Auglýsing

Í síð­ustu viku gerð­ist það á twitter að fólk opn­aði sig um áreiti sem þrífst innan mið­ils­ins. Bæði er það í formi svo­kall­aðra… æji fokkit ég nenni ekki að útskýra twitter fyrir fólk sem er ekki þar. Áreitið sem rætt var sner­ist um eldri menn og sam­skipti þeirra við kon­ur, bæði í tístum sem voru fyrir allra augum sem voru topp­ur­inn á ísjak­anum og í beinum skila­boðum á milli fólks.

Ég er í þó nokkrum hópum þar sem þessi áreitni er rædd, hvernig eigi að díla við hana en langoft­ast snýst þetta um að verða að opna sig í lok­uðum hópi því að þetta er svo erfitt – er hann að meina þetta? Er hann skrýt­inn? Er hann að reyna að vera ein­lægur og það mis­tekst svona svaka­lega? Af hverju er hann að senda mér þetta? Í mörgum til­fellum er það svo að áreit­ari er ekki að áreita í fyrsta sinn. „Ég lenti líka í hon­um“ er óþægi­lega oft ein af athuga­semd­un­um. 



Fólk sem skilur ekki inter­net­sam­skipti á það til í kommenta­kerfum að segja fólki sem lendir í óvið­eig­andi skila­boða­flaumi hvað það hefði átt að gera. „Af hverju blokk­aði hún hann ekki?“ Vegna þess að þá koma skila­boð í gegnum aðrar leið­ir. Það er ástæða fyrir því að ég er ekki með síma­núm­erið mitt skráð á nei.­is. „Af hverju sagð­irðu við­kom­andi ekki að hætta?“ Ég hef þónokkra reynslu í því að fá óvið­eig­andi skila­boð og það sem er erf­ið­ast er að átta sig á því hvenær sak­laus skila­boð breyt­ast í óvið­eig­andi. Fyrsta ping er oft sak­laust, jákvætt, hrós. Opnað á sam­skipti. Ég svara „takk.“ Svo áger­ist þetta. Skila­boðin ber­ast á furðu­legum tíma sól­ar­hrings. „Ég sá þig í dag.“ Svo getur það ágerst enn frekar en okkur konum sem höfum svo margar upp­lifað áreiti er kennt að bægja þessum til­finn­ingum frá okkur með hugs­un­un­um: hann er full­ur, hann er að grínast, hann er á róf­inu, hann er með furðu­legan húmor, hann er á skrýtnum stað í líf­inu, vinur minn segir að hann sé í alvör­unni mjög fínn gaur, hann er alveg rugl­aður með víni, ein­hver vinur hans er að fokka í hon­um, ég er að mis­skilja.

Auglýsing

Í inter­netheimum getur alls konar fólk haft sam­skipti sín á milli og alls kyns fólk getur haft sam­band við mann. Ég þakka fyrir þetta á hverjum degi, get haft sam­band við alls kyns fólk sem hefur svipað áhuga­svið og ég og á í engum vand­ræðum með að leita upp­lýs­inga hjá réttu fólki. Fyrir utan þá stór­kost­legu stað­reynd að mér ber­ast fyr­ir­spurnir um gigg... þar sem ég er ekki með síma­núm­erið mitt skráð. 

Sam­skiptin sem um ræðir eiga það til að sá áreitti upp­lifir sig í þeirri stöðu að geta ein­fald­lega ekki mót­mælt. Óharðn­aður ung­lingur með fáa fylgj­endur fær óvið­eig­andi skila­boð frá eldri mann­eskju sem það lítur upp til, og hefur gaman að. Fyrsta svar við áreiti er kannski „hehe“ sem hinn túlkar sem jákvæða svör­un. Eftir full­mörg hehe finnst áreit­ara þetta ganga nokkuð vel og gengur lengra og þá eru ekki allir í þeirri stöðu að geta svarað fullum hálsi „HEY­HEY NEI NÚ HÆTTIR ÞÚ DÓNA­KALL,“ þrátt fyrir að lykla­borð og skjáir skilji að.

Gefum okkur það að hver einn og ein­asti maður sem subtweet­aður var hafi allir verið að hrósa, verið að kynn­ast nýjum vinum í inter­netheimum eða ein­fald­lega bara að grína, en það þýðir að alvöru creep-in sem voru í alvöru að áreita og vera ógeð sluppu sér­deilis vel með skrekk­inn í þetta sinn og lík­lega hafa all­margir verið á hjúk­ket­inu fram eftir nóttu að þeir lentu ekki í storm­in­um. 

Það er óþol­andi að áreiti sé dag­legt brauð hjá stórum hópi fólks. List­inn sem ég taldi upp hér að ofan: Hann er full­ur, hann er að grínast; er ósjálf­ráður mekk­an­ismi til að eiga við þetta. Það er munur á því að sýna fólki áhuga, það er reyna við það, og vera óvið­eig­andi. Ef fólk lendir ítrekað í því að fólk er að mis­skilja hrósin manns og góð­vild, er þá spurn­ing um að skoða þetta ein­stefnu sam­skipta­munstur? 

Og aðeins meira inter­net. Oh-ó-Óttar tjáði sig og gerði lítið úr hrelliklámi, en hann var feng­inn í útvarps­við­tal til að tjá sig um af hverju menn senda typpa­mynd­ir. Hrelliklám er alvöru vanda­mál. Að halda því fram að konur eigi að vita bet­ur, að sam­bönd súrni og þá sé eðli­leg­asti hlutur í heimi að myndir teknar í trausti fari á flakk er svo gam­al­dags hugs­un­ar­háttur að ég velti því fyrir mér hvort inni í þessum ritúal sé að kær­asti spyrji ekki örugg­lega föður stúlkunnar hvort það sé ekki í lagi að hann taki nekt­ar­mynd af henni.

Þarna er ekki aðeins verið að halda því fram að gagn­kyn­hneigðar konur séu naut­heimskar, heldur er því haldið fram að karl­menn séu all­ir, hver einn og ein­asti með skít­legt eðli. Og fyr­ir­gefðu, Óttar minn, þið eruð ekki allir ógeð. Lang­flestir ykkar eru kær­leiks­birnir í manns­mynd. 

Og svo var ég svo­leiðis alveg viss að Jón Bald­vin hefði verið feng­inn í Silfrið til að tjá sig í fram­haldi af þessum twitt­er­stormi um það þegar hrós­skila­boð sem maður sendir eru mistúlkuð sem við­bjóð­ur. Eða eitt­hvað.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None