Auglýsing

Ok, dragið nú fram popp­skál­arnar kæra bíl­lausi-lífstíls her­deildin mín. Vit­iði hvað kom fyrir frekar fína bíl­inn (með hita í sætum og mið­stöð sem virkar) sem ég keypti mér um dag­inn? Ég keyrði ofan í holu eða öllu heldur fokk­ing gíg á stærð við sink­hole (takk Reykja­vík­ur­borg) og við það fór vélin í rúst og reikn­ing­ur­inn frá verk­stæð­inu hljóð­aði upp á 500 þús­und krón­ur.  

Ein­hver skiln­ings­ríkur og sam­úð­ar­fullur gæti mögu­lega haldið að þarna hefði þján­ingum mínum í tengslum við þennan fjand­ans bíl verið lok­ið. En nei nei, það var auð­vitað ekki í boði. Mis­ery loves company.

Hvað hald­iði að hafi komið fyrir bíl­inn dag­inn eftir að hann kom úr við­gerð? Jú, skemmd­ar­verk í skjóli næt­ur. Ein­hverjir óprút­tnir aðilar tóku sig til og teikn­uðu stóran titt­ling með­fram allri hlið­inni á bíln­um. Bara eins og ekk­ert væri eðli­legra. Morg­un­inn eftir keyrðum við fjöl­skyldan út í dag­inn og tókum ekki eftir hálfum hlut fyrr en í lok dags. Í heilan dag keyrðum við um bæinn eins og #freethe­typpi kver­úlantar í boði glæpa­manna sem ráfa um göt­urnar á nótt­unni og sví­virða heið­ar­lega bíla.

Auglýsing

Fyrst kvart­lestin er komin af stað (tjú tjú) hvernig væri þá að gægj­ast inn í dimman og kaldan helli sem ég vil kalla fast­eigna­sögu mína? Ég keypti mína fyrstu íbúð árið 2003 og seldi hana sirka ári síðar þegar vinnan sendi mig til Brus­sel. Á þessu ári sem ég átti hana hafði íbúðin hækkað um heilar 387 þús­und krónur svo ég kom út í smá plús, hel­víti ánægð með mig. Ég var úti í átta mán­uði og kom svo heim. Á þessum átta mán­uðum hafði íbúð­in, sem ég átti ekki leng­ur, hækkað um 7 millj­ón­ir. Lífið er sann­kallað lott­erí. Fyrir suma. En ekki mig. Skoðum bet­ur.

Stuttu eftir heim­kom­una 2005 keypti ég mér aðra íbúð sem ég átti í þrjú ár. Eftir nokkrar vikur kom skrýtið hljóð og smá furðu­leg lykt upp úr nið­ur­falli í þvotta­hús­inu. Aha. Við­kvæmir geta hætt að lesa hér. Án þess að fara út í smá­at­riði þá fyllt­ist jarð­hæðin af inni­haldi klóakslagna síð­ustu 70 ára (70 ár af kló­sett­ferðum krakk­ar) á einu sví­virði­legu korteri. Menn með loft­bor voru dag­legir gestir hjá mér næstu þrjá mán­uð­ina eða svo. Á tíma­kaupi. „Allur Vest­ur­bær­inn er tif­andi tíma­sprengja, kom­inn tími á öll rör hérna, skrýtið að það sé ekki flæð­andi klóak um göt­urn­ar, lol!” – sagði fag­maður við mig á þessum tíma kampa­kátur þar sem hann leiddi stóran rana ofan í jörð­ina þar sem eitt sinn var gólfið mitt.

Var ég ekki tryggð fyrir neinum af þessum ósköp­um, gæti ein­hver spurt. Einmitt það. Stutta svar­ið: trygg­ing­arnar „ná ekki utan um” til­keknu tjónin sem ég hef rakið hér að ofan. Og talandi um trygg­ing­ar, smá hlið­ar­saga: Um dag­inn hringdi ég í trygg­inga­fé­lagið mitt og spurði hvort ekki væri hægt að lækka iðgjöldin eitt­hvað þar sem ég væri að spá í að kaupa líf- og sjúk­dóma­trygg­ingu á lín­una (að gefnu til­efn­i). Svarið sem ég fékk: Þú ert með svo svaka­lega tjóna­sögu að það er ekk­ert svig­rúm til lækk­unn­ar. Svaka­leg tjóna­saga indeed. Ef þetta lið bara vissi hvað ger­ist utan vaktar trygg­ing­anna.  

Svo, vegna hryll­ings og vol­æðis lið­inna ára hef ég lært að vera með vak­andi auga fyrir hlutum sem „eiga ekki að geta ger­st”. Skoðum dýra­ríkið sem dæmi. Sagt er að dúfur geti ekki flogið á fólk. Think aga­in. Ég fékk einu sinni dúfu beint í and­litið þar sem ég spíg­spor­aði um torg í útlönd­um. Í leið­inni reif kvik­indið ævafornan ætt­ar­grip af hálsi mínum (erfð­ar­góss frá hol­lensku for­feðrum mín­um) sem ég sá aldrei fram­ar. Ómet­an­legur gripur horf­inn í klær dúfu sem flaug í and­litið á mér þegar það átti ekki að vera hægt. Ég, útklóruð og arf­laus á einu hryll­ings­sek­úndu­broti.

Það er eins og kosmósið hafi ákveðið dag­inn sem ég steig fyrst fæti á þessa jörð að henda í mig ódæmi­gerðum óhöpp­um. „Þú tryggir ekki eftir á” sagði snjall maður eitt sinn. Ég gæti allt eins sleppt því að tryggja fyr­ir­fram. Líf mitt er ein stór ótryggð og flókin tjóna­saga.

Þegar ég held svo að staða mín sem mann­eskja geti ekki orðið mikið verri þá kemur þetta ofan á mitt beyglaða brjósklos­aða bak (s/o á brjósklos­að­gerð­ina 2012 eftir fæð­ingu sem gekk herfi­lega): Ég er auð­vitað hræði­lega ósmekk­leg að gera það sem ég er að gera hér. Kvart og vælu­bíll yfir öllu þessu havaríi sem eru...wait for it: Lúx­us­vanda­mál í bland við svo mikil fyrsta heims vit­leys­is­gangs vælu­mál að ég fæ raun­veru­legan svima yfir óhemju­gang­inum í sjálfri mér. 

Ég gat í það minnsta keypt mér íbúð­ir, annað en heim­ur­inn. Og hvað, aum­ingja bíll­inn með fínu sæt­unum lenti ofan í holu í örugga land­inu sem hann er svo hepp­inn að fá að keyra um í? Snökt. Og úpps, sprakk rörið í fína og dýra Vest­ur­bæn­um? Úff. Og æ æ, týnidst perlu­festin í fína útland­inu sem ég fékk að heim­sækja í fríi? Cry me a river.

Svo, hvað höfum við hér? Jú: aum­ingja. Og ekki bara aum­ingja heldur óhepp­inn aum­ingja. Rétt upp hönd, það er ég.

ps. Ekki segja síðan að ég hafi ekki varað ykkur við þegar geim­ver­urnar lenda og taka yfir. Og hvar munu þær lenda gæti ein­hver spurt? Á þak­inu mínu. Og nei, ég er pott­þétt ekki tryggð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None