Auglýsing

Einu sinni tryllt­ist ég. Það var í fjórða bekk í grunn­skóla. Ég og besta vin­kona mín tryllt­umst sam­an. Ástæðan var góð og gild, að okkar mati. Sund­kenn­ar­inn hafði sagt okkur að þegja og stigið svo á putta vin­konu minnar á stíg­vél­unum sínum á meðan hann dangl­aði í haus­inn á mér með korki. Í það minnsta minnir mig að þannig hafi það gerst. Sú var í öllu falli sagan sem við espuðum hvor aðra upp í, bál­reiðar í sturt­unni og blind­aðar af sjampólöðr­andi bræði. Við klæddum okkur skjálf­andi, sam­ein­aðar sem aldrei fyrr í brjál­æð­inu og hétum hvor annarri því að standa saman allt þar til yfir lyk­i. Við skyldum ná fram bibl­íu­legum hefnd­um, sund­kennsla á Íslandi fengi sko að skrá­setja þennan atburð í sögu­bækur sínar og stíg­vélaði sad­ist­inn myndi ekki líta glaðan dag fram­ar. Nema hann auð­vitað bæð­ist afsök­unar og ját­aði auð­mjúkur syndir sín­ar. Við vorum trylltar en sann­gjarn­ar. 

Á heim­leið­inni tók þó að rjátl­ast af mér. Ekki vin­konu minni. Hennar rétt­læt­is­kennd hafði alltaf yfir­skyggt mína, eitt sinn beit hún til að mynda kött­inn sinn því að hann beit hana. Ég sam­sinnti gíf­ur­yrðum hennar með sem­ingi, hreint ekki eins inn­blásin og áður og satt að segja orðin spennt­ari fyrir kæfu­brauði og kakói en nem­enda­lýð­ræði og atlögu gegn sund­kennslu. Í sárum og rétt­mætum von­brigðum sínum snérist vin­konan gegn mér, ónytj­ungur gat ég ver­ið. Við sem höfðum ætlað að skrifa kvört­un­ar­bréf. Mér var alveg sama. Ég hafði brjálast of mikið og öll eft­ir­fylgni var þar með ónýt. Ég var komin með ógeð og lang­aði bara í kakó. 

Íslensk sam­fé­lags­um­ræða er trylltur fjórði­bekk­ingur með ámóta athygl­is­span. Und­an­farin miss­eri hafa verið und­ir­lögð af allskyns sketsum úr leik­húsi fárán­leik­ans. Við æðum um net­lendur sturluð í aug­unum og þeyt­umst stjórn­laust öfganna á milli, ofur­seld þeirri alltum­lykj­andi og lam­andi kröfu að okkur beri að finn­ast eitt og annað um allt, ann­ars verðum við dæmd óupp­lýst og skeyt­ing­ar­laus. Við hoppum hlýðin á hvern þann skoð­ana­vagn sem fram­hjá fer í flestum mál­um, jafn­vel án þess að þekkja hið minnsta til og erum svo óvart farin að stíla morð­hót­anir á mötu­neyti Fella­skóla eða brenna íslenska lands­liðs­bún­ing­inn án þess að muna almenni­lega ástæð­una. Tján­ing­ar­frelsi er mik­il­vægt og þöggun er afleit, en það að gjald­fella alla umræðu með æðis­gengnum ofstopa er álíka alvar­legt, svo ekki sé minnst á óþol­and­i. 

Auglýsing

Eins lýj­andi og leið­in­leg og slík upp­hlaup geta verið er það þó sjálft inn­ræti þeirra, hið óáreið­an­lega eðli æðis­kasta, sem er hvað alvar­leg­ast. Þeim vill síðan fylgja óhjá­kvæmi­legt ógeð, upp­gjöfin algjöra að storm­inum loknum þegar maður vill bara fá sér kakó. Oft grund­vall­ast nefni­lega slík æði á ein­lægri ósk okkar til að gera betur og laga það sem miður fer og því velja æðin sér í sam­ræmi við það gjarnan verð­ugan far­veg, hengja sig á mik­il­væg­ari mál­efni en pítsu­svindl og lands­liðs­bún­inga.

Á haust­mán­uðum fengum við æði fyrir flótta­mönn­um. Um stund opn­uðum við augun fyrir veru­leik­anum og allri hans vonsku, urluð­umst eitt augna­blik og æptum á inn­sog­inu hvert í kapp við annað allskyns kröfur og lof­orð. Inn­blásin af óskilj­an­legri mynd af drukkn­uðu barni á tyrk­neskri ströndu leyfðum við öllum vörnum að hrynja og brugð­umst við á þann eina hátt sem eðli­legt er, með örvænt­ingu og ofsareiði. Svo leið æðið hjá. Ekki svo að skilja að flótta­manna­vand­inn hafi gufað upp, langt í frá. Að með­al­tali drukkna tvö börn á dag í Mið­jarð­ar­haf­inu, á flótta undan átökum og eymd. Í fyrra­dag, á deg­inum sem mark­aði upp­haf stríðs­ins í Sýr­landi fyrir fimm árum, stóð UNICEF á Íslandi fyrir tákn­rænni athöfn við sjáv­ar­síð­una þar sem fjögur hund­ruð böngsum var raðað upp með­fram sjón­um, einum bangsa fyrir hvert drukknað barn frá því að umrædd mynd birt­ist í sept­em­ber. Fjögur hund­ruð börn síðan æðið hófst í haust. Æði fáir lögðu leið sína á athöfn­ina. Við viljum ekki hugsa um þetta. Við viljum bara kakó.

Þannig umhverf­ast æði yfir­leitt í and­hverfu sína. Við springum og getum ekki meir, bug­umst undan eigin van­mætti and­spænis ókleifri illsku og snú­umst í sjálfs­vörn. Þaðan bítum við svo grimm í bragði frá okkur og lýsum yfir algjörri upp­gjöf. Skrollum hratt fram­hjá myndum af drukkn­uðum börn­um, þótt okkur svelgist kannski ögn á kakó­inu. Eðli­lega. Við deyfum okkur og von­leysið tekur við. Við neitum að lifa okkur inn í aðstæður og finna til með fólki því það er ein­fald­lega of vont.

Við getum ekki leyst öll heims­ins ósköp. Engum dettur það til hug­ar. Það er hins vegar sturluð afstaða að gera ekk­ert vegna þess að við getum ekki gert allt. Því við getum gert alls­kon­ar. Við getum stutt hjálp­ar­stofn­an­ir, verið virkir þátt­tak­endur í mál­efna­legri umræðu, ýtt á stjórn­völd í mál­efnum flótta­manna, seigl­ast áfram í því að krefj­ast mann­rétt­inda og friðar í hví­vetna, alls­stað­ar, á öllum vett­vöng­um. Magn­aðar fram­farir og árangur næst á degi hverjum um heim allan vegna þess að ein­stak­lingar gera það sem þeir geta. Gróð­ur­setjum tré þó að veð­ur­frétt­irnar spái heimsendi. Gerum það sem við get­um. Skálum síðan í kakó­inu í sæmi­legri sátt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None