Auglýsing

Ískald­ur, næð­andi vind­ur­inn leikur sér fyrir utan glugg­ann á meðan ég sit vafin í eitt­hvað sem getur ekki ákveðið sig hvort sé teppi eða sjal. Það er ótrú­legt hvað maður fer að sakna hluta sem maður hafði ekki hug­mynd um að hefðu áhrif á mann eða jafn­vel fóru í taug­arnar á manni um leið og maður er án þeirra. Hvað mig varðar fór ég að sakna íslenska veð­urs­ins þegar ég var tvær vikur á jóga­setri á Costa Rica. 

Nú gætuð þið dregið þá ályktun að ég sé ofdekruð prinsessa sem hrein­lega kann ekki gott að meta og vissu­lega hefðuð þið rétt fyrir ykk­ur. En í þetta sinn er sagan að minnsta kosti örlítið flókn­ari. Sjáið til ég er ekki bara ofdekruð prinsessa sem hrein­lega kann ekki gott að meta, ég er líka óvenju hvat­vís og fífldjörf í orðum en algjör heigull þegar að hólm­inum er kom­ið. 

Ég hafði verið á hött­unum eftir nýjum ævin­týrum þar sem þau síð­ustu höfðu ekki farið svo vel; au pair í Sviss í heila tvo mán­uði áður en ég flúði aftur heim, róm­an­tískt frí til Prag með kærast­anum sem ég svo dömp­aði stuttu eftir að við komum heim, fjöl­skyldu­ferð til Flór­ída þar sem ég var allan tím­ann í sím­anum við fyrr­ver­andi kærast­ann að biðja hann um að byrja aftur með mér (sem hann gerði og ég dömp­aði honum svo aft­ur). Nýbúin að harka af mér þriggja ára háskóla­nám í grein sem ég þoldi ekki var ég því reiðu­búin að hrista af mér álögin og fara loks­ins í ferða­lag sem myndi vera skemmti­legt.

Auglýsing

Í trú­girni minni sá ég full­komna fríið í hill­ing­um; dekur á strönd­inni, hlýja gol­una við Kyrra­haf­ið, og jógað að sjálf­sögðu. Ég sem hafði aldrei á ævi minni stundað jóga ákvað að fara í tveggja vikna þrek­búðir í iðkun sem ég hafði nákvæm­lega enga þjálfun í. Mér var sagt að matar­æðið yrði að öllum lík­indum létt­ara en ég væri vön en lét það sem vind um eyru þjóta. Ég á það nefni­lega til að draga úr alvar­leika óþægi­legra stað­reynda og láta eins og allt sé í lagi þangað til ég spring. Hérna er örugg­lega góð tíma­setn­ing að minn­ast á það að BS-gráðan sem ég lauk var í sál­fræð­i. 

Eftir langt ferða­leg komst ég loks á setr­ið. Sjó­inn var hvergi að sjá. Engin strönd, bara gam­alt, fúið hús inn í agn­arsmáum bæ með lélegri netteng­ingu og engu heitu vatni. Hvað varðar jógað voru allir á svæð­inu nema ég í fram­halds­kenn­ara­námi svo ég hafði í raun ekk­ert fyrir stafni nema að reyna að halda í við hóp­inn. 

Jóga er afar and­lega þenkj­andi iðkun með mikla teng­ingu við trú­ar­brögð. Því legg ég til að allir þeir sem ætla sér að iðka jóga af svo mik­illi alvöru velti því fyrir sér hvort þeir séu yfir höfuð and­lega þenkj­andi eða með snefil af teng­ingu við trú­ar­brögð. Ég er hvor­ugt. Ég trúi ekki á orkuflæði, gyðj­ur, tákn­ræni til­vilj­ana eða að alheim­ur­inn sé að reyna að segja mér eitt­hvað. Fólk á víst erfitt með að sætta sig við til­vilj­anir en það er eng­inn að toga í streng­ina. Það er ekk­ert æðra plan. Við erum bara ein­hverjar líf­verur í stans­lausri til­vist­ar­kreppu sem lendum í alls konar aðstæðum oft út af engu sér­stöku. Upp­lífg­andi ekki satt? Ég er rosa­lega skemmti­leg í partý­um. 

Því sat ég í tvær vikur og beit í tung­una á mér þegar fólkið í kringum mig tal­aði um áhrif stjörnu­merkj­anna á per­sónu­leika þeirra og hvað erfða­breyttur matur væri að drepa okkur öll. Með fullri virð­ingu fyrir skoð­unum ann­arra þá miss­irðu allan rétt á að predika um skað­semi syk­urs á lík­amann á meðan þú keðjureykir sígar­ettur allan lið­langan dag­inn. Svo­leiðis heitir hræsni. Annað dæmi um slíkt er að for­síðu­myndin mín á Face­book er af mér að gera jóga­stöðu á strönd­inni við sól­set­ur. 

Á degi þrjú hafði ég und­ir­búið flótta­leið til fjöl­skyldu minnar í Kanada. Ég ætl­aði að breyta flug­inu mínu, strjúka af hippa­komm­ún­unni og vera í Ont­ario þangað til tími væri kom­inn að fara aftur til Íslands og ekki segja neinum að ég hefði gef­ist upp. Með hvatn­ingu vina og fjöl­skyldu ákvað ég þó að gefa þessu ævin­týri annan séns og reyna að halda það út. Og þá varð allt betra, ég varð snill­ingur í jóga og hug­leiðslu, sprakk út eins og blóm og allt varð dásam­legt. End­ir.  

Nei. 

Í stað­inn föst­uðum við til að hreinsa lík­amann og borð­uðum nán­ast ekki neitt í marga daga. En fastan kynti bara undir bræði minni. Eftir nokkra daga hrós­aði einn kenn­ar­inn mér fyrir hvað ég væri byrjuð að grenn­ast. Ég þakk­aði honum fyrir en sagði honum ekki frá því að það væri lík­leg­ast ekk­ert nema vatn og að það væri ekki skyn­sam­legt að borða svona lítið prótein á meðan maður stund­aði krefj­andi lík­ams­rækt í marga klukku­tíma á dag. Þegar líða tók á nýja megr­un­ar­kúr­inn minn fór ég að stel­ast út í búð eftir hvern hádeg­is­mat og kaupa snakk og kex sem ég át svo í laumi. Ég kom heim þyngri en ég fór út. 

Þegar ég fór heim lang­aði mig að gráta af gleði. Á leið­inni til baka að flug­vell­inum og þar með að mal­biki, sið­menn­ingu og kap­ít­al­isma taut­uðu ferða­langar mínir um illsku manns­ins gegn nátt­úr­inni á meðan mig lang­aði helst að kyssa flekk­ótta gang­stétt­inna og fara í hand­snyrt­ingu.

Þegar ég loks­ins var komin aftur á klak­ann var ég eitt stórt bros. Vind­ur­inn stakk mig inn að beini og ég var honum svo þakk­lát. Þessi ferð var ekk­ert nema pen­inga­só­un. En af illu má oft draga lær­dóm. Ég er reynsl­unni rík­ari og ætti nú að geta byrjað að segja nei við klikk­uðum hug­myndum sem ég hef ekki raun­veru­legan áhuga á í stað­inn fyrir að sann­færa sjálfa mig um að mér muni örugg­lega líða betur þegar ég er komin á stað­inn. Næsta ferða­lag sem ég sjálf skipu­legg verður upp í sum­ar­bú­stað með góða bók, allar Scrubs ser­í­urn­ar, dökkt súkkulaði, þægi­legar nátt­buxur og tvær ferða­töskur af snyrti­vör­u­m. 

Þannig já, ég er ofdekruð prinsessa sem kann ekki gott að meta. Nema ömur­lega, íslenska veðr­ið. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None