Auglýsing

Nið­ur­staða Brex­it-­kosn­ing­anna í síð­ustu viku eru ein mestu póli­tísku tíð­indi sem orðið hafa í Evr­ópu ára­tugum sam­an. Fyrir Bret­land munu afleið­ing­arnar verða mikl­ar. Efna­hags­lega eru þær þegar farnar að birt­ast á mörk­uð­um, í lægra gengi punds­ins og ákvörð­unum stórra fjár­mála­fyr­ir­tækja í City í London um að flytja þús­undir starfa ann­að. Vís­inda­sam­fé­lagið er í öngum sínum og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki fram­tíðar verða að öllum lík­indum frekar stofnuð á Írlandi en í Bret­landi.

Sam­fé­lags­lega birt­ast þær í árásum á fólk af erlendu þjóð­erni og einni skýr­ustu sundr­ungu sem vest­rænt þjóð­fé­lag hefur orðið fyrir í lengri tíma. Stór hluti þeirra sem kusu með útgöngu úr Evr­ópu­sam­band­inu voru eldri Bret­ar, þeir sem búa á lands­byggð­inni og þeir sem eru ekki með fram­halds­mennt­un.

Stuðn­ingur við áfram­hald­andi veru í sam­band­inu var mestur hjá ungu fólki, þeim sem búa í borgum (t.d. London, Manchester, Liver­pool og Bristol) og þeim sem eru með fram­halds­mennt­un. Þá er óupp­talið að í Skotlandi og Norð­ur­-Ír­landi er mik­ill meiri­hluti fyrir því að vera áfram í Evr­ópu­sam­band­inu. Miðað við yfir­lýs­ingar ráða­manna þeirra tveggja landa eru lík­ast til meiri líkur en minni að Stóra-Bret­land muni lið­ast í sundur í kjöl­far Brex­it. Skotar munu klár­lega ráð­ast í nýja þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um sjálf­stæði og Norð­ur­-Írar munu seint sætta sig við að ferða­frelsi milli lands­ins og Írlands, sem verður áfram í sam­band­inu, verði skert.

Auglýsing

Engin aðild að innri mark­aði

Fyrir liggur að Bret­land mun ekki fá neina auka­að­ild að innri mark­aði Evr­ópu­sam­bands­ins, líkt og t.d. Ísland er með í gegnum EES-­samn­ing­inn. Slíkur samn­ingur myndi þýða að Bret­land gæfi eftir stjórn á landa­mærum sínum með því að und­ir­gang­ast fjór­frelsið (frjáls flutn­ingur vöru, þjón­ustu, fjár­magns og fólks) auk þess sem að landið þyrfti að inn­leiða nær allan laga­bálk Evr­ópu­sam­bands­ins án þess að hafa neitt með setn­ingu laga þess að gera.

Slíkt stríðir beint gegn til­gangi Brex­it-liða sem ráku bar­áttu um að stýra landa­mærum lands­ins og taka til baka stjórn sem hefði verið fram­seld til Brus­sel. Lang­lík­leg­ast verður að telj­ast að Bretar muni gera ein­hvers konar tví­hliða samn­ing við ESB, svip­aðan þeim sem Kanada er með við sam­band­ið.

Það sem blasir nú við í Bret­landi er nán­ast for­dæma­laus efna­hags­leg og stjórn­mála­leg kreppa. David Camer­on, mað­ur­inn sem ber ábyrgð á því að hafa látið inn­an­flokksá­tök í Íhalds­flokknum enda í þessum far­vegi sem nú blasir við, ætlar ekki að vera mað­ur­inn sem fer með Bret­land út úr Evr­ópu­sam­band­inu og hefur til­kynnt afsögn. Jer­emy Cor­byn á varla marga daga eftir á for­manns­stóli Verkaman­anna­flokks­ins eftir að hafa, að mati þing­manna, brugð­ist algjör­lega í því að berj­ast fyrir áfram­hald­andi veru Bret­lands í sam­band­inu.

Brex­it-­leið­tog­arnir eiga í átökum sín á milli um völd en virð­ast ekki vera með neinar áætl­anir um hvernig eigi að haga málum héðan í frá. Ástæðan er auð­vitað sú að þeir ráku bar­áttu sína á hálf­sann­leik og lyg­um. Þeir höfð­uðu til lægstu hvata til að ná kjós­endum á sitt band, hræðslu, fáfræði og mann­fyr­ir­litn­ingu.

Látið var í það skína að inn­flytj­endur tækju störf af Bretum og væru auk þess byrði á félags­lega kerf­inu, sem bitn­aði á þjón­ustu sem „al­vöru“ Bretar fengju. Þetta er rangt. Inn­flytj­endur eru þvert á móti drif­kraft­ur­inn í breskri fram­leiðni­aukn­ingu. Fyrir hvert pund sem inn­flytj­endur þiggja í þjón­ustu þá leggja þeir 1,34 pund í sam­neysl­una í formi skatta og ann­arra opin­berra gjalda. Brex­it-liðar not­uðu sam­fé­lags­leg vanda­mál sem eru heima­til­bú­in, vanda­mál á borð við hús­næð­is­vanda, aukna mis­skipt­ingu og verri vel­ferð­ar­þjón­ustu, í bar­áttu sinni og kenndu inn­flytj­endum og Evr­ópu­sam­band­inu um.

Sam­an­dregið þá er Brex­it-­nið­ur­staðan afleið­ing þess þegar óábyrgir og tæki­fær­is­sinn­aðir stjórn­mála­menn kom­ast upp með að smætta flókin vanda­mál niður í ein­faldar lausn­ir. Van­geta hinna til að takast á við afflutta umræðu áður en það var of seint skil­aði þeirri nið­ur­stöðu sem Bret­land stendur nú frammi fyr­ir.

Óábyrgur fögn­uður

Hér­lendis fögn­uðu ýmsir stjórn­mála­menn útgöngu Breta, sér­stak­lega ráða­menn innan Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks. Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, sagði nið­ur­stöð­una m.a. mjög góð tíð­indi fyrir Ísland og að í henni felist mikil tæki­færi fyrir Ísland. Honum má benda á að Bret­land er helsta við­skipta­ríki Íslands og með útgöngu þarf að semja upp á nýtt um aðgengi að breska mark­aðn­um. Á síð­ustu árum, þegar ferða­þjón­usta hefur bjargað íslenskum efna­hag, hafa flestir erlendu ferða­mann­anna sem hingað komið gert það frá Bret­landi. Það sem af er þessu ári hafa 29 pró­sent þeirra verið það­an. Veik­ing punds­ins, minnk­andi kaup­máttur og önnur efna­hags­leg óvissa í Bret­landi mun óum­flýj­an­lega draga úr getu Breta til að ferð­ast og kaupa inn­fluttar vör­ur. Það mun hafa áhrif á Íslandi.

Til fram­tíðar gæti vel verið að ein­hver tæki­færi fyrir Ísland leyn­ist í veru Bret­lands utan Evr­ópu­sam­bands­ins. En þau tæki­færi liggja alls ekki fyrir enda hafa Bretar ekki hug­mynd um hvernig þeir ætla að haga sínum málum nú þegar ákvörðun hefur verið tek­in. Það er því afar óábyrgt að tjá sig með þeim hætti sem sumir íslenskir ráða­menn hafa gert á und­an­förnum dög­um.

Skipu­lögð fram­setn­ing for­dóma

Það er líka full ástæða til að hræð­ast árangur lýð­skrumara sem ljúga og lofa sig til valda með inni­halds­lausum stað­hæf­ingum og vil­yrðum um gjafir til kjós­enda, hvar í heim­inum sem þeir eru. Þótt afleið­ingar Brexit verði fyrst og síð­ast efna­hags­lega erf­iðar til að byrja með þá snérist þessi bar­átta ekki um pen­inga, hún snérist um útlend­inga.

Á und­an­förnum árum höfum við séð síaukna útlend­inga­andúð í íslenskri umræðu sem er náskyld því lýð­skrumi sem borið var á borð í Bret­landi. Fram­sókn og flug­vall­ar­vinir not­uðu hana til að hífa upp fylgi sitt í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum 2014, íhalds­armur Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur mátað sig við hana, á Útvarpi Sögu grass­erar órök­studd hat­ursum­ræða um inn­flytj­end­ur, Ásmundur Frið­riks­son hefur ítrekað farið mik­inn í fram­setn­ingu á rasískum skoð­unum sínum og í und­ir­bún­ingi er fram­boð flokks sem hefur það sem aðal­stefnu­mál að hafna fjöl­menn­ingu og tak­marka fjölda inn­flytj­enda.

Svo virð­ist sem þessar rasísku skoð­anir eigi umtals­verðan hljóm­grunn hér­lend­is, sér­stak­lega hjá jað­ar­hóp­um. Það sem veldur hins vegar mestum áhyggjum er að þær virð­ast eiga sífellt greið­ari leið inn í almenna umræðu.

Í rit­stjórn­ar­greinum Morg­un­blaðs­ins á und­an­förnum árum hefur til að mynda verið talað með óvægnum hætti um flótta­menn, að stjórn­völd hefti inn­streymi flótta­manna og tekið undir skoð­anir þeirra sem vilja end­ur­skoða stefnur í mál­efnum inn­flytj­enda.

Á síð­ustu vikum hefur blaðið síðan þrí­vegis birt skop­myndir sem eru skýr hræðslu­á­róður sem byggir ekki á neinu öðru en hatri á útlend­ingum og van­þekk­ingu á raun­veru­leik­an­um. Til­gangur þeirra er í öllum til­vikum að selja þeim sem þær sjá þá hug­mynd að útlend­ingar muni gera líf þeirra verra og ógna öryggi þeirra.

Skopmyndir sem birst hafa í Morgunblaðinu á síðustu vikum.Þessar myndir birt­ust 10. júní, 17. júní og í dag. Mynd­irn­ar, sem eru á ábyrgð rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins, eru því ekki hend­ing eða til­vilj­un. Hér er mynstur á ferð­inni sem elsta dag­blað lands­ins leggur blessun sína yfir.

Það þarf að taka umræð­una

Mis­tökin sem gerð voru í Bret­landi, og hafa verið gerð í fleiri Evr­ópu­sam­bands­lönd­um, eru að leyfa lýð­skrum­inu að breið­ast út í stað þess að takast á við það sem alvöru vanda­mál áður en það varð of seint. Við höfum tæki­færi á Íslandi til að gera það, enda rasísk póli­tík og mann­fjand­sam­leg þjóð­ern­is­hyggja mun skemmra á veg komin hér en í mörgum löndum í kringum okk­ur.

Leiðin til að takast á við þessa ömur­legu umræðu er ekki að þagga hana niður eða krefj­ast þess að hún verði bönn­uð. Þvert á móti á að mæta þeim sem vilja „taka umræð­una“ með því að tefla fram stað­reyndum gegn lygum og til­finn­ingarökum og dreifa síðan sam­tal­inu sem víð­ast. Þannig, og aðeins þannig, opin­ber­ast þessar skoð­anir fyrir það sem þær eru.

Það á ekki að virða órök­studdar skoð­anir fólks. En við getum samt ekki leyft okkur lengur að hunsa affluttar upp­lýs­ingar og hat­ursá­róður sem á sér ekki stoðir í raun­veru­leik­an­um, ein­fald­lega vegna þess að okkur finnst hann fjar­stæðu­kennd­ur.

Þá vinnur van­þekk­ing­in. Og það er van­virð­ing við skyn­sem­ina.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None