Auglýsing

Póli­tísk lífs­bar­átta Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar tók á sig nýja mynd um helg­ina þegar Morg­un­blaðið birti við­tal við eig­in­konu hans, Önnu Sig­ur­laugu Páls­dótt­ur. Þótt ekk­ert sé efn­is­lega nýtt í við­tal­inu sem snýr að Wintris-­mál­inu þá var við­talið athygl­is­vert. Þar eru end­ur­teknar stað­hæf­ingar sem Sig­mundur Dav­íð, Útvarp Saga, leið­ara­höf­undar Morg­un­blaðs­ins og aðrir for­hertir stuðn­ings­menn for­sæt­is­ráð­herr­ans fyrr­ver­andi hafa haldið ítrekað á lofti und­an­farnar vikur og mán­uði.

Morg­un­blað­inu var síðan dreift frítt í öll hús sama dag og við­talið birt­ist og blaða­mað­ur­inn sem tók við­talið full­yrðir á sam­fé­lags­miðlum að það varpi „ljósi á óvönduð vinnu­brögð fjöl­miðla.” Í við­tal­inu var ekki spurt neinnar gagn­rýnar spurn­ingar en í fram­setn­ingu er ýtt undir að stað­hæf­ingar við­mæl­and­ans séu stað­reynd­ir, þótt þær séu það ekki. Því má vel færa rök fyrir því að við­talið sjálft, og fram­setn­ing þess, séu skóla­bók­ar­dæmi um „óvönduð vinnu­brögð fjöl­miðla“. Enda til­gang­ur­inn ekki sá að upp­lýsa heldur að afvega­leiða. Í póli­tískum til­gangi.

Hefur ekki svarað lyk­il­spurn­ingum

Tvennt er ráð­andi í þeirri sögu­skýr­ingu sem verið er að reyna að selja okkur í við­tal­inu og víð­ar. Ann­ars vegar er því haldið fram að öllum spurn­ingum um aflands­fé­laga­mál Sig­mundar Dav­íðs og eig­in­konu hans hafi verið svar­að. Það er ein­fald­lega ósatt.

Auglýsing

Sig­mundur Davíð hefur birt alls kyns upp­lýs­ingar og svarað ýmsum spurn­ingum sem hann hefur sjálfur spurt sig að. Hann hefur líka birt yfir­lýs­ingu frá end­ur­skoð­anda Wintris á Íslandi sem segir að Wintris hafi greitt skatta og hluta úr skatt­fram­tölum þeirra hjóna sem sýnir það líka. En for­sæt­is­ráð­herra­hjónin fyrr­ver­andi hafa ekki svarað lyk­il­spurn­ingum sem til þeirra hefur verið beint.

Það á við spurn­ingar sem beint var til Sig­mundar Dav­íðs í aðdrag­anda Kast­ljós­s-þátt­ar­ins sem sýndur var 3. apr­íl. Sig­mundur Davíð hefur kosið að svara ekki þeim spurn­ingum né að birta þau gögn sem beðið var um. Og það á við aðrar spurn­ingar sem blaða- og frétta­menn hafa beint til hans síð­ar.

Þar ber helst að nefna spurn­ingum um hverjar eign­ir Wintris séu. Það er enda ómögu­legt að sjá hvort félagið hafi greitt alla skatta sem það átti að greiða ef það liggur ekki fyrir hverjar eignir þess eru.

Sig­mundur Davíð hefur heldur ekki viljað svara því hvenær Wintris keypti skulda­bréf útgefin af föllnu íslensku bönk­unum upp á rúman hálfan millj­arð króna – sem gerðu félagið að kröfu­hafa í bú þeirra – og því hefur ekki verið stað­fest hvort það hafi verið fyrir eða eftir fall þeirra.

Þótt Sig­mundur Davíð og fólkið í kringum hann end­ur­taki þá full­yrð­ingu í sífellu að hann hafi skýrt allt þá verður hún ekki sönn fyrir vik­ið. Það er rétt­mæt krafa að sá sem er for­sæt­is­ráð­herra geri algjör­lega hreint fyrir sínum dyrum þegar upp kemur skilj­an­leg tor­tryggni gagn­vart því hvort hann hafi greitt rétta skatta og hvort hann hafi setið beggja vegna borðs­ins í risa­stóru máli á borð við upp­gjör slita­búa föllnu bank­anna.

Stað­lausar stað­hæf­ingar

Hitt sem er ráð­andi í mál­flutn­ingi Sig­mundar Dav­íðs og ýmissa fleiri sem tjáð hafa sig opin­ber­lega um málið und­an­farin miss­eri er að sam­særi hafi fellt for­sæt­is­ráð­herr­ann fyrr­ver­andi. Í raun sé aflands­fé­laga­eign hans og kröfu­hafa­staða eðli­legri en mjólk­ur­glas með mið­næt­ur­kex­inu.

Það er blæ­brigða­munur á því sem haldið er fram en rauði þráð­ur­inn er þessi: erlendir vog­un­ar­sjóðir sem áttu kröfur í bú föllnu bank­anna á Íslandi, og sér­stak­lega vog­un­ar­sjóðs­stjór­inn George Soros, ákváðu að losa sig við Sig­mund Dav­íð. Ástæðan er hversu stað­fastur hann hafi ver­ið. Vegna þess að hann hafi barist gegn Ices­ave. Og í sumum til­vikum er því haldið fram að ástæðan sé sú að Sig­mundur Davíð hafi komið í veg fyrir að Ísland gengi í Evr­ópu­sam­band­ið. Á Útvarpi Sögu hafa blaða- og frétta­menn sem unnu að umfjöllun um málið verið ásak­aðir um mútu­þægni upp á 800 millj­ónir króna og sagt að þeir hafi gerst sekir um land­ráð.

Anna Sig­ur­laug end­ur­tekur margt úr þess­ari sögu í við­tal­inu við Morg­un­blað­ið. Þar segir hún: „Þetta sner­ist bara um það að fella for­­sæt­is­ráð­herr­ann. Það sáu auð­vitað margir sem vildu ná sér niður á mann­inum sem hafði þvæl­st, svo eftir var tek­ið, fyrir kröf­u­höfum bank­anna og leyst úr stórum málum sem aðrir stjórn­­­mála­­menn höfðu gef­ist upp á að fást við. Miðað við það hversu ljótur leikur þetta var og hvernig þetta teygði sig út fyrir land­­stein­ana þá kæmi mér ekki á óvart þó ein­hverjir úr hópi kröf­u­haf­anna hafi ýtt undir þessa umfjöllun og séð sér veru­­legan hag í því að velta for­­sæt­is­ráð­herra lands­ins úr sessi.“

Allar þessar stað­hæf­ingar eru án stuðn­ings stað­reynda. Engin gögn hafa verið lögð fram til að styðja við þær. Hins vegar hefur víða verið sýnt fram á hversu fjar­stæðu­kenndur mál­flutn­ing­ur­inn er.

Óhrekj­an­legar stað­reyndir liggja fyrir

Stað­reyndir máls­ins eru hins vegar þess­ar: Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son átti félag í þekktu skatta­skjóli sem geymir gríð­ar­lega fjár­muni. Sér­fræð­ingar segja eina til­gang þess að eiga slík félög að fela eignir eða að kom­ast hjá skatt­greiðsl­um.

Með þess­ari ráð­stöfun kaus for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­innar að búa í öðrum efna­hags­legum veru­leika en þorri lands­manna.

Hann seldi helm­ings­eign sína í félag­inu til eig­in­konu sinnar á einn dal degi áður en ný lög um skatt­skil íslenskra aflands­fé­laga­eig­enda tóku gildi hér­lend­is. Hann var þing­maður og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins þegar sú sala átti sér stað. Félag­ið, Wintris, átti kröfur upp á rúman hálfan millj­arð króna í bú föllnu bank­anna. Það var kröfu­hafi og lýsti kröfum sínum á meðan að Sig­mundur Davíð var enn helm­ings­eig­andi félags­ins. Sig­mundur Davíð greindi aldrei frá þessu félagi í hags­muna­skrán­ingu eða á öðrum vett­vangi. Hann greindi hvorki félögum sínum í Fram­sókn­ar­flokkn­um, í rík­is­stjórn né á Alþingi frá því að hann og eig­in­kona hans væru kröfu­hafar í bú föllnu bank­anna. Hann greindi heldur ekki Seðla­bank­an­um, sem vann að úrlausn mála slita­bú­anna, né almenn­ingi frá þeim ber­sýni­legu hags­muna­á­rekstr­um.

Þegar til­urð félags­ins Wintris var borin upp á hann í sjón­varps­við­tali þá laug hann og rauk síðan út úr við­tal­inu. Þegar staða hans sem for­sæt­is­ráð­herra var í upp­námi hót­aði hann að rjúfa þing í Face­book-­stöðu­upp­færslu og óskaði síðan eftir heim­ild til þess frá þáver­andi for­seta Íslands til að nota sem póli­tískt vopn í skylm­ingum við Bjarna Bene­dikts­son.

Fram­ganga hans og ákvarð­anir gerðu það að verkum að 26 þús­und manns mættu til að mót­mæla spill­ingu, sið­leysi og honum sjálfum í stærstu mót­mælum Íslands­sög­unnar mánu­dag­inn 4. apr­íl. Þetta er ekki inn­an­tóm stað­hæf­ing byggð á til­finn­ingu, heldur stutt vís­inda­legum gögnum.

Enda­sprettur dauða­göngu

Allt það sem fyrir okkur er borið um þessar mundir er birt­ing­ar­mynd þess að Sig­mundur Davíð er á enda­spretti dauða­göngu sinnar í stjórn­mál­um. Því nær enda­lok­unum sem hann kemst því brjál­æð­is­legri verða aðferð­irnar og stað­hæf­ing­arnar sem settar eru fram til að reyna að rétta hans hlut og blása lífi í póli­tískar glæð­ur.

En þetta er tap­aður leik­ur. Í könn­unum sem gerðar voru í vor kom fram að 81 pró­sent lands­manna treysta ekki Sig­mundi Davíð og að 78 pró­sent þeirra vildu að hann segði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra. Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins hans mælist um þriðj­ungur af því sem það var í kosn­ing­unum 2013.

Almenn­ingur hefur því fyrir ansi löngu snúið baki við stjórn­mála­mann­inum Sig­mundi Dav­íð. Sam­starfs­flokkur hans í rík­is­stjórn hefur líka gert það og for­maður þess flokks hefur ekki rætt við Sig­mund Davíð í tæpa fimm mán­uði.

Og nú virð­ist sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sé loks­ins kom­inn með nóg. Gegn vilja Sig­mundar Dav­íðs hefur for­sæt­is­ráð­herra flokks­ins boðað til kosn­inga í haust og gegn vilja hans verður haldið flokks­þing hjá Fram­sókn­ar­flokknum í aðdrag­anda þeirra. Þar verður kosið um nýja for­ystu.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur verið að reyna að hafna for­manni sínum blíð­lega og vona að hann átti sig á stöð­unni. Það virð­ist ekki ætla að skila árangri og því stefnir í upp­gjör á flokks­þing­inu.

Ef slíkt upp­gjör mun ekki eiga sér stað er ljóst að per­sónu­legur metn­aður Sig­mundar Davíð verður tek­inn fram yfir heild­ar­hags­muni flokks­ins sem hann stýrir vegna með­virkni félags­manna sem þora ekki að benda á að keis­ar­inn er ekki í neinum föt­um.

En það breytir engu um þær stað­reyndir sem blasa í Wintris-­mál­inu. Þær sýna að það var ekki framið neitt alþjóð­legt sam­særi til að koma Sig­mundi Davíð frá, heldur er um að ræða for­dæma­laus óheil­indi stjórn­mála­manns sem virð­ist óhæfur um að líta í eigin barm. Hann hefur grafið sína eigin póli­tísku gröf.

Og það er engum nema Sig­mundi Davíð að kenna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None