Öryggispúði fyrir Ísland

Stöðugleiki í efnahagslífinu verði tryggður til framtíðar með stöðugleikasjóði. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og utanríkisráðherra, skrifar um mikilvægi þess að skapa stöðugleika í efnahagslífinu.

Auglýsing

Ýktar efna­hags­sveiflur hafa í gegnum tíð­ina valdið Íslend­ingum miklu tjóni. Eftir mark­vissa end­ur­reisn und­an­far­inna ára blasir nú við stjórn­völdum sögu­legt tæki­færi til að breyta efna­hags­kerfi Íslands til fram­búð­ar.  Stofnun Stöð­ug­leika­sjóðs gæti markað vatna­skil í sögu þjóð­ar­innar og tryggt hag­sæld í sessi. Mark­mið slíks sjóðs er í mínum huga skýrt; að draga úr hag­sveiflum og stuðla að efna­hags­legum stöð­ug­leika til langs tíma. Næsta rík­is­stjórn er í dauða­færi til að hlaupa með bolt­ann í mark, ef hún hefur skýra sýn og dug til að hrinda henni í fram­kvæmd.

Stöð­ug­leika­fram­lög nýt­ist allri þjóð­inni

Grunn­inn að Stöð­ug­leika­sjóði Íslands mætti leggja með hluta af stöð­ug­leika­fram­lögum slita­bú­anna. Raunar er verð­mæti þeirra mun meira en upp­haf­lega var talið og því mætti nota umfram­verð­mætin til að koma Stöð­ug­leika­sjóðnum á fót. Féð mætti nýta að hluta til að kaupa gjald­eyri af Seðla­bank­anum og minnka þannig óþarf­lega stóran gjald­eyr­is­forða bank­ans. Slíkt myndi létta undir með Seðla­bank­an­um, sem ber umtals­verðan kostnað af gjald­eyr­is­forð­an­um. Stöð­ug­leika­sjóð­ur­inn gæti hins vegar látið gjald­eyr­inn vinna fyrir sig, með svip­uðum hætti og Norski olíu­sjóð­ur­inn gerir fyrir frændur okkar í Nor­egi. Til lengri tíma litið yrði Stöð­ug­leika­sjóð­ur­inn svo fjár­magn­aður af útflutn­ings­grein­un­um; með auð­lind­arentu frá fyr­ir­tækjum í sjáv­ar­út­vegi og ferða­þjón­ustu, arð­greiðslum frá opin­berum orku­fyr­ir­tækjum og afgangi af fjár­lögum þegar þannig árar. Þá gæti rík­is­sjóður lagt fast­eignir sínar erlendis inn í sjóð­inn í upp­hafi og leigt þær af sjóðnum eftir þörfum – t.d. undir starf­semi utan­rík­is­þjón­ust­unn­ar. Þar með yrði til grunnur að fast­eigna­safni íslenska Stöð­ug­leika­sjóðs­ins.

Fjár­fest til lengri tíma með betri ávöxtun

Íslenski Stöð­ug­leika­sjóð­ur­inn myndi fjár­festa til lengri tíma og fara að for­dæmi Norska olíu­sjóðs­ins sem fjár­festir í erlendum skulda­bréf­um, hluta­bréfum og fast­eign­um. Það gefur betri raun en að fjár­festa í rík­is­víxlum erlendra ríkja sem bera litla sem enga vexti nú um stund­ir. Að sama skapi þarf skýra umgjörð um Stöð­ug­leika­sjóð­inn því freistni­vand­inn getur verið mik­ill, þegar kallað er á fjár­veit­ingar í sam­fé­lag­inu og nóg er til í stórum sjóði. Þannig þarf til dæmis að vera ljóst að slíkur Stöð­ug­leika­sjóður er ekki ætl­aður til að styðja við banka­kerfið þegar illa árar né heldur má nýta sjóð­inn til verk­efna á vegum rík­is­sjóðs, nema eftir ströngum reglum sem öllum eru ljósar fyr­ir­fram og við vel skil­greindar aðstæð­ur. Í Nor­egi má nýta að hámarki 4% af verð­mæti olíu­sjóðs­ins í fjár­lög, en aðeins ef raun­á­vöxtun stendur undir því þar sem ekki má ganga á höf­uð­stól­inn. Með vísan í þessa reglu voru um 180 millj­arðar norskra króna færðar úr sjóðnum í fjár­lögin á síð­asta ári til að vega á móti erf­ið­leikum í olíu­iðn­að­in­um. Á nákvæm­lega sama hátt geta Íslend­ingar notað sinn stöð­ug­leika­sjóð sem sveiflu­jöfn­un­ar­tæki og öryggis­púða fyrir efna­hags­líf­ið.

Auglýsing

Vel­sæld okkar byggir á útflutn­ingi

Í gegnum tíð­ina hafa útflutn­ings­grein­arnar skapað mikil verð­mæti. Þessum verð­mætum eigum við að safna þegar vel gengur og nýta til hags­bóta fyrir þjóð­ina alla þegar þörf kref­ur. Nú stendur okkar útflutn­ings­drifna hag­kerfi á tíma­mótum vegna gríð­ar­legs vaxtar í ferða­þjón­ustu, sem hefur með öðrum útflutn­ings­greinum og háum inn­láns­vöxtum skapað  meira inn­flæði erlends gjald­eyris en dæmi eru um í hag­sögu Íslands. Þótt auknar útflutn­ings­tekjur séu góðs viti hefur þörfin fyrir var­kárni, fram­sýni og skýra sýn í efna­hags­málum sjaldan verið brýnni en nú.

Til að vinna gegn áhrifum þessa mikla gjald­eyr­is­inn­flæðis á íslensku krón­una hefur Seðla­banki  Ís­lands kerf­is­bundið keypt gjald­eyri og safnað í góðan gjald­eyr­is­vara­forða, sem sam­svarar nú um 40% af lands­fram­leiðslu. Sá galli er á gjöf Njarð­ar, að kostn­aður við slíkt forða­hald er umtals­verður vegna þess vaxta­munar sem er milli Íslands og helstu við­skipta­ríkja. Kostn­að­ur­inn eykst eftir því sem forð­inn stækkar og því er ljóst, að við getum ekki stuðst við þessa aðferða­fræði til allrar fram­tíð­ar. Hafa ber í huga að forð­inn er ávaxtaður til skamms tíma, t.d. í erlendum rík­is­víxlum sem bera lága vexti, á meðan ávöxtun til lengri tíma myndi skila þjóð­inni umtals­vert betri árangri. Þannig gæti Stöð­ug­leika­sjóður fjár­fest til hags­bóta fyrir þjóð­ina.

Grund­vall­ar­breyt­ing hefur orðið á efna­hags­kerf­inu

Efna­hags­leg end­ur­reisn Íslands hefur gengið vel. Hag­kerfið ein­kenn­ist af þrótt­miklum hag­vexti, atvinnu­leysi er lít­ið, skuldir heim­ila og fyr­ir­tækja hafa minnkað veru­lega, góður afgangur er á við­skipta­jöfn­uði þjóð­ar­bús­ins, rík­is­sjóður er rek­inn með afgangi fjórða árið í röð og með stöð­ug­leika­fram­lögum frá slita­búum bank­anna eru heild­ar­tekjur rík­is­sjóðs um þús­und millj­arðar krónur í fjár­lögum árs­ins 2016. Þótt sumt í þess­ari hag­lýs­ingu hljómi kunn­ug­lega hefur ein grund­vall­ar­breyt­ing orðið frá fyrri tím­um, þar sem hrein erlend staða þjóð­ar­bús­ins er nú jákvæð í fyrsta sinn frá því mæl­ingar hófust fyrir nærri 60 árum. Þetta þýðir að eignir Íslend­inga í útlöndum eru meiri en skuld­irn­ar, sem skapar mikil tæki­færi fyrir land og þjóð. Hag­kerfið er smám saman að laga sig að þess­ari breyt­ingu, en við þurfum greina betur hverjar afleið­ing­arnar geta verið á útflutn­ings­grein­arnar og upp­bygg­ingu hag­kerf­is­ins alls.   

Tökum saman höndum

Á und­an­förnum 15 árum hafa ýmsir viðrað hug­myndir um stofnun sjóðs með svipað hlut­verk og Stöð­ug­leika­sjóð­ur­inn. Þær hafa lítið verið ræddar en almennt hefur verið gengið út frá því að auð­linda­gjöld standi undir sjóðn­um, bæði stofn­fram­lagi og vexti hans. Slíkt er vissu­lega mögu­legt en með þeirri leið myndi það taka langan tíma að byggja upp mynd­ar­legan höf­uð­stól til ávöxt­un­ar. Skil­virkara væri að nota hluta af stöð­ug­leika­fram­lög­unum sem höf­uð­stól Stöð­ug­leika­sjóðs­ins – kaupa upp hluta af gjald­eyr­is­forða Seðla­bank­ans - og stækka sjóð­inn svo smám saman með tekjum af auð­lind­arentu frá ári til árs.

Stöð­ug­leika-, söfn­un­ar-, þró­un­ar-, líf­eyr­is­auð­linda- eða gjald­eyr­is­forða­fjár­fest­inga­sjóðir gegna mik­il­vægu hlut­verki í hag­stjórn og pen­inga­stefnu margra ríkja. Hverrar teg­undar sem sjóð­irnir eru þurfa þeir að taka mið af stöðu við­kom­andi hag­kerf­is, þarfa þess og fram­tíð­ar­skuld­bind­inga. Mik­il­vægt er að fjár­fest­inga­stefnan sé í fullu sam­ræmi við rík­is­fjár­mála­stefn­una, en sé ekki ein­angruð frá þeim veru­leika sem sjóð­ur­inn á að þjóna.  Þannig ætti eitt meg­in­mark­miða íslenska Stöðu­leika­sjóðs­ins að vera að tryggja sjálf­bæra ytri stöðu þjóð­ar­bús­ins og koma í veg fyrir „hol­lensku veik­ina,” svo upp­gangur í einni útflutn­ings­grein skerði ekki sam­keppn­is­hæfni ann­arra. Það er tíma­bært að við tökum saman höndum og breytum hug­mynd­inni í veru­leika.

Spenn­andi efna­hagsár framundan

Ára­mót marka nýtt upp­haf, þar sem við segjum skilið við það liðna og horfum bjart­sýn fram á við. Í þetta skiptið höfum við rík­ari ástæðu til bjart­sýni en oft­ast áður, þar sem sjaldan hefur árað eins vel í efna­hags­legu til­liti. Það er mik­il­væg­asta verk­efni stjórn­mál­anna á efna­hags­ár­inu 2017, að skapa efna­hags­líf­inu umgjörð sem stuðlar að stöð­ug­leika til langs tíma. Tæki­færið hefur aldrei verið betra.  Næstu skref í hag­stjórn­inni miða að frek­ari losun fjár­magns­hafta, áfram­hald­andi nið­ur­greiðsla skulda rík­is­sjóðs og svo stofnun Stöð­ug­leika­sjóðs.

Höf­undur er vara­for­maður og þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og utan­rík­is­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None