Auglýsing

Það er í tísku hjá öðrum stjórn­mála­flokkum en þeim tveimur sem sitja í rík­is­stjórn að mála sig upp sem breyt­ingaröfl. Kom­ist þau til valda megi slá því föstu að það verði gerðar grund­vall­ar­breyt­ingar á grunn­kerfum sam­fé­lags­ins með almanna­hags­muni að leið­ar­ljósi, ekki sér­hags­muni. Á baki þessa lof­orðs hafa þeir baðað sig í heil­agri rétt­læt­is­birtu. Þeir hafa stillt sér upp með fólk­inu gegn valda­klík­unum sem halda um þræð­ina og eiga auð­inn. Með nýja flokka við stjórn muni allt breyt­ast.

Allir stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir nema einn, Björt fram­tíð, hafa nú fallið á prófi um hversu alvara þeim var um breyt­ing­arn­ar. Og eru þar með í hættu að gera sig ómark­tæka varð­andi aðrar kerf­is­breyt­ingar líka.

Kerfi sem er tvisvar afleitt

Það gerðu þeir með því að greiða ekki atkvæði gegn búvöru­samn­ingum til tíu ára þegar þeir voru sam­þykktir á Alþingi í upp­hafi viku. Frum­varp sem gefur samn­ing­unum laga­legt gildi var sam­þykkt með 19 greiddum atkvæðum þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks. Það þýðir að 30 pró­sent þing­manna sam­þykkti þessa samn­inga og 50 pró­sent stjórn­ar­þing­manna. Aðrir stjórn­ar­þing­menn sögðu nei, sátu hjá eða voru ekki við­stadd­ir. Einu stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn­irnir sem stóðu gegn þessu voru þing­menn Bjartrar fram­tíð­ar, sem oft er gert grín að fyrir verk­leysi. Með afstöðu sinni í byrjun viku sýndu þeir meiri sam­stöðu með almenn­ingi gegn sér­hags­muna­gæslu í verki en nokkur annar stjórn­mála­flokkur hefur gert á þessu kjör­tíma­bili.

Auglýsing

Búvöru­samn­ing­arnir festa í sessi land­bún­að­ar­kerfi sem er algjör tíma­skekkja. Það er slæmt fyrir bændur og hræði­legt fyrir neyt­end­ur, sem þurfa að borga of hátt verð fyrir oft slaka vöru (sjá Gotti eða íslenskt svína­kjöt) og horfa upp á 13-14 millj­arða króna af skattfé sínu renna inn í þetta kerfi árlega. Þeir sem hagn­ast eru milli­liðir í fram­leiðslu eins og Mjólk­ur­sam­salan og Kaup­fé­lag Skag­firð­inga. Land­bún­að­ar­kerfið er því svo­kall­aður „Dou­ble Whammy“ fyrir neyt­end­ur. Það er tvisvar sinnum afleitt.

Ef allir þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar hefðu mætt og greitt atkvæði gegn samn­ing­unum þá hefðu 26 þing­menn sagt nei við þeim. Og miðað við mæt­ingu stjórn­ar­þing­manna í þing­sal þegar atkvæða­greiðslan stóð yfir, og fjölda þeirra Sjálf­stæð­is­þing­manna sem sat hjá, þá hefði það mögu­lega dugað til að stöðva þann óskapnað að binda 132 millj­arða króna í nið­ur­greiðslur á ónýtu og neyt­enda­fjand­sam­legu kerfi næsta ára­tug­inn. Tvö­falt verð­tryggt.

Rétt­mæt gagn­rýni

For­svars­menn þeirra flokka sem kusu ekki gegn búvöru­samn­ing­unum hafa ham­ast við að verja afstöðu sína und­an­farna daga. Píratar fela sig á bak við það að þeir eigi ekki full­trúa í atvinnu­vega­nefnd og því gætu þeir ekki tekið upp­lýsta afstöðu til máls­ins. Líkt og þeim hefur hins vegar verið bent á þá felst upp­lýst afstaða í að hafna því sem er aug­ljós­lega vont og gegn almanna­hags­mun­um. Heið­ar­leg­asta svar Pírata var hjá Svani Krist­jáns­syni, pró­fessor í stjórn­mála­fræði, sem starfar mikið innan flokks­ins. Hann sagði ein­fald­lega að það hefði „rú­stað kosn­inga­bar­áttu Pírata í þremur kjör­dæmum af sex“ ef þeir hefðu sagt nei án þess að vera með aðra til­lögu um lausn á mál­inu.

Afstaða Vinstri grænna er sú að það sé lög­bundið að gera búvöru­samn­ing og því sé ekki boð­legt að leggj­ast gegn hon­um, jafn­vel þótt hann sé afleit­ur. Rík­is­stjórnin beri þó ábyrgð á samn­ingn­um, ekki stjórn­ar­and­stað­an. Vinstri græn telja sig hafa komið í gegn breyt­ingum á samn­ing­unum sem geri þá aðeins minna vonda.

Það telur Sam­fylk­ing­in, sem flokka mest hefur talað um breyt­ingar á land­bún­að­ar­kerf­inu, sig líka hafa gert. Í grein sem Oddný Harð­ar­dótt­ir, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, skrif­aði á Kjarn­ann í gær segir að flokk­ur­inn hafi náð „fram mik­il­vægri breyt­ingu sem mun gera okkur kleift að end­­ur­­skoða kerfið eftir kosn­­ing­­arn­­ar.[...]Nú hefur hann verið styttur niður í  þrjú ár og við ætlum leggja allt kapp á að breyta kerf­inu fyrir þann tíma, og vanda okkur við það.“

Þessi full­yrð­ing Odd­nýjar er röng.

Vita ekki hverju þeir voru ekki að hafna

Það er nefni­lega þannig, líkt og Kjarn­inn greindi frá fyrr í dag, að það er ekk­ert fast end­ur­skoð­un­ar­á­kvæði í búvöru­samn­ing­un­um. Það er ákvæði um að það eigi að skipa sam­ráðs­hóp sem á að gera til­lögur að breyt­ingum á samn­ing­unum og það er rétt að þær eigi að liggja fyrir innan þriggja ára.

Hafni bændur þeim til­lögum í atkvæða­greiðslu árið 2019 þá stendur bara sú nið­ur­staða, og búvöru­samn­ing­arnir halda áfram að gilda út tíu ára samn­ings­tíma sinn. Það eru því bara bændur sem hafa vald til að end­ur­skoða samn­ing­anna á næstu árum, ekki þing­menn.

Sam­kvæmt grein Odd­nýjar virð­ist hún ekki hafa áttað sig á þessu þegar hún var fjar­ver­andi við atkvæða­greiðslu um frum­varp til búvöru­laga á þriðju­dag. Aðrir stjórn­ar­and­stöðu­þing­menn sem ákváðu að vera annað hvort ekki til staðar í þing­sal til að gæta hags­muna almenn­ings, eða sátu hjá þegar þeim gafst tæki­færi til þess, virð­ast heldur ekki hafa áttað sig á þessu. Þeir kok­gleyptu mál­flutn­ing Jóns Gunn­ars­son­ar, for­manns atvinnu­vega­nefnd­ar, þegar hann kynnti „víð­tækar breyt­ingar á búvöru­samn­ing­um“ í lok ágúst sem voru ekki víð­tæk­ari en svo að alls­herjar­end­ur­skoðun þeirra eftir þrjú ár er algjör­lega upp á náð og mis­kunn bænda kom­in.

Tvennt getur hafa valdið afstöðu stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna. Annað hvort var það yfir­veguð ákvörðun að taka þátt í að blekkja almenn­ing til að halda að samn­ing­arnir verði end­ur­skoð­aðir innan þriggja ára, eða þeir unnu ekki vinn­una sína og voru plat­aðir í að halda það. Það er erfitt að segja hvort sé verra.

Falskar útgáfur

Ég er ekki sam­mála þeirri stefnu sitj­andi rík­is­stjórnar að það sé for­gangs­at­riði að breyta nán­ast engu á Íslandi. Að það sé gott að örfáir ein­stak­lingar stingi hund­ruð millj­örðum króna í vas­ann vegna nýt­ingar á fisk­veiði­auð­lind­inni í stað þess að sá auður renni í meira mæli í sam­neysl­una. Að það sé rétt­læt­an­legt að greiða 13-14 millj­arða króna á ári svo að milli­liðir milli bænda og neyt­enda geti haldið áfram að valda­brölt­ast á kostnað skatt­greið­enda en engum öðrum til sér­stakra hags­bóta.

Að stjórn­ar­skrá sem lýð­ræð­is­lega mis­munar fólki eftir því hvar það býr á land­inu, er með óljósan kafla um for­seta­emb­ætti sem má túlka eftir hent­ug­leika, tryggir ekki að auð­lindir séu þjóð­ar­eign eða gerir þjóð­inni kleift að kalla eftir þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu sé ein­hvers konar horn­steinn sam­fé­lags­gerð­ar­innar sem má ekki hreyfa við. Að það sé póli­tískur ómögu­leiki að leyfa almenn­ingi að kjósa um hvort Ísland eigi að klára aðild­ar­við­ræður að Evr­ópu­sam­band­inu eða ekki. Að mik­il­væg­ast af öllu sé að berj­ast gegn öllum til­lögum að kerf­is­breyt­ingum í næstu kosn­ing­um. Það sé for­gangs­at­riði.

En ég virði það þó við stjórn­ar­herr­anna að þeir eru ekk­ert að reyna að syk­ur­húða þessa afstöðu sína. Hún liggur fyrir og fólk getur tekið afstöðu til íhalds­flokk­anna tveggja út frá henni.

Pírat­ar, Sam­fylk­ingin og Vinstri græn hafa hins vegar verið að selja fólki falska útgáfu af sér. Það komst upp um þessa flokka á þriðju­dag þegar þeir annað hvort tóku kjör­dæma­bundna hags­muni sína í kom­andi kosn­ingum fram yfir almanna­hags­muni, eða unnu alls ekki heima­vinn­una sína, með þeim afleið­ingum að þeir festu í sessi skelfi­legt kerfi sem gagn­ast flestum illa.

Það eru sjö ein­stak­lingar sem koma út úr þess­ari atkvæða­greiðslu stand­andi. Þeir eru Sig­ríður Á. And­er­sen, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, og þing­flokkur Bjartrar fram­tíð­ar. Aðrir þing­menn ættu að skamm­ast sín.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None