Vilt þú lægri vexti?

Áhorfandi á Austurvelli
Auglýsing

Lækkun vaxta hér á landi er ein mesta kjara­bót sem hægt er að færa íslenskum heim­il­um. Fyrir hvert pró­sent sem okkur tekst að lækka vexti um hér á landi, lækkar vaxta­byrði 20 milljón króna hús­næð­is­láns um 17 þús­und krónur á mán­uði. Eitt pró­sent vaxta­lækkun sam­svarar tæp­lega 30 þús­und króna launa­hækk­un. Ef við næðum að helm­inga núver­andi vaxta­mun við nágranna­lönd okkar sam­svarar það um 80 þús­und króna launa­hækkun á mán­uði. Það munar um minna.

Þrátt fyrir þessa stað­reynd heyr­ist nær engin umræða um allt of hátt vaxta­stig í aðdrag­anda þess­ara kosn­inga. Við­reisn hefur það á stefnu­skrá sinni að lækka vaxta­stig veru­lega hér á landi og gera verð­trygg­ingu óþarfa með því að festa gengi íslensku krón­unnar með svo­nefndu mynt­ráð­i. 

Það er kom­inn tími til að breyta

Það er löngu tíma­bært að finna lausn á þessum mikla vanda. Þjóðin hefur um ára­tuga skeið mátt þola okur­vexti sem eru full­kom­lega úr sam­hengi við það sem tíðkast í nágranna­löndum okk­ar. Þá virð­ist íslenska krónan alveg ófær um að halda verð­gildi sínu. Við fáum yfir okkur geng­is­fell­ingar á um það bil 10 ára fresti, stundum oft­ar, með til­heyr­andi kjara­skerð­ingu og mik­illi hækkun hús­næð­is­skulda. Fyrir 35 árum, þegar tvö núll voru felld af krón­unni var hún jafn­gild bæði dönsku og sænsku krón­unni. Í dag kostar danska krónan 17,7 íslenskar og sú sænska 13,3 krón­ur. Þetta er ekki góður árang­ur.

Auglýsing

Þennan vanda höfum við glímt við í heila öld, eða allt frá því við fengum sjálfs­stjórn og sjálf­stæða mynt. Eftir efna­hags­hrunið 2008 skil­aði Seðla­bank­inn 600 síðna skýrslu um val­kosti okkar í þessum mál­um. Skýrslan var mjög vönduð og dró upp skýra mynd af þeim leiðum sem okkur standa til boða. Fjögur ár eru liðin frá því hún kom út en við erum enn föst á sama stað í umræð­unni.  Þrátt fyrir alvara­legan vanda hafa stjórn­málin aldrei geta komið sér saman um lausn­ir. 

Oft virð­ist sem rifr­ildið um mis­mun­andi leiðir verði mark­mið í sjálfu sér. Við höfum karpað um upp­töku evru með aðild að ESB; ein­hliða upp­töku evru, norskrar krónu eða kanadísks doll­ars; eða nauð­syn þess að starf­rækja áfram sjálf­stæða pen­inga­stefnu með krónu sem gef­ist hefur okkur jafn illa og raun ber vitni. Flokk­arnir leggj­ast gjarnan í skot­grafir í þessum efn­um. Þeirra leið er hver um sig sú besta sem í engu má hvika frá. 

Við höfum fundið ýmsar leiðir til að sporna við helstu sjúk­dóms­ein­kenn­un­um. Verð­trygg­ing var ein slík leið til að verja sparifé lands­manna og hags­muni lán­veit­enda. Nú vilja ýmsir banna verð­trygg­ing­una með lög­um. Að mörgu leyti skilj­an­legt sjón­ar­mið en það leysir engan vanda, vextir verða eftir sem áður allt of háir.

Sam­ein­umst um skýr mark­mið

Í stað þess að fest­ast í rifr­ild­inu um mis­mun­andi leið­ir, hvernig væri að byrja á því að sam­ein­ast um mark­mið? Í mínum huga má ramma umræð­una svona inn:

1. Vextir eru hér allt of háir og við þurfum að finna leið til að lækka þá. Við erum öll sam­mála því. 

2. Gengið er of óstöðugt og geng­is­sveiflur eru skað­legar fyrir heim­ilin og atvinnu­líf­ið. Við getum öll verið sam­mála því eða hvað? 

3. Fyrir vikið er verð­bólga líka hér þrá­lát­lega of há. Eng­inn er hrif­inn af henni, hvað þá fylgi­fiski hennar verð­trygg­ing­unn­i. 

Við viljum sem sagt lækka vexti, búa við stöðugt gengi og hafa lága verð­bólgu. Þessum lyk­il­mark­miðum mót­mælir eng­inn að ég held. Í það minnsta hef ég ekki séð neinn stjórn­mála­flokk með hið gagn­stæða á sinni stefnu­skrá.

Mynt­ráð lækkar vexti og festir gengið

Sú leið sem Við­reisn leggur til er Mynt­ráð. Á ein­földu máli felur það í sér að gengi krón­unnar yrði fest við gengi ann­arrar mynt­ar, t.d. evru. Þessi geng­is­fest­ing er síðan studd með mynd­ar­legum gjald­eyr­is­vara­forða og agaðri hag­stjórn, auk ýmissa þjóð­hags­var­úð­ar­tækja sem ætlað er að auka trú­verðu­leika mynt­ráðs­ins. Helstu kost­irnir eru þess­ir:

1. Vextir lækka hratt í átt að vaxta­stigi þeirrar myntar sem fest er við. Vaxta­munur við evru er t.d. um 5% í dag. Helm­ingun þessa vaxta­munar skilar miklum ávinn­ingi fyrir heim­il­in.

2. Gengið er stöðugt enda fast. Geng­is­sveiflur heyra því sög­unni til

3. Verð­trygg­ing verður óþörf í þessu umhverfi enda fyrst og fremst hugsuð sem vörn gegn rýrn­andi verð­mæti gjald­mið­ils. 

Sumir telja að helsti galli mynt­ráðs er að gengi verður ekki lengur fellt til að bregð­ast við mis­tökum í hag­stjórn. Það getur gert aðlögun hag­kerf­is­ins erf­ið­ari ef við missum tökin á hag­kerf­inu en á móti leggur það ein­fald­lega enn meiri ábyrgð á hendur helstu ger­endum hag­stjórnar að standa sig. Geng­is­fell­ingar hafa í gegnum tíð­ina verið hækja slakrar hag­stjórnar og það er löngu tíma­bært að henda þeirri hækju.

Nán­ari útlistun á kostum og göllum mynt­ráðs má finna í skýrslu SÍ sem finna má hér. Við hjá Við­reisn teljum þetta vera leið til að ná þeim megin mark­miðum okkar að lækka hér vexti veru­lega og fá stöðugan gjald­mið­il. Það er löngu tíma­bært að hugsa í lausnum í þessum efn­um. Það er löngu tíma­bært að breyta kerfi sem ekki skilar okkur árangri.

Höf­undur er efstur á lista Við­reisnar í Reykja­vík norð­ur.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None