Auglýsing

Í fyrra­sumar fórum við unnusti minn til Kól­umbíu. Umræddur unnusti er afskap­lega afslöppuð týpa og í raun og sanni hold­gerv­ingur hins alís­lenska „þetta-reddast“ hugs­un­ar­hátt­ar, guð blessi hann. Yfir mig ást­fang­in, sönglandi hak­una mata­ta, lagði ég því upp í ögn óskipu­lagt ferða­lag til einkar hættu­legs lands því skipu­lag skemmir flippið og lífið er best ef það bara ger­ist. Til að byrja með ferð­uð­umst við með inn­fæddum vinum og allt gekk vel. Nokkrar vikur inn í fríið ákváðum við að spreyta okkur upp á eigin spýtur og skoða Kól­umbíu (nánar til­tekið Medellín, fyrrum fjórðu hættu­leg­ustu borg heims) alein. Og vegna þess að það er leið­in­legt og leim að bóka hostel fyr­ir­fram og allt redd­ast á end­anum end­uðum við sveitt og sól­brunnin eitt kvöldið í einkar vafasömu hverfi, bank­andi á járnriml­aðan glugga grát­biðj­andi um gist­ingu. Risa­vax­inn tattú­ver­aður maður (sem næsta dag fann mig á instagram og lækar núna flestar mynd­irnar mín­ar, líka af börn­unum mínum og mömmu) aumkvaði sig yfir okkur og splæsti á okkur koju í her­bergi fyrir átta þar sem franskur illa lykt­andi bak­poka­ferða­langur reykti gras út um járnriml­ana og óhljóðin að utan hrelldu mig til um það bil fjögur þar sem ég kúrði mig and­stutt og skjálf­andi í blett­óttu lak­in­u. 

Um morg­un­inn þar sem við sátum ósofin og útúr tremmuð á næsta McDon­alds stað á meðan borg­ar­löggan hirti upp lík næt­ur­innar allt um kring horfði unnust­inn á mig glaður og íslenskur í aug­unum og sagði: ,,Sko! Þetta redd­að­ist allt!” Grimmd­ar­leg glápti ég til baka á hann og sam­þykkti bitur að jú, vissu­lega væri ég þakk­lát fyrir að státa enn af öllum líf­færum mínum en að öðru leyti gæti þessi sól­ar­hringur alls ekki flokk­ast sem gott redd. Ótal ámóta upp­á­komur (sumar hverjar sem inni­héldu æsta pimpa í Bógóta og tjald­gist­ingu við hlið­ina á stærðar krókó­díl) áttu sér síðan stað í þessu fríi sem trú­lega myndi fremur flokk­ast sem Sur­vi­vor þáttur en róm­an­tískt getaway.

Það redd­ast nefni­lega alls ekki allt. Þetta redd­ast er mesta lygi Íslands­sög­unn­ar. Flest redd­ast ekki, í það minnsta ekki af sjálfu sér. Ef það redd­ast er það vegna þess að ein­hver reddar því fyrir þig eða vegna þess að þú ert hepp­inn. Yfir­leitt er líka um skíta­mix að ræða sem á end­anum lið­ast í sundur fyrir aug­unum á þér. Þetta redd­ast þýðir þannig alls ekki að allt hafi farið á besta veg. Það þýðir að þú hafir lifað af. 

Auglýsing

 Við sem þjóð státum okkur hins vegar af þessu reddi. Við útskýrum hug­takið stolt fyrir ringl­uðum túristum eins og um þjóð­ar­ger­semi sé að ræða, ein­stakt æðru­leysi og leið til að lifa af í erf­iðum aðstæð­um, dýr­mætan eig­in­leika sem við höfum þróað með okkur and­spænis eilífri útrým­ingarógn með spú­andi eld­fjöll allt um kring. Vol­vokeyr­andi jakka­fata­klæddi Íslend­ingur nútím­ans sem rétt svo kann­ast við harð­neskju íslenskrar nátt­úru af hrím­inu á bíl­rúð­unni sinni afsakar í þeim anda verð­tryggðu lánin sín til fjöru­tíu ára, enda alinn upp af þjóð sem harð­neitar að horfa lengra en eina ver­tíð fram í tím­ann. Hann sættir sig orða­laust við að þurfa alls ólíkt þegnum ann­arra þjóða að taka lán án þess að hafa hug­mynd um hversu mikið hann muni á end­anum borga og unir sér glaður í umferð­ar­hnút á Hring­braut­inni sem ætlað var að ramma inn borg­ina, hönnuð í sér­ís­lenskri nút­vit­und síns tíma. Brautin sú inn­rammar í dag fátt fleira en flug­völl og mið­borg­ar­nefnu yfir­fulla af fólki í úti­vist­ar­göllum með götu­kort fyrir vit­u­m. 

Við hendum upp nýjum hverfum á svip­uðum hraða og tekur kan­ínur að fjölga sér, hugum lítt að skipu­lags­vinnu og hrúgum inn í landið túristum án þess að eiga fyrir þá lög­legt gisti­pláss eða sal­ern­is­að­stöðu en hrellum air­bnb dón­ana og úthrópum fyrir að eyði­leggja hip­ster­astemm­ing­una í mið­bæn­um. Þetta-redd­ast syndrómið reyna yfir­völd þó á sama tíma mark­visst að rækta á ýmsan hátt, til að mynda með ein­stæðri lög­gjöf sem hvetur til kenni­tölu­flakks því þetta redd­ast alltaf allt og aðrir taka skell­inn. Við erum smá eins og trú­gjarnir með­limir ein­hvers heimsenda­költs sem ekki finnst taka því að klæða sig á morgn­ana því arma­geddon er hvort eð er í nánd.

Ég hef næst­kom­andi mánu­dag kennslu í grunn­skóla hér í borg eftir tveggja ára hlé. Að snúa til baka í kennslu í dag er smá eins og að ákveða skyndi­lega að snúa við í barna­deild­inni í Ikea og labba til baka á móti straumn­um, gegn örvun­um. Það eru nefni­lega allir að flýja skip­ið. Allir eru á leið­inni niður rúllu­stig­ann, spenntir fyrir góða stöff­inu á neðri hæð­inni en þú ætlar aftur í bað­inn­rétt­ing­arn­ar. Ein­beitt ark­arðu á móti straumnum og reynir að minna þig á að inn­rétt­ingar séu mik­il­væg­ar, ann­ars hafi pakkið á neðri hæð­inni ekk­ert til að tylla gervi­blómum sínum og skraut­vösum á. Þetta-redd­ast stefna yfir­valda í mennta­málum hefur nefni­lega skilað sér í gríð­ar­legum starfs­flótta kenn­ara sem við látum í fárán­legu kæru­leysi eins og sé bara næs merki um upp­sveiflu efna­hags­lífs­ins. 

Metn­að­ar­-og skipu­lags­leysi borg­ar­innar í mennta­málum má til að mynda merkja í þeirri stað­reynd að í dag, á degi fjögur af fimm í und­ir­bún­ings­tíma­bili kenn­ara fyrir nýtt skólaár eru nýir kenn­arar ekki komnir með aðgang að tölvu­kerfi skól­anna og geta því ekki hafið und­ir­bún­ing að neinu marki. Óásætt­an­legt með öllu en ekki svo ýkja óvænt. Að öllum lík­indum redda kenn­arar sér þó fyrir horn, hand­skrifa áætl­anir og skíta­mixa málin þannig að börnin ykkar geti mætt á mánu­dag­inn. Það þýðir þó ekki að allt hafi farið á besta veg. Svona rugl er bara örlítið en afar ein­kenn­andi dæmi um starfs­um­hverfi kenn­ara. Mennta­kerfið hefur árum saman verið van­rækt og fjársvelt langt umfram sárs­auka­mörk en það er keyrt áfram af fárán­lega öfl­ugum mannauði, hug­sjón­ar­fólki sem er stað­ráðið í að redda alltaf öllu, keyrt áfram af fáséðum metn­aði fyrir fram­tíð þjóð­ar­inn­ar. Þessi mannauður er þó á hrað­leið niður rúllu­stig­ann. Reddið því.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None