Kvennaframboð?

kvennaframboð konur launamunur
Auglýsing

Sal­ur­inn á Hótel Borg er laus sum­ar­dag­inn fyrsta. Vill ekki ein­hver boða til fjölda­fundar um femínískt fram­boð til kom­andi Alþing­is­kosn­inga?

Ég hvet alla sem eru ein­hvers staðar á róf­inu frá karli til konu að hitt­ast og hlera hina. Ég hvet kon­urnar sem frelsuðu geir­vört­una fyrir fimm­tíu árum til að hitta þær sem þurftu að frelsa hana aftur í fyrra. Ég hvet karl­ana sem brenna fyrir femín­isma til að bæt­ast í hóp­inn. Og ég hvet líka alla aðra til að mæta.

Þetta gæti orðið áhuga­verð til­raun. Mörg ljón eru þó í veg­inum fyrir kvenna­fram­boði, kannski fleiri nú en í fyrri skipt­in. 

Auglýsing

Grænk­andi gras­rót

Ég sting upp á Hótel Borg af því að þar varð sögu­legur atburður þegar kvenna­fram­boð var stofnað á fjölda­fundi í jan­úar 1982. Um svipað leyti varð til kvenna­fram­boð á Akur­eyri og fleiri fylgdu í kjöl­farið þannig að á árunum 1982-1994 sat fjöldi kvenna á Alþingi og í sveit­ar­stjórnum í nafni kvenna­fram­boða og Kvenna­lista. Jafn­vel enn merk­ari eru þau kvenna­fram­boð sem leiddu til þess að fyrstu íslensku kon­urnar náðu kjöri og sátu í bæj­ar­stjórn Reykja­víkur á árunum 1908-1916.  

Kvenna­fram­boðin náðu miklum árangri en vel­gengni þeirra allra má rekja til vand­aðrar hug­mynda­fræði­vinnnu í gras­rót­inni. Fram­boðin breyttu stjórn­málum og sam­fé­lag­inu öllu. Sem slík juku kvenna­fram­boð ekki aðeins marg­falt þátt­töku kvenna í stjórn­málum heldur breyttu því hvernig stjórn­mál eru skil­greind, rædd og unn­in. Sú stað­reynd að konur fengu í kjöl­farið að grípa í stjórn­ar­taumana breytti svo því hvert ferð­inni er heit­ið. Kvenna­fram­boð breyttu ásýnd, áhersl­um, umræðu­hefð og fram­tíð­ar­sýn.   

Sjálfa langar mig að vera eitt eilífðar smá­blóm í gras­rót­inni sem er og verður mik­il­væg­asti hluti stjórn­mál­anna. Má ég biðja þá um að rétta upp hönd sem telja að nú vanti okkur „sterka“ og sjálf­mið­aða stjórn­mála­leið­toga?

Snertifletir pen­inga og ham­ingju

Pen­ingar eru drif­kraftur sam­fé­laga og hag­stjórn stað­al­bún­aður á þjóð­ar­skút­um. En við vöknum samt enn og aftur upp við þann vonda draum að við höfum ein­blínt á mæli­tækin en forð­ast að horfa til him­in­tungl­anna sem eru veg­vísar um stærra sam­heng­i. 

Krút­t­þjóðin hefur misst mey­dóm­inn. Fleiri þjóðir fást við það sama og hugs­an­lega verða stjórn­mál aldrei söm. Það má að minnsta kosti láta sig dreyma um auk­inn þroska nú þegar þjóð­ar­leið­togar kepp­ast við að hengja út blóði drifin lök til sönn­unar á sak­leysi sín­u. 

Ham­ingju­rann­sóknir sýna að pen­ingar og ham­ingja hafa aðeins tvo snertifleti. Það getur valdið óham­ingju að hafa ekki í sig og á og það getur valdið óham­ingju að vita ekki aura sinna tal. Femín­ismi snýst meðal ann­ars um að lág­marka van­líðan þeirra fátæku og þeirra ríku. Hug­myndin um jöfnuð er grunn­stef í stefn­unni um jafn­ræði og jafn­rétti kynj­anna. 

Ættum við að panta Hörpu?

Í tær­ustu mynd sinni snýst femín­ismi um að jafna aðstöðu þeirra tveggja hópa sem deila jörð­inni, kvenna og karla. Árið 2016 eiga konur enn svo lítið af ver­ald­ar­auðnum að upp­hæðin er vart sjá­an­leg berum aug­um. Er það vegna þess að þær vinna svo lít­ið? Á heims­vísu vinna konur nær öll ólaunuð störf sem lúta að heim­il­is­haldi og barna­upp­eldi. Auk þess er tæpur helm­ingur kvenna í heim­inum á vinnu­mark­aði. Stafar auður karla þá af marg­falt meiri atvinnu­þátt­töku þeirra? Nei, því að aðeins um tveir þriðju hlutar karla eru á vinnu­mark­aði á heims­vís­u. 

Ein­faldar stað­reyndir sem þessar ættu að vekja löngun allra til að beita sér fyrir jafn­rétti kynj­anna. Samt legg ég ekki til að þið pantið Hörpu fyrir fjölda­fund um kvenna­fram­boð enda sé ég tvær ástæður fyrir því að Hótel Borg ætti að nægja. Önnur kemur utan úr sam­fé­lag­inu en hin úr iðrum kvenna­hreyf­ing­ar­innar sjálfr­ar. 

Eins og viki­vaki, tvö skef áfram og eitt aft­urá­bak

Það heyr­ast raddir sem í fullri alvöru halda því fram að Íslandi sé stjórnað af öfga­femínist­um. Við­brögð sem þessi eru þekkt úr mann­kyns­sög­unni: Ef konur öðl­ast ein­hver völd eru þær sak­aðar um að hafa hrifsað þau öll. Hóg­vær­ari raddir spyrja hvort árangur kvenna­bar­átt­unnur sé ekki næg­ur, hvort ekki sé mál að linni. Um þetta kennir mann­kyns­sagan: Ávinn­ingur mann­rétt­inda­bar­áttu er alltaf eins og viki­vaki, tveimur skrefum af árangri sem bar­áttan skilar mál­staðnum fylgir eitt skref aftur á bak. Auk þess er rétt­inda­bar­átta í sjálfri sér altæk. Þræll berst ekki fyrir að að losna við hlekk­ina part úr degi, hann berst ein­fald­lega fyrir því að lás­inn sé opn­aður og lykl­inum hent. 

Að lokum heyr­ast raddir sem telja það skammar­legt að íslenskur konur æsi sig í rétt­inda­bar­áttu þegar konur um víða ver­öld hafa það miklu verra. Reyndin er sú að íslensk kvenna­bar­átta er útflutn­ings­vara. Femínískir karlar og konur á Íslandi lýsa sem leiftur um nótt um fjar­lægar álf­ur. 

Ég skúra í dag og þú á morgun og jafn­rétti er náð

Þegar for­mæður okkar börð­ust fyrir kosn­inga­rétti og kjör­gengi í byrjun síð­ustu aldar voru átaka­línur skýr­ar. Mörg­um, einkum kon­um, fannst það eðli­leg krafa að konur hefðu lýð­ræð­is­leg áhrif. Öðrum, einkum körlum, fannst sú hug­mynd bein­línis hættu­leg. 

Þegar kven­frels­is­hug­myndir hopp­uðu út úr höfði hippa­legra stúd­enta­bylt­inga fannst okkur mörgum létt verk og löð­ur­mann­legt bíða okk­ar. Blá­eyg sem ég var hélt ég að framundan væru örlítil átök við að skúra skít­inn úr almanna­rým­inu og skipta með sér verkum heima fyr­ir. Ég hélt að við værum að fást við ást­kæra, vel­vilj­aða en gam­al­dags eig­in­menn okk­ar, bræð­ur, syni og feð­ur. Ég skildi minna en ekk­ert þegar djúpúðgar konur fóru að tala um árþús­unda gam­alt, and­lits­laust og kerf­is­lægt mis­rétti. Feðra­veld­ið. Nú veit ég meira að segja hvar feðra­veldið geymir auð sinn. 

Þegar feðra­veldið bauð upp í dans missti kvenna­hreyf­ingin sak­leysi sitt. Síðan hófst umræða um kyn­heil­brigði, kyn­frelsi og sam­kyn­hneigð og kyn­ferð­is­of­beldið braust út úr laun­helgum sam­fé­lags­um­ræð­unn­ar. Kvenna­hreyf­ingar tóku að kort­leggja mis­beit­ing­una og skapa um hana þekk­ingu. Okkur fór að skilj­ast að nauð­gar­inn er ekki óþekktur maður á úti­há­tíð heldur and­lits­laust feðra­veld­ið. Með þá þekk­ingu í fartesk­inu er erfitt fyrir kvenna­hreyf­ingar nútím­ans að fylgja meg­in­straumi, að vera mainstr­eam. Þótt mið­aldra, gagn­kyn­hneigð, hvít og fjár­sterk kona á Vest­ur­löndum styðji Hill­ary vill hún ekki endi­lega láta bendla nafn sitt við bar­áttu fatl­aðr­ar, sam­kyn­hneigðrar og sví­virtrar flótta­konu. Átaka­línum í kvenna­bar­átt­unni fer fjölg­andi sem gerir umræðu um mann­rétt­indi kvenna flókn­ari.  

Verk­efni femín­ism­ans

Ég skil til­hneig­ingu hreyf­inga til að ein­falda átaka­línur bar­áttu­mála sinna en álít það samt hlut­verk  kvenna­hreyf­ing­ar­innar að takast á við erf­ið­ustu við­fangs­efn­in. Reyndar finnst mér hlut­verk kvenna­hreyf­ing­ar­innar svo viða­mikið að umræðan þyrfti að fylla alla sali Hörpu­nn­ar. 

Fyrst vil ég nefna ábyrgð kvenna­hreyf­ing­ar­innar á umræðu um jað­ar­setta hópa sam­fé­lags­ins. Í sam­vinnu við vís­inda­sam­fé­lagið hefur almenn­ingur á síð­ustu ára­tugum gert stór­merka til­raun. Nið­ur­staða hennar er sú að allt mann­kyn er á ein­hverju rófi, lækn­is­fræði­lega og félags­lega. Við höfum fengið verk­fær­in  til að draga fólk í dilka eftir því hvar það er á róf­inu en við ráðum illa við að hjálpa fólki með grein­ingar að kom­ast frá jaðri sam­fé­lags­ins og inn í það mitt. Það er ekki ein­göngu af mann­úð­ar­á­stæðum sem við þurfum að hætta að jað­ar­setja fólk. Ástæð­urnar eru fyrst og fremst efna­hags­leg­ar. Það er ein­fald­lega ódýr­ara að sam­þykkja að fólk er eins og það er – mis­mun­andi - heldur en að reyna að breyta því með skurð­að­gerðum eða útrýma því með stríð­um. Hér geta kvenna­hreyf­ingar haft for­ystu um óhjá­kvæmi­lega hug­ar­fars­breyt­ingu.  

Umhverf­is­vernd og femín­ismi eru líka órofa tengd. Nú stöndum við Vest­ur­landa­búar frammi fyrir því verk­efni að flytja úr ein­býl­is­hús­unum okkar ofan í kjall­ara­í­búð­ir. Við megum nota draslið sem við eigum en ekki kaupa nýtt. Við þurfum að byrja að borða linsu­baunir og skor­dýr í stað meng­andi nauta­steik­ur. Þeir sem stigið hafa út úr ótt­an­um, minnkað umsvifin og til­einkað sér grænan lífs­stíl lofa hann og prísa. Fólki léttir við að losna úr auð­æfagildrunni. Femínísk hag­fræði fjallar um leiðir til að draga saman segl­in. Hér eins og ann­ars staðar tala femínistar um að fara vel með sam­fé­lags­sjóð­inn. 

Feðra­veldi í dauða­teygjum

Sólin hefur heiðrað okkur með nær­veru sinni þennan apr­íl­mán­uð. Feg­urðin fær­ist yfir og konur hefja vor­verk sem færa okkur von. Mér líður eins og íbúum Nangi­ala hafi tek­ist að ráða nið­ur­lögum svarta ridd­ar­ans Þeng­ils. Drek­inn Katla er þó örugg­lega enn með lífs­marki. 

Konur eru ekki í eðli sínu heið­ar­legri en karl­ar. Þær hafa bara ekki kross­tengslin til að iðka spill­ingu. Kannski neyð­ist samt Birgitta til að segja af sér fjár­mála­ráð­herra­emb­ætt­inu ef hún verður upp­vís að því að hylma yfir gervi­gras­rót­ar­um­ræðu og Katrín for­sæt­is­ráð­herr­anum ef upp kæm­ist að hún flokk­aði ekki rusl. Von­andi fylgj­ast heilög Birgitta og heilög Katrín vel með því hvernig almenn­ingur færir stöðugt til við­mið sín um hvaða hegðun póli­tíkusa telst í lagi og þjóð­inni sam­boð­in.  

Stundin er runnin upp

Kannski verður and­lit nýs Kvenna­fram­boðs áber­andi í næstu rík­is­stjórn. Kannski ein­hver skipu­leggj­andi Druslu­göng­unnar eða einn þeirra flottu Sjálf­stæð­is­manna sem á síð­ustu miss­erum hafa fikrað sig frá þæg­ind­ara­mm­anum og upp­götvað að það sem er prí­vat er líka póli­tík? 

Í upp­hafi greinar hvatti ég til fjölda­fundar um kvenna­fram­boð en innst inni vona ég að þessi grein skili öðrum árangri. Ég vænti þess að allir flokkar sem bjóða fram til Alþingis árið 2016 hafi femíníska hug­mynda­fræði á stefnu­skrá sinni, ekki bara af því að hún er mann­úð­leg heldur vegna þess að hún getur bjargað efna­hag okk­ar.

Síð­ustu daga hef ég sann­reynt á eigin skinni það sem kallað er upp­haf nýs lýð­ræð­is.  Með þess­ari grein sendi ég upp í skýin ákall um nýjar áherslur í stjórn­mála­um­ræðu. Ef ein­hver þarna úti er til­bú­inn bókar hann Hótel Borg fyrir fjölda­fund um kvenna­fram­boð en þótt eng­inn geri það mun umræða kvikna á ýmsum þráð­um. Þannig skynja ég hvernig ég get haft áhrif út fyrir atkvæði mitt. Reyndar gæti ég orðið fyrir aðkasti fyrir að taka mér orðið femín­ismi í munn. En ef ég skrif­aði ekki þessa grein „þá væri ég ekki mann­eskja heldur bara lítið skítseiði“ svo aftur sé vitnað í grund­vall­ar­rit mann­rétt­inda­bar­átt­unn­ar, Bróður minn Ljóns­hjarta.  

En þori ég, vil ég, get ég? Já, stundin er runnin upp.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None