Bætum heilbrigðiskerfið en forðumst skyndilausnir

Auglýsing

Það gæti ráð­ist á næstu árum hvernig íslensku heil­brigð­is­kerfi reiðir af eftir stans­lausan nið­ur­skurð og fórnir síð­ustu ára og ára­tuga. Fara þarf í stór­fellda upp­bygg­ingu á heil­brigð­is­kerf­inu, en það er ekki sama hvernig það er gert.

Stjórn­mála­menn virð­ast búnir að átta sig á því að ekki er hægt að reka kerfið með þeim hætti sem gert hefur verið und­an­far­ið. Vand­i heil­brigð­is­stofn­ana er öllum kunn­ur. Fréttir hafa ítrekað borist af því að öryggi sjúk­linga sé lagt í hættu. Biðlistar eftir aðgerðum eru allt of lang­ir.

Það er í þessu umhverfi sem stjórn­völd verða að hafa varan á. Í dag starfa fjöl­mörg einka­fyr­ir­tæki í heil­brigð­is­geir­anum á Íslandi, bæði litlar einka­reknar lækna­stofur og stærri fyr­ir­tæki sem ætla sér stóra hluti. Í ein­hverjum til­vikum geta Íslend­ingar ekki leitað annað en til einka­að­ila þar sem ríkið er hætt að sinna verk­efn­inu. Það á til dæmis við um frjó­sem­is­með­ferðir sem áður voru veittar á Land­spít­al­anum en eru í dag aðeins veittar hjá einu einka­reknu fyr­ir­tæki með ærnum til­kostn­aði fyrir þá sem þangað leita.

Auglýsing

Hagn­ast á skatt­greiðslum almenn­ings

Flestir virð­ast sam­mála um að ríkið eigi að fjár­magna heil­brigð­is­kerfið og eng­inn sem talar fyrir því að fara sömu leið og í Banda­ríkj­un­um, þar sem trygg­ing­ar­fé­lögin maka krók­inn með því að selja trygg­ingar sem veita aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu sem Íslend­ingum þykir sjálf­sagt að njóta.

Þannig sagð­ist fram­kvæmda­stjóri einka­rek­ins heil­brigð­is­fyr­ir­tækis í við­tali við Frétta­tím­ann nýverið að hann væri að sjálf­sögðu þeirrar skoð­unar að heil­brigð­is­kerfið eigi að vera fjár­magnað af rík­inu. Hann sagði svo í beinu fram­haldi að fái fyr­ir­tæki hans leyfi til að gera mjaðma- og hnjá­skipta­að­gerðir megi stytta biðlista veru­lega.

Hér er að ýmsu að hyggja. Í fyrsta lagi er það athygl­is­vert að einka­að­ilum finn­ist það ekki til­töku­mál að hagn­ast per­sónu­lega á skatt­greiðslum almenn­ings. Einka­rekin fyr­ir­tæki eru ekki ­góð­gerða­sam­tök. Það kostar að koma upp aðstöðu og vera með starfs­fólk á laun­um. Fjár­magna þarf fyr­ir­tæk­in. Þeir sem það gera vilja ávaxta sitt fé og fá arð á móti fjár­fest­ing­unn­i. 

Við þessu er ekk­ert að segja í hefð­bundnum fyr­ir­tækja­rekstri, en þegar kemur að heil­brigð­is­þjón­ustu sem hefur aðeins einn við­skipta­vin, rík­ið, verður að nota skatt­greiðslur almenn­ings til að greiða eig­endum þess­ara fyr­ir­tækja arð. Stefna BSRB er skýr þegar kemur að heil­brigð­is­mál­um. Banda­lagið leggst alfarið gegn mark­aðsvæð­ingu heil­brigð­is­þjón­ustu og gjald­töku sem byggir á hagn­að­ar­sjón­ar­mið­um.

Aðeins skorið niður í opin­bera kerf­inu

Þá má líta til þess að þegar heil­brigð­is­þjón­ustan er rekin af hinu opin­bera verður til þekk­ing og reynsla innan kerf­is­ins sem er svo miðlað áfram. Gott dæmi um þetta er Land­spít­al­inn, sem er háskóla­sjúkra­hús, en það sama á við svo víða. 

Það hljómar auð­vitað vel að hægt sé að stytta biðlista með því að kaupa þjón­ustu af einka­reknu heil­brigð­is­fyr­ir­tæki en málið er frá­leitt svo ein­falt. Eins og Sig­ur­björg Sig­ur­geirs­dóttir stjórn­sýslu­fræð­ingur benti á í erindi á mál­þingi BSRB og ASÍ fyrr á árinu er mun erf­ið­ara fyrir stjórn­völd að móta stefnu fyrir heil­brigð­is­kerfi sem er að miklum hluta einka­vætt. 

Það þýðir að með auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigð­is­kerf­inu, þar sem einka­rekstur er ekk­ert annað en einka­væð­ing á þjón­ustu, minnka mögu­leikar stjórn­valda til að taka stefnu­mark­andi ákvarð­anir um for­gangs­röðun og skipu­lag kerf­is­ins í þágu almanna­hags­muna. 

Hvaða afleið­ingar hefur þetta haft? Birgir Jak­obs­son land­læknir benti á það á fundi heil­brigð­is­nefndar BSRB að sá mikli nið­ur­skurður sem heil­brigð­is­kerfið hefur mátt þola á und­an­förnum árum hafi ekki náð nema að óveru­leg­u ­leyt­i til þjón­ustu sér­fræði­lækna. Þeir hafa gert samn­ing við Sjúkra­trygg­ingar og fá sínar greiðslur sam­kvæmt þeim samn­ingi. Á sama tíma hefur þurft að skera þjón­ustu opin­berra heil­brigð­is­stofn­ana inn að beini.

Hjá því verður ekki litið að einka­væð­ing þjón­ust­unnar hefur í vax­andi mæli leitt til einka­væð­ingar á fjár­mögn­un, eins og Sig­ur­björg benti á í áður nefndu erindi. Það getur gerst með hærri þjón­ustu­gjöldum sjúk­linga, einka­fjár­mögnun í formi fjár­fest­inga í tækjum og bún­aði og end­ur­skil­grein­ingu á þjón­ustu þannig að hún sé ekki lengur greidd úr opin­berum sjóð­um.

Sig­ur­björg benti einnig á að nán­ast ómögu­legt sé að breyta kerfi þegar það er einu sinni komið á. Það er því mik­il­vægt fyrir stjórn­völd að láta ekki freist­ast til að taka gylli­boðum einka­að­ila og láta þannig skamm­tíma­hags­muni ráða í stað þess að byggja upp heil­brigð­is­kerfi til fram­tíð­ar.

Virðum þjóð­ar­vilj­ann

Þörfin á end­ur­upp­bygg­ingu heil­brigð­is­kerf­is­ins ætti að vera öllum ljós en það verður að gæta að því hvernig upp­bygg­ingin fer fram. Sam­kvæmt nýlegri rann­sókn vilja rúm­lega 80 pró­sent lands­manna að rekstur heil­brigð­is­kerf­is­ins sé fyrst og fremst í höndum hins opin­bera. Virðum þann þjóð­ar­vilja og byggjum upp heil­brigð­is­kerfið til fram­tíðar á þeim grund­velli.

Höf­undur er for­maður BSRB.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None