ÚTSÝNIÐ ÚR FÍLABEINSTURNINUM

Pistlasafn Hrafns Jónssonar á bók í útgáfu Kjarnans

Útsýnið úr fílabeinsturninum

Útsýnið úr fílabeinsturninum

Í ljósi þess að byltingarsinnuð stjórnmálaöfl eru að ná til sín völdum út um allan heim þá gæti verið glundroði fram undan. Ekki er hægt að treysta því að internetið verði hér til frambúðar. Þess vegna var nauðsynlegt að koma öllum skrifum Hrafns í bók. Betri vitnisburð um það ofsalega skrýtna kjörtímabil sem nú er nýliðið er ekki hægt að finna og nauðsynlegt er að sá vitnisburður sé geymdur á prenti á Landsbókasafninu. Og í bókahillum allra heimila landsins sem vilja láta taka sig alvarlega.


„Játning: Ég fyllist iðulega rit-öfund þegar ég les pistlana eftir Hrafn Jónsson á Kjarnanum.“

Sif Sigmarsdóttir, rithöfundur

„Hrafn Jónsson kvikmyndagerðarmaður. Ætti samt frekar að vera Hrafn Jónsson rithöfundur. Svona texti, svona fyndinn, kemur sjaldan.“

Hallgrímur Helgason, rithöfundur

„Ég las þetta til enda í gærkvöldi og sé ennþá eftir því.“

Hólmgeir Austfjörð, salt jarðar

„Af hverju er hann ekki á listamannalaunum?“

Margrét Gauja Magnúsdóttir, stjórnmálakona

„Mér finnst þetta leiðinleg grein. Sú litla fyndni sem þarna er að finna er kreist fram með erfiðismunum.“

Egill Helgason, sjónvarpsmaður

Vertu með!

Hér eru fleiri leiðir fyrir þig til að styðja heiðarlega íslenska fjölmiðlun.

Punglykt

Hér er einn af okkar uppáhalds pistlum eftir Krumma. Hann fjallar um metófóríska punga.