Píratar og aldraðir

Aðsend grein eftir Þór Saari, frambjóðanda Pírata.

píratar - mótmæli
Auglýsing

Pírat­ar, þrátt fyrir að vera að mörgu leyti hreyf­ing ungs fólks, hafa á að skipa mörgum liðs­mönnum sem komnir eru yfir miðjan ald­ur, fólki sem hefur skiln­ing, þekk­ingu og áhuga á þeim málum sem helst brenna á fólki á síð­ari hluta ævi­skeiðs­ins.

Aug­ljóst er hverjum sem sjá vill, að mál­efni aldr­aðra og eft­ir­launa­þega hafa beðið skip­brot í með­förum hinna hefð­bundnu flokka á Alþingi, flokka sem almennt ganga undir nafn­inu Fjór­flokk­ur­inn, vegna sam­eig­in­legrar van­hæfni til að sinna mál­efnum almenn­ings af alvöru. Fyrir utan það að búa við alvar­legan skort á hjúkr­un­ar­heim­il­um, þar sem komið er fram við vist­menn af alúð og virð­ingu og þar sem makar geta dvalið sam­an, þá eru kjör þeirra sem komin eru á efri ár og hættir að vinna, orðin skammar­leg.

Píratar kalla eftir því að skerð­ingar á eft­ir­launum verði lagðar af þegar í stað, þannig að allir fái þá grunn­fram­færslu sem kveðið er á um í lögum um almanna­trygg­ing­ar, burt­séð frá því hvort við­kom­andi hefur greitt í líf­eyr­is­sjóð og fái greiðslur það­an. Þetta er rétt­læt­is­mál vegna þess að við núver­andi kerfi skerð­inga þá eru upp­söfnuð líf­eyr­is­rétt­indi ekk­ert annað en skatt­heimta á ská, því í fjöl­mörgum til­fellum fá þeir sem greitt hafa af launum sínum í líf­eyr­is­sjóð ekk­ert út úr almanna­trygg­ing­um, og eru  oft á sama báti og þeir sem aldrei hafa greitt í líf­eyr­is­sjóð.

Auglýsing

Þór Saari, fyrrverandi alþingismaður og frambjóðandi Pírata.Stóra vanda­málið er þó það að líf­eyr­is­sjóða­kerfið er hrunið og stendur ekki og hefur aldrei staðið undir þeim vænt­ingum sem til þess voru gerð­ar. Svona upp­söfn­un­ar­kerfi sem gerir ráð fyrir greiddum líf­eyri fjör­tíu ár fram í tím­ann, sam­hliða því að vera galopið í annan end­ann hvað tíma­lengd greiðslna varð­ar, getur ekki gengið upp. Nýjasta dæm­ið, 480 millj­arða tap líf­eyr­is­sjóð­anna i Hrun­inu, er stað­fest­ing á því.

Söfn­un­ar­sjóðs­kerfi sem þetta, með þeim for­merkjum sem við búum við hér á landi með krónu, verð­bólgu, óstöð­ug­leika og spill­ingu, er gagns­laust sem ein­hvers konar fyr­ir­komu­lag til að tryggja öldruðum áhyggju­laust ævi­kvöld. Sams­konar kerfum er oft lýst sem svo að þau gagn­ist fyrst og fremst sem púlía fyrir pen­inga­menn, risa­stór pottur fjár­muna fyrir fjár­m­gans­brask­ara til að leika sér að, enda hafa brask­ar­ar, í gegnum hina ýmsu fjár­fest­inga­sjóði verið dug­legir að fá líf­eyr­is­sjóð­ina til að leggja með sér í púkk­ið. Þetta tekst þeim vegna þess að stjórnir líf­eyr­is­sjóð­anna eru að meiri­hluta skip­aðar atvinnu­rek­endum sem jafn­framt eru þessi sömu fjár­festar eða tengdir þeim. Þessu kerfið þarf að gjör­breyta. Stjórnir líf­eyr­is­sjóða þarf að kjósa beint af félags­mönnum og til að gæta hags­muna sjóð­fé­laga ein­göngu. Einnig þarf að styrkja laga- og reglu­gerð­aum­hverfið svo að líf­eyr­is­sjóð­unum verði bannað að vera í sam­krulli við aðra í fjár­fest­ingum sín­um.

En aðal­at­riðið er samt að aldrei verður hægt að koma hér á stöð­ugu, trú­verð­ugu kerfi fyrr en hægt er að gera raun­hæfar áætl­anir um fjár­þörf líf­eyr­is­sjóð­anna til útgreiðslu líf­eyris og það er ekki hægt öðru­vísi en með því að loka kerf­inu í annan endan hvað útgreiðslur varð­ar. Jafn­framt því tryggja að eft­ir­launa­þegar geti búið við örugg og góð kjör í ell­ini. Með því að tak­marka þann tíma sem fólk fær greitt úr líf­eyr­is­sjóði mætti hækka þær líf­eyr­is­greiðslur umtals­vert og tryggja að fyrsta ára­tug­inn eða svo, að lok­inn starfsævi, hefði fólk nægt fé á milli hand­anna til að njóta lífs­ins með sóma og gæti þannig varið þessum mik­il­væga áfanga í líf­inu í áhuga­mál­in, án þess að þurfa að velta fyrir sér hverri krónu. Að þessu tíma­bili loknu, og lengd þess er útfærslu­at­riði en tíu til fimmtán ár sýn­ist raun­hæft, héldi við­kom­andi áfram að fá greiðslur úr almanna­trygg­ingum en greiðslur úr líf­eryis­sjóði legð­ust af.

Eins og gengur er fólk  mis­jafn­lega vel á sig komið þegar ald­ur­inn fær­ist yfir. Þó má gefa sér að fyrstu tíu til fimtán árin að lok­inni starfsævi, sé fólk til­tölu­lega vel ról­fært til ferða­laga eða ann­ars sem hug­ur­inn stendur til. Síðan tekur við tíma­bil þar sem lúin bein og vöðvar þreyt­ast meir og stað­bundn­ari áhuga­mál taka við og þó heilsan sé mis­jöfn má í flestum til­fellum reikna með að þá sé fjár­þörfin ein­fald­lega umtals­vert minni. Þannig væri hægt að tryggja sæmi­lega góðar tekjur til aldr­aðra þann tíma eft­ir­launa­ár­anna sem heilsan er best.

Annar hluti af nýju kerfi fyrir aldr­aða væri svo að byggja nægi­lega mikið af leigu­í­búðum sem þeir hefðu aðgang að eins lengi og þörf krefur gegn hóf­legri leigu- og með ákveð­inni til­tek­inni þjón­ustu. Slíkt myndi gera fólki kleift að selja eigið hús­næði sé það fyrir hendi og njóta þeirra ávaxta líka, til hvers þess sem fólk vildi, án þess að vera fórn­ar­lömb okur­leigu í svo köll­uðum þjón­ustu­í­búðum sem reknar eru í dag.

Slík umbreyt­ing sem hér er talað fyrir er rót­tæk en skyn­söm. Hún þarf að vera vand­lega ígrunduð og kallar á vand­aða útreikn­inga hlut­lausra aðila, aðila sem bera fyrst og fremst hag almenn­ings fyrir brjósti en eru ekki leiksoppar fjár­magnsafla.

Helsta áherslu­mál Pírata er nýja stjórn­ar­skráin og sú áhersla er meðal ann­ars til komin vegna sífelldra lof­orða­svika stjórn­mála­manna. Með nýrri stjórn­ar­skrá getur allur almenn­ingur og þar með einnig eldri borg­ar­ar, kraf­ist þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um hags­muna­mál sín með und­ir­skifta­söfn­un. Þannig og þannig ein­göngu er hægt að veita sitj­andi stjórn­völdum hvers tíma aðhald og tryggja að almanna­hags­munir verði í fyr­ir­rúmi. Þess vegna eiga aldr­aðir sam­leið með Píröt­um.

Að lokum læt ég fylgja með fimm helstu mark­mið Pírata fyrir næsta kjör­tíma­bil en þau eru:

  1. Upp­færa Ísland með nýrri stjórn­ar­skrá.

  2. Tryggja rétt­láta dreif­ingu arðs af auð­lind­um.

  3. End­ur­reisa gjald­frjálsa heil­brigð­is­þjón­ustu.

  4. Efla aðkomu almenn­ings að ákvarð­ana­töku.

  5. End­ur­vekja traust og tækla spill­ingu.

Kom­ist Píratar til valda mun ég tala fyrir þessum áhersl­um.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur, fyrr­ver­and­i al­þing­is­maður og í fram­boði fyrir Pírata.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None