Auglýsing

Ég á ekki börn en ég veit að vetr­ar­frí í grunn­skól­anna geta reynst mörgum for­eldrum erf­ið. Vinnu­veit­endur eru ekki allir jafn sveigj­an­legir og það getur því verið mik­ill haus­verkur að finna eitt­hvað að gera fyrir börn­in. Sumir taka þau með í vinn­una, sem hljómar í fyrstu spenn­andi í eyrum barn­anna en reyn­ist svo skelfi­leg lífs­reynsla þar sem tím­inn líður hægar en fyrir hádegi á aðfanga­dag. 

Alþing­is­menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessu. Í ár voru þeir sendir í frí á meðan vetr­ar­fríið stóð yfir svo þeir gætu eytt tíma með börn­unum sín­um. Helgi Bern­ód­us­son, skrif­stofu­stjóri Alþing­is, sagði á Eyj­unni að það hafi komið ein­dregin ósk frá nokkrum þing­mönnum um að það yrði tekið til­lit til þess að vetr­ar­frí væri í reyk­vískum skól­um. Sem var því gert.

Auglýsing

Þegar ég heyri svona fréttir líður mér eins og að það séu tvær þjóðir í land­inu: Við og þau. Það yrði aldrei hlustað á búð­ar­fólk ef það myndi í sam­ein­ingu óska eftir að versl­unum yrði lokað svo það gæti varið tíma með börn­unum sín­um. Þetta er bara hægt á Alþingi. Óskil­virkasta vinnu­stað lands­ins.

En að vera Alþing­is­maður er samt örugg­lega hræði­legt. Dag­skráin er oft illa skipu­lögð og þing­fundir standa stundum fram á nótt. Þeir þurfa að lesa mikið af leið­in­legum skýrslum og hitta margt leið­in­legt fólk sem ætl­ast til þess að þeir þjóni hags­munum þess. Ofan á það eru virkir í athuga­semdum með ein­hvers konar eilífð­ar­skot­leyfi á Alþings­menn ásamt frægu fólki, konum og auð­vitað nem­endum í Verzl­un­ar­skóla Íslands.

Þetta er örugg­lega glatað en það er samt eitt frá­bært við að vera Alþing­is­mað­ur: Frí­in. Þau eru löng.

Þing­setn­ing var 8. sept­em­ber á síð­asta ári og eftir þrjá erf­iða mán­uði var síð­asti þing­fundur fyrir jól áætl­aður 11. des­em­ber. Næsti þing­fundur var svo ekki áætl­aður fyrr en 19. jan­ú­ar, rúmum mán­uði síð­ar. Páska­fríið hefst svo 18. mars og stendur í tæpar þrjár vikur til 4. apr­íl. Loks stendur til að fresta þingi 31. maí en þá tekur við þriggja og hálfs mán­aðar sum­ar­fríi þangað til þing hefst á ný 13. sept­em­ber. 

Ofan á þetta bætt­ust svo tveir vetr­ar­frís­dagar um dag­inn.

Ég held að þetta sé hluti af ástæð­unni fyrir því að þingið virki svona illa. Ástæðan fyrir því að við hleyptum milljón ferða­mönnum til lands­ins áður en við fött­uðum að setja við­vör­un­ar­skilti í Reyn­is­fjöru og ástæðan fyrir því að við erum að fatta núna að hús­næð­is­mál séu ekki í góðum mál­um, þrátt fyrir að það hafi ekki sést bygg­ing­ar­krani á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í fjögur ár eftir hrun. 

Það er hægt að gera þetta bet­ur. Það er til dæmis hægt að stýra land­inu jafnt yfir árið — ekki í törnum þar sem allir öskra hver á annan vegna þess að það eru allt of mörg mál á dag­skrá miðað við hvað er stutt í næsta frí. Í stað­inn fyrir að taka þrjá og hálfan mánuð í sum­ar­frí mætti taka fimm vik­ur, eins og gengur og ger­ist, og stytta bæði jóla- og páska­frí. Þannig væri hægt að dreifa álag­inu yfir fleiri daga og koma miklu í verk.

En tveggja þjóða vanda­málið ristir dýpra. Í vik­unni var til dæmis greint frá því að vel­­ferð­ar­ráðu­neytið verði flutt úr Hafn­­ar­hús­inu við Tryggva­götu í Reykja­vík inn­­an tíðar vegna þess að það tókst ekki að upp­ræta myglu­svepp í hús­in­u. 

Ég man ekki hvað það er langt síðan umræðan um myglu­svepp hófst á Land­spít­al­an­um. Umræðan er alla­vega búin að vera í gangi svo lengi að myglu­sveppur sem hefði verið alinn upp sem maður þegar hún hófst væri að ljúka lækna­námi í dag. Hann hefði meira að segja haft tíma til að fjár­magna námið með sjón­varps­þátt­unum Myglu­sveppi og Auddi.

Ekki mis­skilja mig. Ég vil að fólk fái tíma til að eyða með börn­unum sínum og starf í hús­næði sem er laust við myglu­svepp. Þetta snýst bara for­gangs­röð­un. Eitt­hvað sem ríkið þarf að til­einka sér miðað við umfjöllun Kast­ljóss­ins í gær um opin­ber útgjöld. Stétta­skipt sam­fé­lag er óum­flýj­an­legt. Mér dettur ekki í hug að hafna því og ætla að kaupa Teslu um leið og ég hef efni á henni. En rík­is­styrkt stétta­skipt­ing er hins vegar ein­hvers konar skil­grein­ing á ósann­girni: Allir borga fyrir eitt­hvað sem sumir njóta.

Ég vil losna við þetta allt; í rass­gat með kónga­fólk. Í rass­gat með lúx­us­bíla handa emb­ætt­is­mönn­um, í rass­gat með opin­berar ferðir á Saga Class og djúpt, djúpt í rass­gat með slæma for­gangs­röðun á tíma og fjár­munum hins opin­ber­a. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None