Auglýsing

Í auðn­inni við Kirkju­sand stendur mann­laus steypuklumpur sem eitt sinn var höf­uð­stöðvar eins stærsta banka lands­ins. Fyrir nokkrum árum var áætlað að byggja við, opna glæsi­legar nýjar höf­uð­stöðv­ar. Allt þar til að það fannst svo mikil mygla að það þurfti að flytja fölt og hóstandi starfs­fólk úr hús­inu. Mygla svo djúpt inni í steyp­unni að það var engin leið að bjarga því. Rotið inn að beini. Lát­ið.

Og það eina sem eftir stendur er líf­laus, flagn­andi, myglandi minn­ing um banka sem hulin er með 300 fer­metra blakt­andi lík­klæði í formi aug­lýs­ingar sem á stend­ur: „Ekki gef­ast upp. Það er hægt.”

Það er eitt­hvað ljóð­rænt við að ímynda sér að þessi daufdumba aug­lýs­inga­her­ferð hafi fæðst í deyj­andi húsi í skýi af svíf­andi sveppa­gró. Fólk mundi hata þetta aðeins minna ef bank­inn hefði eitt­hvað að segja, ein­hverju við að bæta. Í stað­inn reynir þessi risa­vaxna fjár­mála­stofnun að klæða sig í FUBU-­peysu og Dickies-buxur í mis­ráð­inn­i end­ur­gerð af „Never Been Kis­sed“ og þykj­ast tala við ungt fólk á jafn­ingja­grund­velli: „Þetta er ekk­ert mál krakk­ar, það eina sem við þurfum að gera er að spara bara smá. Ég er til dæmis að spara fyrir útborgun í nýjar höf­uð­stöðvar því að mínar eru rotnar að inn­an“. Það er auð­vitað alltaf heil­ræði að spara – svona frum­heil­ræði eins og að bursta tenn­urn­ar, taka lýsi og fara ekki svangur að versla. En þegar skila­boðin koma frá risa­vax­inni fjár­mála­stofnun hljóma þau frekar mjóróma og veiklu­leg – eins og bað­vörður að ráð­leggja ein­hverjum í ljósum logum að drekka bara meira vatn.

Auglýsing

Það eru næstum þrjú ár síðan ég skrif­aði um Gáma­kyn­slóð­ina. Þá var helsta von ungs fólks á sökkvandi hús­næð­is­mark­aði „að stafla upp not­uðum vörugámum í ein­hverju ódýru verk­smiðju­hverfi, skera á þá glugga og fylla af IKEA-hús­­gögn­um“. En það hlýtur margt að hafa breyst á þremur árum, er það ekki? Núna er góð­æri, ný rík­is­stjórn, Ólafur Ragnar er orð­inn sand­korn í eyði­mörk sög­unnar og Sig­mundi Davíð tókst að greiða efna­mestu fast­eigna­eig­endum lands­ins út 70 millj­arða króna fyr­ir­fram­greiddan arf í formi Leið­rétt­ing­ar­innar áður en hann var loks kall­aður aftur heim til plánet­unnar sinn­ar.

Fyrir þremur árum voru 800 náms­menn á biðlista eftir stúd­enta­í­búð, nú eru þeir tæp­lega 1200. Íbúða­lána­sjóður segir að það vanti 9000 íbúðir næstu þrjú árin til að anna eft­ir­spurn og á sama tíma er áætlað að fast­eigna­verð hækki um 40%, bara í ár. Auð­vitað eru engin ein­föld svör við þeim níu plágum Egypta­lands sem lagst hafa á hús­næð­is­mark­að­inn: Myglu, rott­umítl­um, ferða­mönn­um, GAMMA, sveit­ar­fé­lög­un­um, krón­unni, kap­ít­al­ism­an­um, verð­trygg­ing­unni og Finni Ing­ólfs­syni. Ein­hvern veg­inn er ábyrgðin samt alltaf okk­ar. Við eigum að vera dug­legri, fyr­ir­hyggju­sam­ari, skyn­sam­ari. Við eigum að eyða minna, neyta minna, vinna meira, spara meira. Síst af öllu eigum við að láta eins og hús­næð­is­vandi ungs fólks sé partur af stétta­bar­áttu. Að þetta sé mögu­lega kerf­is­lægt vanda­mál.

Mark­að­ur­inn sér um sig sjálf­an. Þetta jafn­ast allt út.
Ég veit ekki hvort við eigum að lesa of mikið í það að ráð­herra hús­næð­is­mála var í fyrra lífi for­maður Sam­taka atvinnu­lífs­ins og vildi þá meina að þyngsti myllu­steinn­inn utan um háls íslensku þjóð­ar­innar væru sturl­aðar kröfur lág­launa­fólks um mann­sæm­andi kjör. Ég reyndar öfunda hann ekki sér­stak­lega af því að vera vel­ferð­ar­rá­herra í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Síð­asti vel­ferð­ar­ráð­herra, Eygló Harð­ar­dótt­ir, eyddi nán­ast öllu síð­asta kjör­tíma­bili í að reyna að koma í gegn frum­vörpum um umbætur í hús­næð­is­mál­um. Þetta var allt kæft. Of dýrt. Of mikið inn­grip. Alveg þangað til að þessu var ýtt í gegn, útvötn­uðu og allt of sein­t. 

Mark­að­ur­inn sér um sig sjálf­an. Þetta jafn­ast allt út.

Auð­vitað er best að treysta bara einka­fram­tak­inu. Núna er til dæmis hægt freista þess að fá 95% lán hjá bygg­inga­fé­lagi athafna­manns­ins Sverris Eiríks­sonar sem meðal ann­ars hefur rekið blóm­lega starfs­manna­leigu, smá­lána­fyr­ir­tæki, veð­lána­fyr­ir­tæki, vasast eitt­hvað með dem­anta í Sierra Leone, selt Her­balife, keypt gull, unnið þjón­ustu­þrek­virki með Gömlu Smiðj­unni auk þess auð­vitað að bjóða öllum helstu Snapchat-­stjörn­um lands­ins í bröns í Þrast­ar­lundi. Svo er Ólafur Ólafs­son líka að hamra upp 330 íbúð­um. Bene­dikt Sveins­son keypti líka ræstirisann ISS þannig að það er hægt að borga föður for­sæt­is­ráð­herr­ans fyrir að þrífa þetta allt sam­an.

Við erum ­sem sag­t í öruggum hönd­um. Ekk­ert getur farið úrskeiðis hér.

Fram­lag alþjóð­lega stór­fyr­ir­tæk­is­ins IKEA er að byggja smá­í­búða­blokk fyrir starfs­fólkið sitt sem það getur leigt á hag­kvæmu, skand­in­av­ísku vel­ferð­ar­verði í full­kominni kap­ít­al­ískri osmósu at­vinnu- og einka­lífs. Í þeirri ver­öld eyðir maður deg­inum í að ráfa um full­kom­lega skipu­lagðar eft­ir­lík­ingar af sænskum skyn­sem­is­í­búðum að selja fólki HOKKÅ­SEN-­rúm­dýnur þangað til sólin sem maður sá aldrei sest og maður labbar yfir göt­una í tíu hæða nið­ur­hólfaða skjala­skáp­inn við hlið­ina á vinnu­staðn­um. Þar getur maður dagað uppi í chic 27 fer­­metra skand­in­a­v­ískri lík­­kistu í ein­hvers konar Garða­bæjareyði­mörk. Þar fer maður með kvöld­bæn­ina þar sem maður þakkar Ingvari Kamprad fyrir að leyfa manni að búa í svona hag­kvæmu og vel skipu­lögðu heim­ili og sofnar svo liggj­andi á HOKKÅ­SEN-­dýn­unni sinni dreym­andi kött­bullar og knäcker­bröd. Og maður má aldrei segja upp því að ann­ars er það bara í hakka­vél­ina á almenna leigu­mark­aðnum þar sem fólk þarf að troða sér fimm saman í ris­í­búð eins og það búi á háa­loft­inu hjá Önnu Frank.

Við erum samt öll frosin í hakka­vél­inni nú þeg­ar. Það er eins gott að ég elska kærust­una mína því að ég get aldrei nokkurn tím­ann hætt með henni – það er bara efna­hags­legur ómögu­leiki. Ég er hrúð­ur­karl á hennar lífi. Band­orm­ur­inn í iðrum til­veru henn­ar. Kannski er þetta upp­skriftin að hinum full­komna heimi – ver­öld þar sem ekk­ert breyt­ist. Eng­inn getur flutt, eng­inn getur selt, eng­inn getur stækkað við sig. Börn þurfa aldrei að horfa upp á for­eldra sína skilja og for­eldrar þurfa aldrei að horfa upp á börnin sín flytja að heim­an. Kyn­slóð í forma­líni

Annað hvort það eða berj­­ast til dauða um síð­ustu kjall­ara­hol­urnar í hung­­ur­­leikum yfir­­­stétt­­ar­innar á með­an Flór­ídaþrútnir Garð­bæ­ingar horfa á og láta létt­­klædda vika­­pilta mata sig með Costco-grill­uðum rot­is­s­erie-kjúklinga­lær­um.

Að minnsta kosti er Hanna Birna búin að segja af sér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None