Auglýsing

Á þriðju­dag­inn voru slétt tíu ár síðan ég vakn­aði á hót­el­her­bergi rétt hjá Tavistock Squ­are í London við mik­inn hvell. Hót­elið stóð við Upper Woburn Place og við pabbi deildum her­bergi sem vís­aði frá göt­unni. Þetta var fyrsti morg­unn­inn okkar í sjö daga fríi, klukkan var 9:47 og pabbi var auð­vitað löngu vakn­að­ur.

Þótt hvell­ur­inn hefði verið svo mik­ill að húsið nötr­aði kipptum við okkur svo sem ekki of mikið upp við hann – ræddum stutt­lega að kannski hefði þetta bara verið árekstur og hljóm­burð­ur­inn í hús­inu og hverf­inu öllu svona sér­stak­ur. Ég lok­aði aug­unum aftur og lét nægja að byrja að hugsa um að fara á fætur eins og maður gerir þegar maður er tví­tug­ur.

Eftir örfáar mín­útur var bankað á her­berg­is­dyrn­ar. Fyrir utan stóð litla systir mín, sem gisti með systur sinni og mömmu í her­bergi hinum megin í hús­inu, með glugga út að Upper Woburn Place. Hún sagði okkur að koma strax, eitt­hvað hefði ger­st, og sner­ist á hæli. Ég dæsti en reif mig á lappir og í föt, enn sann­færður um að í versta falli hefði orðið harður árekst­ur.

Auglýsing

Í hinu her­berg­inu stóð kvenna­armur fjöl­skyld­unnar við glugg­ann og starði út á eitt­hvað sem var erfitt að greina, hrúgald í um það bil 50 metra fjar­lægð sem leit ekki út eins og neitt sér­stakt – vin­sælasta til­gátan var að þetta væri stærðar vinnu­pallur sem hefði hrunið en það kom ekki heim og saman við hvell­inn. Fólk var farið að drífa að og safn­ast í dágóðan áhorf­enda­sk­ara og sírenus­in­fón­ían varð sífellt hávær­ari.

Fljótt varð ljóst að vanga­velt­urnar mundu litlu skila og í stað­inn var ákveðið að ég skyldi fara niður á götu og kanna mál­ið. Á stiga­pall­inum fyrir utan hót­elið vatt ég mér beint upp að mjög stórum og óárenni­legum manni í hlýra­bol sem ég hefði undir venju­legum kring­um­stæðum forð­ast að nálgast, en ég var greini­lega far­inn að skynja að þetta væru ekki venju­legar kring­um­stæð­ur. Ég spurði hvað hefði gerst og fékk kjarn­yrt svar: „The bus just f**k­ing blew up, man.“

Ég spurði hvað hefði gerst og fékk kjarn­yrt svar: „The bus just f**k­ing blew up, man.“


Tjöldin dregin fyrir



Ég spurði einskis frekar, fór aftur upp á her­bergi og næstu klukku­tím­ana skýrð­ust málin fyrir okkur hægt og rólega. Við byrj­uðum að taka eftir slas­aða og lim­lesta fólk­inu sem lá og sat og göt­unni og gang­stétt­inni umhverfis stræt­is­vagns­flakið og beið eftir aðstoð og lét svo gera að sér á staðn­um, þótt­umst greina lík hér og þar og fengum þann grun síðar stað­festan þegar farið var að breiða yfir þau lök.

Við kveiktum á sjón­varp­inu og fréttum þar af fleiri spreng­ingum í neð­an­jarð­ar­lestum um alla borg, mamma og pabbi byrj­uðu að velta fyrir sér hvort við ættum að slaufa ferða­lag­inu, í raun áður en það hæf­ist, og fara aftur heim. Okkur var bannað að yfir­gefa hót­elið í nokkrar klukku­stundir á meðan rann­sókn­arteymi athafn­aði sig um allt hús og þegar okkur var loks­ins skipað út var það með þeim fyr­ir­vara að alls óvíst væri hvenær við mættum snúa þangað aft­ur.

Við heim­sóttum áfalla­hjálp­ar­mið­stöð sem hafði verið komið upp í kirkju í grennd­inni, meira af því að við áttum leið hjá en að yfir­lögðu ráði – systur mínar voru vissu­lega óró­leg­ar, mamma og pabbi ekki síð­ur, aðal­lega þeirra vegna, en ég var far­inn að hafa áhyggjur af því að ég væri sík­ópati, svo lítið fannst mér atburðir morg­uns­ins hafa hreyft við mér til­finn­inga­lega; mér fannst sér­stak­lega frá­leit sú hug­mynd að hætta við ferð­ina, þetta þyrfti varla að hafa svo mikil áhrif á hana. Í kirkj­unni var alls konar fólk – af alls konar trú­ar­brögðum – og flest merki­lega yfir­veg­að.

Eftir að hafa reynt okkar besta til að vera túristar þennan dag, þegar sam­göngur voru lamað­ar, hálf borgin girt af en þó merki­lega mikið af þjón­ustu­stöðum enn opn­ir, fengum við loks­ins að fara aftur heim á hótel um eitt­leytið eftir mið­nætti. Rykið hafði sest og afleið­ing­arnar skýr­st: 52 almennir borg­arar höfðu lát­ist í árás­un­um, þar af 19 í vagn­inum fyrir utan glugg­ann okk­ar. Yfir 700 særð­ust.

Rykið hafði sest og afleið­ing­arnar skýr­st: 52 almennir borg­arar höfðu lát­ist í árás­un­um, þar af 19 í vagn­inum fyrir utan glugg­ann okk­ar. Yfir 700 særðust.

Við ákváðum að vera úti og ljúka ferð­inni, alla vik­una þurftum við lög­reglu­fylgd eftir kráku­stígum inn og út úr göt­unni sem hafði verið lokað og hún falin frá umheim­inum með him­in­háum tjöldum þvert yfir hana í báða enda. Næstu daga voru menn í hvítum hlífð­ar­göllum við störf í strætó­inum og dinglandi utan á glugg­unum okkar og hús­unum í kring með flísa­tangir mund­að­ar. Ég veit ekki að hverju þeir voru að leita.

Enn springur



Ég er ekki bara að rifja þetta upp vegna þess að það eru tíu ár síðan þetta gerð­ist, heldur vegna þess að það er margt sem mér finnst áþekkt með atburð­unum þennan dag og umræð­unni sem sitj­andi rík­is­stjórn þarf að þola.

For­sæt­is­ráð­herra tal­aði um loft­árásir í upp­hafi kjör­tíma­bils, sem var gott og lýsandi orð fyrir aðfar­irnar fram að því, enda auð­velt að sjá fyrir sér stjórn­ar­liða og fylg­is­menn þeirra bein­línis bombarder­aða með gagn­rýni þannig að eftir lægi sárt hör­und þeirra eins og hrá­viði um hinn póli­tíska víg­völl, alls ekki ósvipað sund­ur­tættum lík­ams­leifum írakskra barna og brúð­kaups­gesta eftir sprengjuregn af himnum ofan úr ómönn­uðum drón­um.

En orðið loft­árásir nær bara ekki utan um allt það sem for­sæt­is­ráð­herra og hans sam­flokks- og með­stjórn­ar­fólk hefur mátt sitja undir – til þess þarf almenn­ara orð, eins og sprengjuárásir.

En orðið loft­árásir nær bara ekki utan um allt það sem for­sæt­is­ráð­herra og hans sam­flokks- og með­stjórn­ar­fólk hefur mátt sitja undir – til þess þarf almenn­ara orð, eins og sprengju­árás­ir. Þetta kom til dæmis í ljós þegar ráð­herr­ann benti á það í kjall­ara­grein í Frétta­blað­inu í síð­ustu viku að þar kæm­ist eig­in­lega eng­inn að með skoð­anir sínar nema þeir sem hefðu horn í síðu hans – meira að segja hefðu tveir „herská­ir“ full­trúar stjórn­ar­and­stöð­unnar ráð­ist að honum og hans fólki í rit­stjórn­ar­dálkum degi áður.

Það voru engar loft­árásir heldur er nær að orða það sem svo að þar hafi fjand­menn for­sæt­is­ráð­herra og góðra verka laumað sér inn á hinn hlut­lausa vett­vang sem Frétta­blaðið er eða ætti að vera – það má jú segja að blaðið aki um stræti íslenskrar þjóð­fé­lags­um­ræðu eins og tveggja hæða almenn­ings­vagn í stór­borg – komið sér þar fyrir innan um granda­lausa far­þega og BÚMM! Póli­tískt aflim­uðum stjórn­ar­liðum blæðir fylgi fyrir allra aug­um.

Og eins og Karl Garð­ars­son kom orðum að svo full­kom­lega þá þarf for­sæt­is­ráð­herra auk þess að sæta ein­elti og „hat­ursum­ræðu“ sem mér finnst raunar helst jafn­ast við þá sem hefur beinst að múslimum í hinum vest­ræna heimi og víðar sam­hliða upp­gangi hryðju­verka­hópa. Hvert hnjóðs­yrði um verk rík­is­stjórn­ar­innar er afsag­aður svíns­haus sem van­helgar moskulóð hugar hans.

En kannski er þetta ekki sam­bæri­legt. Miðað við still­ing­una sem fólkið í kirkj­unni í London sýndi hlýtur ástandið hér að vera öllu verra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None