Sólskins- og sorgarsögur úr ferðaþjónustu

Auglýsing

Sól­in stendur vakt á heið­bláum himni nótt sem nýtan dag. Hit­inn fer hvað eftir ann­að ­upp fyrir tutt­ugu gráð­ur. Þannig viðrar oft á sumrin norður í Mývatns­sveit. ­Göngu­móðir túristar undr­ast hlýjan sunn­an­blæ­inn þótt sumir trúi ekki skynj­un sinni og hafi enn lopa­húfur á höfði þegar hit­inn er kom­inn yfir tutt­ugu og fimm ­stig. Hér skal þó við­ur­kennt með smærra letri að fyrir kemur að norð­lægar áttir séu ríkj­andi í Mý­vatns­sveit. Mér er til dæmis síð­asta sumar í fersku minni.

Erill­inn utan við Sam­kaup í Reykja­hlíð minnir á iðandi mann­líf á erlendum torg­um. Bið­röð er við búð­ina og vin­sæl kló­settin bak við hana. Ævin­týra­lega útbúin far­ar­tæki standa í röðum á hlað­inu, þar stoppar líka gulur strætó og SBA-rútur sem á sumrin ganga til Akur­eyr­ar, Húsa­vík­ur, Ásbyrgis og Egils­staða. Flug­vélar flögra ­yf­ir, þétt setnar útlend­ingum á leið í útsýn­is­flug til allra átta. Hér kjós­a puttal­ingar að bíða eftir fari á næsta áfanga­stað og fólk lagar mat á prím­usum­ eða skiptir við pylsusal­ann sem einnig býður íslenska kjöt­súpu. ­Ferða­skrif­stofur heims­fólks og heima­fólks pikka upp far­þega í kynn­is­ferðir til­ þekktra og óþekktra nátt­úru­undra þess­arar ein­stöku sveitar og auð­vitað kalla ó­byggð­irn­ar, stærsta ósnortna svæði Evr­ópu. Á bíla­stæð­inu við Sam­kaup hljóma helstu heimstungur en líka marg­vís­leg afbrigði íslenskrar tungu vegna þess að ­ferða­þjón­ustan færir okkur margan góðan mann­inn sem ákveður að ger­ast Ís­lend­ing­ur. 

Það vant­ar ekki fjörið í Mývatns­sveit á sumr­in. Maður veifar sveit­ungum en eng­inn hef­ur tök á að stoppa og spjalla yfir hábjarg­ræð­is­tím­ann enda allir á tólf tíma vöktum og sumir á eins mörgum tólf tíma vöktum og hægt er að koma fyrir á ein­um ­sól­ar­hring. Stöku útför er það eina sem sam­einar inn­fædda. Stemm­ing­in, upp­full af adrena­líni, minnir mig á sumrin mín í frysti­húsum forð­um. Þegar unnið er á næt­ur­vinnu­taxta verða allir svo upp­rifnir við að bjarga verð­mætum að öll þreyta g­leym­ist.

Auglýsing

Um manna­skít og fleira

Gamla ­Kaup­fé­lags­húsið stendur við suð­vest­ur­enda bíla­stæð­is­ins. Það hýsir nú mót­tök­ur og agn­arsmáar skrif­stofur Umhverf­is­stofn­un­ar, Vatna­jök­uls­þjóð­garðs og ­upp­lýs­inga­mið­stöðv­ar­innar Mývatns­stofu. Hingað koma hvern sum­ar­dag þús­und­ir­ ­ferða­manna til að fræð­ast um allt sem fyrir augu ber á þessum fram­andi stað. Auk þess að upp­fræða fólk hafa stofn­an­irnar þrjár, ásamt Rann­sókn­ar­mið­stöð­inn­i við Mývatn, marg­vís­legum nátt­úru­vernd­ar­hlut­verkum að gegna. Hvar­vetna í heim­inum skal aðgát höfð í nær­veru Móður jarðar en sér­stak­lega á stöðum eins og ­Mý­vatni. Vatna­svið Mývatns og Laxár eiga sér enga hlið­stæðu í ver­öld­inni enda nýtur svæðið verndar með lögum og alþjóða­samn­ing­um. Slæm umgengni við vatna­svæði Mývatns hefur til að mynda áhrif á fugla­líf um allan heim.

Til eru ­ferða­menn sem sýna ein­beittan brota­vilja í níð­ings­skap sínum gegn nátt­úr­unni en flestir skilja hve við­kvæm íslensk nátt­úra er – ef þeim er sagt það. Erlend­ir ­ferða­menn skilja ekki íslenska nátt­úru, vegi og veð­ur­far nema þeim sé hjálp­að til þess. Land­verðir eru sú stétt sem er í einna nán­ustum tengslum við fólk sem ­ferð­ast á eigin veg­um. Mér þótti það merki­leg ákvörðun stjórn­valda hér um árið að mæta auknum ferða­manna­straumi með nið­ur­skurði í land­vörslu. Norður í Mý­vatns­sveit fæ ég ekki betur séð en að æ færri land­verðir noti æ meira af tíma sínum til að tína upp manna­skít í nátt­úruperl­um. Sífellt minni tími virð­is­t ­gef­ast til að fræða ferða­menn um ákjós­an­lega umgengni við ein­stakt líf­rík­i ­Mý­vatns.

Afkoma og áhyggjur inn­fæddra

Fjalla­drottn­ing, ­móðir mín, breiðir út faðm­inn. Feg­urðin er hvít­blá, orkan djúp­fryst. Frostrós­ir prýða glugga og nær hnött­ótt­ur, gylltur máni hverfur af himni yfir Hverfjall­i þegar keyrt er inn í guf­una sem leggur af Helga­vogi. Lágreist býli kúra í snjónum sunnan vatns og bjarkir sýn­ast silfraðar í flóð­lýs­ing­unni við Skútu­staða­kirkju. ­Uppúr þrí­hyrndu Belgjar­fjalli standa skær­græn norð­ur­ljós eins og strók­ur.

Ferða­menn eru líka teknir að flykkj­ast í Mývatns­sveit til að líta feg­urð vetr­ar­ins. Þeg­ar ég skrapp norður um dag­inn undrað­ist ég iðandi mann­lífið í febr­úar en minnt­ist um leið fábreytts félags­lífs­ins þegar ég bjó þarna fyrir um tutt­ugu árum. Ef ­mið­ill kom í sveit­ina mætti ég á skyggni­lýs­ingu bara til að hafa eitt­hvað við að vera á síð­kvöld­um.

Nú geta margir gisti- og veit­inga­stað­anna, sem bráðum fylla annan tug­inn, haft opið ­yfir vet­ur­inn. Hér eru engir alþjóð­legir skyndi­bita­staðir en sum­ir veit­inga­stað­anna eru í þeim gæða­flokki að ítalskir sæl­kerar hringja í hrifn­ing­u heim þegar klukkan er komin yfir mið­nætti við Mið­jarð­ar­hafið til að lýsa því ­sem þeir eru að borða. Þegar ég kom um dag­inn voru hót­elin að fyll­ast af vöðva­fjöllum sem vinna við að und­ir­búa ísinn fyrir tökur á Fast and the furi­ous. Vetr­ar­í­þróttir blómstra við vatn­ið. Lókal leið­sögu­menn brjót­ast með gesti í Loft­helli þrátt fyrir erfitt aðgengi að staðnum í vetr­ar­ham. Ekk­ert lát er á að­sókn í sí stækk­andi Jarð­böð­in. Bænda­fjöl­skylda hefur við­ur­væri af því að sýna ­flottasta fugla­safn lands­ins. Hvera­seydda rúg­brauðið rýkur út og lopa­peysur eru tíndar af prjónum Dyngju­kvenna áður en þær ná að fella af. Ferða­þjón­ustu­bænd­ur eru margir farnir að geta sinnt rekstr­inum árið um kring og  borgað niður skuldir frá upp­bygg­ing­ar­ár­un­um.

Ég átti um dag­inn erindi við fjöl­mörg ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki og var alls staðar boðið í kaffi enda gefst ennþá tími yfir vet­ur­inn til að spjalla. Það sló mig hvað hljóð­ið var slæmt í fólki. Hún kom mér svo­lítið á óvart sú þörf að deila með mér áhyggj­u­m af þróun mála í Mývatns­sveit mitt í allri pen­inga­lykt­inni.

Ég veit ekki hvort gerðar hafa verið rann­sóknir á Mývatns­sveit sem ferða­manna­stað en tel að þessi land­fræði­lega afmark­aða sveit og gam­al­gróna sam­fé­lag væru kjörin til að kort­leggja áhrif ferða­mennsku á nátt­úru og mann­líf. Ferða­þjón­ustan er iðn­að­ur­ ­sem eins og sprettur af sjálfum sér og ekk­ert er umhverf­is­mat­ið. Hér að fram­an hef ég nefnt marg­vís­leg jákvæð áhrif. Þegar Kís­il­iðj­unni var lokað árið 2004 sáu menn jafn­vel fram á að sveitin legð­ist í eyði og það sama hafði fólk óttast á sjö­unda ára­tug síð­ustu aldar þegar tækni­væð­ing búskap­ar­hátta hafði minnk­að at­vinnu­mögu­leika í sveit þar sem blóm­legur búskapur hefur verið stund­aður frá­ land­náms­öld. Mývatns­sveit virð­ist hafa hæfi­leika katt­ar­ins til að koma niður á fót­un­um. En þrátt fyrir – eða kannski vegna – upp­gangs­ins í hinni nýju at­vinnu­grein eru heima­menn farnir að hnykla brýn og viðra áhyggj­ur.

Sam­tal úr upp­lýs­inga­mið­stöð

- Hvar er Þjóð­vegur 1 til Egils­staða? spyr ferða­maður sem kemur í Mý­vatns­stofu í þriðja skipti á jafn­mörgum dögum til að spyrja sömu spurn­ing­ar.

- Bara hérna rétt fyrir utan, það er veg­ur­inn sem liggur þarna í aust­urátt, svara ég en ég hef síð­ustu þrjú sumur unnið við ferða­þjón­ustu í Mývatns­sveit.

- Hvað þýðir aust­ur?

- Það er þessi átt, segi ég og bendi að Náma­skarði.

- Hvernig get ég verið viss um að þetta sé rétta leiðin til Egils­staða?

- Þú fylgir þessum vegi í tvo klukku­tíma og þá kem­urðu að skilti sem á stendur Egils­stað­ir.

- En hvað geri ég ef það er ekki svo­leið­is?

- Ég get full­vissað þig um að þannig er það en ég get líka látið þig fá síma­númer til að hringja í ef þú lendir í vand­ræð­um.

- En ég vil fá að vita um annan veg til Egils­staða ef þú skyldir vera að vísa mér á rangan veg.

- Það er eng­inn annar þjóð­vegur til Egils­staða héð­an.

- Ég ætla samt að fara á aðra upp­lýs­inga­mið­stöð og fá second opinion, seg­ir hann eins og í boði sé geysi­legur fjöldi upp­lýs­inga­mið­stöðva í grennd. Hann snar­ast út, næstum í fangið á öðrum ferða­manni. Sá hampar bíla­leigu­lyklum að slyddu­jeppa. Hann spyr um aðstæður á leið­inni til Öskju en reið­ist þegar ég segi að F-88 í Öskju sé því miður ófær. 

- Hvernig get­urðu haldið öðru eins fram, sérðu ekki að það er glamp­and­i ­sól og hiti, því­líkur skortur á fag­mennsku, ég fer bara samt, segir hann og er lagður af stað án þess að ég nái að útskýra að sól­bráð og leys­ingar loka ­stundum veg­inum í Öskju og Herða­breið­ar­lindir á sumr­in.  

Þetta eru öfga­kennd dæmi en sönn. Flestir koma samt í upp­lýs­inga­mið­stöð til að fá ­grein­ar­góðar upp­lýs­ingar og fara eftir þeim. En árin sem ég hef ver­ið við­loð­andi ferða­mennsku í Mývatns­sveit hafa sýnt mér að þörfin fyr­ir­ ­upp­lýs­inga­gjöf verður því brýnni sem ferða­menn koma víðar að.

Það skal ­upp­lýst að fyrri ferða­mað­ur­inn í sögu minni var Kín­verji. Þegar við ferð­um­st til Kína er settur undir hvert okkar leið­sögu­maður til að koma í veg fyrir að við lendum í vand­ræð­um. Við höfum ekki mann­afla til að þjóna á sama hátt þeim stóra hópi Kín­verja af milli­stétt sem nú flæða á eigin vegum yfir Evr­ópu. Þeg­ar ég stend fyrir framan Kín­verja sem er búinn að missa af einu rútu dags­ins og þar með af bók­aðri gist­ingu það sem eftir er ferð­ar­innar get ég ekki annað en vor­kennt hon­um. Það eina sem ég get ráð­lagt honum að gera sér til dund­urs er að ­ganga um í nátt­úr­unni, manni sem aldrei hefur þurft að ganga og ótt­ast hrjúfa nátt­úru okk­ar. Í raun­inni hefur hann ekki hug­mynd um af hverju hann er lentur á þessum ­stað sem allt eins gæti verið tunglið. Ég get líka upp­lýst hér að það er ekki eins­dæmi að menn keyri til Siglu­fjarðar í leit að Lauga­vegi. Það ger­ist ítrek­að að fólk komi í Voga í Mývatns­sveit með bók­aða gist­ingu í Vogum á Vatns­leysu­strönd.

Manna­þefur í helli mínum

Ég held að lokun sund­laug­ar­innar í Reykja­hlíð hafi orðið til þess að fólk tók að spjalla við mig um vanda byggð­ar­lags­ins. Sveit­ar­fé­lagið hefur ekki lengur efni á að við­halda og reka sund­laug fyrir heima­menn og sund­kennslu barn­anna. ­Fé­lags­heim­ilið Skjól­brekka er í útleigu og heima­menn þurfa að leigja það til bak­a ­fyrir hefð­bundnar sam­komur sín­ar. Hrepp­ur­inn hefur litlar tekjur af blóm­strand­i ­ferða­mennsku en samt eru gerðar kröfur til hans um að merkja staði, reisa bíla­stæði og reka sal­erni. Skútu­staða­hreppur er eitt víð­áttu­mesta sveit­ar­fé­lag lands­ins en jafn­framt eitt af þeim fámenn­ustu. Hrepp­ur­inn inn­heimtir lít­il að­stöðu­gjöld vegna ferða­manna, það gera aðilar búsettir ann­ars stað­ar. Störf­in ­sem sveitin skapar eru marg­falt fleiri en íbúar hennar svo að útsvars­tekj­ur ­ís­lensks far­and­verka­fólks í ferða­þjón­ustu  renna til ann­arra sveit­ar­fé­laga. Ég verð að við­ur­kenna van­þekk­ingu mína á því hvert útsvars­tekjur renna vegna erlends vinnu­afls sem kemur tíma­bundið á vegum starfs­manna­l­eigna.

Sveit­ar­fé­lag ­sem hefur ríkum skyldum að gegna gagn­vart fugla­lífi alls heims­ins getur ekki ­byggt enda­laust af hús­um. Strangt eft­ir­lit er með nýbygg­ingum og erfitt að fá ­leyfi fyrir þeim. Ný hótel eru á teikni­borð­inu en óvíst hvar starfs­fólkið á að ­búa. Hver kompa í sveit­inni er upp­tek­in, hvert dúkku­rúm. Fólk sem áður bjó í ein­býl­is­húsum býr nú í afstúk­uðu horni í bíl­skúrn­um. Það kostar klukku­tíma bið að kaupa mjólk­ur­pott og þegar heim er komið er manna­skítur í inn­keyrsl­unni og ó­kunnur maður á gægjum við eld­hús­glugg­ann. Björg­un­ar­sveit­ar­menn er á enda­lausri bak­vakt til við­bótar við aðrar vaktir og það kemur niður á heilsu þeirra og pyngju vinnu­veit­anda. Sér­fræð­ingar að sunnan óskap­ast yfir prís­unum og meintri græðgi Mývetn­inga þegar þeir setj­ast yfir stefnu­mót­un­ar­vinnu, ef til vill um það hvernig auka megi arð í ferða­þjón­ustu.

Frá mínum bæj­ar­dyrum séð

Ég sett­ist ekki niður að skrifa þessa grein til að kenna ein­hverjum um það sem aflaga virð­ist fara. Ekki heldur af því að ég hafi lausnir á hrað­bergi. Eig­in­lega byrj­að­i ég að skrifa grein­ina af ein­skærri eig­in­girni vegna þess að mér líður eins og á­huga­verðu and­liti lands og þjóðar sem langar meira að vinna í upp­lýs­inga­mið­stöð en að fara í for­seta­fram­boð. Ég hef allt í starf­ið, þekk­ing­u, ­reynslu, tungu­mál og sam­skipta­hæfni. Ég hef bara ekki efni á að vinna við ­upp­lýs­inga­gjöf. Í fyrra­sumar ákvað ég að skúra frekar og skera ávexti á næt­ur­vöktum á veit­inga­stað. Það var unaðs­legt að fá að fylgj­ast með nýborn­u ung­viði í bjartri nótt­inni á meðan ég skúraði og skar ávexti í góðri sátt við ­laun mín. Málið er bara að ég hef enga sér­staka hæfi­leika til að skúra og margir eru betri í því en ég. Ég hef hæfi­leika til að aðstoða og fræða – og ég tel að upp­lýs­inga­gjöf sé skaða­minnk­andi for­varnar­starf sem sparar íslensku ­sam­fé­lagi fúlgur á degi hverj­um.

Nú hef­ur verið stofnuð Stjórn­stöð ferða­mála og er það vel að kallað sé eftir reynslu og þekk­ingu á svið­inu til ,,að sam­hæfa aðgerðir og útfæra leiðir í sam­vinnu við ­stjórn­sýslu, sveit­ar­fé­lög, stoð­kerfi grein­ar­innar vítt og breitt um land­ið, ­grein­ina sjálfa og aðra hags­muna­að­ila.“ Ég hef mikla reynslu af því að stjórn­a ­starfs­hóp­um. Ég gef hér með kost á mér til að stofna og stýra hópi fólks sem vinnur á gólfi atvinnu­grein­innar og hefur af mik­illi reynslu að miðla. Ég hef einkum áhuga á að vinna að auknu vægi fræðslu og upp­lýs­inga­gjafar í íslenskum ­ferða­mál­um, landi og þjóð til hag­bóta og sóma. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None