Auglýsing

Lög­menn gegna mik­il­vægu hlut­verki í sam­fé­lag­inu. Frá því fjár­mála­kerfið hrundi eins og spila­borg, dag­ana 7. til 9. októ­ber 2008 hafa ­fjöl­mörg mál, sem varða starf­semi Kaup­þings, Glitnis og Lands­bank­ans, komið til­ kasta dóm­stóla. Málin eru mik­il­væg fyrir kom­andi kyn­slóð­ir, þar sem þau draga línu í sand­inn um það sem er lög­legt og ólög­legt þegar kemur að við­skipt­um.

Þrír punktar fylgja hér á eft­ir, sem ég kalla litla sneið til lög­manna. Fyrst og fremst hugsað sem inn­legg í umræðu um hrun-­málin sem ­fjöl­miðlar fjalla um reglu­lega, og hvort það geti verið að lög­manna­stéttin – eða þeir lög­menn sem hafa verið í for­svari í hrun­mál­unum –  þurfi horfa í eigin barm, og spyrja hvort þeir ­séu á réttri leið.

1.            Ég hef oftar en einu sinni heyrt lög­menn ákærðu í mál­un­um, eyða tíma og orku í að segja dóm­ur­um, að málin séu „flók­in“ og erfitt sé að skilja við­skiptaflétt­urn­ar. Ég fæ ekki séð að þetta stand­ist skoðun og þjóni nokkrum til­gangi í dóm­sal. Yfir­leitt liggja til­ grund­vallar frum­gögn um við­skiptin og óum­deilt að atburðir gerðust, sem síð­an er deilt um hvort stand­ist lög.

Auglýsing

Eftir að hafa séð spennu­þrungnar aðal­með­ferðir í of­beld­is­mál­um, þar sem oft eru engin vitni og deilt um það frammi fyrir dóm­ara hvort atburðir hafi átt sér stað eða ekki, og hvað þá hvernig atburða­rásin var, þá eru banka­málin frekar skýr og ein­föld í sam­an­burði. Þau fyrr­nefndu eru raun­veru­lega flókin mál, þar sem engin frum­gögn liggja fyr­ir, og hags­mun­irn­ir engu minni, þó þeir séu ólík­ir.

Málin eru mik­il­væg, og dóm­arnir líka. En banka­málin eru ekk­ert flókn­ari heldur en mörg önnur mál sem dóm­arar þurfa að dæma í. Mér­ finnst þetta vera of áber­andi í orð­ræðu um þessi mál (kannski þurfum við ­fjöl­miðla­menn að hugsa þetta bet­ur, úti­loka það ekki). Fátt bendir til þess að ­banka­málin séu flókn­ari en önn­ur, þegar upp er stað­ið, og óþarfi að teikna þau þannig upp fyrir almenn­ing.

2.            Lög­manna­fé­lag Ís­lands er með siða­reglur þar sem segir meðal ann­ars, í 3. grein. „Lög­maður skal vera óháður í starfi og standa vörð um sjálf­stæð­i lög­manna­stétt­ar­inn­ar. Lög­maður skal ekki láta óvið­kom­andi hags­muni, hvort heldur eigin eða ann­arra, hafa áhrif á ráð­gjöf sína, með­ferð máls fyr­ir­ ­stjórn­valdi eða dómi eða á annað það, sem lög­maður vinnur í þágu skjól­stæð­ings síns. Lög­maður ræður því sjálf­ur, hvort hann tekur að sér verk eða ekki, nema lög bjóði ann­að.“

Í hrun­mál­unum hafa fjöl­margir lög­menn komið að störf­um ­fyrir þá sem eru ákærð­ir, þá einkum æðstu stjórn­end­ur. Eitt sem ég hef stundum velt fyrir mér, er hvort lög­menn ákærðu séu með nægi­lega fjar­lægð í mál­unum svo þeir geti talist ver­a ó­háðir í störfum sínum og geti staðið vörð um sjálf­stæð­ið. Ástæðan er með­al­ ann­ars sú, að á Íslandi varð svo til ein­stakt kerf­is­hrun, þar sem margir ­sam­verk­andi þættir eru ástæða fyrir því hvernig fór. Undir í mál­unum eru meðal ann­ars inn­viðir bank­anna og hvort þeir hafi verið byggðir upp lögum sam­kvæmt, með ábyrgð alveg frá stjórn og niður úr.

Lög­menn hafa í ræðum minnst á þessa atburði fyrir dómi, í munn­legum mál­flutn­ingi, og minn­ast stundum á þetta stóra sam­hengi. Ein­stakt hrun, og að ákærðu séu búnir að missa mann­orðið vegna heift­ugrar umræðu, og þá um þetta stóra sam­hengi hlut­anna; að Ísland hafi hrun­ið.

Helgi Sig­urðs­son hrl. var aðal­lög­fræð­ingur Kaup­þings á starfs­tíma bank­ans, en hann hefur verið nokkuð áber­andi í umræðum og í lög­manns­störfum fyrir starfs­menn í banka­kerf­inu sem sak­sókn­ari telur að hafi brotið lög. Hann hefur auk þess komið að störfum í mál­um, þar sem starfs­hætt­ir ­Kaup­þings eru und­ir.

Er Helgi óháður í sínum lög­manns­störf­um? Mér finn­st sann­gjarnt að spyrja þessu.

Sama má segja um fleiri lög­menn sem hafa varið ákærð­u. Hörður Felix Harð­ar­son hrl. er lög­maður Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­and­i ­for­stjóra Kaup­þings, en hann var áður aðal­lög­fræð­ingur Glitn­is. Í ljósi þess ­sem áður seg­ir, um hið ein­staka kerf­is­hrun, þá vaknar aftur spurn­ingin um hvort hann sé óháður í störfum sínum og geti nálg­ast verk­efnið þannig.

Fleiri dæmi mætti nefna. Sama má segja um Sig­urð G. Guð­jóns­son hrl., lög­mann Sig­ur­jóns Þ. Árna­son­ar, en hann var í stjórn Glitn­is ­fyrir hrun­ið.  Þórólfur Jóns­son hrl., sem ­gegnt hefur lög­manns­störfum fyrir Ólaf Ólafs­son, sem var einn stærsti hlut­hafi Kaup­þings og hlaut fang­els­is­dóm í Al-T­hani mál­inu, var áður fram­kvæmda­stjóri ­fyr­ir­tækja­ráð­gjafar Kaup­þings og hefur nafn hans komið við sögu í rann­sókn­um ­mála, í hleruðum sím­tölum meðal ann­ars.

Eitt af því sem nefnt hefur verið veikasta hliðin á ís­lenska banka­kerf­inu fyrir hrun­ið, var gríð­ar­lega mikil áhætta á milli­ ­bank­anna þriggja. Einn skuld­aði öðrum, beint og óbeint, mikla pen­inga eða fjár­magn­að­i ­fé­lög og fjár­festa sem áttu hluta­bréf í öðrum íslenskum banka. Mikil tengd á­hætta mynd­að­ist milli bank­anna. Nið­ur­staðan er þekkt: Þrjú af fimm stærstu gjald­þrot­u­m ­mann­kyns­sög­unnar eru fall Kaup­þings, Glitnis og Lands­bank­ans, á þessum þrem­ur ­dögum í októ­ber.

Þó málin séu mis­jöfn að eðli, og öll mál ein­stök, þá ætti lög­manna­stéttin á Íslandi að velta því fyrir sér hvort lög­menn sem hafa sinnt þessum störfum fyrir ákærðu (einkum æðstu stjórn­end­ur), séu með nægi­lega fjar­lægð á þau, séu óháð­ir, þeg­ar um þau er deilt fyrir dómi. Þetta er ekki algilt, en samt má velta því fyr­ir­ ­sér, hvort þetta sé til fyr­ir­myndar í lög­manns­störfum yfir­leitt þegar mál eru til­ ­lykta leidd fyrir dóm­stól­um, og hvort dóm­arar séu hugs­an­lega með það bak við eyrað.

Þetta er snú­ið, vegna þess að lögin heim­ila fólki að hafa verj­end­ur, sem geta haft hags­muna að gæta í heild­ar­sam­hengi mál­anna. Í ljósi þess, ætti lög­manna­stéttin að ræða þetta út frá siða­regl­unum og hvaða leið­sögn þær eiga að veita.

3.            Fjöl­miðl­ar ­gegna mik­il­vægu hlut­verki við að miðla upp­lýs­ing­um, og reiða sig oft á upp­lýs­ingar frá lög­mönnum í sínum störf­um. Mér finnst að lög­menn og lög­fræði­menntað fólk, t.d. í háskól­un­um, megi gera meira af því að fjalla um dóms­nið­ur­stöð­urn­ar í hrunu­mál­unum og hvað þær þýða fyrir almenn­ing. Krafan er sú umræð­an sé leidd af fólki sem hefur engra hags­muna að gæta. Það fólk er til, og lík­lega þurfum við fjöl­miðla­menn að leggja meira á okkur í þeim efn­um. Yfir­leitt eru ­sam­skipti við lög­menn ljóm­andi fín (ta­landi út frá eigin reynslu) en kannski ­mættu lög­menn vera óhrædd­ari við að leggja til mat sitt á dómunum að eig­in frum­kvæði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None