Gripið í píkur, skrifað um leg

Auglýsing

Ég get ekki sagt að þessi “grab them by the pus­sy”-um­mæli Don­ald Trump hafi komið mér í sér­stak­lega opna skjöldu. Ég var eig­in­lega meira sjokkeruð yfir að nota deit í hús­gagna­verslun til að reyna að sjarma ein­hvern með nauð­gara­stæl­um. En svona í alvör­unni, mað­ur­inn hefur tjáð sig á svo niðr­andi hátt um konur að fátt kemur á óvart. Ég hugs­aði að þetta væri nú bara alveg týpískt eitt­hvað sem maður langt í burtu myndi láta út úr sér, og að svona væri bara hugs­ana­gang­ur­inn í klikk­aða hluta Banda­ríkj­anna og það styrkt­ist svo þegar vinir og kunn­ingjar hans fóru að gera lítið úr þessu, sögðu að þetta væri nú bara týpískt stráka­hjal í bún­ings­klefa. Ein­hverjir íþrótta­menn tóku nú upp hansk­ann fyrir bún­ings­her­bergi og sögðu að ef vinir þínir ræddu svona saman á þeim vett­vangi þá væri þeir frekar nauð­gara­legar týp­ur.

Hvað er það við bún­ings­klefa sem lætur svona tal við­gangast, já eða frekar af hverju ættum við að segja AH OK GERЭIST ÞETTA Í BÚÚÚN­INGS­KLEFA? ÞÁ ER ÞETTA NÚ ALLT Í LAGI HA? Er það hversu ber­skjald­aðir þeir sem spjalla saman eru? Ég nenni ekki að skella skuld­inni á lítil typpi, það virð­ist vera svo stutt og ómál­efna­leg leið. Sumir létu það fara fyrst og fremst í taug­arnar á sér að giftur maður væri að tala svona og þess vegna mætti móðgast, að þetta hefði nú bara verið í lagi ef þetta væri ein­hleypur mað­ur. Ég held að það séu sams­konar týpur og taka „neitakk“ aldrei gilt nema því fylgi „ég er eign ann­ars karl­manns.“ Við fussum og sveium yfir yfir­gangi þessa manns, ómennsku hans, rudda­látum og dólgs­hætti og dæsum og segjum „Am­er­íka mar.“

Auglýsing

En það eru ekki bara valda­miklir menn úti í löndum sem grípa ófor­vandis í tuss­ur. Nei, í vik­unni birt­ist ótrú­leg grein um fóst­ur­eyð­ingar á Vísi.is, eftir Ívar Hall­dórs­son, útvarps­mann. Fyrsta gúgl leiddi í ljós að mað­ur­inn er asskoti dug­legur að senda inn grein­ar, ég mæli sér­stak­lega með aðsendri grein um gos­laust pepsi í bíó. Sem betur fer er hann ekki fastur penni þó ég hafi haldið það fyrst, en starfar þó hjá fjöl­miðla­veld­inu í Skafta­hlíð, sem útvarps­maður á Bylgj­unni. Hér er gaman að skjóta því að þegar ég vann í Skafta­hlíð­inni var ekki vel séð að ég væri að skrifa greinar hér á þessum vett­vangi, en þær voru nú nokkuð mein­lausar miðað við þessa frumuklasa­til­finn­inga­klám­s­grein. Í grein­inni voru til­tekin fjöl­mörg dæmi þess að fóst­ur­eyð­ingar væru ógeðs­legar og hér eru á eftir ætla ég að skoða nokkra stór­kost­lega punkta. Ég verð þó að setja þann fyr­ir­vara á að ég er „fóst­ur­eyð­inga­sinni“ svo við notum orð Ívars, jafn­vel gæti hann kallað mig „fastakúnna“ því að hann virð­ist halda að fyrir okkur fóst­ur­eyð­ing­ar­sinn­ana sé þetta létt­vægt mál – bara eitt­hvað sem maður skreppur í fyrir hádegi á þriðju­degi. Jú, ég veit vel að þetta er grín­fígúra, en hann finnur sig knú­inn til að skrifa, lesa yfir, kannski fékk hann jafn­rugl­aðan vin sinn til að lesa yfir líka, og ýta á send. 

„Að mínu mati hefur heil­brigð­is­kerfið staðið sig vel í að svæfa sam­visku kvenna sem telja sig ekki til­búnar til að taka á móti litlum lif­andi ein­stak­ling­um. Mikil áhersla er lögð á heilsu verð­andi móð­ur; bæði lík­am­lega og and­lega. Ef móð­irin er ekki reiðu­búin að eiga barnið (sem er auð­vitað hennar eign þótt ófætt sé) fær hún blessun heil­brigð­is­yf­ir­valda til að ýta á Ct­r­l+Alt+Del, og skor­ast þannig snyrti­lega undan því stór­kost­lega hlut­verki sem bíður henn­ar.“ 

Ég get svæft sam­visku hans með því að benda honum á að þetta er ekk­ert snyrti­legt, og að auki lík­am­lega og and­lega erfitt, og þá er ég ekki bara að tala um full­orð­ins­bl­eyj­una sem kona er með þegar hún vaknar eftir aðgerð. Móð­ur­hlut­verkið er ekki ein­göngu stór­kost­legt og það að konur séu fæddar með verk­færi til þess að verða mæður þýðir ekki að við allar getum sinnt því hlut­verki með sóma. Ívar virð­ist líka halda að fóst­ur­eyð­ing sé einka­mál konu, og komi mann­inum sem frjóvg­aði eggið ekk­ert við, að hann beri enga ábyrgð eða að fóst­ur­eyð­ing komi ekki við sál­ina á hon­um. Og auð­vitað er hann windows-­mað­ur. 

„Ég veit um eina konu sem lifði af fóst­ur­eyð­ingu eftir að hafa verið brennd í átján klukku­tíma í móð­ur­kvið­i.“

Brennd? HA? Í átján klukku­tíma? Ég skil ekk­ert. Ég veit um tvenns konar fóst­ur­eyð­ingar sem fram­kvæmdar eru hér á landi: Ann­ars vegar svo­kallað útskaf þar sem allt er tekið úr leg­inu, eða að fóst­ur­lát er fram­kvæmt með lyfja­gjöf. En guð minn góð­ur, ég væri líka á móti fóst­ur­eyð­ingum ef þær væru fram­kvæmdar með brennipenn­anum úr smíða­stof­unni í Aust­ur­bæj­ar­skóla, en þá vegna kvenn­anna sem gang­ast undir þær. Mögu­lega ruglar Ívar hér saman lög­legum og ólög­legum fóst­ur­eyð­ing­um. Þar sem fóst­ur­eyð­ingar eru ólög­legar deyja konur af völdum þeirra, og þá deyja tveir frumuklasar, fóstur og mann­eskjan með fóstrið í sér. 

„Í Dan­mörku brást lækni boga­listin í einni fóst­ur­eyð­ing­unni, og þegar hann stóð þarna í her­berg­in­u, auglit­i til auglits við lít­inn líf­elsk­andi ein­stak­ling, gat hann ekki fram­kvæmt fóst­ur­eyð­ing­una. Fóstrið er í dag auð­vitað fegið að hafa fengið að halda líf­i.“

Lífselsk­andi já. Jahá. Jájá. Einmitt. Eina sem vantar í þessa sögu er að fóstrið hafi sungið Þrek og tár þegar það átti að deyða það, já eða Ég er kom­inn heim. Fóstur á þessu stigi hafa ekki til­finn­ingar eða hugs­an­ir. Læknar sem fram­kvæma fóst­ur­eyð­ingar eru sér­hæfðir og eyða nokkrum fóstrum á dag, geri ég ráð fyr­ir, af hverju á þessi gæji að hafa þyrmt akkúrat þessu fóstri? Var þetta fóstrið sem fyllti mæl­inn eða var þetta fóstur extra kjút? Hvernig heldur Ívar að fóst­ur­eyð­ingar séu fram­kvæmd­ar? Eins og skurð­að­gerðir eða keis­ara­skurðir – legið opnað nei úbb þarna er fóstur sem starir á mig með hvolpa­augum best að loka aft­ur? Fóst­ur­eyð­ingar fara fram í gegnum leggöng. Ef fóstur er ekki deytt áður en það er fjar­lægt, t.d. með lyfja­gjöf, þá ætti það að taka það úr móð­ur­kviði á þessum stigi máls­ins að vera instant deyð­ing. Fóst­ur­eyð­ingar eru fram­kvæmdar innan tólf vikna, sextán vikna í und­an­tekn­ing­ar­til­fell­um, tutt­ugu og tveggja vikna ef um er að ræða fæð­ing­argalla eða að með­gangan valdi móð­ur­inni skaða. Augliti til auglit­is? Augn­lokin geta ekki einu sinni opn­ast á þessu stigi með­göngu. Fyrir utan það að þetta yrði algjör bylt­ing ef satt er: Að hægt sé að taka fóstur út úr legi á þessum tíma, að það lifi af, ver­andi á stærð við bar­bí­barn, og sé hægt að smella því aftur inn og plögga nafla­streng og allt? ÓTRÚ­LEGT. Fyrir utan það að ef fóstur getur lifað af utan móð­ur­kviðs eftir minna en þriggja mán­aða með­göngu, hvað erum við pína okkur í sex mán­uði til við­bót­ar? 

„Með fullri virð­ingu fyrir „óvart“ verð­andi mæðrum og þeim per­sónu­legu krísum sem þær standa oft frammi fyr­ir, leyfir sam­viska mín mér ekki að leggja blessun mína yfir fóst­ur­eyð­ing­ar; eyð­ingu á lif­andi fóstr­um.“

Með fullri virð­ingu, hann ber í alvöru enga virð­ingu fyrir frumuklös­unum sem hann kallar „óvart“ verð­andi mæð­ur. Hann heldur áfram og telur upp mik­il­menni sem heim­ur­inn hefði misst af ef þeim hefði verið eytt sem fóstr­um. Ég efast um að þessir menn hefðu orðið þeir meist­ara­snill­ingar sem honum finnst þeir vera hefðu þeir verið aldir upp gegn vilja móð­ur­inn­ar. Við getum líka snúið þessu við. Marie Curie eign­að­ist sitt fyrsta barn þegar hún var þrí­tug. Beyoncé var þrjá­tíu og eins. Ég held að þær hefðu fetað aðra braut hefðu þær orðið ófrískar á óheppi­legum tíma, já eða „óheppi­legan hátt.“ Hann nefnir líka kunn­ingja­konu sína sem eyddi stúlku­barn­i. Fóstur eru kyn­greind í sónar á 18.-22. viku. Og aft­ur: "Val­kvæð­ar" fóst­ur­eyð­ingar eru fram­kvæmdar á fyrstu tólf vikum með­göngu. Og hver er þessi útvarps­maður sem notar orða­lagið „að leggja blessun sína yfir fóst­ur­eyð­ing­ar?“ Munu fleiri útvarps­menn fylgja í kjöl­farið og leggja blessun sína (eða ekki) yfir hluti sem koma þeim ekki við? Ætli Ólafur Páll Gunn­ars­son sé til­bú­inn að leggja blessun sína yfir það að þegar ég fer á Bæj­ar­ins bestu þá panta ég mér ekki pulsu, heldur pulsu­brauð með steiktum og tómat? 

Ég geri mér fulla grein fyrir því að ummæli for­seta­fram­bjóð­anda og grín­týpu sem sendir inn svona greinar á miðil sem birtir allt, hafa mis­mikið vægi. Þetta sýnir okkur samt að fólk á ýmsum stigum sam­fé­lags­ins, og út um allt, á í engum vand­ræðum með að tjá sig um og eigna sér píkur og leg ann­ara. Mér finnst það óþægi­legt. Látið kyn­færin mín í friði strák­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None