Tortryggni vex gagnvart rafrænum kosningum

Auglýsing

Megin munur raf­rænna kosn­inga og papp­írs­kosn­inga er að í fyrr­nefnda kerf­inu er hægt að fram­kvæma mið­læg svik, á heild­sölu­stigi eins og það er kall­að, en í síð­ar­nefnda kerf­inu er hættan mest á smá­sölu­stig­inu, á kjör­stöð­unum og í með­ferð kjör­gagna. Vegna þessa ein­kennis vekja raf­rænar kosn­ingar gjarnan upp tor­tryggni, enda þótt svika­mögu­leik­arnir séu kannski litlir og vel hugað að örygg­is­mál­um. En jafn­vel litlir mögu­leikar eru óásætt­an­legir því ef þeir eru til staðar yfir­leitt eru þeir stór­skað­leg­ir. Ekki er ósenni­legt að tor­tryggni gagn­vart raf­rænum kosn­ingum og net­kosn­ingum muni aukast á kom­andi árum, enda sjálft lýð­ræðið und­ir. 

Eftir kosn­inga­hneykslið í Florida 2000 hófst tölvu­væð­ing banda­rískra kosn­inga­kerfa. Um 2004 höfðu um 35 ríki keypt búnað frá Die­bold fyr­ir­tæk­inu. Kostn­aður hvers þeirra hljóp á millj­örðum ísl. króna og upp í tugi millj­arða. Þessi þróun hefur haldið áfram og nú kjósa flestir kjós­endur vest­an­hafs í kosn­inga­vél­um. Bún­að­ur­inn keyrir á kjör­stöðum og byggir á snert­iskjá­um. Í flestum til­fellum er um tvö­falt kerfi að ræða þar sem ann­ars vegar er raf­ræn taln­ing og hins vegar taln­ing á papp­ír, en þá prenta vél­arnar út atkvæða­seðil sem kjós­and­inn getur yfir­farið áður en honum er komið fyrir í kjör­kassa – rétt eins og við þekkj­um. Með hand­taln­ingu eftir á er talið að lík­urnar á kosn­inga­svikum í staf­ræna kerf­inu séu litl­ar. Um 80% banda­rískra kjós­enda búa við tvö­falt kerfi nú.

Úttekt á kerfi Die­bold Elect­ion Systems

Kerfi Die­bold var tekið út af tölv­un­ar­fræði­deild John Hop­k­ins háskól­ans og nið­ur­stöð­urnar birtar meðal ann­ars í bók­inni : Brave new ball­out – the battle to safegu­ard democracy in the age of elect­ronic vot­ing sem út kom á árinu 2006. Hún er eftir tölv­un­ar­fræð­ing­inn Aviel D. Rubin sem leiddi rann­sókn­ina. Sjá bók­ar­dóm um hana á slóð­inni: htt­p://www.irpa.is/­art­icle/vi­ew/907.  Í rann­sókn­inni komu fram margir ágallar og meðal ann­ars að raf­rænar kosn­ingar verða aldrei tryggð­ar, hvorki gagn­vart ytri hættu eða innri hættu, sem er meðal ann­ars hættan af svikum tækni­manna. Þannig kom í ljós að enda þótt keyrslukóði kerf­is­ins væri inn­sigl­aður gátu tölvu­menn breytt hon­um. Það segir sig sjálft að fram­leið­and­inn fór í mál við höf­unda rann­sókn­ar­innar enda um gríð­ar­lega hags­muni hug­bún­að­ar­iðn­að­ar­ins að ræða. Aviel D. Rubin eyddi tíma og fjár­munum í rétt­ar­sölum og hefur ekki unnið við meiri­háttar úttektir á kosn­inga­vélum síð­an, sem eru þó hans sér­svið innan tölv­un­ar­fræð­inn­ar.

Auglýsing

Raf­rænar kosn­ingar eða net­kosn­ingar

Áður en lengra er haldið skulum við muna að raf­rænar kosn­ingar hafa verið skil­greindar sem kosn­ingar með tölvu­bún­aði á kjör­stað, en net­kosn­ingar sem kosn­ingar utan kjör­staða, fram­kvæmdar á net­inu. Raf­rænar kosn­ingar þurfa ekki að tengj­ast net­inu, en ef nið­ur­stöður eru teknar saman mið­lægt þurfa þær að ber­ast með fjar­skipta­kerfi og í BNA var talað um leigðar línur fyrir þau sam­skipti. Net­kosn­ingar hafa alla veik­leika raf­rænna kosn­inga og tölu­vert marga fleiri, til dæmis að leyni­leika er ógnað og ekki er hægt að mynda papp­írs­slóð til þess að sann­reyna taln­ingu tölvu­kerf­anna.

Aðrar úttekt­ir 

Þá skulum við muna að úttekt á öryggi kosn­inga­kerfis Eist­lands sem fram fór á árinu 2014 undir stjórn J. Alex Hald­erman, for­stjóra tölvu­ör­ygg­is­sam­fé­lags­ins við háskól­ann í Michigan og hins heims­fræga fyrr­ver­andi hakk­ara, finn­ans Harri Hur­sti, leiddi í ljós mikla og marga svika­mögu­leika. Svo mikla að til­tölu­lega auð­velt er að hag­ræða mið­lægt nið­ur­stöðum net­kosn­ing­anna í Eist­landi fyrir þá sem hafa þekk­ingu á þessum mál­um. Og það hafa bæði leyni­þjón­ustur stærri ríkja, meðal ann­arra Rúss­lands og svo margir hakk­ar­ar. Eist­land er eina ríkið sem hefur heild­stætt kerfi fyrir net­kosn­ing­ar. Munum að fyrr­ver­andi ríki Sov­ét­ríkj­anna hafa litla til­trú á papp­írs­kosn­ingum eftir langvar­andi mis­notkun þeirra í því ríki og eistar fóru svo sann­ar­lega úr ösk­unni í eld­inn.

Sama ár riftu norsk stjórn­völd samn­ingum sínum við spænskt fyr­ir­tæki sem ann­að­ist net­kosn­ingar fyrir þau og hafði það verið rekið til hliðar við hefð­bundið kerfi. Sú til­raun hafði staðið yfir frá 2011 og til­gangur hennar var að auka þátt­töku ungs fólks í kosn­ing­um. For­sendur norskra stjórn­valda voru engu að síður þær að kjör­sókn jókst ekki nema síður væri, en tor­tryggni í garð kosn­ing­anna jókst hins vegar stöðugt.

Hvar eru svika­mögu­leik­arn­ir?

Fimmtán ríki í BNA reka kosn­inga­kerfi án papp­írs­slóð­ar. Sér­fræð­ingar í tölvu­tækni hafa dregið í efa öryggi taln­ing­ar­innar í þeim ríkjum í nýaf­stöðnum for­seta­kosn­ingum og bent á að Clinton hafi komið verst út þar sem þau eru not­uð. Þeir telja að hag­ræð­ing nið­ur­staðna geti numið 7%. Úrslit í Wiscons­in, Michigan og Penn­syl­vania réðu nið­ur­stöðum kosn­ing­anna og bein­ist athyglin því að þeim. Meðal sér­fræð­ing­anna eru áður­nefndur J. Alex Hald­erman og kosn­inga­rétt­ar­lög­mað­ur­inn John Bon­i­faz. Þeir hafa lagt til að kosn­ing­arnar verði kærðar og kraf­ist end­ur­taln­ingar og rann­sóknar á fram­kvæmd þeirra. 

Kæra er komin fram

Slík kæra var lögð fram í dag af fram­bjóð­anda græn­ingja, Jill Stein, sem setti af stað söfnun til stuðn­ings henni í gær­kvöldi og hefur þegar safnað þeim $2,5 millj­ónum sem hún stefndi að. Af end­ur­taln­ingu í ríkj­unum þremur gæti því orðið.

Hverjir geta svik­ið?

Sér­fræð­ing­arnir telja að þótt þeir hafi ekki sann­anir fyrir inn­brotum sé ástæða til þess að rann­saka málið til hlít­ar. Fram hafa komið ábend­ingar um að rúss­ar, sem studdu fram­boð Trumps leynt og ljóst, hafi mögu­lega brot­ist inn í kerf­in, en rík­is­stjórn Obama hafði áður sakað þá um að hafa svik­sam­leg áhrif á kjör­skrár. Sé miðað við þær upp­lýs­ingar sem fram komu í rann­sókn John Hop­k­ins háskól­ans þá var ytra öryggi kosn­ing­vél­anna all mikið í upp­hafi, það var meðal ann­ars ekki á net­inu, þannig að mögu­leikar rússa hafa legið í sam­starfi við mold­vörpur vestan hafs eins og í kalda stríð­inu og þá má hugsa sér bæði inn­brot inn á leigðar línur síma­fé­laga og inn í mið­læg kerfi auk sam­starfs við tækni­menn og stjórn­end­ur. Sér­fræð­ingar vest­an­hafs telja þó að mögu­leikar rússa á að hag­ræða nið­ur­stöðum séu litl­ir.

Tor­tryggni gagn­vart Die­bold hefur alltaf verið til stað­ar. Fyr­ir­tækið hefur stutt kosn­inga­sjóði repu­blik­ana ríku­lega og var talið hafa komið við­skiptum sínum við sum ríkin á í skjóli tengsla við þann flokk. Innan þeirra marka sem skoð­ana­kann­anir og aðrar rann­sóknir í ríkjum afmarka, meðal ann­ars útgöngu­spár, geta fram­leið­endur kosn­inga­véla strangt tekið unnið kosn­ingar þar sem ekki er papp­írs­slóð og papp­írstaln­ing­ar. 

Loka­orð

Afar ósenni­legt er að end­ur­taln­ing og rann­sókn á kosn­inga­mis­ferli í raf­ræna kerf­inu breyti nið­ur­stöð­um. Lík­leg­ast er að tor­tryggnin í garð þess auk­ist og lögð verði áhersla á papp­írs­slóð og taln­ingu kjör­seðla eftir á. Enda má rök­styðja að upp­lýs­inga­tæknin ein og sér ráði ekki við verk­efnið leyni­legar kosn­ing­ar.

Höf­undur er stjórn­sýslu­fræð­ing­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None