Viðhorfin, veröldin og við

kjordagur-2013_14097553020_o.jpg
Auglýsing

Móð­ur­amma mín sagði eitt sinn: „Það er svo und­ar­legt, að ég þekki bara gott fólk!“

Nú þegar for­seta­kosn­ing­arnar eru afstaðn­ar, óska ég nýkjörnum for­seta vel­farn­aðar í emb­ætti. Í kjöl­far úrslita þótti mér for­vitni­legt að velta því fyrir mér, hvers vegna ein­stak­lingur byði sig fram í kosn­ing­um?

Und­an­tekn­ing­ar­lítið tel ég, að ástæðan sé sú, að við­kom­andi tel­ur, að hann geti látið eitt­hvað gott af sér leiða fyrir sam­fé­lag­ið. Vita­skuld gætu þó í sumum til­fellum per­sónu­legir hags­munir ráðið för að ein­hverju leyti.

Auglýsing

Göngum út frá brjóst­viti og inn­sæi ömmu minnar og þeirri skoðun minni, að hinn dýr­mæt­asti kjarni hverrar per­sónu ráði för og skoðum for­seta­fram­bjóð­endur því næst í því ljósi.

Öll sjáum við heim­inn fyrir okkur á mis­mun­andi hátt og mótum okkar við­horf eftir því. Við­horfin skap­ast á lífs­leið­inni og heims­myndin fer eftir því, hvaðan við skoðum mál­in. Fjöllin gengt Húsa­vík hafa þrjú heiti eftir því, hvaðan þú horfir og sjálf­sagt hefur þú, les­andi góð­ur, heyrt sög­una um blindu menn­ina og fíl­inn. Allir mynd­uðu þeir sér skoðun eftir því, hvort þeir snertu rana, búk, hala eða fót.

Þannig er með við­horf fram­bjóð­enda og einnig þeirra, sem meta þá, hvort heldur er um fjöl­miðla­fólk að ræða ellegar hinn venju­lega kjós­anda.

Hvort við­horf fram­bjóð­anda nær eyrum okkar fer þannig eftir því, hvort sam­hljómur fæst í sálum okkar og hvernig við­kom­andi kemur hug­sjónum sínum á fram­færi í ræðu og riti. Stundum er fram­bjóð­anda eðli­legt að vera hann sjálf­ur, án þess að fara í eitt­hvert sér­stakt hlut­verk, sem hann telur að passi aðstæðum hverju sinni.

Oft­ast skortir ekki „hefð­bundna“ greind hjá aðil­um. Stundum getur skort  til­finn­inga­greind, er skapið hleypur með við­kom­andi í gönur og fólk sýnir öðrum ekki til­hlýði­lega virð­ingu. Aðrir eru feimn­ir, eiga erfitt með að koma fram og tjá sín við­horf.

Heims­myndin og við­horfin verða til dæmis ólík eftir mennt­un, inn­ræt­ingu, aldri, fjár­hag og búset­u. 

Við­horf fram­bjóð­end­anna höfð­uðu til þess dýr­mætasta, sem þeir sáu fyrir sér. Ég nefni hér nokkur dæmi:

  • verndun nátt­úru og allrar jarð­ar, við verðum að vera í órjúf­an­legu jafn­vægi vegna þess, að við erum eitt, allt hefur áhrif
  • frið­ar, sem allir þrá, en sífellt er ógnað af per­sónu­legri full­vissu um að hafa rétt fyrir sér eða græðgi 
  • frelsi ein­stak­lings­ins til eigin þroska, valda og klif­urs í met­orða­stig­anum
  • lotn­ingu fyrir sögu lands­ins, þjóð­gilda og menn­ing­ar­arfs
  • stöð­ug­leika og festu, sem skapi öryggi hjá fólki
  • mik­il­vægi þess að vera auð­mjúk­ur, þakk­látur fyrir líf­ið, ætt­ingja og vini
  • víð­sýni og gagn­rýna hugs­un, vissan um, að allt er breyt­ingum háð, það sem virð­ist sann­leikur í dag, getur reynst ósenni­legt eða öðru vísi á morgun
  • áhrifa­máttur hug­ans og bæna, þó svo þekk­ing okkar geti ekki full­yrt neitt, hvernig slíkt á sér stað
  • mik­il­vægi ein­lægni, heið­ar­leika og rækt­unar þjóð­gild­anna, svo að sam­spil alls sé í jafn­vægi
  • ákall um rétt­læti og stjórn­visku svo að ein­stak­lingum verði ekki mis­munað
  • hvernig glettni og góðar sögur geta lífgað til­veru okkar og gefið okkur annað sjón­ar­horn - önnur við­horf á heim­inn og sam­ferða­menn okkar

Fjöl­miðlar og aðr­ir, sem leggja dóm á fram­bjóð­end­ur, ættu að til­einka sér þá reglu að vera víð­sýnir og íhuga, hvaða við­horf hvöttu við­kom­andi til fram­boðs og jafn­framt að meta hinn góða kjarna, sem leyn­ist í öll­u­m. 

Ég óska þess, að allir borg­arar þessa lands sam­ein­ist um öll þau góðu gildi, sem for­seta­fram­bjóð­end­ur, aðrir fram­bjóð­end­ur, þeir, sem huga að hag þjóð­ar­innar og heims­ins sem heild­ar, setja í önd­vegi.

Hug­myndin um við­horfs­breyt­ingu veldur oft hug­ar­angri. Minn­umst þess að við­horf okkar skapa þann heim, sem við skynj­um. Nýir tímar eru framundan með ferskum ein­stak­lingum með glæstar hug­myndir um að veðja á hið „góða, fagra og sanna“. Göngum saman á þeirri veg­ferð. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None