Hvað er eiginlega að Ólafi Ragnari?

Guðni Th. Jóhannesson, dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands, fjallar um forseta Íslands á árinu 2015.

Á nýárs­dag kemur í ljós hvort Ólafur Ragnar Gríms­son sæk­ist eftir end­ur­kjöri þegar gengið verður til for­seta­kosn­inga næsta sum­ar. Aldrei hefur verið beðið eftir ávarpi þjóð­höfð­ingja lands­ins með eins mik­illi eft­ir­vænt­ingu og óvissu. Þótt fjöldi lands­manna vilji hlýða á sinn for­seta er yfir­leitt lítil spenna í loft­inu á íslenskum heim­ilum eftir hádegi á nýárs­dag. Þá sitja menn ekki endi­lega við sjón­varp eða tölvu, sumir jafn­vel eitt­hvað eftir sig að löngum gleð­skap lokn­um.

Hvað mun for­set­inn til­kynna? Í orðum og verkum Ólafs á því ári sem er að líða má hæg­lega finna vís­bend­ingar um hvort tveggja, að hann ætli að láta gott heita eða hann vilji áfram sitja Bessa­staði. Byrjum á síð­asta nýársávarpi. Í því var rauður þráð­ur, ákall til lands­manna að vera bjart­sýn­ir, standa saman og meta að verð­leikum afrek þjóð­ar­innar að fornu og nýju. Um leið vand­aði for­seti um við þá sem gagn­rýndu í sífellu, oftar en ekki með kald­hæðni að vopni. Lík­ast til beindi hann helst orðum sínum að fjöl­miðla­fólki og fræða­sam­fé­lag­inu svo­nefnda. Ég var að minnsta kosti í hópi þeirra sem tóku þetta til sín. „Þjóð getur aldrei þrif­ist á gagn­rýn­inni einni sam­an, þótt læra þurfi af mis­tök­um,“ sagði þjóð­höfð­ing­inn í sínum föð­ur­lega tón: „Hún verður einnig að halda til haga hinum góðu verk­um, heiðra það sem vel var gert, vita hve oft henni hefur tek­ist að ná og halda til jafns við aðra; hvaða verk skipa henni í fremstu röð.“

Þetta voru for­seta­leg orð, í anda Vig­dísar eða Krist­jáns Eld­járns ef því er að skipta. En Ólafur Ragnar á sér for­tíð, guð­faðir útrás­ar­inn­ar. Auð­vitað sætti ræðan því gagn­rýni, meðal ann­ars hér í Kjarn­anum þar sem menn þótt­ust sjá að margt í ávarpi for­seta væri end­ur­nýtt frá 2008, því hörm­ung­ar­ári Íslands­sög­unn­ar.

Forverar Ólafs Ragnars í embætti forseta Íslands. Frá vinstri: Sveinn Björnsson (1944-1952), Ásgeir Ásgeirsson (1952-1968), Kristján Eldjárn (1968-1980) og Vigdís Finnbogadóttir (1980-1996).

Skömmu síðar var Ólafur Ragnar í heims­press­unni, í og með út af arfi útrásar og hruns. Í byrjun mars sagði við­skipta­tíma­ritið For­bes þannig frá hruni íslensku bank­anna í októ­ber 2008 að þegar rík­is­stjórn Ólafs Ragn­ars Gríms­sonar hefði verið komin með einn banka undir sinn vernd­ar­væng og hinir í algerri nauð hefði for­set­inn slegið á þráð­inn til rík­asta manns Íslands, Björg­ólfs Thors Björg­ólfs­son­ar, og fært honum skýr skila­boð: „Komdu heim. Nún­a.“

Þetta var ímynd hins vold­uga for­seta og síðar í mán­uð­inum fengu þing­menn að kenna á vendi hans. Þá mælti þjóð­höfð­ing­inn á allt annan hátt en Vig­dís og Krist­ján hefðu nokkurn tím­ann talið við hæfi, og ekki heldur hinir „póli­tísku“ for­verar þeirra, Sveinn Björns­son og Ásgeir Ásgeirs­son. Í veislu þing­manna, nokk­urs konar árs­há­tíð þeirra sem var end­ur­vakin eftir tíma­bund­inn sparn­að­ar­anda eft­ir­hrunsáranna, tal­aði Ólafur Ragnar að sögn til gesta „eins og þeir væru hálf­vit­ar“ sem skildu ekki stjórn­skipan lands­ins.

Í maí var for­seti enn í ham. Nú hafði hann hins vegar að skot­spæni einn helsta fjanda Íslands úr hrun­inu. Á mál­þingi CNN og London Business School sak­aði Ólafur Gor­don Brown, for­sæt­is­ráð­herra Breta þegar ham­far­irnar dundu yfir, um verstu kúg­un­ar­til­burði vald­hafa sem hann hefði nokkurn tím­ann orðið vitni að. Í næsta mán­uði var hann enn utan land­stein­anna, sat fund til heið­urs banka­stjórn Gold­man Sachs og ræddi meðal ann­ars um lofs­verðan árangur Íslend­inga í glímu þeirra við alþjóða­fjár­málakrepp­una. Þarna og víðar horfði Ólafur Ragnar helst til útlanda í leit að ástæðum banka­hruns­ins hér. Vand­inn var ekki heima­til­bú­inn heldur skipti mestu að ill öfl ytra höfðu níðst á Íslend­ing­um. Síðan hefðum við sjálf komið okkur á réttan kjöl.

Forseti skrifaði undir lögin en sagði áskorunina sýna „hve lifandi málskotsrétturinn væri í hugum þjóðarinnar“. Það voru innantóm orð. Í raun þýddi niðurstaðan að engin skýr viðmið réðu því hvenær hinn helgi réttur virkaði og hvenær ekki.

Þannig mælti hinn bjart­sýni for­seti Íslands, sá sem hafði leyft þjóð­inni í tvígang að hafna Ices­a­ve-á­nauð í boði mis­vit­urra stjórn­valda. En um hvað máttu lands­menn eiga loka­orð og hvað ekki? Sú spurn­ing vakn­aði í júlí síð­ast­liðn­um. Tæp­lega 54.000 Íslend­ingar skrif­uðu undir þá áskorun til for­seta að stað­festa ekki lög um skipt­ingu mak­ríl­kvóta og leyfa kjós­endum að segja hug sinn. Það dugði þó ekki til. For­seti skrif­aði undir lögin en sagði áskor­un­ina sýna „hve lif­andi mál­skots­rétt­ur­inn væri í hugum þjóð­ar­inn­ar“. Það voru inn­an­tóm orð. Í raun þýddi nið­ur­staðan að engin skýr við­mið réðu því hvenær hinn helgi réttur virk­aði og hvenær ekki. „Skil­grein­ingar hans og yfir­lýs­ingar fjúka til og frá eins og lauf­blöð sem fallið hafa að haust­i,“ skrif­aði Þor­steinn Páls­son um sjón­ar­mið Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar. Það mátti til sanns vegar færa. 

Í sept­em­ber sýndi for­seti að honum hugn­uð­ust lítt breyt­ingar á stöðu mála. Í það minnsta yrði að vanda til verka og ekki dygðu þær umræður sem þegar hefðu farið fram, hvorki á vett­vangi stjórn­laga­ráðs né stjórn­ar­skrár­nefndar Alþing­is. Greinar um þjóð­ar­eign og þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur ættu vissu­lega heima í stjórn­ar­skrá, sagði Ólafur Ragnar við setn­ingu Alþingis, „en samn­ing þeirra er vanda­verk og hvorki þröng tíma­mörk né sparn­að­ar­hvöt mega stofna gæðum verks­ins í hætt­u“. Hump­hrey App­leby í bresku gam­an­þátt­unum „Já, ráð­herra“ hefði ekki getað orðað það bet­ur.

Birgitta Jóns­dótt­ir, kapteinn Pírata, sem notið hafa yfir­burða­fylgis í skoð­ana­könn­unum allt árið, beindi spjótum sínum óðara að Ólafi Ragn­ari og sak­aði hann um „að­för að lýð­ræð­inu“ og „bein afskipti af störfum þings­ins“. Aftur mætti benda á að for­verar Ólafs á for­seta­stóli hefðu aldrei talað á sama hátt til þing­heims, og reyndar ekki hann sjálfur fyrr á tíð. Fyrstu árin á Bessa­stöðum hélt hann því fram að for­seta bæri ekki að tjá sig um mál sem Alþingi hefði til umfjöll­un­ar. Svona hefur emb­ættið mót­ast og breyst í með­förum Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar.

Á árinu sem er að líða voru norð­ur­slóðir ofar­lega í huga for­seta sem fyrr. Hann á mestan heiður af Arctic Circle – Hring­borði norð­ur­slóða sem haldið var í Hörpu í októ­ber í þriðja sinn. Meira að segja svarnir fjendur Ólafs úr stjórn­mála­bar­áttu fyrri ára mátu þetta frum­kvæði hans, ekki síst þegar frétt­ist að norskir vald­hafar kvört­uðu undan því að Íslend­ingar hefðu náð for­ystu í norð­ur­slóð­ar­málum undir dyggri stjórn for­set­ans.

Þegar Ólafur var fyrst kjör­inn for­seti árið 1996 sögðu margir kjós­endur að reynsla hans á alþjóða­vett­vangi og þekk­ing á alþjóða­málum hefði ráðið mestu um val þeirra. Var þetta enn styrkur hans tveimur ára­tugum síð­ar? Norð­ur­slóð­ir, end­ur­nýj­an­legir orku­gjafar og aðgerðir til að sporna við hlýnun jarðar eru ær og kýr hins heims­vana for­seta. Vei þeim sem reynir að reka hann á gat í þessum efn­um. Ekki er þar með sagt að hann hafi ætíð lög að mæla. Auk þess freist­ast hann til að ýkja áhrif Íslend­inga, örþjóðar á jaðri, á þróun mála. Drjúgur hluti lands­manna myndi þó segja að jafn­vel þótt ein­hver nöldr­andi fræði­maður hefði rétt fyrir sér um það bæri for­seta einmitt að bera höf­uðið hátt og eiga háleita drauma. Hver vill kalla yfir sig svart­sýnan og stúr­inn þjóð­höfð­ingja?

Á öðrum sviðum alþjóða­mála orka við­horf Ólafs Ragn­ars tví­mæl­is. Eftir hryðju­verka­árás­irnar í París í nóv­em­ber lýsti hann því yfir í morg­un­þætti Bylgj­unnar að „barna­leg ein­feldni“ mætti ekki ráða við­brögðum manna. Öfga­fullir ísla­mistar væru „mesta vá okkar tíma“ og hættan sem af þeim staf­aði yrði ekki leyst með „að­gerðum á sviði umburð­ar­lyndis og félags­legra umbóta“. Þetta var popúl­ismi, sögðu sum­ir, sjálf­sögð sann­indi, sögðu aðr­ir. Víst er að ummæli for­seta vöktu ekki sam­stöðu og ein­hug með þjóð­inni á erf­iðum tím­um. Kannski var það ómögu­legt. Langt var síðan Ólafur Ragnar missti sam­ein­ing­ar­táknið úr höndum sér og kannski er ekki lengur hægt að ætl­ast til þess að for­seti geti talað þannig að þjóðin öll sé sátt. Sam­fé­lagið er allt annað og fjöl­breytt­ara. Og kannski eru hug­myndir okkar um sam­ein­andi for­seta áður fyrr tál­sýnin ein, í það minnsta ýkj­ur. Þá var ekki til siðs að skamma for­seta, þá var ekki face­book og twitt­er. 

EPA
Ólafur Ragnar og Dorrit Moussaieff voru í opinberri heimsókn í Víetnam í nóvember.

Kannski gæti öðru­vísi for­seti um okkar daga samt náð að sætta fólk og lýsa betur hinum ólíkum skoð­unum sem ein­kenna nútíma­sam­fé­lög.  Kannski sumum þætti það veik­ari for­seti, hálf­volgur og hik­andi. Það yrði þá að hafa það og vissu­lega væri það synd ef hug­myndin um sam­ein­andi þjóð­höfð­ingja, sem Íslend­ingar áttu sér við lýð­veld­is­stofn­un, heyrði nú sög­unni til. Sam­ein­ing­ar­tákn þarf ekki að vera hnjóðs­yrði, ekki frekar en umburð­ar­lyndi svo annað dæmi sé tek­ið.

Nokkrum dögum eftir atburð­ina í París mátti hæg­lega ætla að Ólafur Ragnar stefndi á end­ur­kjör eina ferð­ina enn – og afstaða hans bæri jafn­vel keim af því. Hann væri sem fyrr sá sem stæði fastur fyrir þegar öðrum væri ekki endi­lega treystandi. „Þjóðin ræð­ur“, var yfir­skrift við­hafn­ar­við­tals við Ólaf Ragnar Gríms­son í DV sem dreift var á öll heim­ili lands­ins. Þar upp­lýsti for­seti að hann hitti sífellt fólk sem hvetti hann til að halda áfram. Það væri í raun „visst áhyggju­efni að það skuli enn vera svo ríkt í hugum manna að það þurfi að vera á Bessa­stöðum ein­stak­lingur sem ekki hagg­ast í róti umræð­unn­ar, bloggs­ins og hit­ans sem fylgir átökum dags­ins“. Að vísu fylgdi fyr­ir­vari: „Þar með er ég ekki að segja að ég sé eini mað­ur­inn sem geti gegnt því hlut­verki.“

Í upp­hafi þessa mán­aðar heyrð­ist svo end­ur­ómur útrásar og hruns. Oflæt­is­árin fyrir 2008 tald­ist Sig­urður Ein­ars­son, þáver­andi stjórn­ar­for­maður Kaup­þings, til nán­ustu ráð­gjafa Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar. Fyrir það fékk Sig­urður fálka­orðu úr hendi for­seta. Átta árum síðar svipti Ólafur hann þeim heiðri. Sitt sýnd­ist hverj­um. Var sparkað í liggj­andi mann, tukt­hús­lim á Kvía­bryggju, eða var for­seta nauð­ugur einn kostur að sýna gömlum sam­herja hvorki mis­kunn né náð?

Ekki er hægt að taka undir þá gagn­rýni að þarna hafi for­set­inn viljað sýna þjóð sinni að hann hafi snúið baki við auð­mönnum sem sviku hann og aðra. Það væri of bil­legt og for­set­inn er miklu skyn­sam­ari og klók­ari en svo að hann beiti ódýrum brellum – nema kannski hann sé þess full­viss að þær virki. Laust fyrir jól útdeildi Ólafur Ragnar mat og jóla­gjöfum Fjöl­skyldu­hjálp­ar­innar í Reykja­nes­bæ. Við hlið hans var eig­in­konan Dor­rit, komin frá heim­ili sínu í London. Aftur heyrð­ust þær raddir að nú væri Ólafur í kosn­inga­ham og vildi sýna sig sem for­seta fólks­ins. Hann stæði með almenn­ingi gegn öllum sem létu það við­gang­ast að óþörfu að fólk þyrfti að betla nauð­þurftir í aðdrag­anda hátíð­anna. Hér þarf þó að hafa í huga að for­seti hafði áður stutt starf Fjöl­skyldu­hjálp­ar­innar og ann­arra mann­úð­ar­sam­taka með nær­veru sinn­i. 

Í árs­lok er málum því svo komið að hinn sterki, bjart­sýni og óút­reikn­an­legi for­seti hefur helgað sér sviðið og athygl­ina. Efst á lista tíma­rits­ins Man um hund­rað valda­mestu Íslend­ing­ana trón­aði Ólafur Ragnar Gríms­son. Í könn­unum á árinu var naumur meiri­hluti lands­manna einatt ánægður með störf for­seta, um fjórð­ungur ekki og hinir tóku ekki afstöðu. For­seti virt­ist enn í fullu fjöri þótt merkja megi af dag­skrá hans að atorkan er ekki eins mikil og áður. Þannig flutti Ólafur færri ávörp og form­legar kveðjur á þessu ári en nokkru sinni fyrr frá 1996. 

Hvað gerist næst? Auðvitað ætti ekki að leika nokkur vafi á því. Vart voru liðnar nokkrar mínútur frá því að úrslit í forsetakjörinu 2012 lágu fyrir þegar Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti að það kjörtímabil sem þá var að hefjast og senn rennur á enda yrði hans síðasta.

Hvað ger­ist næst? Auð­vitað ætti ekki að leika nokkur vafi á því. Vart voru liðnar nokkrar mín­útur frá því að úrslit í for­seta­kjör­inu 2012 lágu fyrir þegar Ólafur Ragnar Gríms­son til­kynnti að það kjör­tíma­bil sem þá var að hefj­ast og senn rennur á enda yrði hans síð­asta. Þessi orð hefur hann síðan end­ur­tek­ið. Fyrri for­setar kunnu líka að hverfa á braut þótt þeir nytu enn vin­sælda og ættu víst yfir­burða­fylgi. „Ekki skaltu freista Drott­ins Guðs þín og þá ekki heldur þjóðar þinnar með þrá­set­u,“ sagði Ásgeir Ásgeirs­son. „Eng­inn hefur gott af því að kom­ast á það stig að fara að ímynda sér að hann sé ómissand­i,“ sagði Krist­ján Eld­járn.

Alls ekki er þó úti­lokað að á nýárs­dag til­kynni Ólafur Ragnar Gríms­son að hann hygg­ist enn á ný vera í fram­boði til for­seta Íslands. Geri hann það virð­ist hann eiga sig­ur­inn vís­an. Önnur for­seta­efni yrðu fall­byssu­fóð­ur. Sitj­andi for­seti sigrar alltaf. Það segir sagan að minnsta kosti. Á hitt er þó að líta að ein­hvern tím­ann verður allt fyrst. Öfl­ugur fram­bjóð­andi sem stæði einn and­spænis Ólafi gæti heldur betur velgt honum undir ugg­um. Að því sögðu er for­seti helst í ess­inu sínu að hann þurfi að berj­ast. Sá er einmitt kostur hans og galli.

Margir eiga það því sam­eig­in­legt að spyrja sig og aðra hvað sé eig­in­lega að Ólafi Ragn­ari Gríms­syni. En fólk mælir nú sjaldn­ast einum rómi. Þjóð er ekki órofa heild og í þessum orðum skipta áherslur máli. Hvað er eig­in­lega hon­um? spyrja þeir sem finnst for­seti hafa setið nógu lengi á valda­stóli, gam­all valda­karl með sitt­hvað á sam­visk­unni. Hins vegar eru þeir líka til sem spyrja: Hvað er eig­in­lega að for­set­an­um? Herra Ólafur hafi staðið sig vel, komið í veg fyrir Ices­ave og hugs­an­lega aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, þau Ólafur og Dor­rit séu landi og þjóð til sóma, ekk­ert for­seta­efni sem stand­ist sam­jöfnuð hafi komið fram og hann sé í fullu fjöri. Já, nýársávarpið verður óvenju spennu­þrungið í þetta sinn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiÁrið 2015