Upplifun Kolvetnistvífætlings

Auglýsing

Stundum líður mér eins og ég sé bara nýjasti far­þeg­inn í far­ar­tæk­inu sem er þessi lík­ami minn. Kol­vetnist­ví­fæt­lingur af teg­und mannapa sem er 198cm á hæð rauð­hærður með krullur og kall­aður Bragi Páll. Ég sé minn­ingar mínar eins og dofn­aðar ljós­myndir úr bók sem ég held ég hafi lesið einusinni. Eins og þær til­heyri öðru til­veru­stigi. Ég upp­lifi mjög litla teng­inu við gamlar sögur sem sagðar eru af mér. Þetta gætu alveg eins verið sögur af annarri mann­eskju frá öðru landi. Það eina er að ég hef heyrt þær svo oft, og þær inni­halda per­sónu sem ber sama nafn og ég. Þetta var ekki ég. Núna er ég ein­hver ann­ar. Ég er eng­inn stofn. Ég er trjá­grein. Ekki línu­leg mann­eskja. Ég er í tætl­um.

***



Heim­ur­inn þar sem til er gott og vont, svart­hvítt fólk er heimur ein­faldrar ímynd­un­ar. Þetta er allt grátt. Mis­grátt. Þú heldur kannski að þú sért frá­bær­lega góð mann­eskja, og þú ert það, en á nákvæm­lega sama tíma alls ekki. Þér finnst þú kannski vera von­laus og gagns­laus og ert bara að velta því fyrir þér hvernig sé skil­virkast að drepa þig, en einnig það er mis­skiln­ing­ur. Aðeins upp­lif­un. Við erum öll grá. Þú ert frá­bær og von­laus, en sjálfs­mynd þín hefur nán­ast engin áhrif á upp­lifun ann­ara. Þú ert full­komin vera en sam­tímis alls ekki sú sem þú telur þig vera.

Við erum gjörðir okk­ar. Hvort sem þú telur þig galla­lausan dýr­ling eða rétt­dræpan aum­ingja. Skiptir ekki máli. Það eina sem skiptir máli eru gjörð­ir. Við erum orðin sem koma út úr munn­inum á okk­ur. Hlut­irnir sem hend­urnar á okkur gera. Allt og sumt. Sjálfs­mynd þín kemur ekki inn í þetta. Mér finnst ég frá­bær þjóð­fé­lags­þegn, góður við dýr og börn. En ef það er stöðugt vesen á mér - hvort sem ég er á galeið­unni að setja hnef­ann á mér í and­litið á grun­lausu fólki eða að nota völd mín til að mis­muna fólki eftir stéttum eða með háværar nei­kvæðar skoð­anir á minni­hluta­hóp­um, þá getum við verið sam­mála um að lík­lega er upp­lifunin af hinum góða mér ekki í sam­ræmi við raun­veru­leik­ann.



Ég heyrði einu sinni eldri mann tala um að í mörg ár upp­lifði hann sig aftengdan öðru fólki. Öðru­megin var hann. Hinumegin allir aðr­ir. Svo sagði hann að lífið hefði smám saman ger­st, og að hann hefði fengið að sjá sam­heng­ið. Í öllu. Að eng­inn væri ótengdur öðrum, sama hvað ger­ist. Svo sagði hann þessa fal­legu setn­ingu. Mörg and­lit á ein­um. Það er eitt að átta sig á því að við séum öll ein heild, að allt líf sé eitt, en að lifa í þeirri upp­lifun, það hlýtur að vera himna­ríki. Að fá að taka á móti hverjum degi vit­andi að við erum öll bara mörg and­lit á ein­um. Dásam­legt.



Svo virð­ist vera að mjög sér­stakar aðstæð­ur, t.d. það að alast upp í öfga­fullum vellyst­ing­um, geti valdið því að sumt fólk verður ófært um að tengj­ast upp­lif­unum ann­arra. Að í svo langan tíma hafir þú séð heim­inn með mun dýr­ari gler­augum en allir aðr­ir, og að það brengli sýn þína á þá sem lifa öðru­vísi en þú. Skekki hana.

Kannski fer þér að finn­ast bara allt í góðu að þú hafir það mun betra en flest­ir. Kannski ferðu að sækj­ast eftir völd­um, og notar þau svo til þess að tryggja það að þú og þínir munið nú örugg­lega ekki líða skort á næst­unni. Kannski verður brengl­unin svo mikil að þér finnst þú ein­fald­lega eiga rétt á stærstu sneið­inni. (En þú bara mátt ekki segja það ;)) Áður en þú veist af ertu svo far­inn að skamma þá sem raun­veru­lega hafa það verra en þú. Fyrir það eitt að vilja líka sneið. Firrt­ur. Far­inn að þjóna ein­ungis þínum eigin sjálfselsku hags­mun­um. Til í að segja hvað sem er til þess að verja þá. Jafn­vel á kostnað sann­leik­ans.

Auglýsing

***



Rétt­læti er sam­komu­lag. Handa­hófs­kennt. Til­raun til að strauja blóðið úr.

Rétt­læti er sveigj­an­legt. Breyti­legt. Voga­skálar sem við reynum blind­andi að jafna út í myrkri. Rétt­læti er kennd. Sem kemur eft­irá. Fljót­andi.

Rétt­læti er eitt­hvað sem ég veit ekki alveg hvað er en ég veit ég er að horfa á eitt­hvað ann­að.

***



Allar upp­lif­anir eru jafn rétt­há­ar. Engin upp­lifun sann­ari en önn­ur. Svo getum við reynt að hafa áhrif á upp­lif­anir fólks með því að blanda okkur inn í þær á ein­hvern hátt. Okkur finnst kannski á okkur brotið og bendum á það. Þá segir e.t.v. fólkið sem er að brjóta á okkur að ekk­ert brot sé að eiga sér stað. Það fólk á hugs­an­lega hags­muna að gæta og segir því að öll nei­kvæð umræða sé bara nið­ur­rif og áróður orsakað af ann­ar­legum hvötum.

Það er stöðugt verið að segja okkur hvernig við eigum að upp­lifa heim­inn. Per­sónu­lega hef ég haft mest gaman að því að taka engu trú­an­legu nema því sem ég get sann­reynt sjálf­ur. Ef ég sé órétt­læti þá segi ég SVINDL. Og ef við sjáum saddasta fólkið skera stærstu sneið­ina handa sér og sínum ættum við kannski að biðja þau að hlusta á garna­gaulið í okkur hin­um.

***



Ég elska að vera til. Ég hlakka til að fá að upp­lifa alla þá hluti sem þessi blanda af skrokk og heila með þessar skoð­anir og skil­yrð­ingu mun ganga í gegn­um. Ég er alveg sáttur við að vera far­þegi í eigin lík­ama. Fylgj­ast með okkur öllum lifa okkar full­komnu lífum í takt við ten­ing­ana sem alheim­ur­inn hefur kastað.

Ég hef oft upp­lifað mig sem mann­eskju sem þegir þegar hún sér órétt­læti. Kannski vegna þess að ég hef ekki viljað blanda mér í deilur sem ég hef ekki vit á. Kannski út af leti. Ég veit það ekki. Þessi miss­erin virð­ist ég hins­vegar vera mann­eskja sem lætur í sér heyra þegar hún sér eitt­hvað brot­ið. Og akkúrat núna er mjög margt brot­ið. Og ef þú ert að upp­lifa eitt­hvað svipað þá þarft þú líka að láta í þér heyra. Það eina sem órétt­lætið þarf til að blómstra er að vera vökvað með aðgerð­ar­leysi.

***



Við erum ekki fasti. Við erum trjá­grein­ar. Vöxum sam­an.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjaftæði
None