Auglýsing

Nú þegar rík­is­stjórnin er fallin og erf­ið­lega gengur að mynda nýja rík­is­stjórn þá skap­ast ákveðið tóma­rúm til að fjalla um efna­hags­málin á Íslandi, án þess að maður sé dreg­inn í dilka til hægri og vinstri.

Mik­ill gangur

Í nýju Pen­inga­málum Seðla­banka Íslands, frá 16. nóv­em­ber, er fjallað um stöðu mála á Íslandi og einnig horfur á alþjóða­vett­vangi. Fram kemur í rit­inu þær séu nú ekki sér­lega bjartar og bendir margt til þess að á alþjóða­vett­vangi verði erf­ið­leikar víða. Á Íslandi er hins vegar „mik­ill gang­ur“ eins og orð­rétt segir í Pen­inga­mál­um. „Á sama tíma er kraft­ur­inn í inn­lendum efna­hags­bú­skap mik­ill og hefur sótt í sig veðr­ið. Þjóð­ar­út­gjöld juk­ust um tæp­lega 10% milli ára á fyrri hluta árs­ins og þar af jókst einka­neysla um hátt í 8% og fjár­fest­ing um tæp­lega þriðj­ung. Hag­vöxtur var því 4,1% sem er áþekkur vöxtur og í fyrra. Talið er að þjóð­ar­út­gjöld muni vaxa um tæp­lega 9% á árinu í heild sem yrði mesti vöxtur þeirra á einu ári síðan árið 2006.“

Tekið er fram að verð­bólga muni að öllum lík­indum hald­ast fyrir neðan 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miðið næstu miss­erin og ein­kenni eru komin fram um skort á vinnu­afli.

Auglýsing

Ein helsta þjóðar­í­þrótt Íslend­inga þessa dag­ana er að bera saman stöð­una, miðað við staðl­aðar hag­töl­ur, á Íslandi við önnur lönd. Þar er Ísland yfir­leitt ofar­lega á lista. „Ís­land verður alltaf ríkt og staðan verður alltaf nokkuð góð,“ sagði Jón Dan­í­els­son, pró­fessor í hag­fræði, í fróð­legu erindi á fundi Sam­taka atvinnu­lífs­ins fyrr á árin­u. 

Um leið árétt­aði hann að við þyrftum samt að vinna í okkar málum og reyna að styrkja mennta­kerfið og nýsköp­un­ar­starf, svo eitt­hvað sé nefnt.

Það er mikið til í þessu hjá Jóni. Að vissu leyti er Ísland vel­meg­un­ar­staður sem kemur oft­ast nær vel út í alþjóð­legum sam­an­burði, út frá hag­tölum séð. Og það er líka gott að búa á Íslandi, á flesta mæli­kvarða. 

Eru þessar hag­tölur aðal­at­rið­ið?

Mér finnst sjálfum eins og stundum sé talað of mikið um þessar hag­töl­ur, það er hag­vöxt, atvinnu­leysi og slíkt. 

Ég líka skil ekki hverju það á að skila, að bera saman hag­tölur á Íslandi við tug­millj­óna­þjóðir út í heimi. Varla trúa hag­fræð­ingar því, að það sé góður mæli­kvarði á það hvort hér gangi vel eða illa? Ef það er 5 pró­sent hag­vöxtur á Íslandi, en þrjú pró­sent í Banda­ríkj­un­um, er það þá á ein­hvern hátt ein­kenni um að það gangi betur á Íslandi?

Það hjálpar ekki mikið finnst mér, við að glöggva sig á stöðu mála. Ísland er tæp­lega 200 þús­und ein­stak­linga vinnu­mark­aður og það ætti frekar að reyna að finna hag­kerfi sem eru sam­bæri­leg að ein­hverju leyti og skoða hvernig okkur reiðir af í þeim sam­an­burði. Í Banda­ríkj­unum einum eru mörg hund­ruð hag­kerfi sem eru miklu stærri og sterk­ari en Ísland, og það sama má segja um fleiri lönd og svæði í Evr­ópu. Ein­stakir hlutar borg­ar­sam­fé­laga geta verið betri í sam­an­burði heldur en efna­hags­reikn­ingar heilu þjóð­anna. Stærð­ar­mun­ur­inn skekkir mynd­ina á veru­leik­ann. Verk­efnið hlýtur frekar að vera að bæta það sem er fyr­ir, í stað þess að segj­ast alltaf vera betri en hinir í hag­vexti.

Stundum heyrir maður stjórn­mála­menn ræða um Ísland í beinum sam­an­burði við heilu heims­álf­urn­ar. Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hefur meðal ann­ars talað um að allt sé í kalda koli í Evr­ópu. Hann hefur samt ekki útskýrt það nákvæm­lega, enda staðan í álf­unni mis­jöfn. 

Hvað myndi mannauðs­stjór­inn segja?

Mestu áhyggj­urnar finnst mér snúa að því að greina hvað nákvæm­lega er að eiga sér stað á vinnu­mark­aðn­um. Það vantar lyk­il­gögn í því sam­hengi, sem tengj­ast því hvaða þekk­ing hefur verið að fara úr landi og hvaða þekk­ing til lands­ins. Þjóð­skrá tekur ekki saman upp­lýs­ingar um menntun og reynslu þeirra sem flytja til og frá land­inu og því getur Hag­stofan ekki brugðið upp mynd af stöð­unni. Þetta er baga­legt.

Ef mannauðs­stjóri íslenska rík­is­ins væri starf­andi, þá myndi hann vafa­lítið ekki sætta sig við þetta. Ef mið er tekið af skrifum Seðla­banka Íslands þá eru helst að skap­ast ný störf í ferða­þjón­ustu og bygg­ing­ar­iðn­aði, enda „mik­ill gang­ur“ þar um þessar mund­ir. Vöxtur í sér­fræði­störfum er hugs­an­lega ekki ásætt­an­legur og það gæti skýrt mynstrið sem sést í tölum Hag­stof­unn­ar. Þær sína að mik­ill fjöldi útlend­inga hefur verið að flytja til lands­ins en straumur Íslend­inga úr landi er nokkuð stöð­ug­ur. Einkum er það ungt fólk sem er að fara. Á árunum 2010 til og með 2015 hafa 6.011 Íslend­ing­ar, umfram aðflutta, flutt úr landi. Þró­unin hefur verið svipuð á þessu ári. Straum­ur­inn er stöð­ug­ur. Á móti komu 6.840 erlendir rík­is­borgar til lands­ins, umfram brott­flutta, á sama tíma­bil­i. 

Neyð­aróp í góð­ær­inu

Það sem er verst við þessa stöðu, þar sem hinn „mikli gang­ur“ í hag­kerf­inu hefur átt svið­ið, er að hálf­gerð neyð­aróp hafa verið að koma frá þeim stað í hag­kerf­inu, þar sem ætti helst að vera mik­ill kraftur um þessar mund­ir. Það er frá háskóla- og rann­sókn­ar­starfi. Þar vantar fjár­magn og lang­tíma­á­ætl­un. Háskóli Íslands fór í sýni­lega her­ferð fyrir kosn­ing­arnar í októ­ber til að benda á stöð­una og aðrir háskólar hafa gert slíkt hið sama. Rekt­orar háskóla lands­ins eru allir sam­stíga og ég skynja orð þeirra þannig að mikil hætta sé á ferð­um. Inn­viðir lands­ins eru í húfi, til langrar fram­tíð­ar.



Stjórn­mála­menn - og líka hag­fræð­ingar - ættu að gefa þessu gaum. Þrátt fyrir góðar hag­vaxt­ar­töl­ur, lítið atvinnu­leysi og „mik­inn gang“ í efna­hags­líf­inu, þá er ekki sjálf­gefið að við séum á réttri leið. Tölur um fram­leiðni hafa lítið skánað og vöxt­ur­inn í alþjóð­legum geira er heldur ekki nægi­lega mik­ill. Miklar launa­hækk­anir sem framundan eru heilt yfir vinnu­mark­að­inn gætu reynst inn­stæðu­litlar af þessum sök­um, til fram­tíðar lit­ið.

Þá telur margt okkar mennt­að­asta fólk í háskól­un­um, að það sé bein­línis verið að hola þá að innan með fjársvelti og lélegri stefnu­mörkun af hálfu stjórn­valda. 



Gísli Hauks­son, for­stjóri GAMMA, sagði í við­tali við Morg­un­blaðið á dög­un­um, að falskt gengi krón­unnar geti haft hættur í för með sér. „Ef 
ekki er hægt að treysta því að gengi gjald­mið­ils sé rétt er lík­legra að menn taki rangar ákvarð­an­ir. Og við skulum bara vona að menn hafi ekki tekið rangar ákvarð­anir varð­andi þætti sem tengj­ast til dæmis ferða­þjón­ustu, út af því að krónan hefur verið kerf­is­bundið of veik. En það er ástæða til þess að hafa ákveðnar áhyggjur af því,“ sagði Gísli.

Full ástæða er til þess fyrir nýja rík­is­stjórn að reyna að kafa undir yfir­borð góðra hagtalna og fylgj­ast þar með því hvaða þekk­ing er að koma til lands­ins og fara frá því. Þar gæti verið lyk­ill að góðum áætl­unum inn í fram­tíð­ina en einnig betra og dýpra stöðu­mati á efna­hags­líf­inu. Lág­launa­hag­vöxtur er ekki ásætt­an­legur til lengdar og lang­tíma­sýn - þar sem nýsköp­un­ar­starf í kringum háskól­ana er drif­kraft­ur­inn að baki nýjum tæki­færum - þarf að koma fram og svo í fram­kvæmd.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None