Viljum við jöfnuð í heilbrigðiskerfinu? Viðhorf Íslendinga í alþjóðlegum samanburði

Sigrún Ólafsdóttir
Auglýsing

Það er að sumu leyti skrítið að skrifa þennan pistil núna þegar ég er að flytja heim eftir 17 ár í Banda­ríkj­un­um. Íslend­ingar spyrja gjarnan með undrun í rödd­inni, af hverju ertu að flytja heim, veistu ekki hvað allt er ömur­legt hér? En mér finnst þetta skrítin spurn­ing og end­ur­spegla að við Íslend­ingar gerum okkur stundum ekki grein fyrir hversu gott við höfum það. Auð­vitað á það ekki við um alla og við eigum okkar vanda­mál, en svo miklu fleiri meðal okkar hafa það svo miklu betra en stór hluti jarð­ar­búa. En þessi spurn­ing gerir það einnig að verkum að ég spyr mig, hvernig sam­fé­lag er það sem við Íslend­ingar viljum og hvað við erum að gera í því að skapa slíkt sam­fé­lag?

Það sem kannski skiptir mig mestu máli sem heilsu­fé­lags­fræð­ing er að ég ólst upp í sam­fé­lagi þar sem við trúðum því að heil­brigð­is­þjón­usta sé rétt­ur, en ekki for­rétt­indi. Hefur þetta við­horf breyst? Við sjáum ákveðin merki um að svo geti ver­ið, til dæmis hafa komið fréttir um að ákveðnir aðilar í sam­fé­lag­inu hafi fengið for­gang þegar þeir mæta á spít­al­ann, og við sjáum nýjasta frum­varp vel­ferða­ráð­herra sem gerir ráð fyrir enn meiri einka­rekstri í heil­brigð­is­kerf­inu. En auð­vitað getur það hrein­lega verið að þetta end­ur­spegli vilja þjóð­ar­inn­ar?

Við­horf Íslend­inga til heil­brigð­is­kerf­is­ins

Þegar við skoðum við­horf Íslend­inga til heil­brigð­is­mála, þá er svarið ein­falt: Íslend­ingar vilja rétt­látt heil­brigð­is­kerfi, þar sem rík­is­valdið ber mesta, ef ekki alla, ábyrgð á að veita heil­brigð­is­þjón­ustu. Enn­fremur benda spurn­inga­kann­anir til þess að þeir vilji þetta umfram almenn­ing í nán­ast öllum löndum sem við höfum sam­an­burð við, hvort sem við skoðum hin Norð­ur­löndin eða fjar­læg­ari lönd á borð við Suður Afr­íku, Argent­ínu og Fil­ipps­eyj­ar. 

Auglýsing

Nokkuð reglu­lega hafa verið gerðar rann­sóknir á Íslandi sem mæla við­horf Íslend­inga til ýmissa þátta heil­brigð­is­kerf­is­ins. Rúnar Vil­hjálms­son, pró­fess­or, hefur fram­kvæmt kann­anir sem snerta heil­brigði og lífs­kjör Íslend­inga, nú síð­ast árið 2015. Rann­sóknir hans sýna að milli 2006 og 2015 fjölg­aði þeim sem vilja að hið opin­bera verji meira fé í heil­brigð­is­kerf­ið. Þannig vildu um 81% Íslend­inga að meira fé yrði varið í kerfið árið 2006, en hlut­fallið var um 91% árið 2015. Þessi breyt­ing sýnir and­stöðu þjóð­ar­innar við útgjalda­þró­un­ina síðan 2003. Þá sýndi Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar árið 2013 að 81% Íslend­inga vildu að heil­brigð­is­þjón­ustan væri fyrst og fremst rekin af hinu opin­bera, 18% að hún væri rekin jafnt af einka­að­ilum og hinu opin­bera, en nán­ast eng­inn að heil­brigð­is­þjón­usta væri ein­ungis veitt af einka­að­il­um. Þessar nið­ur­stöður sýna breiða sam­stöðu meðal Íslend­inga um að verja eigi veru­legum hluta þjóð­ar­fram­leiðslu til heil­brigð­is­mála – sem kemur ekki á óvart miðað við þá tæp­lega 90.000 Íslend­inga sem skrif­uðu undir áskorun Kára Stef­áns­sonar um end­ur­reisn heil­brigð­is­kerf­is­ins. 

Upp­lýsandi er að bera við­horf Íslend­inga saman við við­horf almenn­ings í öðrum lönd­um. Árið 2006 tók Ísland þátt í alþjóð­legri rann­sókn á við­horfum almenn­ings til fólks með geð­ræn vanda­mál, og er hægt að skoða hvort Íslend­ingar telji að ríkið eigi að veita ein­stak­lingi sem á við þung­lyndi eða geð­klofa að stríða heil­brigð­is­þjón­ustu. Nið­ur­stöð­urnar sýna breiða sam­stöðu á meðal Íslend­inga um að ríkið eigi að vera ábyrgt fyrir að veita þessa þjón­ustu, en yfir 80% telja að ríkið eigi örugg­lega að veita slíka þjón­ustu og nán­ast allir aðrir við­mæl­endur segja senni­lega. Mynd 1 sýnir nið­ur­stöð­urnar fyrir geð­klofa í alþjóð­legum sam­an­burði. Þar sést greini­lega að stuðn­ingur Íslend­inga er með allra mesta móti, það er ein­ungis í Bras­ilíu að hærra hlut­fall almenn­ings telur að stjórn­völd eigi að veita slíka þjón­ustu. Nið­ur­stöður alþjóð­lega sam­an­burð­ar­ins eru nán­ast þær sömu þegar þunglyndi er skoð­að.

Mynd 1: Á ríkið að veita ein­stak­lingi sem á við þung­lyndi eða geð­klofa að stríða heil­brigð­is­þjón­ustu?

Það var svo árið 2009 að Ísland hóf þátt­töku í alþjóð­legu rann­sókn­ar­starfi sem kall­ast International Social Sur­vey Programme (IS­SP). Þessi vand­aða könnun er sam­starfs­verk­efni rúm­lega 40 þjóða. Í könn­un­inni var fólk spurt hvort það teldi rétt­látt að þeir efna­meiri gætu keypt sér betri heil­brigð­is­þjón­ustu. Mik­ill meiri­hluti Íslend­inga telur það algjör­lega óvið­eig­andi. Um 81% svar­enda töldu það órétt­látt, en ein­ungis 7% töldu að það gæti verið rétt­látt. Mynd 2 sýnir að Íslend­ingar eru, í sam­an­burði við önnur lönd, mjög á móti þessu fyr­ir­komu­lagi. Aðeins Frakkar og Króatar eru and­snún­ari því að hinir efn­aðri geti greitt fyrir betri heil­brigð­is­þjón­ustu. Og það sem er kannski áhuga­verð­ast er að Íslend­ingar eru tölu­vert mót­falln­ari slíku fyr­ir­komu­lagi en frændur okkar á hinum Norð­ur­lönd­un­um. 

Mynd 2: Hversu rétt­látt er að þeir efna­meiri geti keypt sér betri heil­brigð­is­þjón­ustu?

Það er ljóst að kann­anir frá árunum 2006 til 2015 sýna að mik­ill meiri­hluti Íslend­inga vill jöfnuð í heil­brigð­is­kerf­inu. Enn fremur vilja þeir að stjórn­völd beri skýra ábyrgð á að veita öllum Íslend­ingum jafn góða heil­brigð­is­þjón­ustu. En hvernig teng­ist þetta þeirri þróun sem við höfum séð í heil­brigð­is­kerf­inu und­an­farna ára­tugi?

Þróun heil­brigð­is­mála á Íslandi

Það má skipta flestum heil­brigð­is­kerfum í þrjá flokka: einka­rekstr­ar­kerfi, skyldu­trygg­inga­kerfi og félags­leg heil­brigð­is­kerfi. Við byrj­uðum að þróa kerfi hér á landi í lík­ingu við félags­leg heil­brigð­is­kerfi á 20. öld­inni. Rúnar Vil­hjálms­son hefur bent á að stór hluti almenn­ings á 4. ára­tugnum hafi talið að hið opin­bera ætti að veita öllum heil­brigð­is­þjón­ustu. Þess­ari skoðun var fylgt eftir af stjórn­völdum með stofnun alþýðu­trygg­inga 1935 og síðan setn­ingu heild­stæðra laga um heil­brigð­is­þjón­ustu 1973. Lögin voru end­ur­skoðuð árið 1990 og árið 2007 var ný heild­ar­lög­gjöf sam­þykkt, en það eru lögin sem eru til end­ur­skoð­unar nú. Spurn­ingin sem við þurfum því að spyrja okkur er: hversu vel hefur tek­ist til að skapa það heil­brigð­is­kerfi sem stærstur hluti Íslend­inga vill, og hvernig eru vænt­an­legar breyt­ingar á kerf­inu sam­rým­an­legar við­horfum Íslend­inga?

Margar góðar hug­myndir eru í frum­varp­inu sem gætu aukið gæði þjón­ustu og dregið úr kostn­aði. En það eru líka ákveðnir þættir sem valda mér áhyggjum og miðað við ofan­greindar nið­ur­stöður ættu reyndar að valda flestum okkar veru­legum áhyggj­um. Í fyrsta lagi þá mun verða boðið upp á tvo mögu­leika á rekstr­ar­formi, ann­ars vegar einka­reknar heilsu­gæslu­stöðvar með samn­ing við ríkið og rík­is­reknar stöðvar með einn stjórn­anda yfir hverri. Þetta er í fyrsta skipti þar sem við erum komin með stefnu­mótun sem gerir ráð fyrir tveimur kerf­um, opin­beru og einka­reknu, í grunn­þjón­ust­unni. Ef við lítum til þess lands sem hefur blandað þessum rekstr­ar­forum hvað mest, Banda­ríkj­anna, þá gefa rann­sóknir ekki til­efni til bjart­sýni. Í sam­an­burði á heil­brigð­is­kerfum í 17 þró­uðum iðn­ríkjum setti World Health Org­an­ization banda­ríska kerfið í síð­asta sæt­ið. Einnig sýna við­hor­fa­rann­sóknir að Banda­ríkja­menn eru afar ósáttir við kerf­ið. Í sam­an­burði við almenn­ing í öðrum löndum eru þeir lík­leg­astir til þess að segja að það þurfi að umbylta heil­brigð­is­kerf­inu. Hér er auð­velt að sjá sam­svörun með upp­gangi Bernie Sand­ers innan Demókra­ta­flokks­ins, en hann hefur kallað eftir félags­legu heil­brigð­is­kerfi, og jafn­vel ef farið er enn lengra aftur í tím­ann, þá hefur því verið haldið fram að gott gengi Bill Clint­ons hafi að miklu leyti verið stefnu hans í heil­brigð­is­málum að þakka. Ég er ekki að segja að við séum að verða eins og Banda­rík­in, en hættan er sú að tvö kerfi skapi mun á milli þeirrar þjón­ustu sem í boði er. 

Í öðru lagi er sér­stak­lega tekið fram í frum­varp­inu að sjúk­lingar geti leitað til sjálf­stætt starf­andi heil­brigð­is­stétta gegn hærra gjaldi. Erlendar rann­sóknir hafa ekki sýnt fram á betri árangur í einka­kerf­um, eða að einka­að­ilar veiti betri þjón­ustu. Þess vegna vakna spurn­ingar um til­gang breyt­ing­anna. Hér er hætta á að aukin  út­gjöld til heil­brigð­is­kerf­is­ins fari í minna mæli í að bæta þjón­ustu og frekar til aðila sem hagn­ast af einka­rekstri, eins og við höfum séð bæði á Íslandi og í Banda­ríkj­un­um. Við erum með þessu að búa til tvo hópa í heil­brigð­is­kerf­inu: þá sem eru betur stæðir og þurfa þar af leið­andi ekki að bíða eftir að kom­ast í með­ferðir og þá sem eru lakar settir og mega þar af leið­andi bara bíða. En það sem er kannski alvar­leg­ast er að þetta gengur beint gegn fyrstu grein íslenskra heil­brigð­islaga, en mark­mið þeirra er að allir lands­menn eigi kost á full­komn­ustu heil­brigð­is­þjón­ustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar and­legri, lík­am­legri, og félags­legri heil­brigði. 

Stjórn­völd og almenn­ing­ur: Af hverju skiptir þetta máli?

Mögu­leg stefnu­mótun á hverjum tíma end­ur­speglar ákvarð­anir sem hafa verið teknar í for­tíð­inni. Á Íslandi höfum við orðið vitni að stefnu­mótun sem færir okkur frá félags­legu heil­brigð­is­kerfi, sem við lang­flest viljum halda í, yfir í kerfi sem gæti orðið lík­ara því heil­brigð­is­kerfi sem finna má til dæmis í Banda­ríkj­un­um. Öll gögn benda til þess að Íslend­ingar séu að stærstum hluta sam­mála um hvernig heil­brið­is­kerfi við viljum og núver­andi stefnu­mótun virð­ist í and­stöðu við þau almennu við­horf. Þess vegna verðum við að velta fyrir okkur hvernig sam­fé­lag við viljum og hvað við viljum gera til að öðl­ast það sam­fé­lag. Og það sem skiptir kannski mestu máli er að við erum í dag að móta sam­fé­lagið fyrir kom­andi kyn­slóðir og skapa Ísland fram­tíð­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None