Kakan er alveg nógu stór ef græðgin ræður því ekki hvernig henni er skipt

Páll Valur Björnsson
Auglýsing

Enska ljóð­skáldið John Dunne orti fyrir um 400 árum síð­an:

Eng­inn maður er eyland, ein­hlítur sjálfum sér. Sér­hver maður er brot af meg­in­land­inu, hluti ver­ald­ar. … Dauði sér­hvers manns smækkar mig, af því ég er ísl­ung­inn mann­kyn­inu. Spyr þú því aldrei, hverjum klukkan glym­ur. Hún glymur þér.

Hvenær mun okkur eig­in­lega skilj­ast að þetta er svona og hvað það þýð­ir? 

Auglýsing

Hörm­ungar skekja Sýr­land og íbúar þess flýja fóst­ur­jörð sína til þess að leita skjóls og finna frið. Mæður og feður reyna í örvænt­ingu sinni að koma börnum sínum undan stríðstólum valda­sjúkra og sið­lausra ­stríðs­herra.  ­Stríðs­herra sem nota vopn sem fram­leidd eru á Vest­ur­löndum og eru ræki­lega studdir af Banda­ríkj­unum ann­ars vegar og Rússum hins veg­ar.  Þessar hörm­ungar af manna­völdum sem eru að leggja líf margra millj­óna mann­eskja í rúst eru því að miklu leyti í boði ríkja sem vilja kenna sig við lýð­ræði, mann­rétt­indi og frelsi en finnst þegar öllu er á botn­inn hvolft enn þá mik­il­væg­ara að græða á dag­inn og grilla á kvöld­in. Og vilja lítið á sig leggja og alls engu fórna af for­rétt­indum sínum og ver­ald­legum mun­að­i. 

Er ekki bara hægt að senda þessu fólki teppi? Ekki viljum við þetta fá þetta fólk hing­að, er það nokk­uð?

Við berum ábyrgð 

Við berum auð­vitað öll og saman ábyrgð á börnum sem missa for­eldra sína og systk­ini sem falla fyrir vest­rænum morð­tól­um. Við berum að sjálf­sögðu ábyrgð á því að þau geta ekki lif­að á­hyggju­laus og hlaupið létt og glöð út á leik­völl að róla sér eða vega salt. Við berum ábyrgð á því að þau mega þola skelfi­lega mis­þyrm­ingar og mis­notk­un. Og við berum vita­skuld ábyrgð á þeirri stað­reynd að mann­vonska og fáfræði gerir það að verkum að þau búa við aðstæður sem sviptir þau rétti og mögu­leika til að vita og skilja hvað náunga­kær­leikur er. Að þau vita ekki hvað er að vera boð­inn vel­kom­in, að vera elsk­að­ur, að eiga fjöl­skyldu og öruggt skjól. 

Hví­lík ósvinna og hví­lík lág­kúra

Það er hræði­lega dap­ur­leg stað­reynd að hér í okkar ríka vel­meg­un­ar­sam­fé­lagi er fólk sem er til­búið að loka á þessi börn og aðra sem neyð­ast til að flýja heima­lönd sín vegna stríðs­hörm­unga og ömur­legra aðstæðna. Það er til fólk í okkar frið­sama og ríka landi sem virð­ist ekki sjá neitt athuga­vert að segja við eldri borg­ara og öryrkja og alla þá sem standa höllum fæti að ekki sé hægt að veita þeim  ­mann­sæm­andi lífs­kjör vegna þess að við eyðum svo miklum pen­ingum í hjálpa öðru fólki í brýnni neyð. Fólk sem stendur á sama um eða virð­ist ekki gera sér ekki grein fyrir að með orðum sínum er það að sá fræjum for­dóma og hat­urs í garð þeirra sem þurfa svo mikið á stuðn­ingi, skiln­ingi og vel­vilja að halda og geta síst af öllum varið sig fyrir ill­vilja, illum orðum og illum verk­um.    

Hví­lík ósvinna og hví­lík lág­kúra!

Kakan er nógu stór

Margt af þessu fólk sem svona hugsar og talar styður stjórn­mála­flokka sem mestar áhyggjur hafa af ónógum tæki­færum þeirra ríku til að græða meira og tala fjálg­lega um að „stækka þurfi kök­una“. Því að þá munu allir fá meira þegar henni verður skipt og hún étin.  Því að þá munu molar úr stóru kök­unni hrökkva til þeirra sem er ekki boðið sæti við borðið þegar kakan er skorin í sneiðar og þeir gráð­ugu háma þær í sig. 

Kakan okkar er alveg nógu stór til þess að allir geti fengið sæti við borðið og fengið nógu stórar sneið­ar. Og hún er alveg nógu stór til þess að við getum veitt fólki sem til okkar leitar í neyð sinni skjól, stuðn­ing og virð­ingu og boðið þeim fjöl­skyldum þess og börnum sæti við borðið með okk­ur, fjöl­skyldum okkar og börn­um.   

Það eina sem þarf er vilj­inn til að láta rétt­læti og mannúð stjórna orðum okkar gerðum og gæta þess að þeir sem stjórn­ast af græðgi fái ekki að skipta kök­unni og hlusta ekki á orð þeirra sem ein­kenn­ast af lág­kúru, for­dómum og þröng­sýn­i.  

Við kennum börnum okkar að sælla sé að gefa en þiggja og eigum auð­vitað að sýna þeim það í verki að við meinum eitt­hvað með því.   

Höf­undur er þing­maður Bjartrar fram­tíð­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None