Auglýsing

Það verður ekk­ert góð­æri eins og síð­asta góð­æri. 50 Cent í fer­tugs­af­mæli Björg­ólfs, Elton John í fimmtu­dags­af­mæli Ólafs Ólafs­son­ar. John Cleese, snekkj­ur, einka­þot­ur, kóka­ín, Hannes Smára­son alltaf að leggja í fatl­aðra­stæði og Eyþór Arn­alds keyrði á ljósa­staur. Því­líkir tím­ar.

Þetta góð­æri er bara skugg­inn af hinu sanna góð­æri. Nú er Tólf­unni bara flogið út til Lúx­em­borgar svo Joey Drum­mer og Benni Bongó geti tekið vík­inga­klappið í jóla­par­tíi hjá end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæki, og Eyþór Arn­alds er stjórn­ar­for­maður rusla­haugs sem er alltaf að kvikna í.

Mega­vika, Tax Free dag­ar, Svartur föss­ari. Alþýð­legra góð­æri. Heim­il­is­legra og hvers­dags­legra góð­æri. Bola­góð­æri.

Auglýsing

Við höfum það svo gott í einka­neysl­unni að það tekur eig­in­lega eng­inn eftir því að það sé ekki nein rík­is­stjórn. Okkar vegna má bara læsa þess­ari þjóð­ar­skútu á cru­ise control þangað til hún siglir á síð­asta ísjak­ann í norð­ur­hafi og við verðum öll óum­flýj­an­lega étin af vannærðum ísbirni eða skutluð af Krist­jáni Lofts­syni.

Eini sem er að svitna yfir þessu er for­set­inn. Þetta áttu að vera bestu dagar lífs hans. Guðna hafði dreymt um þessa stund síðan hann var lít­ill pjakkur og heimt­aði alltaf að vera Krist­ján Eld­járn þegar hinir krakk­arnir vildu bara leika kúreka og indjána. Fyrstu dag­arnir hafa vafa­lítið verið draumi lík­ast­ir; póli­tískur óstöð­ug­leiki, tví­sýnar kosn­ingar og krefj­andi stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur. Guðni hefur vaknað á undan klukk­unni og stokkið á fætur líkt og Tumi í Corn Fla­kes aug­lýs­ing­unni dag­inn sem hann átti fyrst von á Bjarna á Bessa­staði til að afhenda honum umboð­ið. Síðan þá hefur hver ein­asti dagur verið eins; eilíf hringrás af því að afhenda og taka við þessu and­setna umboði. Það sem eitt sinn var spenn­andi inn­grip í sög­una er nú orðið að nístandi hvers­dags­leik­an­um; vakna, bursta, kaffi, lesa Mogg­ann á doll­unni, veita umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar, borða, laumusígó á bak við Bessa­staða­kirkju, sofna, vakna aft­ur. Aftur og aftur um alla tíð. Þetta er elsta dæmi­sagan af þeim öll­um: gættu hvers þú óskar þér því það gæti ræst.

Kannski er þetta meira eins og sagan af gler­skónum hennar Ösku­busku. Á meðan allar helstu stjórn­mála­hetjur nútím­ans reyna að sarga af sér hæl­inn eða saga af sér tærnar til þess að troða sér ofan í þennan stjórn­ar­mynd­un­ar­skó er lít­ill sveita­piltur austur á hér­aði með nettan fót sem passar kannski akkúrat  ef bara ein­hver mundi biðja hann um að máta. Þessi fótur á það reyndar til að sýkj­ast og fyll­ast af bjúg og passar þá bara í einn striga­skó.

Þegar við héldum öll að Sig­mundur væri horf­inn var hann bara að safna kröftum og plana stór­kost­lega end­ur­komu­veislu eins og Greif­inn af Monte Cristó. Verst að veislan skuli vera á nákvæm­lega sama tíma og 100 ára afmæl­is­veisla Fram­sókn­ar­flokks­ins er í Þjóð­leik­hús­inu. Sig­mundur vill reyndar meina að hans partí sé líka 100 ára afmæl­is­veisla Fram­sókn­ar­flokks­ins, því auð­vitað þarf Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn jafn margar afmæl­is­veislur og Paris Hilton sem hélt fimm sinnum upp á tutt­ugu og eins árs afmælið sitt. Ég vor­kenni fram­sókn­ar­fólki samt smá. Það hlýtur að vera erfitt að vera barnið í svona ljótum skiln­að­i. 

„Stundum þegar tveir pabbar elska hvorn annan of mikið geta þeir ekki búið saman leng­ur. Þá þarf annar pabb­inn að flytja í eyði­býli á Norð­aust­ur­land­i og hætta að mæta í vinn­una. En þú færð tvær heilar afmæl­is­veislur í stað­inn fyrir eina! Þær eru reyndar á sama tíma þannig að þú verður bara að ákveða hvorn pabbann þú elskar meira. Og nei, þú mátt ekki bara vera heima hjá Viggu frænku um jól­in.“

Ann­ars eru allar helstu jóla­hefðir Íslend­inga á sínum stað; Coca-Cola lest­in, Osló­ar­tréð, froðu­fellandi umræða um kirkju­heim­sóknir skóla­barna og hyster­ískir for­eldrar sem fréttu að eitt­hvað freknótt óféti úr Garða­bænum hefði fengið iPhone í skó­inn. Mestu Skrögg­arnir eru samt allt-var-betra-í-gamla­daga versl­un­ar­eig­end­urnir við Lauga­veg sem hata gang­andi veg­far­endur svo mikið að leið­togi þeirra, Björn Jón Braga­son, dreymir lík­lega stand­pínu­drauma um að keyra mal­bik­un­ar­bíl niður allar gang­stéttir þangað til Lauga­veg­ur­inn verður loks tví­breiður og öll verslun getur farið fram í gegnum bíla­lúg­ur.

Reyndar virð­ist helm­ingur gang­andi veg­far­enda vera ráf­andi, tómeygðir ferða­menn sem hafa ekki efni á því að kaupa neitt. Það hlýtur að vera áfall að panta sér ferð til Íslands í des­em­ber í von um vetr­ar­para­dís með snjó­þekju og norð­ur­ljósum og fá í stað­inn 8 stiga hita, rign­ingu og myrk­ur. Jökla­lausar jökla­ferðir og norð­ur­ljósa­lausar norð­ur­ljósa­ferð­ir. Þannig að eina sem hægt er að gera er að ráfa upp og niður Lauga­veg­inn og troða sér inn í lunda­búð­irn­ar. Kannski 24 ferða­menn í hverri búð þegar hámark vist­vænnar ferða­mennsku hlýtur að vera max 9. Þar húka þeir og verpa óham­ingju­sömum litlum gul­leggjum sem fjár­magnar nýja góð­ærið okk­ar. Það væri kannski hægt að hafa rútu­ferðir að United Sil­icon kís­il­ver­inu í Reykja­nesbæ svo ferða­menn geti fengið að upp­lifa alvöru íslenska ára­móta­brennu­lykt.

Þetta er samt allt veðr­inu og krón­unni að kenna. Aum­ingja krón­an. Sama hvað fer úrskeiðis er það allt henni að kenna. Þegar hún er veik þá erum við öll blönk og getum ekk­ert farið né keypt, og þegar hún er sterk þá hefur eng­inn efni á því að kaupa fisk­inn okkar og allir ferða­menn­irnir hata okk­ur. Ef krónan væri áhrifa­gjarn ung­lingur og fólk myndi koma svona fram við hana væri hún löngu komin með alvar­lega átröskun og kvíða.

En við skulum ekk­ert hafa of miklar áhyggjur af þessu. Kaup­um, kaup­um, kaup­um. Fyrst koma jólin og svo falla niður tollar á sjón­vörp­um, gas­grill­um, snyrti­vörum, skot­vopnum og öllu því sem hug­ur­inn girn­ist. Eyðum þessum góð­ær­is­pen­ingum bara ef við eigum þá, og jafn­vel ef við eigum þá ekki. Í versta falli sækjum við bara um næstu Leið­rétt­ing­una. Smá svekk með heil­brigð­is­kerf­ið, öryrkj­ana, flótta­börn­in, flest lág­launa­fólk og aum­ingja ólæsu PISA-­börn­in. Gengur bara betur í næsta góð­æri.

En við höfum samt aldrei haft það betra, og þegar við höfum það svona gott þá má ekki kvarta, má ekki tala niður árang­ur­inn, má ekki vera nei­kvæð­ur. Enga öfund­sýki. Hljómar þetta kannski kunn­ug­lega?

Hita­mælir og átta­viti þessa sam­fé­lags er samt auð­vitað Árni John­sen. Í mestu man­í­unni var hann að þiggja mút­ur, kýla Hreim í Landi og Sonum og fylla garð­inn sinn af óðal­steinum á kostnað Þjóð­leik­húss­ins. Og í mesta nið­ur­túrnum sat hann í fang­elsi að búa til stein­lista­verk á meðan hann barð­ist fyrir rétt­indum fanga. Í síð­ustu viku sást svo til hans í Smára­lind með stút­fulla inn­kaupa­kerru sem honum hafði ein­hvern veg­inn tek­ist að troða í rúllu­stiga. Hvern­ig? Af hverju? Af hverju tók hann ekki lyft­una? Nennti hann ekki að finna hana? Hugs­aði hann kannski bara aldrei út í það hversu frá­leitt það væri að keyra inn­kaupa­kerru upp rúllu­stiga? Þegar allt kemur til alls erum við öll smá Árni Johnsen; bljúg og blíð þegar árar illa en í góð­ær­inu troðum við inn­kaupa­kerrunni bara hvert sem við vilj­um — af því að fokk­aðu þér, við erum Árni John­sen.

Út er komin fyrst bók Hrafns Jóns­son­ar, Útsýnið úr fíla­beins­turn­in­um. Hana er er hægt að kaupa í vef­verslun Kjarn­ans hér. Bókin er einnig fáan­leg í verslun Máls og Menn­ingar á Lauga­vegi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None