Hæstiréttur og endurupptökunefnd

Auglýsing

Hæsti­réttur kvað hinn 25. febr­úar 2016 upp dóm í máli nr. 628/2015, sem fjallar m.a. um end­ur­upp­töku­nefnd, sem til var stofnað árið 2013 ­með laga­breyt­ing­um. Til­efni þess að end­ur­upp­töku­nefnd var sett á lagg­irnar var að Hæsti­réttur hafði um langa hríð sjálfur haft umboð til að ákveða hvort  mál sem dæmd höfðu ver­ið, þar á meðal í Hæsta­rétti, skyldu end­ur­upp­tekin að beiðni ann­ars hvors máls­að­ila. Talið var að vart væri unnt að ætl­ast til þess af þeim, sem ósk­uðu eftir end­ur­upp­töku ­mála,  sem  Hæsti­réttur hafði  dæmt þeim í óvil, að þeir bæru nægi­leg­t ­traust til hlut­lægni rétt­ar­ins við með­ferð og úrlausn slíkrar ósk­ar. Hætt væri við að beið­endur litu svo á, að dóm­arar rétt­ar­ins væru að fjalla um sín eig­in ­mál, hvort heldur sömu dóm­arar og höfðu skipað dóm í máli þeirra, fjöll­uðu um end­ur­upp­töku­beiðnir þeirra, eða aðrir dóm­arar við rétt­inn. Á hér við spak­mæl­ið „eng­inn er dómari í eigin sök“.

Til að ráða bót á þessu vand­kvæði sam­þykkti Alþing­i laga­breyt­ingar sem fólust í skipun þriggja manna end­ur­upp­töku­nefnd­ar, sem fara ­skyldi með það hlut­verk, sem dóm­arar Hæsta­réttar fóru áður með við ákvörð­un end­ur­upp­töku dæmdra mála. Um skipun nefnd­ar­innar er fjallað í lögum um dóm­stóla. Í lög­unum um með­ferð saka­mála frá 2008, eins og þeim var breytt árið 2013,  eru fyr­ir­mæli um að end­ur­upp­töku­nefnd taki á­kvörðun um hvort mál verði end­ur­upp­tek­ið. Í fram­hald­inu seg­ir, að sé beiðni sam­þykkt „skal fyrri dómur falla úr gildi, annað hvort að öllu leyti eða hluta.“ Þetta er aðal­regla, en nefnd­inni er þó heim­ilt að ákveða að rétt­ar­á­hrif fyrri dóms hald­ist þar til nýr dómur geng­ur, en ekki er til­efni til að fjalla um þessa að­al­reglu hér. Fyr­ir­mynd­ina að þessu ákvæði er orð­rétta að finna í lögum um ­með­ferð saka­mála frá 2008. Eini mun­ur­inn að þessu leyti er sá að það var Hæsti­rétt­ur, sem tók ákvörðun um end­ur­upp­töku fram til 2013, en þá tók end­ur­upp­töku­nefnd við sem fyrr seg­ir. Þeir sem sömdu laga­text­ann 2013 um ákvarð­an­ir end­ur­upp­töku­nefndar um end­ur­upp­töku mála og um að fyrri dómur skyldi falla úr ­gildi að meg­in­stefnu gerðu ekki annað en nota óbreyttan laga­text­ann frá 2008, ­sem sam­inn var af rétt­ar­fars­nefnd, en hana skip­uðu hinir vís­ustu menn, þeirra á meðal núver­andi for­seti og vara­for­seti Hæsta­rétt­ar, sem báðir sátu í dóm­in­um 25. febr­úar s.l. Rétt­ar­fars­nefnd beitti sér árið 2008 fyrir breyttu ákvæði að þessu leyti þar sem í eldri lögum (frá 1991) var kveðið á um að ákvörðun um end­ur­upp­töku frestaði „ekki fram­kvæmd dóms nema Hæsti­réttur mælti svo.“ Höf­und­ar hins nýja texta frá 2013 höfðu ástæðu til að ætla að treysta mætti því að hinn efn­is­lega ó­breytti texti væri ekki í and­stöðu við  ­stjórn­ar­skrána m.a.  um að­grein­ingu vald­þátt­anna. Ákvæðið frá 2008 hafði verið í gildi í þó nokkur ár og reynt á ákvæðið í end­ur­upp­töku­beiðn­um, sem Hæsti­réttur hafði fjallað um, án þess að hreyfa athuga­semdum við gildi ákvæð­is­ins. Ein­hver kynni að spyrja hvort ekki sé ólíku saman að jafna; ann­ars vegar Hæsti­réttur og hins vegar sjálf­stæð og óháð stjórn­sýslu­nefnd, sem heyrir undir fram­kvæmda­vald rík­is­ins, svo not­að sé orða­lag Hæsta­rétt­ar. Svo er þó ekki því Hæsti­réttur fór alla tíð með­ á­kvarð­anir um end­ur­upp­töku­beiðnir sem  hand­hafi ­stjórn­sýslu­valds en ekki sem hand­hafi dóms­valds.

Í fréttum og umræðu um dóm­inn frá 25. febr­úar hefur borið á þeim mis­skiln­ingi, að sú breyt­ing hafi orðið árið 2013, að ákvörðun um end­ur­upp­töku dæmdra mála hafi verið tekin undan dóms­vald­inu og flutt til­ fram­kvæmda­valds­ins. Svo er ekki. Ákvarð­anir um end­ur­upp­töku dæmdra mála hafa ætíð verið teknar af fram­kvæmda­valds­höf­um, lengst af  hafa þær verið teknar af Hæsta­rétti sem ­stjórn­valdi.    

Auglýsing

Um Hæsta­rétt ann­ars vegar sem hand­hafa dóms­valds og hins ­vegar sem hand­hafa stjórn­valds er fjallað í 7. gr. lag­anna um dóm­stóla frá­ 1989, en þar er m.a. gert ráð fyrir að Hæsti­réttur fáist lögum sam­kvæmt „við annað en með­ferð máls fyrir dómi“. Í athuga­semdum við þetta atriði frum­varps­ins 1989 segir m.a. að þessum reglum sé „ætlað að ná til erinda af ýmsu tagi, til­ ­dæmis umsókna um áfrýj­un­ar­leyfi, end­ur­upp­töku máls ...“. Hæsti­réttur hefur því ekki farið með beiðnir um end­ur­upp­töku mála sem dóms­mál. Með­ferð slíkra erinda hef­ur ekki farið eftir lögum um rétt­ar­far í dóms­mál­um, hvorki um einka­mál né saka­mál. Er­indin hafa ekki verið tekin fyrir á dóm­þing­um, hvorki opnum né lok­uð­u­m, ­máls­að­ilar eða tals­menn þeirra hafa ekki verið boð­aðir fyrir Hæsta­rétt til ger­a ­grein fyrir mál­inu, heldur er allt skrif­legt. Hæsti­réttur tók erindin fyrir á lok­uð­u­m fundum en ekki dóm­þingum og nið­ur­stöður hans eru nefndar „úr­lausnir“ en ekki ­dómar eða úrskurð­ir. Úrlausnir þessar eru ekki birtar og því ekki aðgengi­leg­ar al­menn­ingi á sama hátt og dómar rétt­ar­ins.

Það er og athygl­is­vert við dóm Hæsta­réttar hversu mikla áherslu hann leggur á úrskurð­ar­vald dóm­stóla um ákvarð­anir end­ur­upp­töku­nefnd­ar, ekki síst í því ljósi að á þeim ára­tugum semæstaireáta­tuf

 Hæsti­réttur fór með­ úr­lausn beiðna um end­ur­upp­töku mála sem stjórn­sýslu­að­ili, þá lét hann ekki að því liggja þegar end­ur­upp­taka var sam­þykkt og málið kom í fram­hald­inu  til efn­is­úr­lausnar fyrir Hæsta­rétt sem ­dóm­stól, að þá ætti dóm­stóll­inn úrskurð­ar­vald um ákvarð­anir Hæsta­réttar sem stjórn­valds, heldur virt­ist líta svo á að hann væri bund­inn af afgreiðslu þeirra dóm­ara sem stóðu að því að sam­þykkja end­ur­upp­töku­beiðn­ina hvort sem þeir voru þeir sömu og ­skip­uðu dóm í mál­inu eða aðrir dóm­arar rétt­ar­ins.

Ókost­ur­inn við dóm Hæsta­réttar frá 25. febr­úar s.l. er ekki síst sá, að hann gætir þess ekki að gera grein fyrir því að það, sem gerð­ist árið 2013, var að ákvörð­un­ar­valdið um end­ur­upp­töku var flutt frá Hæsta­rétti sem ­stjórn­valdi til ann­ars stjórn­valds. Gagn­legt hefði verið að Hæsti­réttur hefð­i út­skýrt hverju það breytti um end­ur­skoð­un­ar­vald rétt­ar­ins frá því sem áður var. Enn  gagn­legra hefði það verið að Hæsti­réttur hefði útskýrt hvaða rétta­reglu hann telji að  heim­ili honum að setja sig í spor stjórn­valds og taka sjálfur stjórn­valds­á­kvörð­un, eins og gefið er í skyn í dóm­in­um. Í dómi Hæsta­réttar hinn 27. maí 2015 (mál nr. 284/2015) sagði um slíkar aðstæð­ur: „ ... þá er til þess að líta að þótt ­dóm­stólar skeri sam­kvæmt 60. gr. stjórn­ar­skrár­innar úr öllum ágrein­ingi um emb­ætt­is­tak­mörk stjórn­valda og geti þannig ógilt ákvarð­anir fram­kvæmda­valds­hafa ef þeim er áfátt að formi eða efni þá leiðir það af þrí­skipt­ingu rík­is­valds­ins, s­br. 2. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar, að það er almennt ekki á færi dóm­stóla að taka nýjar ákvarð­anir um mál­efni sem stjórn­valdi er að lögum falið að taka.“ Í þessum orðum rétt­ar­ins  birt­ist við­tek­inn skiln­ingur á því að skv. stjórn­ar­skránni sé dóm­stólum óheim­ilt að taka nýjar ­stjórn­valds­á­kvarð­an­ir, en þeir geta hins vegar ógilt þær ef þeim er áfátt um ­form eða efni. Fari svo að Hæsti­réttur setji sig í spor end­ur­upp­töku­nefndar og taki nýjar ákvarð­anir í end­ur­upp­töku­málum væri um brot á meg­in­reglu 2. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar um  þrí­grein­ingu valds­ins að ræða. Þá ­stigi Hæsti­réttur inn á vald­svið fram­kvæmda­valds­ins.

Rétt er að geta þess að lokum að ­með laga­breyt­ing­unum 2013 um stofnun end­ur­upp­töku­nefndar var tekið mik­il­vægt fram­fara­spor í því skyni að auka réttar­ör­yggi í land­inu. Það er ekki síst í því fólgið að ­máls­með­ferð fyrir end­ur­upp­töku­nefnd fer eftir ákvæðum laga um með­ferð saka­mála og laga um með­ferð einka­mála, enda þótt um stjórn­sýslu­nefnd sé að ræða. Máls­með­ferð­in ­fyrir nefnd­inni er því opin og gagnsæ í stað þess að vera lokuð og ó­gagn­sæ.  Nefndin hefur því ýmis ein­kenn­i ­dóm­stóls og minnir um margt á stjórn­sýslu­dóm­stóla í nágranna­ríkjum okk­ar. Brýnt er að ekki verði stigið spor til baka til fyrri hátta á þessu sviði og réttar­ör­ygg­i skert með því.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None