Af hverju eru til lög um fjölmiðla?

Auglýsing

Í skýrslu ­rann­sókn­ar­nefndar Alþingis voru lagðar fram ábend­ingar um að gera þyrft­i ráð­staf­anir til að styrkja stöðu fjöl­miðla gagn­vart mis­notkun eig­enda sinna. ­Reynslan af fyrri tíð hefði sýnt að þetta yrði að gera.

Í ljósi þess lagð­i Katrín Jak­obs­dótt­ir, þáver­andi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, fram frum­varp um lög um fjöl­miðla árið 2011. Í grein­ar­gerð sem fylgdi frum­varp­inu kem­ur ber­sýni­lega í ljós að eitt helsta mark­mið þeirra var að fyrir lægi á hverj­u­m ­tíma hverjir „séu eig­endur fjöl­miðl­anna á hverjum tíma til að almenn­ing­ur ­geti lagt mat á hvort þeir dragi taum eig­enda sinna“. Þar sagði einnig að „reglur um gagn­sæi eign­ar­halds auð­velda al­menn­ingi að fá upp­lýs­ingar um eig­endur ein­stakra miðla og hversu mik­illa hags­muna þeir eiga að gæta í miðl­un­um. Gagn­sæi í eign­ar­haldi er nauð­syn­legt til­ að almenn­ingur geti tekið afstöðu til rit­stjórn­ar­stefnu og efnis miðl­anna.“ 

Auglýsing

Þegar lögin vor­u ­sam­þykkt síðar sama ár inni­héldu þau meðal ann­ars ákvæði sem sagði að „skylt er að veita fjöl­miðla­nefnd öll gögn og upp­lýs­ingar svo að rekja megi eign­ar­hald og/eða yfir­ráð til ein­stak­linga, almennra félaga, opin­berra aðila og/eða þeirra ­sem veita þjón­ustu fyrir opin­bera aðila og getur fjöl­miðla­nefnd hvenær sem er kra­f­ist þess að fram­an­greindar upp­lýs­ingar skuli veitt­ar.“ 

Í 22. grein lag­anna er fjallað um til­kynn­ing­ar­skyldu um eig­enda­skipt­i að fjöl­miðla­veitu. Þar seg­ir: „Við sölu á hlut í fjöl­miðla­veitu bera selj­and­i og kaup­andi ábyrgð á því að til­kynn­ing um söl­una sé send fjöl­miðla­nefnd. Til­kynn­ing um söl­una skal hafa borist fjöl­miðla­nefnd innan tveggja virkra daga frá gerð kaup­samn­ings“. Í lög­unum segir einnig að Fjöl­miðla­nefnd skuli leggja ­stjórn­valds­sekt á bæði selj­anda og kaup­anda komi í ljós að þeir hafi van­rækt að til­kynna um eig­enda­skipti á hlut í fjöl­miðli.

Af hverju er verið að rifja þetta upp? Jú, vegna þess að nokk­ur ný­leg dæmi sýna að eig­endur stærstu einka­reknu fjöl­miðla­fyr­ir­tækja lands­ins virða hvorki þessi ákvæði né mark­mið lag­anna.

Eig­and­i ­seg­ist ekki eiga en er samt skráður eig­andi

Þann 8. maí átti ég sam­skipti við hæsta­rétt­ar­lög­mann­inn ­Sig­urð G. Guð­jóns­son á sam­fé­lags­miðli. Sam­skiptin voru opin­ber. Sig­urður er sam­kvæmt heima­síðu Fjöl­miðla­nefndar skráður sem eig­andi að tíu pró­sent hlut í Press­unn­i ehf. sem á m.a. 84,23 pró­sent hlut í DV ehf. Þær upp­lýs­ingar voru síð­ast ­upp­færðar 12. jan­úar 2016. Í sam­skiptum við mig sagð­ist Sig­urður hins veg­ar alls ekk­ert eiga þennan hlut heldur hafi verið „óskað eftir aðstoð minni við að inn­heimta skuld sem Reyn­ir ­Trausta­son og félög á hans vegum höfðu stofnað til við aðila og sett hluta­bréf sín að veði. Það tókst og ég afhenti umbjóð­anda mínum hlut­ina. Hvað hann gerð­i við þá eftir það hef ég bara ekki hug­mynd." Fjöl­miðla­nefnd hef­ur verið gerð grein fyrir þessum sam­skipt­um.

Nú, tólf dög­um ­síð­ar, hafa ekki orðið neinar breyt­ingar á skráðu eign­ar­haldi í einu stærsta ­fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins, þrátt fyrir að einn hinna skráðu eig­enda seg­i ­sjálfur að skrán­ingin sé ekki rétt.

Í lögum um fjöl­miðla segir að skylt sé að veita upp­lýs­ing­ar um „eign­ar­hald og/eða yfir­ráð“ til ein­stak­linga eða almennra félaga. Lögin átt­u því ekki ein­ungis að upp­lýsa um þá sem skráðir voru fyrir eign­ar­hlutum held­ur líka þeirra sem hafa óbein yfir­ráð yfir miðl­un­um. Þar sem um ný lög var að ræða, og Fjöl­miðla­nefnd var ný stofnun sem gert var að fylgja þeim eft­ir, þá var það túlk­unum hennar und­ir­orpið hvað telj­ist yfir­ráð. Það virð­ist vera sem að nefndin hafi kosið að túlka það ansi þröngt.

Það vita allir sem komið hafa að fjöl­miðla­rekstri að það standa ekki bankar í röðum til að lána ­pen­inga í slík­an. Nán­ast und­an­tekn­ing­ar­laust hafa fjöl­miðlar verið reknir með­ tapi. Við hjá Kjarn­anum þurftum til að mynda að gang­ast í per­sónu­legar ábyrgð­ir hjá við­skipta­banka okkar fyrir trygg­ing­ar­víxli sem lagður var fram vegna húsa­leigu. Hann var upp á nokkur hund­ruð þús­und krón­ur. Langt er síðan að við átt­uðum okkur á því að enga fjár­hags­lega fyr­ir­greiðslu er að fá fyrir fyr­ir­tæki eins og okkar hjá banka­kerf­inu, enda skuldar Kjarn­inn ekk­ert.

Þá má færa sterk rök ­fyrir því að það felist yfir­ráð í að lána fé til fjöl­miðla­fyr­ir­tækja. Ef lán­in eru eðli­leg hljóta þau nefni­lega að vera með veði í við­kom­andi fjöl­miðli. Í til­felli 365 miðla, stærsta einka­rekna fjöl­mið­ils lands­ins, var til að mynda ­greint frá því í frétta­til­kynn­ingu í nóv­em­ber fyrra að fyr­ir­tækið hefði flutt banka­við­skipt­i sín frá Lands­bank­anum til Arion banka. Það var heið­ar­leg fram­setn­ing á upp­lýs­ing­um.

Þetta er nefnt vegna þess að skuldir Press­unar ehf., sem á 84,23 pró­sent í DV, juk­ust úr tæpum 69 millj­ónum króna í 271,7 millj­ónir króna á árinu 2014. Félag­ið, sem er að stærstum hluta í eigu Björns Inga Hrafns­­son­ar og Arn­­ars Ægis­­son­­ar, eign­að­ist ráð­andi hlut í DV seint á því ári. Í árs­reikn­ingi Pressunnar fyrir árið 2014 kemur ekki fram hverjir lán­veit­end­ur ­fé­lags­­ins eru né hvenær lán þess eru á gjald­daga.

Engar opin­berar upp­­lýs­ing­ar eru til um hvaðan umrædd lán komu að öðru leyti en það að Björn Ingi hefur upp­­lýst um að hluti af ­kaup­verð­in­u á DV hafi verið greitt ­með selj­enda­láni frá þeim sem breyttu kröf­um sínum í hlutafé í mið­l­in­um þegar hann var tek­inn yfir haustið 2014. Hann hefur ekki viljað svara því ­nánar hvernig kaupin á DV voru fjár­mögnuð að öðru leyti og Fjöl­miðla­nefnd hef­ur ekki séð ástæðu til þess að leita upp­lýs­inga um það.

Val­kvætt að fylgja lög­um?

Hitt dæmið sem sýnir að lög um fjöl­miðla eru virt að vettugi snýr að nýlegri hluta­fjár­aukn­ingu í 365 miðl­um. Í lok síð­­asta árs, nánar til­­­tekið á gaml­ár­s­dag, var sam­­þykkt hluta­fjár­­aukn­ing í stærsta einka­rekna fjöl­miðla­­fyr­ir­tæki lands­ins, 365 mið­l­u­m. Þá skráðu þrír aðilar sig fyrir nýju hlutafé og borg­uð­u ­sam­tals 550 millj­­ón­ir króna fyr­­ir. Tveir þeirra eru félög í eigu núver­and­i ­meiri­hluta­eig­anda 365 miðla, Ingi­bjargar Stef­aníu Pálma­dótt­ur, og eitt félag­ið, ­sem skráð er í Lúx­em­borg, er í eigu Sig­urðar Bolla­son­ar.

Það er auð­vitað ekk­ert athuga­vert við það að fjár­festa í fjöl­miðl­um. Það mættu sem flestir gera. Það sem vakti hins vegar athygli var að þótt hinir nýju eig­end­ur hefðu skráð sig fyrir hluta­fénu í lok síð­asta árs, og að hún hafi ver­ið til­kynnt til fyr­ir­tækja­skráar 26. febr­úar 2016, var ekki enn búið að til­kynna um þessa breyt­ingu á eig­enda­hópnum til Fjöl­miðla­nefndar í lok apr­íl, þegar Kjarn­inn fjall­aði um málið. Það var gert í kjöl­far þeirrar umfjöll­unar en hlýtur að vera í and­stöðu við ákvæði laga um fjöl­miðla sem seg­ir: Til­kynn­ing um söl­una skal hafa borist fjöl­miðla­nefnd inn­an­ t­veggja virkra daga frá gerð kaup­samn­ings“. Ekki er að sjá að Fjöl­miðla­nefnd hafi brugð­ist með neinum hætti við þess­ari stöðu.

Lög­ eiga að gilda jafnt um alla

Ráða­menn tala mikið um það á tylli­dögum hversu ­mik­il­vægt það sé að vera með sterka fjöl­miðla. Að þeir séu lýð­ræð­in­u ­nauð­syn­leg­ir. Það að reka fjöl­miðil í örsam­fé­lagi eins og því íslenska er hins ­vegar full­kom­lega galið, þótt það sé líka afar gef­andi.

Rekstr­ar­skil­yrðin eru afar erf­ið, vegna fámenns ­mark­aðar sem talar sitt eigið tungu­mál og vegna þess að frænd­hyglin íslenska lætur oft á sér kræla þegar kemur að notkun á aug­lýs­inga­fé, stærst­u ­rekstr­ar­stoð íslenskra fjöl­miðla. Auk þess nið­ur­greiðir hið opin­bera ann­ar­s ­vegar RÚV með beinum fram­lögum þrátt fyrir að fyr­ir­tækið sé líka á aug­lýs­inga­mark­aði og hins vegar valda einka­fjöl­miðla með því að beina aug­lýs­inga­tekjum til þeirra. Þetta á bæði við um ríki og borg.

Þá er áhugi valda­mik­ils og efn­aðs fólks sem vill hafa áhrif á stjórn­mál, dóms­kerfið og atvinnu­lífið á því að eiga fjöl­miðla ekk­ert leynd­ar­mál. Áhrif þess sjást mjög vel á tímum sem þessum, þar sem tekist er á um völdin í sam­fé­lag­inu.

Þetta er allt eitt­hvað sem maður lærir fljótt að eru stað­reyndir í íslensku fjöl­miðlaum­hverfi og eitt­hvað sem maður verður að lifa með og keppa við, þótt þetta verði seint eitt­hvað sem hægt er að sætta sig við. En það sem er gjör­sam­lega óþol­andi er þegar það eru sett lög í land­inu sem öllum sem þau ná utan um er gert að fylgja, en valdir aðilar virð­ast ekki þurfa að gera það. Og það hefur engar afleið­ing­ar.

Ef lögin eru ekki að virka þá er ein­ung­is tvennt í stöð­unni, breyta þeim eða fella þau úr gildi. Því eins og er þá er hluti laga um fjöl­miðla algjör­lega mark­laus og án til­gangs.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None