Icesave málalok!

Auglýsing

Þessa dag­ana er hinu marg­nefnda Ices­ave máli að ljúka efn­is­lega að því leyti til að bú gamla Lands­bank­ans hefur gert end­an­lega ­upp við for­gangs­kröfu­hafa, þ.m.t. Breta og Hol­lend­inga vegna Ices­a­ve. Minn­i ­at­hygli er á því að Ices­ave mál­inu væri einnig í aðal­at­riðum að ljúka með­ til­tölu­lega far­sælum hætti ef samn­ingur vors­ins 2009 hefði verið sam­þykktur sem og ef seinni til­raunir til að leiða málið til lykta eftir sam­komu­lags­leið­u­m hefðu náð fram að ganga. Þegar talað er um fulln­að­ar­sigur Íslands í mál­inu ætt­u ­menn að gæta að tvennu. Því fyrra að frá sjón­ar­hóli Breta og Hol­lend­inga er einnig að vinn­ast í aðal­at­riðum fulln­að­ar­sigur hvað þeirra hags­muni varð­ar­. Einnig hinu að svo­nefndum sigri Íslands í mál­inu fylgir umtals­verður her­kostn­að­ur­. Ekki er því auð­velt að greina hvor leiðin hefði orðið Íslandi hag­stæð­ari, að ­sam­þykkja án tafa samn­ing vors­ins 2009 eða heyja hið lang­vinna og dýr­keypta stríð þó svo sigur ynn­ist að lokum fyrir dómi sem betur fer. Yfir þetta verður far­ið hér í fram­hald­inu og ofan­greindar megin nið­ur­stöður rök­studdar eftir því sem ­pláss leyfir.

For­gangs­kröfu­hafar í bú gamla Lands­bank­ans hafa nú fengið eft­ir­stöðvar höf­uð­stóls krafna sinna að fullu greidd­an, þ.e. þau u.þ.b. 15% höf­uð­stóls­ins sem þeir höfðu ekki þegar feng­ið greidd. Í sept­em­ber­mán­uði sl. gekk trygg­ing­ar­sjóður inni­stæðu­eig­enda og fjár­festa, TIF, frá sam­komu­lagi við Breta og Hol­lend­inga um að greiða þeim rétt um 20 millj­arða króna í við­bót uppí umsýslu og vaxta­kostnað sem þeir höfð­u ­borið vegna máls­ins. Hefur þá nokkuð vænkast hagur þess­ara fjand­vina okk­ar Ís­lend­inga í Ices­ave mál­inu með því að þeir fá ekki aðeins fulln­að­ar­upp­gjör á höf­uð­stól kröfu sinnar heldur og all­ann sinn umsýslu­kostnað greiddan og þó nokkra ávöxtun á móti fjár­bind­ingu upp­gjörs­tím­ans. Kemur þar fleira til en of­an­greint. Einkum það að þeir sem halda á for­gangs­kröfum í bú gamla Lands­bank­ans njóta góðs af styrk­ingu gengis krón­unnar frá því við­mið­un­ar-, eða ­skýr­ara er að segja útreikn­ings-, gengi sem fest var í apr­íl­mán­uði 2009. Á því ­gengi er kröfum í búið breytt í krón­ur, en þegar kemur að útgreiðslum ræð­ur­ ­gengi greiðslu­dags­ins umbreyt­ingu þeirra króna í erlenda gjald­miðla á grund­velli dóms­nið­ur­stöðu þar um. Loks hefur það auð­vitað haft afger­andi áhrif á fjár­magns­kostnað Breta og Hol­lend­inga að vextir hafa hald­ist afar lágir all­ann tím­ann. Það hefur með öðrum orðum ekki kostað þá svo ýkja mikið að bíða eftir upp­gjör­inu.

Fulln­að­ar­sigur hverra og hvaða verði keypt­ur?

Þegar að því kemur að ­greina hinn svo­kall­aða sigur svo ekki sé talað um  fulln­að­ar­sigur Íslands eftir þeirri leið sem ­málið fór að lokum þá kemur í ljós að hann vannst fjarri því ókeypis og án ­fórna. Hið óleysta Ices­ave mál tafði efna­hags­lega end­ur­reisn Íslands umtals­vert og á ýmsan hátt og leiddi vænt­an­lega til þess að sam­dráttur lands­fram­leiðslu árin 2009 en einkum 2010 varð nokkru meiri en ella hefði orð­ið. Er ekki ó­var­legt að áætla að sam­dráttur lands­fram­leiðslu hefði sam­tals orðið a.m.k. einu pró­sentu­stigi minni ef Ices­ave málið óleyst hefði ekki haldið áfram að ­spilla fyrir frá og með miðju ári 2009. 12 til 15 millj­arða meiri lands­fram­leiðsla (yfir 20 millj­arðar í dag) sem svo vex með okkur ár af ári inn í fram­tíð­ina er fljót að telja saman í stórar töl­ur. Fram­vinda efna­hags­á­ætl­un­ar­ Ís­lands og Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins tafð­ist bein­línis og ein­göngu vegna hins ó­leysta Ices­ave máls um 8-9 mán­uði. Ices­ave málið óleyst og óvissan vegna þess hélt láns­hæf­is­mati lands­ins niðri árum sam­an, sbr. rök­stuðn­ing ­mats­fyr­ir­tækj­anna, og varð ítrekað og bein­línis til þess að bakslag kom í þró­un ­mats­ins og áhættu­á­lagið (CDS) hopp­aði upp aft­ur. Ices­ave málið tafði það um hálft til eitt ár að íslenska ríkið gæti rutt braut­ina og opnað upp aðgang að er­lendum fjár­mála­mörk­uðum með útgáfu. Láns­kjör rík­is­ins og seinna bank­anna og fleiri aðila urðu svo lak­ari vegna Ices­ave máls­ins en ella hefði orð­ið. Ices­a­ve ­málið bland­að­ist inní og tor­veld­aði sam­skipti sveit­ar­fé­laga, orku­fyr­ir­tækja og fleiri opin­berra og hálf­op­in­berra aðila við erlenda fjár­fest­inga­banka og fjár­mögn­un­ar­að­ila. Gilti það bæði um afgreiðslu nýrra lána eða efnd­ir lánslof­orða, eins og í til­viki Orku­veitu Reykjvík­ur, og um sam­skipti vegna þegar veittra lána. Ices­ave málið óleyst varp­aði löngum skugga óvissu yfir­ Ís­land, einkum úta­víð, sem rifj­að­ist upp fyrir umheim­inum með reglu­bundn­u milli­bili og færð­ist á síð­ari hluta tím­ans yfir í óvissu um nið­ur­stöð­u ­mála­ferla er hélst allt til þess er dómur féll í jan­úar 2013.

Auglýsing

Heima­fyrir tók Ices­a­ve ­málið upp mán­uði á mán­uði ofan af starfs­tíma Alþingis sem ekki nýtt­ust til þess á meðan að koma örðum málum áfram. Ráðu­neyti, utan­rík­is­þjón­usta, seðla­banki o.fl. eyddu ómældum tíma og fjár­munum í að reyna að vinna að hags­muna­mál­u­m Ís­lands við erf­ið­ari aðstæður en ella þegar deilan óleyst drógst á lang­inn. Á köflum fór mikil orka stjórn­kerf­is­ins í það eitt að reyna að lág­marka skað­ann ­sem málið og ýmsar vend­ingar þess oll­i.  

Samn­inga­leiðin væri einnig að klára málið með mjög á­sætt­an­legum hætti

Mikið til af sömu ástæð­u­m og leiða til þess að Bretar og Hol­lend­ingar fá sína hags­muni í mál­inu upp­fyllta hefðu upp­haf­legir samn­ingar um lausn máls­ins einnig leitt málið til lykta með­ mjög ásætt­an­legum hætti fyrir Ísland. Með öðrum orð­um; nú væri jafn­framt að sjá ­fyrir end­ann á mál­inu með til­tölu­lega far­sælum hætti eftir samn­inga­leið­inni. Er þá í reynd vægt til orða tekið borið saman við hversu ógæfu­lega málið leit út í byrj­un. 

Fyrir það fyrsta þá liggur nú fyrir að bú gamla Lands­bank­ans greiðir höf­uð­stól Ices­ave að fullu og ­klárar það þegar í árs­byrjun 2016. Með öðrum orð­um, það fer ekki ein króna frá­ öðrum aðilum í að gera upp hina eig­in­legu Ices­ave skuld. Í öðru lagi blasir við að hefði íslenski inni­stæðu­trygg­inga­sjóð­ur­inn, TIF, haldið á kröfum vegna Ices­a­ve á grund­velli samn­inga hefðu hags­munir Íslands legið í að hraða útgreiðslum og veita jafn óðum und­an­þágur fyrir útgreiðslum til for­gangs­kröfu­hafa. Þær ­út­greiðslur hefðu þar með orðið umtals­vert fram­hlaðn­aðri en nú hefur orðið með­ til­heyr­andi minni upp­söfnun vaxta. Ábat­inn af styrk­ingu krón­unn­ar, sam­an­ber það ­sem áður var útskýrt, hefði fallið TIF í skaut og þar með mynd­ast tals­verð­ir fjár­munir uppí vaxta­greiðslur til við­bótar því fé sem TIF hefur nú þegar greitt Bretum og Hol­lend­ing­um. Vissu­lega hefðu staðið eftir þrátt fyrir slíka hag­stæða ­þróun ógreiddir vextir sam­kvæmt upp­haf­lega samn­ingn­um, lík­lega all­nokkrir tugir millj­arða, en ein­hvern tím­ann hefði það nú ekki þótt mikið miðað við hvern­ig ­málið horfði í byrj­un. Ísland hefði verið í mjög sterkri stöðu til að krefjast end­urút­reikn­inga á þeim þætti máls­ins í ljósi lágs vaxta­kostn­aðar Breta og Hol­lend­inga þannig að við­miðið yrði aðeins raun­veru­legur fjár­mögn­un­ar­kostn­að­ur­ þeirra á upp­gjörs­tím­anum (e. cost of fund­ing). Þannig reiknað er ljóst að lít­ið ­sem ekk­ert hefði staðið útaf umfram það sem TIF gat þá sjálfur staðið straum af ­með eigin fjár­munum og í ljósi hag­stæðrar geng­is­þró­un­ar.

En, í öllu falli blasir við að á móti mjög við­ráð­an­legum eft­ir­stæðum vaxta­kostn­aði hefði komið ómæld­ur ­þjóð­hags­legur ávinn­ingur af minni sam­drætti lands­fram­leiðslu á erf­ið­leika­ár­un­um 2009 og 2010, tím­an­legri og kraft­meiri efna­hags­bati og tals­vert létt­ara vinnu­um­hverfi í stjórn­málum og stjórn­sýslu. Það má því færa fyrir því sterk rök í ljósi stað­reynda að mik­ill vafi leiki á hvor leiðin í Ices­ave mál­inu hefði að end­ingu skilað þjóð­hags­lega hag­feld­ari nið­ur­stöð­u. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None