Auglýsing

Ég horfi út um glugg­ann á fal­legan og kyrran íslenskan vetr­ar­morg­un­inn og hugsa að ég vildi að þetta hefði allt saman bara verið ógeðs­leg martröð. En svo er ekki. Í gær var annað skiptið á árinu sem ég ­fylgd­ist stjörf með þremur mis­mun­andi frönskum frétta­veitum og grét með land­in­u mínu. Hágrét eins og barn sem kemst í fyrsta skipti í tæri við grimmd­ina í heim­in­um. Að minnsta kosti 120 látn­ir. Árásir á sex stöðum sam­tím­is, stöðum sem voru sér­stak­lega valdir því þar er mikil umferð á föstu­dags­kvöldi í Par­ís. Fólk úti að borða, að fá sér drykk, hlusta á tón­list og skemmta sér. Aðal­lega ung­t ­fólk. Í gær­kvöldi breytt­ist þetta glað­lega and­rúms­loft allt í einu í blóð­bað og óskilj­an­legan hryll­ing. Það er dýr­mætt að kalla meira en eitt land heima­land sitt. Hjartað stækkar en um leið hefur maður fleira til að syrgja.

Og í sorg­inni þráir maður að skilja, þó það sé ekki hægt. Ef Íslamska ríkið stendur á bak­við árás­irn­ar, og svo virð­ist vera, eru þetta stór­felld­ustu voða­verk sem sam­tökin hafa fram­kvæmt utan­ Mið-Aust­ur­landa. Og ISIS valdi Par­ís. Hvers vegna? Það er ómögu­legt að segja að eitt­hvað eitt svar liggi að baki. Árás­ar­menn­irnir töl­uðu um Sýr­land og Írak, þar sem utan­rík­is­stefna og hern­að­ar­að­gerðir Frakk­lands hafa verið stór­tækar og um leið gríð­ar­lega umdeild­ar. Ekki er vitað hvort árás­ar­menn­irnir hafi ver­ið Frakkar eða ekki að svo stöddu, en hryðju­verkin í jan­úar minntu okkur á myrka ­sögu Frakk­lands þegar kemur að upp­runa­löndum múslima sem þar búa, sem og van­hæfni yfir­valda til þess að búa öllum jöfn tæki­færi óháð upp­runa. 

Kou­achi bræð­urnir sem stóðu að baki morð­unum á skrif­stofu Charlie Hebdo voru Frakkar en upp­runi þeirra lá til Alsír, lands sem Frakk­land stapp­aði á, lam­aði og deydd­i. Há­punkt­inum var náð með sjálf­stæð­is­bar­áttu Alsír 1954-1962 þar sem Frakk­ar beittu meðal ann­ars hrotta­legum pynt­ing­um. Þó þögnin sé að hluta til að rofna er afneit­unin í Frakk­landi enn mikil og umræðan af skornum skammti, nýfarið er að minn­ast á þetta í skóla­bókum og skömmin er mikil en ekki nægi­lega opin­ber og há­vær. Frakk­land eft­ir­ný­lendu­ár­anna ein­kenn­ist af jað­ar­setn­ingu þeirra hópa sem ­yf­ir­völd hafa brotið og hagn­ast hvað mest á. Það er hægt að tína margt til ef við viljum raun­veru­lega skilja, en allt þrýtur ein­hvern veg­inn þegar mað­ur­ hugsar um hversu mikla grimmd og hatur þessi voða­verk sýna.

Auglýsing

Ég skal samt segja ykkur hvar ég ­leita ekki skýr­inga, og það er hjá þeim frönsku múslimum sem ég hef kynnst í gegnum tíð­ina og tengj­ast hryðju­verk­unum ekki meira en ég og þú. Madame Bous­ma ­sótti mig í leik­skól­ann þegar ég var lítil skotta í úthverfum Par­ís­ar, hún­ pass­aði mig og ég átti alltaf ynd­is­legar stundir með börn­unum hennar þangað til­ ­for­eldrar mínir losn­uðu úr vinnu og komu að sækja mig. Hún grætur jafn­mikið og ég í dag. 

Vinir mín­ir, Sofia, Riyadh og Abou­bak­ar, sem voru með mér í bekk þegar ég var ung­lingur í Bor­deaux gráta líka. Það sama á við um Amani sem ég kynnt­ist hér á Íslandi þar sem hún stund­aði rann­sóknir í efna- og eðl­is­fræð­i við HÍ. Þau gráta jafn­vel meira en ég, þar sem hryðju­verkin í jan­úar sýndu að það sem fylgir er aukið ofbeldi gagn­vart frönskum múslim­um. Múslimum sem eiga Frakk­land jafn­mikið og ég og hata hryðju­verkin eins mik­ið. Í gær­kvöldi for­dæmd­i Franska múslima­ráðið að öllu leyti „þessar við­bjóðs­legu og fyr­ir­lit­legu árás­ir“. Ég gæti farið að tala um alla lækn­ana og frum­kvöðl­ana sem aðhyll­ast íslam og eru ­jafn­framt Frakkar sem eiga upp­runa sinn að rekja ann­að, en að sjálf­sögðu eru ekki allir franskir múslimar dýr­lingar rétt eins og afkom­endur sýr­lenskra flótta­manna eru ekki allir Steve Jobs. 

Þetta er bara fólk eins og við hin sem ­fædd­umst í meiri for­rétt­inda­stöðu, og það á ekki að vera nein hæfi­leika­keppn­i ­sem sker úr um það hvort maður fái að lifa við mann­sæm­andi aðstæður og njóta ­mann­rétt­inda. Fólk hefur rétt á að komið sé fram við það eins og mann­eskj­ur ó­háð því hvað það hefur fram á að færa til sam­fé­lags­ins, hvernig það er á lit­inn eða hvaða trú­ar­brögð það aðhyllist.

Þetta leiðir mig að ann­ars kon­ar sorg sem ég finn fyrir í dag þegar ég les sum við­brögð fólks hérna heima. Þau ­snú­ast að inn­flytj­endum og flótta­mönnum sem aðhyll­ast íslam og inni­halda oft­ar en ekki þann mis­skiln­ing að íslam hvetji bein­línis til hryðju­verka (sem er að ­sjálf­sögðu rangt). Við megum ekki falla í þá gryfju að finna svona ein­feldn­ings­legan far­veg fyr­ir­ ótt­ann og reið­ina, þar sem alhæf­ingar og fáfræði ráða völd­um. Ef þess­ir ­at­burðir valda meiri sundr­ungu í heim­inum en er til staðar nú þegar hafa hryðju­verka­menn­irnir sigr­að. Fyrst og fremst eiga þessir atburðir aldrei að verða til minnk­unar á þeim ótrú­lega vilja sem óbreyttir borg­arar á Íslandi hafa ­sýnt þegar kemur að því að hjálpa fólki í neyð. Munum að margt af þessu flótta­fólki flýr nú sömu sam­tök og standa senni­lega að baki hryðju­verk­unum sem áttu sér­ ­stað í Par­ís, þrátt fyrir að vera múslim­ar. Við erum hluti af sama mann­kyn­in­u og eigum sam­eig­in­legan óvin: Ótt­ann og hat­rið sem reynir að stía okkur í sund­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None