Auglýsing

Mikið er ég glaður að verk­falli lækna sé lok­ið. Ég er búinn að vera svo hræddur um að veikj­ast að ég þorði ekki einu sinni að faðma mína eigin móður um jólin því mér fannst hún eitt­hvað veiklu­leg. Þetta kemur reyndar pínu­lítið á óvart af því það er varla vika síðan fjár­mála­ráð­herra var mættur í frétt­irnar – svo gallsúr að ég þurfti að lækka í sjón­varp­inu til að finna ekki lykt­ina af honum – að dylgja um meinta græðgi þess­ara elítu­lækna sem hann vildi meina að væru að maka hver annan upp úr trufflu­olíu og drekka Dom Perignon úr nas­hyrn­ings­horn­um.

Mín upp­lifun af því að hafa búið með lækni er reyndar sú að þegar þeir eru ekki að vinna á dag­inn, kvöld­in, næt­urnar eða ein­hverja skelfi­lega blöndu af þessu þrennu þá eru þeir fyrst og fremst sitj­andi með stríðs­hrjáð all­ir-í-bát­ana augna­ráð eða sof­andi í fimm fer­metra her­bergi í nokkrar klukku­stund­ir, lík­lega dreym­andi norskt fjarða­loft og sænska lerk­i­sveppi, til þess eins að vakna við vekjara­klukku sem hljómar eins og loft­varn­ar­lúður og hefja þetta ferli allt upp á nýtt.

Eftir þetta við­tal hefur ein­hver úr samn­inga­nefnd­inni lík­lega sett haus­poka yfir Bjarna, troðið honum í fjólu­bláan Abercrombie & Fitch-­skíða­galla og sent hann með sjúkra­flugi beint í sviss­nesku alpana svo hægt væri að klára þetta mál. Á meðan á öllu þessu stóð var Krist­ján Þór Júl­í­us­son svo hinum megin við göt­una með gervi­gler­augu með áföstu nefi og yfir­vara­skeggi að fylgj­ast með í gegn um tvö útklippt göt á dag­blaði sem hann þótt­ist vera að lesa, von­andi að eng­inn myndi muna að hann væri ennþá heil­brigð­is­ráð­herra.

Auglýsing

Öfga­menn í leið­indum



Vöfflu­járnið var varla kólnað hjá rík­is­sátta­semj­ara þegar umræðan var komin á fyr­ir­sjá­an­legar og hræði­legar slóð­ir. Karl Garð­ar­son, öfga­maður í leið­ind­um, greip þennan þvala bolta á lofti og hróp­aði að nú myndu fleiri stéttir vilja bita af kök­unni, verð­bólgu­draug­ur­inn yrði særður úr gröf sinni og enda­lok hins marg­um­rædda stöð­ug­leika, og lík­lega heims­ins alls, væru yfir­vof­andi.

Þetta er svo sem ekk­ert nýtt. Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafa gert það að árlegum sið að gefa út klám­fengið mynd­band þar sem lit­ríkar teikn­mynda­fígúrur tala við almenn­ing eins og hann sé greind­ar­skertur um það af hverju það sé öllum fyrir bestu að lág­launa­stéttir haldi áfram að vera fátæk­ar. Það verða allir að taka höndum saman og við­halda þeim árangri í stöð­ug­leika sem náðst hefur síð­ustu ár. Seðla­banka­stjóri tekur í sama streng og auð­vitað fjár­mála­ráð­herra líka. Hinn heilaga stöð­ug­leika ber að vernda líkt og biskup sjálfur hafi blessað hann. Ég hef reyndar aldrei skilið af hverju það eru lægstu stétt­irnar sem þurfa að halda uppi þessum valta Jenga-turni sem hag­kerfið virð­ist vera. Það virð­ist samt engu skipta hversu mikið af anda­fitu efri þrepin troða í sig – það ógnar engum stöð­ug­leika – en um leið og skúr­inga­kona á Akra­nesi biður um meira en 2,8% hækkun á 214.000 krón­urnar sínar þá leggjast allar plágur Egypta­lands á okk­ur. Þetta er stöð­ug­leiki eins og beina­berir leggir á erítreskum þræl sem heldur uppi akfeitum róm­verskum hedónista sem er sífellt að skamma hann fyrir að standa ekki í lapp­irn­ar; kerfi sem stendur og fellur með því að verka­fólk hafi engar ráða­stöf­un­ar­tekjur er fúnda­mentallí galið.

Nu-Skin stór­lax og pakka­væddur heil­brigð­is­rekstur



Það er þessi hug­mynda­fræði sem er ástæðan fyrir því að bar­átt­unni um heil­brigð­is­kerf­ið, og í raun vel­ferð­ar­kerfið allt, er hvergi nærri lok­ið. Þvert á móti eru sífellt fleiri sem þykj­ast finna nálykt­ina í loft­inu og sleikja út um. Á árs­fundi áður­nefndra Sam­taka atvinnu­lífs­ins hélt Ásdís Halla Braga­dótt­ir, Nu Skin-stór­lax, fyrrum bæj­ar­stjóri Garða­bæjar og núver­andi fröm­uður í gróða á gömlu fólki, þrum­andi ræðu um hvernig Ísland væri heims­met­hafi í mið­stýr­ingu, hvernig ein­okun íslenska rík­is­ins væri eins og kúbversk vind­la­fram­leiðsla og að Albanía væri ljósárum á undan okkur í val­frelsi í heil­brigð­is­rekstri og tók þar sér­stak­lega dæmi um hvernig verð­andi albanskir for­eldrar gætu valið milli gull­pakka, silf­ur­pakka og hefð­bund­ins pakka þegar kæmi að fæð­ing­ar­þjón­ustu.

Þetta er auð­vitað stór­góð hug­mynd sem auð­velt væri að yfir­færa á íslenskt fyr­ir­mynda­sam­fé­lag fram­tíð­ar­inn­ar. Ímyndið ykkur hvít­tennta og bros­andi for­eldra ganga út af einka­rekna spít­al­anum með Nu Skin-raka­kremsmurðan hvít­voð­ung vaf­inn inn í kasmír­teppi tott­andi ergónó­mískt snuð úr hágæða nátt­úru­legum trefja­efnum – allt í boði gull­pakk­ans. Ef þú ert ekki með alveg jafn­mikið á milli hand­anna, eða bara að spara fyrir nýjum iPho­ne, get­urðu alltaf valið silf­ur­pakk­ann sem er alveg fínn líka. Hann gefur manni sex tíma náð­uga legu í sjúkra­rúmi en öll börn eru tekin með sog­klukku til þess að spara tíma og auka fram­leiðni. For­eldrar bera sjálfir ábyrgð á öllum þrif­um. Svo ef þú ert með 214.000 krónur í grunn­laun á mán­uði hef­urðu lík­lega bara efni á venju­lega pakk­anum – en í honum færðu heimsendan kassa með spritt­brúsa, spegli og sauð­burð­ar­töng.

Svo er algjör óþarfi að binda sig við þrjá pakka. Það væri til dæmis hægt að bæta við fjöl­skyldu­pakk­anum þar sem þú færð allt sem er í gull­pakk­anum auk bein­merg­s­skipta fyrir einn fjöl­skyldu­með­lim að eigin vali og amma gamla hoppar upp hjarta­þræð­ing­ar­list­ann. Svo þegar einka­rekna heilsuparadísin rennur óum­flýj­an­lega saman við 365 miðla og VÍS þá verður hægt að fá trölla­pakk­ann þar sem þú færð allt sem er í gull- og fjöl­skyldu­pökk­un­um, Krakka­stöð­ina, Enska bolt­ann, eld­fjalla­trygg­ingu, 15 insúl­ín­sprautur á mán­uði fyrir litla syk­ur­sjúk­ling­inn á heim­il­inu, 100 fríar mín­útur í alla heima­síma og prest til þess að syngja ömmu ofan í flú­or­meng­aða mold­ina. Það er nefni­lega svo mik­il­vægt í sið­mennt­uðu sam­fé­lagi að hafa val um það á hvern hátt þú lætur svindla á þér.

Núna verð ég að hætta áður en þetta verður svo langt að Egg­ert Skúla­son skilur þetta ekki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None