Um hinn siðferðislega feluleik og meinta stöðugleika

Auglýsing

Einn dagur í kosn­ing­ar. Ég hef ekki enn ákveðið mig. Í alvöru. Lík­leg­ast kýs ég Bjarta Fram­tíð, því ég held að öll mann­úð­ar­sjón­ar­mið flokks­ins eigi vel við öll þau stóru mál sem blasa við næstu rík­is­stjórn. 

En svo eru það litlu mál­in. Sem maður á víst ekki að nefna. En ég myndi samt sem áður kjósa þann flokk sem lofar mér því að hætta í sið­ferð­is­lega felu­leikn­um. 

Þið vitið partí­leik­ur­inn sem fólk fer í þegar það ræðir um til dæmis um áfengi í mat­vöru­búð­ir. Þegar það fer að tala um okkar minnstu bræður og systur og rann­sóknir og reynslu erlend­is. 

Ég hef setið á móti Kára Stef­áns­syni þegar hann ræddi þessu mál af miklum þrótti og í eitt augna­blik þá sann­færð­ist ég. Við eigum ekki að stilla upp Cheer­iosi og líkjörum saman - það er ekki sann­gjarnt gagn­vart þeim sem ekki ráða við sig. 

Auglýsing

En svo 20 mín­útum eftir þá varð mér allt þetta ljóst. Kári er nefni­lega, þrátt fyrir öll fínu tækin sín og fram­tíð­ar­lega húsið sitt: gam­all kall. Hann er þurs í sam­tím­anum og þess vegna dýrkum við hann. Kári veit ekki að nær allir sem hafa aldur til á Íslandi eru á Face­book og á Face­book get­urðu með 2 - 3 smellum og nokkrum broskörlu­m látið keyra heim til þín áfengi og eins mikið af fíkni­efnum og þú vilt. 

Þetta er raun­in. Þetta er nútím­inn. Þetta er stað­reynd­in. Að stimpla upp­still­ingu áfengis við hlið brauðs sem freist­ingar er sið­ferð­is­legur felu­leik­ur. Og þeir stjórn­mála­menn sem eru hallir undir það eru eflaust ekki sam­mála því sjálfir - en þeir vilja virð­ast sið­vandir og prúðir í augum kjós­enda. Um það snýst mál­ið. 

Bjór á að fást ískaldur á bens­ín­stöðv­um. Rauð­vín hland­volgt innan um app­el­sín­urnar í Nettó. Ég á að geta keypt litla mina­t­úra af Jagermeister við hlið­ina tyggjó­inu í Bón­us.  Eða bara banna áfengi alveg og fang­elsa fólk fyrir að selja það eða neyta þess. Því að gera annað er sið­ferð­is­legur felu­leik­ur. 

Og þetta var högg fyrir okkur sem kusu Bjarta fram­tíð síð­ast. Við héldum að þið ætl­uðuð ekki að taka þátt í þessum leik. En þið gerðuð það, hel­vítin ykkar og von­andi haf­iði lært eitt­hvað. Eins og mér reyndar sýnd­ist með búvöru­samn­ing­inn. 

Mig langar svo ótrú­lega mikið að nefna fíkni­efni líka. Hefur það ekki sýnt sig að núver­andi stefna í mál­efnum fíkni­efna er vit­leysa. Nefnum bara kanna­bis, eruði alveg viss um að það þurfi að vera ólög­legt. Er það ekki skaðminna en bjór og franskar? Hefur það ekki sýnt sig að það geti verið ágætis stað­geng­ill verkja­lyfja, svefn­lyfja og tjah jafn­vel og bara jafn­vel krabba­meinslyfja. Svo held ég að eng­inn tengi kanna­bis við ofbeld­i. 

En bönnum það, og leyfum hitt - því við erum í sið­ferð­is­legum felu­leik og Þór­ar­inn Tyrf­ings­son er einn af leikja­meist­ur­un­um. 

Tölum um fleira. Tölum um MMA. Þið vitið ofbeld­is­fullu íþrótt­ina sem Gunn­ar Nel­son keppir í og bróð­ur­hluti Íslend­inga situr límdur við skjá­inn á með­an. MMA er ofbeld­is­full íþrótt og ég dýrka hana. Í hvert skipti sem Egill Helga­son gagn­rýnir hana eða bara ein­hver þá skamm­ast ég mín. Því ég veit alveg upp á mig skömm­ina. Það er ekk­ert að því að fólki finnist MMA öm­ur­leg og dýrs­leg og pakk­leg íþrótt - hún er það!.

Það þurfta ekk­ert allir að sam­þykkja allt. En að banna íþrótt­ina af því ein­hverjum finnst hún ekki nógu fín er tjah - sið­ferð­is­legur felu­leik­ur. 

Menn og konur æfa íþrótt­ina út um allt land. Þau sparra (berj­ast á æfing­um) harka­lega í hverri viku. Af hverju þurfum við að neyða þetta fólk til að fara til Bret­lands, eða Dan­merkur eða Banda­ríkj­anna til að keppa? 

Af hverju er það svona mik­il­vægt að sýn­ast vera svona miklir pjúrít­anar í augum heims­byggð­ar­inn­ar? Af hverju ­getum við ekki bara horft á hesta­í­þróttir eða skíði á meðan aðrir horfa á MMA og kannski er gott að taka það fram að bæði hesta­í­þróttir og skíði eru miklu miklu hættu­legri sport en nokkurn tíma bland­aðar bar­daga­list­ir. En hey það hentar sið­ferð­is­legu felu­leik­ur­unum að horfa á þetta svona. 

Mun­iði þeg­ar ólympískir hnefa­leikar voru lög­leiddir á Íslandi og sið­ferð­is­leg­u ­felu­leik­arar þess tíma höfðu ofsa­lega miklar áhyggjur en gátu svo sætt sig við nið­ur­stöð­una því menn voru með höf­uð­hlíf­ar. Sem verja menn fyrir helstu höf­uð­högg­un­um….

Vissuð þið að það er búið að fjar­lægja höf­uð­hlíf­arnar úr alþjóða­regl­um ólympískra hnefa­leika - því rann­sóknir sýndu fram á að hlíf­arnar hefðu bara engin áhrif þegar það kemur að höf­uð­meiðsl­um. Ekki nokk­ur. Og út um allt land keppa núna menn í hnefa­leikum án höf­uð­hlífa. 

Hvað þýðir það - jú hópur íslenskra þing­manna tal­aði lengi um eitt­hvað sem þau höfðu ekki hunds­vit á. Komust að nið­ur­stöðu sem var ekki byggð á neinu. Klöpp­uðu hvor öðru á bak­inu í sið­ferði­lega felu­leiknum og fengu sér svo klein­ur. 

Og á meðan ég man - Af hverju eru ekki spila­víti hérna út um allt? Finnst ykkur það úrkynj­að? Og ekki til marks um gott sam­fé­lag - það má bara vel vera. En raun­veru­leik­inn er sá að þús­undir Íslend­inga veðja í hverri ein­ustu viku eða spila póker eða blackjack eða baccarat á net­inu. OG við viljum hafa þá þar, því þá getum látið eins og við séum á móti veð­mála­starf­sem­i. 

Ég vil flokk sem hættir því að hugsa um hvernig hann þurfi að hegða sér svo hann verði kos­inn á næsta kjör­tíma­bil­i. 

Ég vil ekki endi­lega flokk sem ætlar að end­ur­ræsa Ísland en ég þarf á því að halda að ein­hver upp­færi stýri­kerf­ið. 

Og ég held að við verðum að losna upp úr þessum tag-team vinstri hægri fasa. Við getum ekki gefið hægri mönnum stjórn­ina í fjögur ár og svo vinstri mönnum í fjög­ur. Ég er nákvæm­lega ekk­ert spenntur fyrir þessu kosn­inga­banda­lag­inu sem fund­aði á Lækj­ar­brekku (hver drama­t­úrg­aði það btw, hefðu átt að funda á Múla­kaffi eða eitt­hvað). 

Ég er spenntur fyrir ein­hverju nýju stjórn­ar­mynstri og ég held að fleiri kjós­endur séu það líka. Það er ekki verið að kjósa rík­is­stjórn til eilífð­ar. Fólk hlýtur að geta fundið sam­eig­in­legar áherslur til fjögra ára, sama í hvaða flokki það er. 

Gefðu mér til dæm­is­ ­rík­is­stjórn VG og Sjálf­stæð­is­manna, Bjartar fram­tíðar og Við­reisn­ar. Bara til að við kjós­endur fáum alla­vega trú á stjórn­málum aft­ur. Svo þetta sé ekki bara sama endem­is­kvakið og síbylj­an. Að Alþingi verði tákn­mynd sátta en ekki upp­sprettan í sundr­ung þjóð­ar­inn­ar. 

En plís bara kjós­ið. 

Kjós­ið ­Sjálf­stæð­is­flokk­inn því Bjarni er svo góður að baka. Fram­sókn því þeir ætla að lækka skatta. VG því Kata er svo nett, Alþýðu­fylk­ing­una því Þor­valdur syngur svo vel og svo fram­veg­is. 

Bara mæta á kjör­stað og leggja sitt af mörk­un­um. 

En ekki láta glepjast af orðum eins og stöð­ug­leiki. Þetta er mis­þyrm­ing á tungu­mál­in­u. 

Á kjör­tíma­bil­inu hafa tveir ráð­herrar þurft að segja af sér­ út af hneyksl­um. Annar ráð­herra var á góðri íslensku böstaður við að vera á fram­færslu einka­fyr­ir­tækis og hann greiddi götur þess í útlönd­um. 

Þetta ár hefur verið stjórn­ar­fars­leg óreiða. Ekk­ert hefur gerst. Deilur milli stjórn­ar­flokka of mikl­ar. Á kjör­tíma­bil­inu var algjört ráða­leysi í mál­efnum ferða­manna, algjört ráða­leysi í mál­efnum flótta­manna og hæl­is­leit­enda og full­komið ráða­leysi í utan­rík­is­stefnu þjóð­ar­inn­ar. 

Ákvarð­anir hefa verið teknar algjör­lega upp úr engu - fiski­stofa, aðild­ar­við­ræð­ur. 

En þessi ­rík­is­stjórn­ hún tók margar réttar ákvarð­an­ir, flestar þeirra voru teknar í fjár­mála­ráðu­neyt­inu. En hún ber ekki ábyrgð á lágu heims­mark­aðs­verði á olíu og streymi ferða­manna. Það bara kemur þeim ekki við. Og það ég treysti um það bil öllum til að taka sömu ákvarð­anir í fjár­mála­ráðu­neyt­in­u og bak­ar­inn með stóru hrammana gerð­i. 

Kjósið það sem þið vilj­ið, en bara ekki í nafni stöð­ug­leika, ég held að það sé meiri stöð­ug­leiki á fram­boðs­fundi Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­inn­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None