. Með breyt­ing­unum í dag reynir Plain Vanilla að fá not­endur til að nota leik­inn meira og leng­ur. Að QuizUp sé ekki aðeins snjall­síma­leikur heldur sam­fé­lag.



Spurður hvort það séu nýir eða gamlir not­endur sem eru að spila nýj­ustu útgáfu QuizUp segir Þor­steinn að það sé nokkuð jöfn skipt­ing þótt enn séu það frekar eldri not­end­ur. „Á góðum degi eru yfir 100 þús­und not­endur að koma nýir inn í leik­inn. Við erum að byrja á því ferli að virkja eldri not­endur og þar eigum við mikið inni. Við vildum koma leiknum út en það er ýmis­legt sem þarf að að laga. Það er allt annað að keyra leik­inn í þús­und manna prufu-um­hverfi (beta-um­hverfi) heldur en eftir útgáfu, þegar allt í einu milljón manns eru að nota kerf­ið. En töl­urnar sem við sjáum um virkni eru virki­lega spenn­and­i.“



Hvernig hafa not­endur tekið í nýja sam­fé­lags­miðla-hluta QuizUp?



„Það sem okkur hefur einmitt fund­ist skemmti­leg­ast er að notkun á þeim hluta er gríð­ar­leg,“ segir Þor­steinn en tekur fram að vissu­lega séu breyt­ing­arnar aðeins um tveggja vikna gaml­ar.



„Í eðli sínu eru leikir þannig að fólk spilar þá rosa­lega mikið en hættir síðan að spila. Þetta er helsta áskor­unin þegar leiknir eru gefnir út og var það fyrir okk­ur. Í byrjun voru allir að spila QuizUp en síðan missum við fólk út, það fer í næsta leik.“ Þetta er ekki eins­dæmi, og Þor­steinn bendir á að eng­inn spili Angry Birds leng­ur.



„Mörg leikja­fyr­ir­tæki reyna að gera nýja leiki og nota safn þeirra not­enda sem þau hafa af fyrri leikn­um, þau reyna að færa not­endur frá gamla leiknum yfir í þann nýja. Við fórum aðra leið og byggðum upp sam­fé­lag eða network. Okkar til­gáta er sú að þegar fólk byrjar að eiga í sam­skiptum og skráir sig inn til þess, þá eykst notk­un­in, það sem kallað er ret­ention not­enda.



Við sjáum í dag að fólkið sem notar sam­fé­lags­miðla-hlut­ann, hvort sem það er spjallið eða póstar, það er með miklu meira ret­ention heldur en aðrir not­end­ur. Fyrir okkur er þetta stað­fest­ing á að ákvörð­unin var rétt.“

Leikur frekar en sam­fé­lags­mið­ill

Starfs­fólk Plain Vanilla hefur tek­ist á við ýmis vanda­mál sem fylgja rekstri sam­fé­lags­miðla á fyrstu vikum eftir upp­færsl­una. „Við erum með allt annað dýr í hönd­un­um. Þetta er iðandi sam­fé­lags­mið­ill þar sem alls­konar mál koma upp, póli­tísk mál, hakk­arar og fólk reynir að setja inn klám­mynd­ir. Þetta er algjör geð­veiki og við höfum haldið öllu gang­andi. Þetta er mikil vinna en rosa­lega spenn­and­i.“



Eins og Þor­steinn lýsir því sjálf­ur, þá er QuizUp í dag ann­að­hvort leikur með mikla mögu­leika til sam­fé­lags­miðla­notk­unar sem minnir á Face­book, eða sam­fé­lags­mið­ill með eina mestu mögu­leika á leikja­notkun sem þekk­ist.



En hvort vilj­iði vera, sam­fé­lags­mið­ill eða leik­ur?



„QuizUp er leik­ur. Við munum halda áfram að fá not­endur vegna þess að þeir vilja spila leik. Í dag er eng­inn að leita að nýjum sam­fé­lags­miðli. Okkar stefna er að fólk kemur fyrir leik­inn en helst inni útaf sam­fé­lag­in­u,“ segir Þor­steinn.

Nýir tekju­mögu­leikar – Aug­lýs­ingar í QuizUp

Ein helsta spurn­ingin sem varðar fram­tíð Plain Vanilla snýr að tekju­öfl­un. Ólíkt mörgum öðrum leikjum fyrir snjall­síma, til að mynda spurn­inga­leiknum Tri­via Crack, þá eru engar aug­lýs­ingar í QuizUp og ekki er sér­stak­lega lagt upp með að not­endur kaupi aukapakka eða slíkt í leikn­um.



Hverju breytir nýja útgáfan fyrir tekju­öflun og hverjar eru áhersl­urnar í þeim efn­um?



„Hún verður meira í formi aug­lýs­inga og tekjur munu koma frá aug­lýsendum frekar en not­endum sjálf­um. Það er nokkur skýr munur milli leikja og sam­fé­lags­miðla. Leikir ganga út á að selja auk­pakka og slíkt en við höfum ekki gert slíkt. Við munum kynna þetta betur á næstu mán­uðum og einnig aukin sam­starfs­verk­efni og styrkt verk­efni. Það höfum við gert svo­lítið í gegnum tíð­ina, til dæmis með Google og Coca Cola. Við erum komin með enn betri vöru fyrir slíkt,“ segir Þor­steinn.



Spurður hvort aug­lýs­ingar muni þá birt­ast í QuizUp líkt og þekk­ist til dæmis á Face­book segir Þor­steinn að það sé til skoð­un­ar. „Þetta er gríð­ar­lega þröngur stígur að feta og maður þarf að passa sig. Not­endur bregð­ast við minnstu breyt­ing­um. Núna höfum við þetta kerfi eða plat­form sem við byggjum ofan á. Það er auð­velt að bæta og breyta.

Mæla réttu hlut­ina – Notk­unin eykst um tíu mín­útur

Þegar leik­ur­inn var upp­færður í síð­asta mán­uði kleif hann vin­sæld­ar­lista App Store og sat þar í kringum 30. sæt­ið. Hann er nú horf­inn af topp 100 list­an­um.



Er þetta öðru­vísi veg­ferð en síð­ast, þegar leik­ur­inn varð eitt vin­sælasta app í heimi á örfáum dög­um?



„Ég segi oft við starfs­fólkið að þótt það sé gaman að horfa á vin­sæld­ar­listana og töl­urnar um nið­ur­hal, þá gefa þær ekki rétta mynd af verð­mæt­unum sem við viljum búa til. Ef að stærstur hluti þeirra millj­óna sem sækja leik­inn hætta að nota hann eftir mánuð þá skapar það lítil verð­mæti. Í dag horfum við á hversu margir eru raun­veru­lega að nota vör­una og hversu mik­ið. Það er áhuga­vert að eftir nýju útgáf­una þá jókst með­al­notkun not­enda úr 18 mín­útum á dag í 28 mín­út­ur. Við erum að horfa á réttu hlut­ina,“ segir Þor­steinn. Hann bendir einnig á tækni­legu hlið­ina, það er að upp­færsla leiks­ins hefur ekki áhrif á vin­sæld­ar­lista App Store, aðeins þegar öpp eru sótt í fyrsta sinn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiViðtal
None