Auglýsing

Rík­is­sjón­varpið sýndi á mánu­dags­kvöldið heim­ilda­mynd frá BBC um kjöt­neyslu. Í henni próf­aði lækn­is­fræði­mennt­aður þátta­stjórn­and­inn að borða óvenju­lega mikið af rauðu kjöti í fjórar vik­ur. Í lok mynd­ar­innar kom í ljós að hann hafði bætt á sig þremur kílóum af kvið­fitu og rokið upp í blóð­þrýst­ingi og kól­ester­óli.

Gera má ráð fyrir því að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son hafi horft á þessa mynd og bein­línis ærst af mót­þróa­þrjóskuröskun því að rúmum hálfum sól­ar­hring síðar birti hann ljós­mynd á Face­book-­síð­unni sinni. Myndin var af þver­hand­ar­þykkri klessu af hráu nauta­hakki sem búið var að smyrja ofan á tekex. Með fylgdi svohljóð­andi yfir­lýs­ing: „Einn af mörgum kostum við íslenskt kjöt er að maður þarf ekki að elda það frekar en maður vill“, en hún hefði allt eins getað verið á þessa leið: „Fyrr mun ég dauður liggja úr kransæða­stíflu en að ég láti komm­ún­istana á RÚV segja mér hvað mér er fyrir best­u.“

Kannski var þetta alls ekk­ert svona. Lík­lega þarf ekki að espa Sig­mund Davíð upp í að borða tartar á tekexi, beint af blóð­ugum papp­írnum utan af hakk­inu, en jafn­vel þótt svo væri þá ætti hann sér samt máls­bæt­ur. Þetta var nefni­lega ekki eins klippt og skorið í heim­ilda­mynd­inni og upp­haf þessa pistils gefur til kynna. Raunar var meg­in­nið­ur­staða hennar sú að við vitum ósköp lítið um heilsu­fars­leg áhrif þess að borða mikið rautt kjöt. Hver rann­sóknin á eftir annarri sýndi ólíka nið­ur­stöðu; ein að það væri að drepa okk­ur, önnur að það væri mein­hollt, sú þriðja að það breytti engu. Það eina sem menn gátu nokkurn veg­inn komið sér saman um var að salt­aðar og unnar kjöt­vörur væru skæð­ar. 

Auglýsing

Skjald­bakan og Græn­lands­há­karl­inn

Þetta er einmitt mein­ið: það er svo margt sem við vitum ekki. Stundum finnst manni eins og við vitum í raun­inni ekki neitt. Nær­ing­ar­vís­indi eru bara eitt lítið dæmi. Þegar ég barn var mér kennt að líf­seig­ustu skepnur jarðar væru skjald­bök­ur. Þær áttu að geta orðið um það bil 200 ára gaml­ar. Þetta stóð í alls kyns bókum og aftan á Andr­és­blöðum og þessu trúði ég fram á full­orð­ins­ár. Þá fannst skyndi­lega 374 ára gömul kúskel á hafs­botni við Grímsey, sem var elsta dýr heims þangað til vís­inda­menn ald­urs­greindu Græn­lands­há­karl nokkrum árum síðar og komust að því að hann gæti orðið 400 ára og jafn­vel miklu eldri – við vitum það ekki. Og nú veit ég ekki heldur hverju ég á að trúa leng­ur. Ég hafði ekki einu sinni heyrt um Græn­lands­há­karl áður.

Þótt svona vís­inda­upp­götv­anir séu auð­vitað stór­kost­legar og heill­andi og færi okkur sífellt heim nýjan sann­leika, ný púsl í heild­ar­heims­mynd­ina, eru þær samt líka ógn­vekj­andi, vegna þess að margar þeirra svipta okkur öðrum sann­leika, gamla sann­leik­an­um; með öðrum orðum minna þær okkur á allt sem við vitum ekki. Og sömu­leiðis á allt það sem við teljum okkur vita og förum allt í einu að efast um.

Hvað er hundur lengi að læra skammta­fræði?

Það er mik­il­vægt þroska­skref í lífi ung­menna þegar þau átta sig á því að for­eldrar þeirra vita ekki endi­lega alveg allt, og enn stærra þegar þau læra að það er jafn­vel í lagi að vera ósam­mála lífs­skoð­unum þeirra. Fyrir mér var það svo enn merki­legri upp­götvun þegar ég fatt­aði hversu lítið mað­ur­inn hefur í raun rann­sakað – hversu smátt hvert afmarkað vís­inda­sam­fé­lag er í raun á heims­vísu. Í huga barns eru til nán­ast ótelj­andi mann­eskjur á jörð­inni og þar af leið­andi líka ótelj­andi vís­inda­menn sem hafa gert ótelj­andi rann­sóknir á bók­staf­lega öllu sem máli getur skipt og kort­lagt allt sem hægt er að vita um ver­öld­ina sem við búum í. En svo eld­ist maður og lærir að það er ekki þannig.

Við vitum ekki hvað við eigum að borða til að vera heil­brigð. Við vitum ekki af hverju okkur dreym­ir. Við vitum ekki af hverju summa talnar­að­ar­innar 1+2+3+4+5+... og út í hið óend­an­lega er -1/12. Samt er hún það. Við vitum greini­lega ekki hvert er elsta dýr jarð­ar. Það er geimur þarna úti sem við vitum eig­in­lega ekk­ert um. Við vitum ekki af hverju Don­ald Trump er for­seti Banda­ríkj­anna. Nóg getum við alla­vega rif­ist um það.

Er hugs­an­legt að við getum ekki vitað þetta? Ein­hvers staðar sá ég þeirri spurn­ingu varpað fram hversu langan tíma það mundi taka að kenna hundi skammta­fræði. Svarið var vita­skuld: það er ekki hægt. Alveg sama þótt fær­ustu vís­inda­menn ver­ald­ar, og hund­ur­inn líka, öðl­uð­ust eilíft líf og gætu dundað sér við kennsl­una í millj­arða ára þá mundi hund­ur­inn aldrei ná þessu. Heil­inn á honum réði ekki við það. Hundar eru bara of heimskir til að læra skammta­fræði. Sorrí.

Þessi hugs­ana­til­raun verður aðeins meira yfir­þyrm­andi þegar hún er heim­færð yfir á mann­fólk­ið. Hversu mikið ætli það sé sem mað­ur­inn getur ein­fald­lega ekki skil­ið? Kannski getum við ekki skilið áhrif kjöt­áts á manns­lík­amann. Það hljómar ólík­lega. Kannski erum við ein­fald­lega ófær um að skilja af hverju við kusum lyg­inn og fjöl­þreif­inn blöðru­sel sem for­seta valda­mesta ríkis heims. Kannski þarf þró­aðri heila í svo­leiðis félags­vís­indi.

LES­ENDUR ATH: Hér er u-beygja í pistl­inum

En ókei. Gleymið öllu sem ég er búinn að segja, af því að þótt það sé kannski ekki þvæla þá þvælist það samt fyrir því sem skiptir meira máli, sem er þetta:

Þrátt fyrir allt þá vitum við heilan hel­vítis hell­ing. 

Vís­inda­menn eru ekki fúskarar þótt þeir kom­ist stundum að ólíkum nið­ur­stöðum í ólíkum rann­sóknum með ólíkum aðferð­um. Það að vís­inda­menn greini á um sumt og þeir geri ennþá upp­götv­an­ir, sem betur fer, þýðir ekki að allt sem haldið er fram sé jafnsatt. Við þurfum ekki að vita allt til að vita margt.

Lofts­lags­breyt­ingar af manna­völdum eru stað­reynd. Og stað­reyndir eru stað­reynd­ir. Það eru engar „alt­ernative fact­s“. Það voru ekki 1.500.000 manns á inn­setn­ing­ar­at­höfn Don­alds Trump. Það er stað­reynd. Hún er ekki alt­erna­tíf og það er ekki til neitt alt­erna­tíf við hana. Hundar eru ekki lang­líf­ustu skepnur jarð­ar, lifa ekki í millj­arð ára og geta ekki lært skammta­fræði (þetta síð­asta þyrfti lík­lega að rann­saka áður en hægt er að flokka það sem stað­reynd). Og unnar kjöt­vörur eru vondar fyrir okk­ur. Það er stað­reynd. Þangað til annað kemur í ljós.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None