Auglýsing

Guðni Th. Jóhann­es­son verður lík­lega 6. for­seti lýð­veld­is­ins. Hann er svo öruggur með kosn­ing­arnar að hann er nú þegar byrj­aður að ferja yfir­grips­mikið safn sitt af köfl­óttum stutt­erma­skyrt­um, Casi­o-­tölvu­úrum og ásmelltum háls­bindum til Bessa­staða. Svo þarf auð­vitað að finna út úr því hvar eigi að koma þessum óend­an­lega haf­sjó barna fyr­ir. Síð­asti naglinn í lík­kistu þess­ara kosn­inga var lík­lega rek­inn með mynd­band­inu þar sem Guðni reynir að troða sér í spari­skóna á meðan allur barna­skar­inn hleypur eins og hvirf­il­bylur í kringum hann. Það klingdi svo fast í eggja­stokkum íslensku þjóð­ar­innar að þeir vein­uðu eins og þokulúðr­ar.

Allar kosn­ingar öskra á það séu hetjur og það séu skúrk­ar. Við erum svo sjúk í þennan staðl­aða narra­tíf að þegar Davíð Odds­son til­kynnti fram­boð sitt var líkt og Loki sjálfur hefði komið siglandi á Nagl­fari til að rýða ragna sjöt rauðum dreyra. Mamma hringdi í mig skelf­ingu lost­in: „Hann er snú­inn aft­ur,“ eins og hún væri að til­kynna mér að Sauron sjálfur hefði holdi klæð­st. Ég reyndi að hugga hana og útskýra fyrir henni að aug­ljós­lega væri hann aldrei að fara að verða for­seti, en hún vildi ekki heyra það: „Við getum ekki tekið sénsinn“. Það er nefni­lega heil kyn­slóð sem er hel­sjúk af áfallastreituröskun eftir stjórn­ar­tíð Dav­íðs. Á upp­vaxt­ar­árum mínum gat ég ekki setið í gegnum heila mál­tíð án þess að ein­hver tal­aði um Davíð Odds­son og hans neólíberal­ísku myrkra­verk - og núna, meira en ára­tug síð­ar, þarf ég allt í einu að sitja undir þessu hel­víti aft­ur. 

„Hringið bjöll­un­um! Dav­íð! Davíð er að kom­a!“ hrópar hug­sjúkur múg­ur­inn.

En Davíð Odds­son er ekki vondi kall­inn í þess­ari frá­sögn. Hann er eng­inn Hans Gru­ber - hann er ekki einu sinni bróðir hans, Simon Gru­ber. Davíð Odds­son er bara gam­all box­ari sem hengdi hansk­ana upp fyrir mörgum árum og hefur ekki getað hætt að hugsa um hvort hann eigi ekki einn bar­daga eftir í sér. Og eins og með alla gamla meist­ara sem koma aftur þá endar þetta ekki með glæstum sigri og reið inn í sól­ar­lagið heldur nið­ur­lægj­andi rot­höggi og vægum heilaskaða.

Auglýsing

Það sem þessar póli­tísku risa­eðlur gerðu var að stela frá okkur kosn­inga­bar­átt­unni. Dav­íð, þrátt fyrir að hafa ekk­ert að segja, sogar til sín alla orku og athygli eins og svart­hol - ég finn hann styrkj­ast í hvert skipti sem ég skrifa nafnið hans. Hann er eins og draugur lið­inna jóla, vom­andi yfir, hvís­landi „þorska­stríð­ið“ með lostugri röddu í eyru okkar eins og þetta gamla tuð eigi að gefa okkur eitt­hvað sagn­fræði­legt hold­r­is.

Í þessar tíu mín­útur sem við héldum að Ólafur Ragnar væri hættur og Davíð var ekk­ert nema ryk­fallin minn­ing leit þessi kosn­inga­bar­átta út eins og hún gæti orðið smá sam­tal um þetta emb­ætti og hvað það stendur fyr­ir. Af hverju þurfum við for­seta? Mál­skots­réttur for­seta er frá­leitt fyr­ir­bæri; Ólafur eyði­lagði þetta að fullu með því að tala enda­laust um mik­il­vægi þess að ein­hver sterkur hafi staðið í brúnni til að glíma við sæskrímslið rík­is­stjórn­ina með vilja þjóð­ar­innar að vopni. Sauð­svartur pöp­ull­inn skreið til Bessa­staða með und­ir­skrifta­lista í titr­andi höndum sínum og alfað­ir­inn mis­kunn­aði sig yfir okk­ur. Auð­vitað á þjóðin ekki að þurfa að elta duttl­unga ein­stak­lings, heldur á stjórn­ar­skráin að færa þennan svo­kall­aða örygg­is­ventil í okkar eigin hend­ur.

Guðni seg­ist vera sam­þykkur þess­ari breyt­ingu á stjórn­ar­skránni - sem er gott og bless­að. Gott að höggva hend­urnar af áður en þær gera eitt­hvað heimsku­legt. En eftir stendur þá spurn­ing­in: til hvers? Til hvers er þetta? Hvað eru allir þessir jakka­fata­klæddu karlar að gera þarna? Af hverju erum við svona sjúk í að kjósa þá?

Fólk talar um tákn­mynd­ir, sam­ein­ing­ar­tákn og hefð­ir. Ef að for­seti er tákn­mynd, hvert er tákn emb­ætt­is­ins sjálfs annað en dýrkun á þessum sterka ein­stak­lingi? Übermensch sem bjargar okkur frá okkur sjálf­um. Auð­vitað þurfum við mið­aldra kall til að höggva á hnúta. Knapa til að ríða okkur eins og hesti. Pabba sem tekur okkur á lær sér, hossar og segir að allt verði í lagi: „Svona, svona, hvað sagð­irðu að Sig­urður Ingi ætl­aði að gera? Ætlar hann að virkja Gull­foss og breyta uppi­stöðu­lón­inu í drekk­ing­ar­hyl fyrir komm­ún­ista? Ekki gráta, pabbi skal bara synja þessum ljótu lög­um.“

„Þetta er fikt í þing­ræð­inu“ eins og and­legur verka­lýðs­leið­togi íslensku þjóð­ar­inn­ar, Kári Stef­áns­son, orð­aði það. Ef við viljum ekki að Sig­urður Ingi virki Gull­foss, drekki komm­ún­istum og geri upp­á­halds kind­ina sína hana Gull­brá að mennta­mála­ráð­herra verðum við bara að hætta að kjósa yfir okkur svona glat­aðar rík­is­stjórn­ir.

Sam­ein­ing­ar­tákn er samt versta hug­tak­ið. Það á að vera ein­hvers­konar töfrafor­múla sem ein­kennir frum­mynd hins full­komna for­seta. En hvað er það sem sam­einar okk­ar? Er það ást okkar á nátt­úr­unni? Af hverju kjósum við þá yfir okkur stór­iðju­stefnu aftur og aft­ur? Er það ást okkar á menn­ingu? Af hverju fjársveltum við hana þá og gerum lítið úr fram­lagi lista­manna til sam­fé­lags­ins? Er það náunga­kær­leik­ur­inn? Af hverju vex ein­angr­un­ar­sinnuð þjóð­ern­is­hyggja þá með hverjum deg­in­um? Við erum bara eins sam­einuð og við erum. Lýð­ræði eru átök um þau gildi sem við viljum standa fyrir sem þjóð, og for­seti sem seg­ist standa með öllum gildum stendur í raun ekki fyrir neitt.

Kannski er þetta emb­ætti bara gamlar sagn­fræði­legar leifar aðskiln­að­ar­kvíða þjóðar vegna skyndi­legs brott­hvarfs dönsku krún­unn­ar. Eins og botn­lang­inn - lýð­ræð­is­leg tota sem gegnir hálf óljósum til­gangi og eng­inn mun sakna þegar hún verður óum­flýj­an­lega sjúk og þarf að vera skorin í burtu. Og minn­ingar um okkar ágætu for­seta verða þá best geymdar á söfnum eða í bókum sagna­rit­ara.

Kannski eru hug­myndir Dav­íðs Odds­sonar þá ekki svo galn­ar. Hann hefur talað fyrir því að for­set­inn eigi að hætta þessu útlanda­brölti og eyða stundum sínum á Bessa­stöð­um. Hann vill nefni­lega meina að Íslend­ingar séu alveg sjúkir í að heim­sækja Bessa­staði og það eigi þess vegna að gera þá að ein­hvers­konar byggða­safni þar sem hann er sjálfur lif­andi safn­grip­ur. Þar getur fólk svo komið og horft á hann, bent, tekið eins og eina sel­fie. Svo hættir fólk loks að mæta og enn situr Davíð þarna, launa­laus, að fúna og for­herð­ast með hverjum deg­inum sem líður eins og okkar eigin smá­borg­ara Howard Hug­hes.

Einu sam­skiptin sem þjóðin á við hann er þegar við skiljum eftir mat­ar­poka fullan af Mela­búð­ar­kjúklingum fyrir utan dyrnar hjá honum og á móti rennir hann hand­skrif­uðu blaði undan hurð­inni, þar sem með illu móti er hægt að greina orð eins og „Al­þýðu­flokk­ur­inn“, „Ices­ave 1“ og „Pírat­ar“, sem við birtum svo í Mogg­anum fyrir hann. Svo verður auð­vitað lítil lúga sem Hannes Hólm­steinn getur kom­ist inn um á næt­urn­ar.

Ég vildi að ég gæti sann­fært mömmu um að Davíð verði aldrei for­seti. Þá gæti hún hætt að hugsa um að kjósa gegn honum og farið að hugsa um hvern hún vill sjá sem for­seta. Kannski Guðna - en kannski líka Höllu eða Andra Snæ eða, ef hún er mjög töff, Elísa­betu Jök­uls.

Það er svo mikil synd að sögu­þráður þess­arar kosn­inga­bar­átta hafi fyrst snú­ist í kring um að kjósa gegn Ólafi Ragn­ari og snú­ist núna um að kjósa gegn Davíð Odds­syni. Kannski viljum við sem þjóð vera með for­seta, það verður þá bara að hafa það. Ég vildi bara að þessi kosn­inga­bar­átta hefði fengið að snú­ast um eitt­hvað annað en per­sónu­leika­bresti þess­ara glöt­uðu karla.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None