Auglýsing

Á föstu­dag tók frétta­stofa RÚV við­tal við Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Skýrt hefur komið fram að engar fyrir fram ákveðnar for­sendur voru fyrir við­tal­inu né lá fyrir sam­komu­lag um hvað yrði spurt um.

Í við­tal­inu spurði frétta­maður RÚV Sig­mund Davíð út í stöð­una innan flokks hans, en flokks­for­mað­ur­inn hafði fyrr um dag­inn stað­fest að sam­skipti við Sig­mund Davíð væru slæm og sagt það vera við­var­andi verk­efni að laga þau. Þá liggur fyrir að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn þykir ekki stjórn­tækur í hugum ann­arra stjórn­mála­flokka á meðan flokk­ur­inn hefur ekki tekið á þeirri stöðu sem er uppi með Sig­mund Dav­íð, sem lætur eins og hann sé sinn eigin for­maður þótt flokk­ur­inn hafi hafnað hon­um. Í við­tal­inu var Sig­mundur Davíð einnig spurður út í þá stað­reynd að hann hefur ekki tekið þátt í þing­störfum á þessu þingi.

Við­brögð for­sæt­is­ráð­herr­ans fyrr­ver­andi við þessum spurn­ingum voru eft­ir­far­andi: Hann sagði RÚV bera ábyrgð á stöð­unni innan flokks síns, brást reiður við spurn­ingum um mæt­ingu sína í þing­sal og rauk að lokum úr við­tal­inu.

Auglýsing

Enn einn hlut­inn í löngu leik­riti

Það er ekk­ert nýtt að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son neiti að líta í eigin barm og beri á torg væni­sjúkar sam­sær­is­kenn­ingar um fjöl­miðla sem í slag­togi við önnur öfl séu búnir að rotta sig saman við að fella mik­il­mennið hann af stalli. Fyrir alla sem skoða hans mál út frá stað­reyndum þá liggur hins vegar algjör­lega ljóst fyrir að eng­inn spark­aði undan honum stólnum nema Sig­mundur Davíð sjálf­ur.

Það var hann sem ákvað að leyna því að hann og eig­in­kona hans hefðu átt aflands­fé­lag. Hann ákvað að segja engum frá því að hann væri kröfu­hafi í bú föllnu bank­anna á sama tíma og hann var að vasast í úrlausn á stöðu þeirra. Það var hann sem ákvað að ljúga í við­tali við sænskan sjón­varps­mann þegar hann var spurður út í Wintris. Þess vegna voru 26 þús­und manns að mót­mæla honum á Aust­ur­velli 4. apríl og þing­flokkur Fram­sókn­ar­flokks­ins á sama tíma að ákveða að setja hann af sem for­sæt­is­ráð­herra.

Það var hann sem hélt for­dæma­lausa ræðu sem studd var ótrú­legu mynd­máli á mið­stjórn­ar­fundi á Akur­eyri þar sem hann krafð­ist þess að flokks­menn mynd­uðu varn­ar­vegg í kringum sig og fylgdu sér í blindni. Það var hann sem ákvað að rjúka út úr Háskóla­bíói eftir að flokks­þing Fram­sókn­ar­flokks­ins ákvað að gera það ekki. Og það var hann sjálfur sem ákvað að mæta ekki í vinn­una sem hann er kjör­inn til að sinna.

Spurn­ingar eðli­leg­ar, við­brögðin ekki

Póli­tík Sig­mundar Dav­íðs snýst öll um að búa til hetju úr sjálfum sér og strá­manna­her óvina sem hetjan getur sleg­ist við. Þar er ekk­ert svig­rúm fyrir grá blæ­brigði. Allt er svart eða hvítt. Þannig er hand­ritið í höfð­inu á honum og ef ein­hver víkur frá því hand­riti, t.d. frétta­maður sem hann veitir við­tal, þá bæt­ist við­kom­andi og vinnu­staður hans í óvina­her­inn.

Skoðum stað­reynd­ir. Sig­mundur Davíð sagði af sér sem for­sæt­is­ráð­herra 5. apr­íl. Hann ákvað í kjöl­farið að fara í frí, kall­aði inn vara­mann í apríl og maí og sett­ist ekki í neina nefnd líkt og aðrir þing­menn gera. Hann kom svo úr fríi í lok maí og greiddi síð­ast atkvæði í þing­inu 8. júní síð­ast­lið­inn. Frá þeim tíma hefur Sig­mundur Davíð þegið full laun, hefur ekki kallað inn vara­mann, hefur ein­ungis einu sinni síðan í júní til­kynnt fjar­vist og hegðun hans er að öllu leyti í and­stöðu við það sem þing­skap­a­lög segja til um. Sam­kvæmt þeim er þing­mönnum skylt að sækja þing­fundi og ef þeir kom­ast ekki eiga þeir að til­kynna for­seta þings­ins um það. Á síð­asta kjör­tíma­bili var Sig­mundur Davíð með næst verstu mæt­ingu allra þing­manna í atkvæða­greiðslur og það sem af er þessu kjör­tíma­bili er hann eini þing­mað­ur­inn sem hefur ekki mætt í þing­sal.

Það er ótrú­legt að það þurfi raun­veru­lega að eiga sér stað umræða um að það sé full­kom­lega eðli­legt að fjöl­miðl­ar, sem vinna við að upp­lýsa almenn­ing og veita stjórn­völdum aðhald, spyrji fyr­ir­ferð­ar­mik­inn stjórn­mála­mann af hverju hann mæti ekki í vinn­una og af hverju hann og for­maður flokks hans talist ekki við. Spurn­ing­arnar voru sjálf­sagðar og eðli­leg­ar. Við­brögð Sig­mundar Dav­íðs, sem brást við eins og frekt barn og ásak­aði í kjöl­farið ótil­greindan SDG-hóp á RÚV um að vera með þrá­hyggju gagn­vart sér, voru það ekki.

Normalís­er­ing á þvælu

Samt hefur fyrr­ver­andi ráð­herra séð til­efni til þess að hvetja til þess að kallað verði á sér­fræð­ing til að fara yfir miðlun frétta RÚV af Sig­mundi Dav­íð, gera skýrslu um það og birta. Fyrr­ver­andi frétta­mað­ur­inn Hallur Halls­son segir RÚV ekki sjálfrátt og að verið sé að leggja Sig­mund Davíð í ein­elti með því „ryðj­ast inn í afmæl­is­veislu með vanga­veltur um SDG ekki verið á þing­fundi eftir fjóra þing­fund­ar­daga Alþing­is.“ Vef­mið­ill­inn Eyjan kallar þetta „Deilur Sig­mundar Dav­íðs og RÚV“ og í útvarps­þætt­inum Í bít­inu í morgun var spurt hvort að „eitt­hvað væri að fram­komu Sig­mundar Dav­íðs eða er RÚV ekki á réttri braut?“ Þar töl­uðu þátt­ar­stjórn­endur um „stríð milli Sig­mundar Dav­íðs og RÚV“,  og að efn­is­inni­hald við­tals sem RÚV tóku við for­sæt­is­ráð­herr­ann fyrr­ver­andi hafi snú­ist um að „gagn­rýna að hann var ekki búinn að mæta í þingið þessa fjóra daga sem búnir eru."

Þetta er þvæla og ofan­greind­ir, ásamt ýmsum öðrum, eru að normalísera þvælu með því að líta á eðli­legar spurn­ingar frétta­manns sem eitt­hvað annað en það. Stjórn­mála­menn geta ekki gert kröfu um að svara bara spurn­ingum sem þeir vilja svara eða ræða bara mál sem þeir vilja ræða um. Þegar fólk gefur kost á sér til trún­að­ar­starfa þá verður það að lúta aðhaldi fjöl­miðla, sem vinna fyrir almenn­ing.

Þessi skoðun um að tipla eigi á tánum í kringum valdið og þá sem halda á því er lituð af eft­ir­sjá af sam­fé­lagi sem er ekki lengur til stað­ar. Þar sem stjórn­málin stjórn­uðu öllu, líka fjöl­miðl­un­um, og það þótti ekki við hæfi að spyrja óþægi­legra spurn­inga eða fletta ofan af spill­ingu. Þetta sam­fé­lag níunda og tíunda ára­tug­ar­ins er ekki til leng­ur. Og kemur bless­un­ar­lega ekk­ert aftur sama hvað nostal­g­íu­menn remb­ast við að særa það til baka.

Það sem er að

Það er margt að í íslensku fjöl­miðlaum­hverfi í dag. Það eru eig­enda­vanda­mál, blaða-og frétta­mennska er orðin lág­launa­starf sem fáir ílengj­ast í og flest við­skipta­módel fyrri tíma eru á fallandi fæti. Enn dæla hags­muna­að­ilar pen­ingum í valdar fjöl­miðla­blokkir til að ná fram þeim áhrifum sem þeir vilja á þjóð­fé­lags­um­ræð­una. Á þessu þarf að taka og ef fólk er almennt sam­mála um að frjálsir fjöl­miðlar leiki lyk­il­hlut­verk í lýð­ræð­inu þá þarf hið opin­bera að laga rekstr­ar­um­hverfi þeirra. Um það virð­ist þverpóli­tísk sátt og vinna er hafin við skoðun á hvernig hægt yrði að gera það. Almenn­ingur getur auð­vitað líka tekið beinan þátt í því að styðja heið­ar­lega og gagn­rýna fjöl­miðl­un, t.d. með því að greiða mán­að­ar­legt fram­lag til Kjarn­ans hér.

En stærsta vanda­mál íslenskra fjöl­miðla, og fjöl­miðla út um allan heim, er fólk sem skilur ekki hlut­verk þeirra. Sem telur að til­finn­ingar þeirra trompi stað­reyndir og telur að fjöl­miðlar eigi að þjóna því, ekki almenn­ingi. Fólk eins og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son og þeir sem taka þátt í, og ýta und­ir, þann væni­sjúka farsa sem árásir hans á fjöl­miðla eru.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None