Að endurspegla raunveruleikann í fjölmiðlum

Auglýsing

Í byrjun vik­unnar birt­ist ný rann­sókn sem sýnir að konur eru ennþá í miklum minni­hluta þeirra sem fjöl­miðlar lands­ins ræða við eða fjalla um. Í einu af hverjum fimm til­vikum er kona umfjöll­un­ar­efni eða við­mæl­andi, en í hinum fjórum eru það karl­ar. Þetta eru ömur­legar töl­ur, það fer ekki á milli mála. 

Rann­sókn eins og þessi er góð brýn­ing og áminn­ing fyrir fjöl­miðla lands­ins um að þeir þurfi að standa sig betur í því að jafna kynja­hlut­föll sinna við­mæl­enda. Ég held að á flestum frétta­stofum og rit­stjórnum lands­ins viti fólk þetta, þótt það sé hvorki algilt yfir allar rit­stjórnir né innan þeirra. 

Betri kynja­hlut­föll í fréttum hald­ast í hendur við betri kynja­hlut­föll inni á fjöl­miðl­un­um, enda sýndi rann­sóknin að fjöl­miðla­konur voru dug­legri að tala við aðrar konur heldur en karl­ar, sem í 92 pró­sentum til­vika töl­uðu við aðra karla á meðan kon­urnar töl­uðu við eða fjöll­uðu um konur í þriðj­ungi frétta sinna. Og svo það sé tekið strax fram hef ég aldrei upp­lifað að konur vilji síður koma í fram í fjöl­miðlum en karl­ar.

Auglýsing

Staða kvenna í fjöl­miðlum á Íslandi hefur iðu­lega verið verri en hún er núna. Frétta­stjóri RÚV er kona, aðal­rit­stjóri 365 er kona auk þess sem kona stýrir Frétta­blað­inu og kona stýrir frétta­stofu Stöðvar 2. Annar stjórn­enda Kjarn­ans er kona. Annar rit­stjóra Stund­ar­innar er kona og sama sagan er á DV auk þess sem mbl.is, stærsta frétta­vef lands­ins er stýrt af konu. Þetta hlýtur að skipta máli. 

Að vilja reglur um við­mæl­end­ur 

Eygló Harð­ar­dótt­ir, sem er meðal ann­ars ráð­herra jafn­rétt­is­mála, sagði í hádeg­is­fréttum RÚV í dag að framundan séu ærin verk­efni í jafn­rétt­is­bar­átt­unni. Þar getum við Eygló verið sam­mála. Landið sem á að vera jafn­réttispara­dís á nefni­lega mjög langt í land með að eiga slíkan tit­ill skil­inn. 

Hún lagði til að fjöl­miðlar birtu lista yfir fjölda og kynja­skipt­ingu við­mæl­enda sinna. Það er í sjálfu sér ekk­ert vit­laus hug­mynd. Reyndar eru lög í land­inu sem krefj­ast þess af öllum fjöl­miðlum að þeir skili slíkum upp­lýs­ingum inn til fjöl­miðla­nefndar á hverju ári, og töl­urnar ættu því að vera til alls stað­ar, þótt þær séu ekki endi­lega teknar saman viku­lega eða mán­að­ar­lega. Það væri lík­lega fínt aðhald og áminn­ing fyrir fjöl­miðla að slíkar upp­lýs­ingar væru aðgengi­leg­ar. Á mörgum sviðum geta fjöl­miðlar stýrt því við hverja er talað og um hverja er fjall­að. 

Þarna skilja hins vegar leiðir okkar Eyglóar í mál­inu, því svo sagði hún þetta:

„Fjöl­miðl­ar eru ekki að end­ur­spegla fjöl­breyti­leik­ann í sam­fé­lag­inu, þeir eru ekki að end­ur­spegla stöðu kvenna í sam­fé­lag­inu, stöð­u kvenna í stjórn­mál­un­um, stöðu kvenna í atvinnu­líf­inu né hátt ­mennt­un­ar­stig kvenna,“ sagði Eygló meðal ann­ars í dag. Hún­ vill þess vegna að jafn­rétt­is­þing ræði hvort ástæða sé til að regl­ur verði settar um fjölda við­mæl­enda. 

Þessi ummæli lýsa miklu skiln­ings­leysi á því hvernig fjöl­miðlar virka. Ef settar yrðu reglur um við­mæl­endur í fjöl­miðlum væri alveg eins hægt að setja reglur um umfjöll­un­ar­efni þeirra, og engum dettur slík vit­leysa og rit­skoðun í hug, eða hvað? 

Ég er lík­lega ein fyrsta mann­eskjan til að við­ur­kenna að á mörgum víg­stöðum geta fjöl­miðlar gert betur í að jafna kynja­hlut­föll, og er lík­lega meðal mestu stuðn­ings­manna þess að það verði gert. Það er samt svo að fréttir virka ein­fald­lega þannig að ákveðnir mála­flokkar eru og verða fyr­ir­ferða­miklir, þótt við getum aukið vægi ann­arra líka. Stjórn­mál, efna­hags­mál og við­skipti eru þarna á með­al. Í þessum mála­flokkum er oft ekki úr mörgum við­mæl­endum eða umfjöll­un­ar­efnum að velja. Og það vill svo til að í þessum geirum eru karlar ennþá víð­ast hvar í meiri­hluta. Skoðum það bara nán­ar. 

Karlar alls staðar  

Byrjum á rík­is­stjórn­inni, sem er stýrt af tveimur körlum, sem eðli máls­ins sam­kvæmt eru mjög áber­andi. Rík­is­stjórnin þeirra er að meiri­hluta til skipuð körl­um. Það er þingið líka þótt staðan þar hafi skán­að. 25 ­konur náðu kjöri á Alþingi í síð­ustu kosn­ing­um, eða 39,7 ­pró­sent þing­manna, og síðan þá hafa þrjár konur tekið sæt­i ­sem aðal­menn í stað þriggja karla, svo hlut­fall kvenna er orð­ið hærra en nokkru sinni fyrr, 44,4 pró­sent. Konur hafa aldrei verið í meiri­hluta þar. 

For­seti Alþingis er karl og það er líka for­seti Íslands. 

Þegar við færum okkur yfir í fjár­mála­geir­ann er staðan miklu verri. Í úttekt sem Kjarn­inn gerði í vor kom í ljós að af 87 æðstu stjórn­endum fyr­ir­tækja í íslensku fjár­fest­inga- og fjár­mála­kerfi eru sjö kon­ur. Sjö kon­ur, á móti 80 körl­um. Í hlut­föllum eru það 9 pró­sent konur og 91 pró­sent karl­ar.

Ein ­kona stýrir banka á Íslandi og ein spari­sjóði. Ein kona stýr­ir lána­fyr­ir­tæki, tvær líf­eyr­is­sjóð­um, ein Fram­taks­sjóð­i Ís­lands, og einu skráðu félagi á mark­aði er stýrt af kon­u. Þetta þýðir meðal ann­ars að engu verð­bréfa­fyr­ir­tæki er stýrt af konu og engu orku­fyr­ir­tæki eða óskráðu trygg­inga­fé­lagi. Sex ­konur eru stjórn­ar­for­menn í skráðum fyr­ir­tækjum og tíu karl­ar.

Svo er for­stjóri Kaup­hall­ar­innar karl, það eru líka seðla­banka­stjóri, að­stoð­ar­seðla­banka­stjóri og aðal­hag­fræð­ingur Seðla­bank­ans. Og þrátt fyrir að lög séu í gildi um að hlut­föll hvors kyns í stjórnum fyr­ir­tækja með fleiri en 50 starfs­menn væri að minnsta kosti 40 pró­sent er það langt frá því að vera til­fellið. Í annarri nýlegri sam­an­tekt Kjarn­ans kemur fram að af 982 stjórn­ar­mönnum í 270 stærstu fyr­ir­tækjum lands­ins eru 665 karlar og 317 kon­ur. Það þýðir 32 pró­sent konur og 68 pró­sent karl­ar. Dæmi­gerður stjórn­ar­maður í íslensku atvinnu­lífi er karl­maður á sex­tugs­aldri. 

Þetta er staðan í stjórn­mál­unum og í atvinnu­líf­inu. Þarna er ekki verið að end­ur­spegla fjöl­breyti­leika sam­fé­lags­ins eða hátt mennt­un­ar­stig kvenna, þarna er helj­ar­innar skekkja sem er ærið jafn­rétt­is­verk­efni að breyta. Ábyrgðin á hlut­falli kvenna og stöðu þeirra í stjórn­málum og atvinnu­lífi á alls ekki heima á herðum fjöl­miðla. Að gefa slíkt í skyn er ekki bara van­þekk­ing á fjöl­miðl­um, heldur á sam­fé­lag­inu öllu. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None