Auglýsing

„Hún­ ­ger­ist æ sterk­ari til­finn­ingin að vegna mann­eklu og fjár­skorts séu við­kom­andi miðlar orðnir lítið annað en skel, umgjörð um ­starf­semi þar sem hver fer fram á eigin for­send­um. Engin stefna, ­mark­mið eða skila­boð og þar með nán­ast eng­inn til­gang­ur, ann­ar en sá að vera til staðar fyrir þá sem þar vinna. Þeir skiptast ­síðan á að grípa gjall­ar­hornið sem fjöl­mið­ill­inn er orð­inn ­fyrir þá og dæla út skoð­unum yfir sam­fé­lag­ið. Ein í dag - önnur á morg­un. Borið út frítt. Hvers vegna ekki bara að opna Face­book­síðu og leyfa öllum að skrifa á vegg­inn?“

Þessi orð Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála­ráð­herra á Face­book í gær­kvöldi hafa vakið athygli, eðli­lega. Þau sýna algjöra van­virð­ingu gagn­vart íslenskum fjöl­miðl­um, og líka skiln­ings­leysi á eðli þeirra yfir höf­uð. Að fjár­mála­ráð­herra þyki það sér­ ­sæm­andi að ráð­ast með þessum hætti að heilli starfs­stétt, ­sem hefur það hlut­verk að veita honum og öðrum ráða­mönn­um að­hald, er merki­legt. Ekki síst þegar hann bætti um betur í svari við fyr­ir­spurn frá Katrínu Jak­obs­dóttur í dag, og sagði það upp­lifun sína á fjöl­miðlum af þessu tagi að þeir séu ekki mark­verðir og ekki sé mark á þeim tak­and­i. 

Auglýsing

Hlut­verk, ­mark­mið og til­gangur fjöl­miðla

Fjöl­miðl­ar hafa það hlut­verk að veita hvers kyns aðhald og upp­lýsa al­menn­ing. Það er þeirra stefna, það er þeirra mark­mið, og það er þeirra til­gang­ur. Eða þannig á það að minnsta kosti að vera. Fjár­mála­ráð­herra ætti líka að vita að fjöl­miðlum á Íslandi er skylt að skila inn rit­stjórn­ar­stefnum sínum til fjöl­miðla­nefnd­ar, og þær eru aðgengi­legar á vef nefnd­ar­inn­ar. 

Sá ­tími þar sem fjöl­miðlar höfðu ein­hverja ákveðna skoðun er lið­inn, ­reyndar með örfáum und­an­tekn­ing­um. Fjöl­miðlar eiga einmitt heldur að velta upp ýmsum ólíkum skoð­un­um, það þjónar einnig þeim til­gangi að upp­lýsa. Það eru ein­stak­ling­arnir sem vinna á fjöl­miðl­unum sem hafa skoð­an­ir. 

Við lifum á tímum upp­lýs­inga, það hefur aldrei verið auð­veld­ara að nálg­ast eða miðla upp­lýs­ing­um. Við þurfum ekki flokks­blöð með ákveðna skoðun til að segja okkur til eða ákveða hverjir fái að láta skoðun sína heyr­ast. Vissu­lega þýðir upp­lýs­ingin að allir geta komið sínu á fram­færi á Face­book eða öðrum sam­fé­lags­miðl­um, en það þýðir ekki að þeir komi í stað fjöl­miðla. Fjöl­miðlar hafa þvert á móti þurft að aðlaga sitt hlut­verk að þessum breytta veru­leika, vinna með öðrum hætti og stuðla að upp­lýstri umræðu, greina kjarn­ann frá hism­in­u. 

Þessi ummæli Bjarna sýna reyndar vel við­horfið sem hefur verið ráð­andi hjá ýmsum ráð­herrum í rík­is­stjórn­inni sem hann til­heyr­ir, nefni­lega að það dugi að skrifa á Face­book eða taka við­töl við sjálfa sig á sínum eigin vef­síð­um, í stað þess að svara fjöl­miðlum og þar með almenn­ingi í land­in­u. 

Aðhalds­hlut­verk­ið 

Bjarni sagði líka í morgun að það væri hans upp­lifun að fjöl­miðlar væru ekki að rækja aðhalds­hlut­verk sitt í dag. Það eru ekki síður þau ummæli sem fela í sér van­virð­ingu og skiln­ings­leysi. 

Það má nefni­lega auð­veld­lega færa fyrir því rök að fjöl­miðlar hafi á ár­unum eftir hrun sinnt mik­il­væg­ara aðhalds­hlut­verki en nokkru sinni fyrr við það að upp­lýsa um hrunið og það sem átti sér hér stað í að­drag­anda þess, ekki síður en það hvernig spilað var úr eftir hrun. Þetta gerð­ist á meðan fjöl­miðlar börð­ust allir í bökk­um, sögðu upp fólki og lækk­uðu laun. 

Og á þessu kjör­tíma­bili, þar sem Bjarni hef­ur verið annar for­svars­manna rík­is­stjórn­ar­inn­ar, eru fjölda­mörg ­dæmi um stór mál, sem vörð­uðu almanna­hags­muni, sem fjöl­miðlar hafa upp­lýst um. Í fljótu bragði nægir að nefna fjögur mál. Hið fyrsta er ­leka­mál­ið. Númer tvö er Orku Energy-­mál­ið. Númer þrjú er ­Borg­un­ar­málið og númer fjögur er Wintris-­málið og Panama­skjöl­in öll.

Allt voru stór hneyksl­is­mál sem vörð­uðu íslensk stjórn­völd og hefðu aldrei komið upp á yfir­borðið nema fyrir til­stilli ­fjöl­miðla­fólks sem vann vinn­una sína vel. 

Og hvað á að gera í þessu?

Bjarni hafði rétt fyrir sér með eitt. Mann­ekla og fjárskort­ur eru við­var­andi vanda­mál á flestum íslenskum fjöl­miðl­um. Þeir eru reknir af miklum van­efn­um, af of fáu fólki sem fær of lít­ið ­borgað fyrir vinn­una sem það leggur á sig. Tals­verður hlut­i vinn­unnar fer í raun fram í sjálf­boða­vinnu, enda fáir sem borga ­yf­ir­vinnu eða álag, en fjöl­miðla­fólk þarf sífellt að fylgjast ­með til þess að geta rækt sitt starf. Allt hefur þetta svo veru­leg áhrif á það að fáir end­ast mjög lengi í fag­inu. Auð­vitað gerir þetta fjöl­miðlum veru­lega erfitt fyrir að sinna aðhalds­hlut­verki sínu almenni­lega. Þetta hefur öllum sem komið hafa nálægt fjöl­miðlum verið ljóst um langt skeið. En stjórn­mála­menn hafa aldrei sýnt því minnsta áhuga að gera nokkuð til þess að jafna stöð­una eða styrkja rekstr­ar­um­hverf­ið. 

Til dæmis hafði Bjarni Bene­dikts­son þar til í dag ekki talað um stöðu eða rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla í eitt ein­asta skipti á Alþingi frá því í umræðum um breyt­ingar á fjöl­miðla­lögum árið 2005, þegar fjöl­miðla­frum­varpi Da­víðs Odds­sonar hafði verið synjað stað­fest­ingar af Ólafi Ragn­ari Gríms­syni.

Og Bjarni er alls ekk­ert einn um það. Mjög lít­ill áhugi hefur verið meðal stjórn­mála­manna á því að gera breyt­ingar til hins betra, nema á tylli­dögum þegar talað er um hversu  mik­il­vægir fjöl­miðlar séu. 

En það má sann­ar­lega líta á björtu hlið­arnar á þessum ummæl­um, því þau hafa skapað lang­þráða umræðu um fjöl­miðla. Bjarni sagði meira að segja sjálfur í þing­inu í dag  það mætti velta því fyrir sér hvort ekki sé hægt að treysta betur umgjörð fjöl­miðla á land­inu með breyt­ingum á lagaum­hverfi og jafn­vel skattaum­hverfi. Það ætti að vera honum og öðru valda­mesta fólki lands­ins í lófa lagið að byrja þá veg­ferð. 

Til dæmis með því að minnka hlut­deild Rík­is­út­varps­ins á litlum og erf­iðum aug­lýs­inga­mark­aði. Með því að skoða að gera eitt­hvað í lík­ingu við það sem öll Norð­ur­löndin og flest lönd sem við berum okkur saman við gera, og koma á fót ein­hvers konar styrkja­kerfi. Með því að fella niður gjöld eða skatta á litla fjöl­miðla. Og með því að við­hafa raun­veru­legt eft­ir­lit með þeim sem brjóta gegn fjöl­miðla­lögum með því að upp­lýsa ekki um eign­ar­hald eða upp­runa pen­ing­anna sem streyma inn í suma fjöl­miðla. 

Íslenskir fjöl­miðlar eru langt frá því að vera yfir gagn­rýni hafnir eða nálægt því að vera full­komn­ir. Þeir eru hins vegar um margt betri en umgjörðin sem þeim er sett verð­skuld­ar. Ef Bjarni Bene­dikts­son hefur í raun og veru áhyggjur af stöðu fjöl­miðla á Íslandi, þá skora ég á hann að gera eitt­hvað í mál­inu fyrir alvöru. Hann er jú eftir allt saman einn af fáum mönnum á Íslandi sem getur gert tals­vert meira en bara skrifa Face­book-sta­tus um mál­ið.  

Auglýsing


Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None