Auglýsing

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum nýrrar könn­unar MMR telja tæp­lega 75% Íslend­inga lífið vera sann­gjarnt. Á meðan við bíðum eftir fyrstu tölum úr fátækra­hverfum Jakarta skulum við melta þetta aðeins. 75 pró­sent? Í alvöru? Þrír af fjórum? Hvernig getur það ver­ið? Var hringt í einn meðal­jón í Hlíð­unum og svo þrjá sem búa í sæl­gæt­is­húsi úti í skógi með enga vit­neskju um að það sé til annað fólk í heim­in­um? Nei, ókei, þegar ég skoða úrtakið betur þá er hér alls­konar fólk. ­Stjórn­endur og emb­ætt­is­menn, verka­fólk og náms­menn, vel stæð­ir, skít­blankir, íhalds­menn og mussu­komm­ar. Já já, þetta er öll flór­an, alla­vega sem finnst í þessu frið­sæla vel­ferð­ar­ríki. En auð­vitað er lífið ekk­ert sann­gjarnt og það er í raun ótrú­legt að ein­hverjum detti í hug að svara þeirri spurn­ingu ját­andi.

Það er mið­viku­dags­kvöld þegar þetta er skrifað og ég er búinn að vera í tæpa tvo mán­uði í feðra­or­lofi. Ég vakn­aði klukkan sjö í morg­un, gaf börnum að borða, keyrði annað í leik­skóla og fór með hitt í sund. Fínn dagur framan af, en um þrjúleytið fór að halla undan fæti. Yngri dreng­ur­inn var eitt­hvað óhress og ákvað að draga mig niður í svaðið með sér. Hann er að vísu ekki nema tæp­lega eins og hálfs árs en þegar hann leggur sig fram tekst honum að hleypa heim­il­inu í álíka upp­nám og ef hann væri fimm­tugur dag­drykkju­mað­ur. Þarna var verð­andi eig­in­kona mín farin á kvöld­vakt og ég þurfti að sitja á strák mín­um, ekki bók­staf­lega, þó það hefði vissu­lega leyst vand­ann tíma­bund­ið, heldur þurfti ég að þrauka til klukkan sjö án þess að drekkja mér í eld­hús­vask­in­um. Þessar fjórar klukku­stundir eru í hálf­gerðri móðu, en mig rámar í tölu­vert af væli, eina eða tvær kúka­bleiur og vanillu­skyr þrifið úr auga. Sá eldri var með­færi­legri, enda orð­inn fjög­urra ára, en ég við­ur­kenni að helst lang­aði mig að til­kynna honum að ég væri far­inn í verk­fall. „Heyrðu, ég er far­inn á bar­inn. Mundu að bursta.“

Ég gerði að sjálf­sögðu ekk­ert slíkt og að lokum voru þeir báðir sofn­að­ir. Augna­blikið þegar ég sett­ist loks­ins niður í stof­unni var besta stund dags­ins. Jú, ég var kom­inn með smá hita­vellu og bein­verki, en það var alla­vega þögn. Dýrð sé Guði í upp­hæð­um! Augna­blikið varði þó ekki lengi, þar sem ég mundi allt í einu eftir því að ég ætti að skila pistli á mið­nætti. „Ok, ég þarf alla­vega ekki að standa upp,“ hugs­aði ég og hófst handa við að skrifa, en mundi þá einnig að þvotta­vélin hefði lokið sér af hálf­tíma áður. Hér sit ég enn, klukku­tíma síðar og það er ekki fræði­legur mögu­leiki að ég sé að fara að hengja upp úr þess­ari vél. Þá verð ég bara í dragúldnum stutt­erma­bolum þar til í næstu viku. Ég er í feðra­or­lofi og þarf ekki að hitta neinn frekar en ég vil.

Auglýsing

En ef ein­hver spjátr­ungur hjá MMR myndi hringja í mig núna og spyrja mig hvort mér þætti lífið sann­gjarnt myndi ég skella á hann. Ég er búinn að vera ógeðs­lega dug­legur und­an­far­ið. Braut niður heilan vegg í eld­hús­inu, þvoði bíl­inn hátt og lágt, keypti blóm á mæðra­dag­inn og ég veit ekki hvað og hvað. Ef lífið væri sann­gjarnt hefði það launað mér þetta með ein­hverjum hætti. En nei, ég upp­skar bein­verki, pirruð börn og mygluð föt.

Ég er þó þakk­látur fyrir það að eiga þessi föt, því sumir eiga eng­in. Svo eru það aðrir sem vinna nán­ast kaup­laust við að sauma mín föt. Það er langt frá því að vera sann­gjarnt. Ég á líka þessi dásam­legu börn, sem eru ógeðs­lega fyndin og klár, já og almennt auð­veld í umgengni, þrátt fyrir einn og einn dag eins og þenn­an. Sumir eiga leið­in­leg börn, ófyndin og heimsk. Aðrir áttu börn en eiga þau ekki leng­ur. Það er mjög ósann­gjarnt. Á meðan sit ég hérna í upp­hit­aðri íbúð, í feðra­or­lofi, kvart­andi og kvein­andi. Ég fæ meira að segja borgað fyrir það.

For­eldrar okkar fengu Bítl­ana en við fengum Kid Rock. Biggie er dáinn en Breivik lif­ir. Spán­verjar fengu sól­ina en við slabb­ið. Sumir eru hávaxn­ir, grannir og glæsi­leg­ir, aðrir eru litlir, feitir og rauð­hærðir með exem. Óhæfir karl­menn á ofur­launum ráða öllu, konur þurfa að sætta sig við lægra kaup og að láta káfa á sér. Sýr­lend­ingar þurfa að díla við Assad og ISIS á meðan annar hver Norð­maður hefur unnið í Vík­inga­lottói. Á morgun verð ég von­andi búinn að jafna mig á bein­verkj­un­um. En á morgun deyja líka ein­hverjir úr holds­veiki, hungri og ræpu.

Sann­gjarnt?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði