Óharmónísk kjaradeila

Auglýsing

Í umræðum um úrskurð kjara­ráðs um laun kjör­inna emb­ætt­is­manna kemur fátt á óvart, hvorki krafa um að ákvörð­unin sé tekin til baka né vand­ræða­legar skýr­ingar um nauð­syn­legt sjálf­stæði þeirra svo að þeir verði ekki ­spill­ingu að bráð. Það nýja í umræð­unni er til­vís­unin í SALEK, sam­komu­lag aðila á vinnu­mark­aði sem ætlað var að tryggja sam­ræmda launa­þróun allra. Það er gott og gilt mark­mið þótt líka megi efast um það með til­liti til hlut­verks ­launa­á­kvarð­ana við aðlögun að  tækni­þró­un og nýj­ungum og eins hins að það tekur ekki til launa­á­kvarð­ana fyrir sjálfstætt starf­andi menn, eig­endur og ­stjórn­endur fyr­ir­tækja og “funktionera” þeirra í stjórnum félaga­sam­taka, líf­eyr­is­sjóða o.fl. Þessir aðilar fremur öðrum hafa verið til­efni þeirra breyt­inga sem nú valda titr­ingi.

SALEK ­sam­komu­lag­ið, sam­ræmd launa­þróun allra laun­þega, gengur ekki eftir nema ann­ar­s ­vegar að rétt sé gefið í upp­hafi, þ.e. að inn­byrðis launa­hlut­föll séu tal­in við­un­andi, og hins vegar að þeir sem að launa­á­kvörð­unum koma ábyrgist að það ­sam­ræmi rask­ist ekki. Sú ábyrgð felst ekki bara í því að koma í veg fyrir að sumir fái meira en aðrir heldur einnig að því að sumir fái ekki minna en aðr­ir. Þessi ábyrgð er ekki bara lögð á félög laun­þega heldur einnig á við­semj­end­ur þeirra.

Sveit­ar­fé­lög lands­ins eru við­semj­endur Félags stjórn­enda og kenn­ara í tón­list­ar­skólum (FT), og hafa haldið tón­list­ar­skóla­kenn­urum samn­ings­lausum í rúm­lega ár og haft þá á launum sem eru 10 - 15% lægri en laun kenn­ara með sam­bæri­lega menntun við aðrar skólagerðir sem einnig taka laun sam­kvæmt samn­ingum sem samn­inga­nefnd sveit­ar­fé­lag­anna hefur gert. Stór hluti nem­enda í tón­list­ar­skólum er á grunn­skóla­stigi en í þeim eru einnig nem­endur sem eru á fram­halds­skólum eða í há­skóla.

Auglýsing

Laun tón­list­ar­skóla­kenn­ara höfðu árum saman verið hlið­stæð launum grunn­skóla­kenn­ara og þannig var það þegar sveit­ar­fé­lögin tóku við ábyrgð á fjár­hags­leg­um ­stuðn­ingi við starf­semi tón­list­ar­skóla. Þau fengu til þess tekju­stofn frá­ ­rík­inu sem tók mið af þessum launa­kjör­um. Þrátt fyrir að hafa fengið þær tekj­ur í sinn vasa telja þau nú við hæfi að neyta afls­munar til að draga kjör tón­list­ar­skóla­kenn­ara nið­ur.

Mis­ræmi í laun­um grunn­skóla­kenn­ara og tón­list­ar­skóla­kenn­ara má rekja til áranna eftir hrun. Tón­list­ar­skól­arnir tóku þá á sig mikla skerð­ingu fjár­fram­laga, meiri en flest önnur skóla­starf­semi. Það kom að hluta fram í því að laun kenn­ara við skól­ana hækk­uðu minna en hjá öðr­um. Synjun sveit­ar­fé­lag­anna um leið­rétt­ingu launa nú þegar betur árar ber ekki vott um að fórn tón­list­ar­skól­anna og kenn­ara þeirra hafi verið mik­ils met­in.

Í samn­ing­um sveit­ar­fé­lag­anna við grunn­skóla­kenn­ara á árunum 2012 til 2014 var mis­ræmið enn ­aukið og tón­list­ar­skóla­kenn­urum neitað um sam­bæri­legar launa­hækk­an­ir. Í lang­vinnu verk­falli FT á árinu 2014 tókst að brjóta þá afstöðu á bak aftur að hluta til en nú tveimur árum síðar er sama staða komin upp. Samn­inga­nefnd sveit­ar­fé­lag­anna neitar að leið­rétta þann mun sem orð­inn er og býður fram ­samn­inga sem nefndin hefur gert við Félag íslenskra hljóð­færa­leik­ara en í því ­fé­lagi eru kenn­arar við tón­list­ar­skóla sem í minna mæli en kenn­arar í FT hafa ­kennslu í tón­list­ar­skóla að aðal­starfi.

Félag tón­list­ar­kenn­ara er lítið félag og má sín ekki mik­ils við samn­inga­borðið ef við­semj­and­inn vill neyta afls­mun­ar. Tón­list­ar­skólar eru flestir litlir og í Reykja­vík eru þeir yfir­leitt reknir sem sjálfs­eign­ar­stofn­anir og eru fjár­hags­lega háðir sveit­ar­fé­lög­un­um. Engir sterkir hags­muna­að­ilar standa þeim að baki og tala máli þeirra. Þar með er ekki sagt að engir hags­munir séu í húfi. Þeir eru í reynd mikl­ir.

Starf tón­list­ar­skóla er hags­muna­mál fyrir þá fjöl­mörgu nem­endur sem stunda tón­list­ar­nám. Námið er gef­andi í sjálfu sér en auk þess sýna rann­sóknir að fá önnur iðkan barna og ung­linga er gagn­legri fyrir þroska og fram­vindu þeirra á öðrum svið­um.

Starf skólanna er hags­muna­mál ­for­eldra, sem eru með­vit­aðir um gildi tón­list­ar­náms og er umhugað um að börn þeirra fái notið þess. Langir biðlistar eftir því að kom­ast inn í flesta tón­list­ar­skóla.

Starf tón­list­ar­skóla er hags­muna­mál fyrir tón­list­ar­líf í land­inu. Án þeirra væri ekki til staðar sú tón­list­ar­menn­ing sem blómstrar hér á landi og blasir við í fjölda tón­list­ar­manna sem starfa að list sinni hér á landi og erlendis og öðl­ast hafa al­þjóð­lega við­ur­kenn­ingu og í því ríku­lega tón­list­ar­lífi sem þrífst hér hvort ­sem litið er til klass­ískrar eða rytmískar tón­list­ar. Starf tón­list­ar­skóla er hags­muna­mál fyrir sam­fé­lagið allt. Tón­list­ar­líf auðgar það menn­ing­ar­lega og efna­hags­lega eins og sýnt hefur verið fram á.

Líf SALEK ­sam­komu­lags­ins veltur á því hversu sann­gjarnt það telst. Sann­girnin rýrnar við það að ein­stakir hópar brjót­ist út úr þeim ramma sem það setur og einnig við það að þeir sem veika stöðu hafa séu skildir eft­ir. Það er ábyrgð vinnu­veit­enda að svo verði ekki. Ætli sveit­ar­fé­lögin að axla þá ábyrgð sem SALEK sam­komu­lag­ið ­leggur þeim á herðar geta þeir ekki staðið gegn því að við­un­andi jafn­vægi náist milli starfs­hópa og í því efni dugar ekki að líta ein­ungis til síð­ustu fárra ára sem verið hafa mjög sér­stök fyrir tónlist­arskólakenn­ara heldur til­ ­launaþróunar aft­ur til árs­ins 2006 eins og gert var við und­irbúning sam­komu­lags­ins.

Aðilar að SALEK ­sam­komu­lag­inu þurfa að standa við for­sendur þess um við­un­andi sam­ræmi milli­ ­starfs­hópa og tryggja sam­bæri­lega þróun launa­kjara á samn­ings­tím­an­um. Sveit­arfélögin í land­inu eru aðilar að SALEK sam­komu­lag­inu. Mikið vantar upp á trú­verð­ug­leika þeirra í samn­ingum við tón­list­ar­skóla­kenn­ara. Ríki og sveit­arfélög hafa sem vinnu­veit­endur ætíð þurft að gæta samræmis milli og innan starfshópa óháð því hversu sterka samn­ings­stöðu þessir hópar hafa haft. Aðeins þannig geta þeir tryggt við­un­and­i ­starfsanda. Hinn sterki verður að gæta sann­girni fremur en að deila og drottna þótt hann kunni að vera í aðstöðu til þess.

Sveit­ar­fé­lög ­gegna lyk­il­hlut­verki í sam­fé­lag­inu. Þau  bera mikla ábyrgð í upp­eld­is­málum og þau móta öðrum fremur umgerð hins dag­lega lífs m.a. í menn­ing­ar­mál­um. Starf tón­list­ar­skóla er mik­il­vægur þáttur í upp­eldi barna og ung­linga og for­senda blóm­legrar tón­list­ar­starf­semi. Til þess að stefna því starfi ekki í óefni verða sveit­ar­fé­lögin að sýna upp­eld­is­lega á­byrgð, menn­ing­ar­lega reisn og félags­legan þroska og beina því til umboðs­manna ­sinna í samn­inga­nefnd sveit­ar­fé­laga að láta af vopna­skaki og ganga til samn­inga ­sem tryggi tón­list­ar­skóla­kenn­urum sam­bæri­leg kjör og þau semja um við grunn­skóla­kenn­ara.

Höf­und­ur­inn er fyrr­ver­and­i ­for­maður samn­inga­nefndar rík­is­ins í launa­málum og situr í stjórn Tón­skóla ­Sig­ur­sveins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None