Auglýsing

Mik­ill stormur hefur geisað und­an­farna daga vegna þess að opin­berað var að nokkrir hæsta­rétt­ar­dóm­arar ættu hluta­bréf. Aðal­lega hefur sú opin­berun snú­ist um að Markús Sig­ur­björns­son, for­seti Hæsta­rétt­ar, hafi erft hluta­bréf eftir móður sína, selt þau hluta­bréf og sett afrakstur þeirrar sölu í eigna­stýr­ingu hjá Glitni banka. Upp­haf­lega var því haldið fram að Markús hefði ekki til­kynnt um þessa eign sína með réttum hætti til nefndar um dóm­ara­störf, líkt og lög gera ráð fyr­ir.

Það hefur nú verið slegið út af borð­inu þar sem til­kynn­ingar Mark­úsar til nefnd­ar­innar fund­ust. Eftir stendur tvennt í mál­inu: gerir hluta­bréfa­eign Mark­úsar hann van­hæfan til að dæma í málum tengdum Glitni og bar honum að til­kynna um það þegar fjár­munir í eigna­stýr­ingu hjá Glitni voru fjár­festir í verð­bréfa­sjóð­um?

Hér varð víst hrun

Áður en komið er að efn­is­at­riðum þessa máls er gott að spóla aðeins til baka og end­ur­taka oft­ast sögðu setn­ingu síð­ustu átta ára; hér varð hrun. Í aðdrag­anda þess voru fram­kvæmdir gjörn­ingar sem voru ekki fram­kvæmdir með sam­fé­lags­lega hags­muni að leið­ar­ljósi, heldur per­sónu­lega. Þá þurfti að rann­saka, og eftir atvikum ákæra fyr­ir, svo ljóst lægi fyrir hvað mætti og hvað mætti ekki í íslensku sam­fé­lagi.

Auglýsing

Páll Harð­ar­son, for­stjóri Kaup­hallar Íslands, lýsti þess­ari stöðu ágæt­lega í grein hér á Kjarn­anum í byrjun apr­íl. Þar sagði hann meðal ann­ars að mjög vafa­samir starfs­hættir hafi við­geng­ist fyrir hrun. „Alvar­­leg lög­­brot voru fram­in. Afleitir við­­skipta­hættir kostuð­u gríð­­ar­­lega fjár­­muni og mikla þján­ingu. Stór­­kost­­leg mark­aðs­mis­­­notkun átti sér­ ­stað. Trú á mark­aðs­hag­­kerfið og hið frjálsa fram­­tak hefur beðið hnekki.“

Vegna þessa voru málin rann­sök­uð, ákært í sumum þeirra og banka­menn hafa hlotið þunga dóma í flestum þeim málum sem lokið er.

Það er flókið að ákæra ríka

Aðstæð­urnar eru ein­stak­ar. Flest efna­hags­brota­málin eru af þeirri stærð­argráðu að þau eiga sér ekki for­dæmi. Aldrei áður hafði verið skrifuð mörg þús­und blað­síðna rann­sókn­ar­skýrsla af nefnd sem sett var upp til að rann­saka þennan eina atburð, hrun­ið. Og aldrei áður hafði verið sett upp sér­stakt emb­ætti til að rann­saka, og eftir atvikum sak­sækja, fjölda mis­mun­andi mála tengdum einum atburði.

En það var fleira sem var án hlið­stæðu. Til dæmis voru þeir aðilar sem nú sett­ust á saka­manna­bekk margir vel mennt­að­ir, sumir ágæt­lega gefnir og nær allir mold­rík­ir. Þeir voru ekk­ert líkir hefð­bundnum glæpa­mönnum sem við höfum van­ist að sé refs­að. Sjaldan áður hafði íslenskt dóms­kerfi, sem er við­kvæmt sökum smæðar lands­ins og nálægðar innan sam­fé­lags­ins, tek­ist á við þannig fólk. Þeir sem til þekktu erlendis frá vör­uðu við því að ákæru­valdið og dóm­stól­arnir þyrftu að eiga von á við­spyrnu sem yrði mun öfl­ugri en allt annað sem stofn­an­irnar hefðu upp­lifað áður. Þeir höfðu rétt fyrir sér.  

Gefum Páli aftur orð­ið. Í grein sinni í apríl skrif­aði hann líka um að traustið í sam­fé­lag­inu væri horfið og sagði: „Hrunið fellur ekki svo glatt í gleymsk­unnar dá. Þær efna­hags­­legu hremm­ingar sem þjóðin gekk í gegn­um voru svo gríð­­ar­­legar að þær munu lifa í huga fólks um ókomin ár [...]Um­ræða um þá dóma sem fallið hafa í málum tengdum hrun­inu ein­­kenn­ist af harðri gagn­rýn­i á ákæru­­valdið og dóm­stóla af hálfu þeirra sem hafa verið sak­­felld­­ir. Fæst­ir, ef nokkrir, virð­­ast telja sig hafa gert nokkuð rang­t.“

Sparkað í stoðir íslensks rétt­ar­kerfis

Sú umræða sem hefur fylgt ákærum í hrun­málum hefur verið óvæg­in. Í henni hefur hópur lög­manna, almanna­tengsla og ann­arra sem starfa fyrir dæmda banka­menn eða þá sem sitja enn á saka­manna­bekk ein­sett sér að sparka í stoðir íslensks rétt­ar­ríkis í þeirri von að það hrikti nægi­lega mikið í þeim svo hinir dæmdu fái upp­reist æru og þeir sem eru enn í ákæru­ferli sleppi við það ömur­lega hlut­skipti að vera refs­að.

Valdir fjöl­miðlar hafa tekið virkan þátt í þessum aðför­um. Sér­stak­lega þeir sem eru reknir fyrir fjár­magn frá aðilum sem eru and­lag hrun­mála. Fréttir sem skrif­aðar hafa verið hjá þessum einka­fjöl­miðlum til höf­uðs sér­stökum sak­sókn­ara, nafn­greindum hér­að­dóms­dóm­ara og nú Hæsta­rétti bera þess mjög skýrt merki að til­gang­ur­inn sé ekki að upp­lýsa les­end­ur, heldur að afvega­leiða þá grímu­laust að þeirri hug­mynd að rétt­ar­kerfið sé rotið og hafi brotið gróf­lega á mann­rétt­indum manna sem dæmdir hafa verið sek­ir. Til að botna frægt nið­ur­lag þá hafa fjöl­miðl­arnir sann­ar­lega tekið við.

Til við­bótar hafa verið settar upp allskyns vef­síður – sumar hlægi­lega lélegar – sem hafa þann eina til­gang að dreifa út ein­hliða áróðri sem passar við hags­muni þeirra sem borga fyr­ir. Fólk í innsta kjarna hinna dæmdu brota­manna hefur síðan verið dug­legt að skrifa greinar til að styðja við þetta allt sam­an. Áhersla er lögð á að treysta því að les­endur þekki ekki málin vel heldur taki yfir­borðs­kennda afstöðu til þeirra sem falli að til­gangi áróð­urs­ins.

Kostn­að­ur­inn við þessa atlögu að íslensku rétt­ar­kerfi hleypur á hund­ruðum millj­óna króna. En það er ekki vanda­mál þegar vasarnir sem borga eru botn­laus­ir.

Þótt að upp­lýs­ingar um hluta­bréfa­eign dóm­ara hafi átt fullt erindi við almenn­ing, og þar af leið­andi hafi verið eðli­legt að þeir fjöl­miðlar sem fengu gögnin hafi fjallað um þau, þá er líka ljóst að upp­lýs­ing­unum var lekið til að hafa áhrif á störf dóm­ara, skapa tor­tryggni um störf þeirra og trufla með­ferð mála. Tíma­setn­ingin er ekki til­viljun heldur skipu­lögð. Gögnin hafa verið lengi í umferð og voru meðal ann­ars boðin til sölu í fyrra­sum­ar.

Og þessi atlaga er að virka. Hinir djúpu vasar dæmdra manna eru að vinna. Van­traustið á dóms­kerfið er að aukast. Traustið fór til að mynda úr 43 pró­sentum í fyrra í 32 pró­sent í ár. Traust á dóms­kerfið hefur reyndar áður farið niður í svip­aðar töl­ur. Það var á hápunkti síð­asta góð­æris og í kjöl­far Baugs­máls­ins, þar sem lög­fræð­ing­um, almanna­tenglum og fjöl­miðlum var líka beitt mis­kunn­ar­laust fyrir þá sem þar sátu á saka­manna­bekk.

Yfir­stéttin líka sek um að skapa van­traust

Þótt að það sé ömur­legt að þessi nið­ur­rifs­her­ferð dæmdra glæpa­manna, sem ollu gríð­ar­legum sam­fé­lags­legum skaða, sé að draga niður dóms­kerfið er ekki þar með sagt að innan þess sé ekki pottur brot­inn. Og að ábyrgðin á traust­leys­inu liggi ekki víð­ar. Fréttir síð­ustu daga varpa skýru ljósi á margt sem þar er að.

Það virð­ist liggja fyrir að hæsta­rétt­ar­dóm­arar mega eiga hluta­bréf. Það liggur fyrir að það eru reglur til staðar um hvernig þeir eiga að til­kynna um þá eign og það liggur fyrir að Markús Sig­ur­björns­son fylgdi þeim regl­um. Þótt að reynt hafi verið að láta að því liggja í skökkum frétta­flutn­ingi að Markús hafi tapað stórfé á hluta­bréf­unum sem hann erfði eftir móður sína þá er það fjar­stæðu­kennd túlk­un. Mað­ur­inn mok­græddi á þessum arfi í ljósi þeirra hækk­ana sem urðu á bréf­unum á meðan að hann átti þau.

En það liggur líka fyrir að hroki yfir­stéttar íslenskra dóm­stóla hefur lagt sitt að mörkum til að draga úr trú­verð­ug­leika kerf­is­ins. Reglur um hags­muna­skrán­ingu dóm­ara eru svo óljósar að óum­flýj­an­legt er að þær leiði til van­trausts almenn­ings, sér­stak­lega þar sem nefndin sem á að sjá um fram­fylgd þeirra virð­ist hvorki ráða við að halda utan um til­kynn­ingar né vera með skýra afstöðu gagn­vart því hvað þarf að til­kynna og hvað ekki. Ótrú­legt er að ekki hafi átt sér stað umræða innan Hæsta­réttar um hæfi dóm­ara til að taka á þessum hrun­málum áður en að þau komu fyrir rétt­inn, í ljósi þess að um for­dæma­laus mál var að ræða og ákaf­lega nauð­syn­legt var sam­fé­lags­lega að nið­ur­staða þeirra yrði hafin yfir allan vafa.

Sú umræða átti sér ekki stað og þess vegna sitjum við uppi með það að trú­verð­ug­leiki Hæsta­rétt­ar, trú­verð­ug­leiki dóma í hrun­málum og trú­verð­ug­leiki Mark­úsar Sig­ur­björns­sonar til að dæma í fleiri slíkum málum hefur beðið hnekki.

Tvö lið kall­ast á um hæfi

Að því sögðu þá treysti ég mér ekki til að skera úr um hæfi Mark­úsar Sig­ur­björns­son­ar, eða ann­arra dóm­ara sem átt hafa hluta­bréf, til að dæma í málum sem snerta banka eða fyrr­ver­andi starfs­menn hans út frá þeim reglum sem eru til stað­ar. Skoð­an­ir Ragn­ars H. Hall (Fyrr­ver­andi verj­andi Ólafs Ólafs­sonar sem Hæsti­réttur dæmdi í rétt­ar­fars­sekt og áður með­eig­andi á lög­manns­stof­unni sem hagn­ast mest á því að verja sak­born­inga í hrun­mál­um) og Jóns Stein­ars Gunn­laugs­sonar (sem vann m.a. grein­ar­gerð fyrir Ólaf Ólafs­son þar sem Al Than­i-­dóm­ur­inn var rengdur og er sér­stakur áhuga­maður um að þola ekki Markús Sig­ur­björns­son) um van­hæfi hans hjálpa mér ekk­ert nær slíkri nið­ur­stöðu. Það gera skoð­an­ir Sig­urðar Tómasar Magn­ús­sonar (sem var settur rík­is­sak­sókn­ari í Baugs­mál­inu og ráð­gjafi sér­staks sak­sókn­ara) eða Skúla Magn­ús­sonar, for­manns Dóm­ara­fé­lags Íslands, um hæfi Mark­úsar ekki held­ur. Þar eru tvö lið innan lög­fræði- og dóm­ara­stétt­ar­innar að kall­ast á. Aðrir innan stétt­anna stilla sér upp með öðru hvoru lið­inu. Á milli stendur almenn­ingur og klórar sér í hausn­um. 

Fyrir liggur þó að það er galið að dóm­urum sé í sjálfs­vald sett að ákveða hæfi sitt í við­kvæmu, brot­hættu örsam­fé­lagi eins og því íslenska þar sem tengslin eru svo mikil að fundið var upp smá­forrit (e. app) til að koma í veg fyrir að blóð­systkin hefðu óvart mök. Og þær reglur sem þó til eru um hags­muna­skrán­ingu dóm­ara eru afleit­ar, allt of tak­mark­aðar og ekki til þess fallnar að skapa traust.

Okkar ógeðs­lega þjóð­fé­lag

Styrmir Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins sem þekkir inn­viði íslenskrar leynd­ar­hyggju frá fyrstu hendi, sagði fyrir rann­sókn­ar­nefnd Alþingis haustið 2009: „Þetta er ógeðs­legt þjóð­fé­lag, þetta er allt ógeðs­legt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hug­sjón­ir, það er ekki neitt. Það er bara tæki­fær­is­mennska, valda­bar­átta.“

Orð Styrmis hitta beint í mark. Og þetta ógeðs­lega þjóð­fé­lag opin­ber­ast mjög í þeirri aðför að rétt­ar­rík­inu sem fámennur en mold­ríkur hópur dæmdra manna stendur nú fyrir sökum eigin hags­muna. Við því er lítið annað að gera en að taka á móti þegar við á og opin­bera aðfar­irnar fyrir það sem þær eru.

En það opin­ber­ast líka í hroka yfir­stétt­ar­innar í íslensku dóm­stóla­kerfi sem neitar að stíga nægj­an­lega stór skref til að tryggja að það njóti nægj­an­legs trausts. Það opin­ber­að­ist í Wintris-­mál­inu þegar for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­innar taldi að það kæmi engum við að hann ætti millj­arða í aflands­fé­lagi eða væri kröfu­hafi í bú bank­anna. Það opin­ber­ast í afstöðu Seðla­bank­ans og stjórn­ar­ráðs­ins gagn­vart kröfum um gagn­sæi aðgerða þeirra og það opin­ber­ast í því að eft­ir­lits­stofn­anir á borð við Mat­væla­stofnun kom­ist að því að eggja­fram­leið­endur séu að blekkja neyt­endur stór­kost­lega en ákveði að segja engum frá því árum sam­an.

Það hefur ríkt nær algjört van­traust á allar mik­il­væg­ustu stofn­anir sam­fé­lags­ins eftir hrun­ið. Ekk­ert sem hefur verið gert síðan þá hefur lagað þá stöðu. Sam­kvæmt síð­ustu mæl­ingum treysta 17 pró­sent lands­manna Alþingi, 32 pró­sent dóms­kerf­inu, ell­efu pró­sent fjöl­miðlum og 6,6 pró­sent banka­kerf­inu.

Líkt og for­seti lýð­veld­is­ins, Guðni Th. Jóhann­es­son, sagði við þing­setn­ingu í vik­unni þá er end­ur­heimt trausts á Íslandi í senn mögu­leg og brýn. Það þurfa allir að taka þau skila­boð til sín. Dóms­kerf­ið, fjöl­miðl­ar, stjórn­málin og atvinnu­líf­ið. Það eina sem skapar traust í þjóð­fé­lagi eins og okkar er opin stjórn­sýsla og full­komið gagn­sæi hjá öllum helstu stofn­unum lands­ins. Það þarf að afnema leynd­ar­hyggj­una sem er svo inn­gróin í íslenskt valda­kerfi og heim­ilar þjóð­fé­lag­inu okkar að vera svona ógeðs­legt.

Við þurfum að breyta þessu fljótt, áður en að það verður of seint. Það vinnur nefni­lega eng­inn í svona aðstæðum til langs tíma, þótt þeir sem berji nú á stoðum rétt­ar­kerf­is­ins upp­lifi skamm­tíma­sigra. Ónýtt kerfi er tap okkar allra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None